Morgunblaðið - 27.04.1971, Page 20

Morgunblaðið - 27.04.1971, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1971 4ra-S herb. íbúð 6skast til leigu rvú þegar, eða sem allra fyrst. Góðri um gengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef 6skað er. Upplýsingar í simum 26482 og 11380. Velvirkir - reglusamir menn óskast til iðnstarfa. Vinnutími er reglubundinn. Um framtíðarstarf er að ræða. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Stundvísi — 6084". Máthelluhús Af sérstökum ástæðum er ti lsölu ein eignar- lóð undir 2ja hæð máthelluhús við Einars- nes í Skerjafirði. Lóðin er ein af átta og eru framkvæmdir að hefjast. Teikningar fylgja. JÓN LjOFTSSONHF Hringbraut 121 ® 10 600 ESIaðburðar- Cólk óskast « eftirtalin hverfi: Talið við afgreiðsluna í síma 10100 3K*t$t Bergstaðastræti Hveríisgötu I Ægissíðu Sogaveg frá 72 FELAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði Spilakvöld Spilakvöld í Skiphó. föstudaginn 30. april kl. 8,30 stundvislega. 1. Félagsvist (Góð verðlaun). 2. Avarp. Oddur Ólafsson yfirlæknir. 3. Þjóðlagasöngur, Kristín Ólafsdóttir og Helgi Einarsson. 4. Glæsilegt happdrætti. 5. Dansað til kl. 1. Húsið opnað kl. 8. Mætið stundvíslega. SPILANEFNDIN. NÁMSKEIÐ UM ATVINNU- LÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN Námskeið heldur áfram fimmtudaginn 29. april kl. 19,30 í Skipholti 70 og verður þá rætt um: Fjármagnið og atvinnulífið Fyrir svörum sitja: Magnús Jónsson, ráðherra og Jónas Haralz, banka- stjóri. Þðtttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega. Samband ungra Sjálfstæðismanna. FASTEIENASALA SKÓLAVORBUSTÍG 12 SÍMAR 24647 & 25550 Við Kleppsveg 4ra herb. ný og falleg íbúð á 1. hæð. Við Laugaveg 3ja herb. nýstandsett íbúð á 4. hæð, í risi fylgja tvö íbúðar- herbergi, laus strax. í Hafnarfirði 3ja herb. ný og falleg íbúð á 1. hæð við Álfaskeið. Einbýlishús Einbýlishús í Smáíbúðahverfi, 6 herb., bílskúrsréttur, girt og ræktuð hornlóð. Vönduð eign, steinsteypt. Þorsteinn Júlíusson hrl. Helgi ólafsson sölustj. Kvöldsími 41230. Fasfeignir til sölu Einstaklingsherbergi við Snorra- braut, hentug fyrir mann utan af landi sem oft þarf að dveljast í borginni. 2ja herb. íbúð við Háveg, bil- skúr, allt sér. Góð 2ja herb. kjallaraíbúð við Hverfisg. Hagstæðir skilmálar. 2ja og 3ja herb. íbúðir við Óð- insgötu. 3ja herb. risibúð við Mávahlið. 4 einstaklingsherbergi í risi við Barónsstíg. 4ra herb. íbúðir við Háagerði, Háaleitisbraut, Langholtsveg og Miðbraut. 5 herb. íbúð við Borgarholts- braut, bílskúr. 4ra—5 herb. íbúð við Bergsíaða- stræti. 4ra herb. íbúð í Þorlákshöfn. Austurstræti 20 . Sfml 19545 4ra herb. íbúð á jarðhæð i tvi- býlishúsi í Laugarásnum, sér- hiti. sérinngangur. Mjög vönd- uð og snyrtileg eign. 4ra herb. sérhæð í Hafnarfirð:, sérhiti, sérinng., sérþvottahús. 4ra herb. íbúð i fjölbýlishúsi við Kleppsveg. 5 herb. íbúðarhæð í Lækjunum. 6 herb. vönduð íbúð í Háaleitís- hverfi. Hægt að hafa þvotta- hús á hæðinni. 3ja herb. góð íbúð við Skúla- götu, í skiptum fyrir 5—6 herbergja íbúð. 4ra herb. vönduð ibúð í fjöl- býlishúsi á bezta stað í Vest- urbænum, í skiptum fyrir góða þriggja herbergja ibúð. Höfum kaupanda að raðhúsi eða einbýlishúsi í Fossvogi, skipti á góðri sérhæð í Vesturbæn- um möguleg. 6 herb. sérhæð í Kópavogi. skipti á 3ja—4ra herb. ibúð koma til greina. IVIálflutnings & ifasteignastofaj Agnar Oústafsson, hrltJ Austurstræti 14 , Símar 22870 — 21750., Utan skrifstofutíma: — 41028. Minning; JÓN ÓLAFSSON FRÁ HÖMRUM Þegar íjarandi lífsorka berst mánuðum saman við þján- ingar og vanlíðan aldraðs manns, þá verður dauðinn, þessi ógnvaki hins heilbrigða lífs, að líknandi engli, sem bindur endi á allar þjáningar og veitir hvild og frið. Þessa lausn á langvarandi veikindum hefur Jón Ólafsson frá Borgum í Hrútafirði hlotið. Hann dó á Borgarspítalanum að kvöldi 14. apríl s.l. Foreldrar Jóns voru Guðrún Kristjáns dóttir og Ólafur Jónsson á Borgum og þar fæddist Jón og ólst upp í stórum systkina hóp. Systkinin voru 7, 5 piltar og 2 stúlkur. Jón er sá fjórði, sem fellur úr þessum hóp. Jón var 16 ára er faðir þeirra systkinanna dó. Guðrún móðir þeirra vildi reyna að búa áfram á Borgum og halda barnahópn- um saman. Ólafur, sem var elzt- ur af þeim systkinum tók að sér að standa fyrir búii.u og stjórna systkinum sínum. Búið var lítið og jörðin ekki stór. En það var mörg matarholan á Borgum, reki, hrognkelsi og dálítil sel- veiði og margur fiskurinn náð- ist úr Hrútafirði í þá daga og gott var fyrir lambféð upp í Borgum á vorin. Allt var nýtt til hins itrasta. Öll umgengni úti og inni sýndi þrifnað og smekkvísi. Systkinin á Borgum voru heilbrigð, vinnufús og lag- virk og takmarkið sameiginlegt að þurfa ekki að skilja. Á uppvaxtarárum Jóns var skólaganga ekki almenn, þegar frá er skilin takmörkuð barna- uppfræðsla. Þá var lífsbaráttan eini framhaldsskólinn, sem aliir áttu vísan. Eðlisgáfur og lífs- harka réð mestu um notagildi þess lærdóms. Börnin voru öll námfús, glögg og áttu því hægt með að nema. Á æskuárum sin- um var Jón einn vetur á lýð- skóla í Hjarðarholti í Dölum og gat sér góðan orðstír í námi og hegðun. Jón sagði mér, að þessi vetur í Hjarðarholti hefði verið sér, stór og ógleymanlegur sólskinsgeisli og námið þó stutt væri komið sér að miklum not- um. Skólastjórinn Ólafur prófastur Ólafsson var sérstak- ur kennari, sem fylgdist vel með nemendum og mat það að verð- leikum, er þeir lögðu sig fram við námið. Eins og áður er sagt var jörð- in Borgir ekki stór og því tak- mörk fyrir hvað hún gat fram- fleytt stóru búi. Og er systkin- in uxu upp kom að þvi, að jörð- in bar ekki þann skepnufjölda, sem þau gátu aflað heyja fyrir. Jón, sem var næstur Ólafi aí bræðrunum að aldri fór þá ásamt Helgu systur sinni á part af jörðinni Bæ, sem Guðmundur G. Bárðarson bjó þá á. Þetta var árið 1919, sem þau systkin- in Helga og Jón byrjuðu búskap' í Bæ. En árið eftir kom ung og gjafvaxta stúlka Aldis Sveins- dóttir að nafni í kaupavinnu til Guðmundar G. Bárðarsonar. Jón vann að nokkru leyti hjá Guðmundi þetta sumar og kynnt ust þau Aldís og hann og leiddi sú kynning þeirra til þessa ð þau giftu sig 4. des. sama ár. Ungu hjónin bjuggu svo áfram á jarðarpartinum í Bæ til 1922 þá fluttu þau að Skálholts- vik í sambýli við Jóhannes Jónsson og konu hans Rósu Þórðárdóttur. Húsakynnin í Skálholtsvik voru takmörkuð í þá daga. Það var ekki hátt til lofts og vítt til veggja í húsa- hluta þeim, sem ungu hjónin fengu til umráða. En þrátt fyrir takmarkaðan húsakost var vist- legt og öllu haganlega fyrir komið hjá ungu hjónunum. Þeim sem komu til þeirra bar öllum saman um að til þeirra væri gott að koma og sá orðstir hefur haldizt í búskap þeirra. Unga konan fylgdi manni sinum fast eftir við öflun heyja og annarra verka, sem hann þurfti hennar aðstoðar við þrátt fyrir stóran barnahóp, sem hún varð að annast um Á þessum árum var oft lögð nótt við dag er bjarga þurfti heyjum undan regni og stormi. Bæði voru þau hjónin handtaka góð við öll störf. Árið 1927 fluttu þau hjónin með börn sín, sem þá voru orðin 4 að Hömrum í Laxárdal, sem þá var hálf laus til kaups og ábúð ar. Fyrstu árin á Hömrum voru á margan hátt erfið, allar skepn ur óhagvanar og sóttu því yfir Hólmavatnsheiði, sem liggur á milli Hrútafjarðar og LaxárdaJs. Það má gera ráð fyrir að bónd inn á Hömrum hafi stundum sof- ið órótt, er snögg veðrabrigði urðu að haustlagi og fé hans úti, kannski upp á Hólmavatnsheiði á leið heim í átthaga sína. Á heiðinni voru margar og miklar hættur og veður öll válynd og hörð. Jón saknaði margs írá Borgum og Hrútafirðinum, og sérstaklega að sjá ekki sjóinn, sem aðeins var fótmál frá bæj- ardyrunum á Borgum. Snemma í búskapartíð þeirra hjóna á Hömrum féllu aJlar af- urðir bænda í algert lágmark og við þetta bættist svo að mæði- veikin herjaði og stráfelldi fjár stofn bænda. Það segir sína sögu af dugnaði og hag- sýni þeirra Aldísar og Jóns, að þau með 6 börn standa ölT þessi ólög af sér og er þau hættu búskap á Hömrum og flúttu hingað til borgarinnar 1946 áttu þau myndarlegt bú og jörðina skuldlausa. Á fyrstu, árum, sem fjölskyldan bjó hér í borginni kaupa þau hjónin 4 herbergja íbúð á Hringbraut 111 og þar hafa þau búið ásamt fósturdótt- ur sinni til þessa dags. Já, mikill er nú munurinn á húsakynnunum, sem þau hafa búið í á Hringbraut 111 og því húsnæði, sem varð að nægja á fyrstu búskaparárunum. Og vel er að svo er, því þau bæði hafa unnið langan og strangan vinnu dag. Fyrsta árið vann Jón í bygg- ingarvinnu og eitthvað á Eyr- inni en snemma á árinu 1948 byrjaði Jón að vinna hjá Græn- metisverzl. ríkisins og var þar til 1956 að verzlunin er lögð niður og Grænmetisverzl. landbún- aðarins tekur við, sem Jón vinn- ur áfram við til 1968 að hann hættir störfum þá 77 ára. Á þessum 20 árum, sem Jón vinnur hjá Grænmetisverzl. eru honum faJin mörg veigamik- il trúnaðarstörf. Árið 1958 tók hann að sér kartöflu- matið hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins undir stjóm Eðvalds Malmquist Þetta var og er vandasamt og vanþakklátt starf, sem margur hefði gefizt upp á, en Jón hélt út til síðasta starfsdags. Hann þræddi hinn gullna meðaJveg og komst fram hjá öllum blindboðum. Það sýnir vel hvaða traust forst jóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.