Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1971 Langt og strangt samningaþóf Dr. Gylfi Þ. Gíslason skýrir frá samningum við Dani um íslenzku handritin HANDRITAMÁLINU er nú að fullu lokið milli íslendinga og Dana — sátt- máli landanna staðfestur og fyrstu tveir dýrgripirnir að koma til íslands. Málið hefur verið erfitt viðfangs, mörg viðkvæm atriði hafa komið upp og feng ið lausn. Sá ráðherra ríkisstjórnarinn- ar, sem mest hefur mætt á í þessu máli er án efa menotamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason. Hér í viðtali við Morgunblaðið skýrir ráðherra frá ýms um atriðum handritamálsins, sem farið hefur verið leynt með til þessa. f fyrstu var menntamálaráðherra spurður að því, hver hefðu verið upptök málsins, og hann svaraði: * HANDRITAMÁLIÐ FYRST Á DAGSKRÁ — Þegar eftir stríðið fóru fram viðræður milli danskra Og íslenzkra stjórnarvalda um mál, sem leiddu af sambandsslitunum. í þeim viðræðum var því hreyft af hálfu íslendinga, að Danir afhentu íslenzk handrit í dönsk- um söfnum. Danirnir, sem þátt tóku í viðræðunum, töldu sig þá ekki hafa umboð til þess að ræða neitt slíkt. — Við svo búið hefur ekki verið látið sitja? — Nei. Þetta varð til þess, að danska stjórnin skipaði nefnd í málið 1947 og var hún skipuð bæði stjórnmálamönn um og fræðimönnum. Nefndin skilaði ítarlegu áliti 1951 og aðeins einn nefnd armanna studdi þar óskir íslendinga. — Einhverjir Danir hafa þó haft á- huga á að leysa málið? — Margir málsmetandi danskir stjórn máiamenn höfðu mikinn áhuga á því að finna á málinu iausn. Leiddi það til þess að Hans Hedtoft, forsætisráð- herra og Júlíus Bomholt, menntamála ráðherra beittu sér fyrir því 1954, að íslendingum yrði gert tilboð um lausn málsins á þann veg, að handritin skyldu verða sameiginleg eign íslendinga og Dana, og þau varðveitt í einni stofn- un, sem hefði deildir í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Skyldu þau handrit, sem sérstaklega vörðuðu ísland flutt til Reykjavíkur, en hin verða áfram í Kaupmannahöfn — hins vegar ljósrit á báðum stöðum. ★ LOKAÐUR FUNDUR ALÞINGIS Áður en þetta tilboð var sent ís- lenzku ríkistjórninni, birti danska blað ið Politiken frétt um það. Dr. Bjarni Benediktsson, sem þá var menntamála- iáðherra, hafði áður frétt um málið í Kaupmannahöfn og varað eindregið við því, að íslenzku ríkistjórninni yrði sent tilboðið. Þegar fréttin birtist í Politiken, hélt Alþingi lokaðan fund um málið og samþykkti þar einróma, „að tilboðið væri ekki aðgengilegt“. Var það því aldrei sent til íslands og lá nú málið niðri í nokkur ár. —■ Hvenær er það svo tekið upp að nýju? — Það er 1956, þegar stjórn Her- manns Jónassonar er mynduð. Þá var að sjálfsögðu, eins og venjulega er í nýjum ríkisstjórnum, rætt um verk- efni stjórnarinnar. Ég var þá mennta- málaráðherra og eitt þeirra mála, sem ég nefndi, að taka bæri upp, var hand ritamálið. Voru allir á einu máli um það og var ákveðið að stinga upp á því við dönsku stjórnina, að skipuð yrði nefnd danskra og ísl. stjórnmálamanna til þess að ræða málið. Lagði ég til, að málið yrði flutt sem mál, er varð- aði stjórnmálaleg og menningarleg tengsl Dana og íslendinga, en í mál- flutningi af íslendinga hálfu hafði fram til þessa mikið borið á því sjónarmiði, að þeir ættu handritin og gætu gert réttarkröfu til þeirra. Var þetta sam- þykkt. í ágúst átti ég erindi til Sví- þjóðar og var þá ákveðið, þótt ekki væri skýrt frá því opinberlega, að ég skyldi koma við í Kaupmannahöfn og stinga upp á nefndarskipuninni. í Kaupmanna höfn hafði ég fyrst samband við sendi herra fslands, dr. Sigurð Nordal, sem var þessari málsmeðferð sammála. — Síðan ræddi ég við H. C. Hansen, for- sætisráðherra, vegna Þess að hann . þekkti ég persónulega, en ekki við Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra, sem ég þekkti þá ekki. Kvaðst H. C. Hansen mundu ræða málið í ríkisstjóxn sinni. - í þessari nefnd hafa átt að vera fulltrúar állra flokka? — Vorið 1957 samþykkti Alþingi ein- róma þingsálykturiartiilögu um hand- ritamálið. í júní 1957 héldu mennta- málaráðherrar Norðurlanda fund í Stokkhólmi. Ákvað ríkisstjórnin, að þar skyldi ég taka málið upp við Jörgen Jörgensen. Áður en ég fór utan á fundinn skýrði ég formanni þing- flokks stjórnarandstöðunnar, dr. Bjarna Benediktssyni, frá hugmyndum okkar og fyrirætlunum. Mun hann hafa rætt málið í þingflokki sínum og sagði mér, að hann væri sammála hvoru tveggja — hugmyndinni um nefndarskipunina og hvernig málið skyldi flutt. Kvað hann SjálfstæðLsflokkinn mundu tilnefna full trúa í slíka nefnd. í Stokkhólmi átti ég ítarlegar við- xæður við Jörgen Jörgensen, sem stakk upp á því, að ég kæmi til Kaup- mannahafnar og ætti þar áframhald- andi viðræður við sig og fleiri danska ráðherra. Gerði ég það. Þar eð undir- tektir þeirra undir hugmyndina um nefndarskipunina voru góðar, skrifaði ríkisstjórnin 25. júlí 1957 dönsku stjórn inni bréf, þar sem formlega var stung ið upp á nefndarskipuninni. * ANDSTAÐAN í DANMÖRKU GEGN AFHENDINGU — En stjórnarandstaðan í danska þinginu var mjög mótsnúin íslending- um og óskum þeirra í málinu? — Já. Því rniður kom í ljós, að stjórn arandstaðan í Danmörku var hugmynd inni andvíg og kvaðst ekki mundu til- nefna fulltrúa í nefndina. Ég átti enn margar viðræður við Jörgen Jörgen- sen og fleiri danska ráðherra, sem sögðu mér, að andstaðan kæmi raunar ekki aðeins frá stjórnarandstæðingum, heldur væri einnig andstaða innan rík isstjórnarinnar. Þar var um að ræða Viggo Starcke, ráðherra fyrir Retsfor bundet. — Hér heima gerist það á með- an, að 11. maí 1959 gerir Alþingi enn ályktun um málið, og er samkvæmt henni skipuð 5 manna ráðgjafanefnd — skipuð fuiltrúum þingflokkanna undir forsæti Einars Ólafs Sveinssonar, pró- fessors. — Höfðu ekki þingkosningar í Dan- mörku einhver áhrif á gang mála? — Jú — svo heppilega viidi til, að haustið 1960 fóru fram kosningar í Danmörku. Stjórnarflokkarnir — Jafn aðarmenn og Róttækir unnu sigur, en Retsforbundet missti þingsæti sín, og var þar með andstaðan innan ríkis- stjórnarinnar úr sögunni. — Hvenær hefjast svo formlegar við ræðui'? .. í febrúar árið eftir, sendi danska stjórnin skilaboð um, að hún væri reiðubúin til þess að taka málið upp, og var óskað formiegrar vitneskju um sjónarmið íslendinga í málinu. Málið var rætt ítarlega í ríkisstjórninni og mér falið að undirbúa tillögur af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinniar. Málið var rætt ítarlega við ráðgjafanefndina og íslenzka sérfræðinga og þá fyrst og fremst við Einar Ólaf Sveinsson, pró fessor. Samin var greinargerð um mál ið og skrá um þau handrit sem íslend ingar teldu eðiilegt, að þeim yrðu af- hent. Slík skrá hafði aldrei áður verið samin og varð síðar fræg meðal and- stæðinga afhendingarinnar í Danmörku — en er grundvallarverk varðandi end an-lega lausn málsins. ★ HANDRITIN — GJÖF í febrúar 1960 hélt Norðurlanda- ráð fund i Kaupmannahöfn. Fundinn sóttu af íslands hálfu Ólafur Thors, for sætisráðherra og Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra. Kamp- mann, forsætisráðherra Dana, bauð þeim þá til fundar ásamt Krag, utan- ríkisráðherra, Jörgensen menntamála- ráðherra og Bomholt félagsmálaráð- herra. Þar lýstu Danirnir yfir því, að til athugunar væri að gefa íslendingum íslenzk handrit í dönskum söfnum, og spurðu þeir, hvort íslendingar myndu veita þeim viðtöku sem gjöf. íslenzku ráðherrarnir lýstu ánægju sinni yfir af Framhald á bls. 15 WWHWi í Í-'tíK'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.