Morgunblaðið - 29.04.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1971
Mikil atvinna,
mildur vetur
— MEÐ sumri byrjaði eigin-
lega vetur. Þá snjóaði í fyrsta
skipti, svo að nokkru nam.
Þegar ég fór að heiman fyrir
nokkrum dögum, þá var snjór
um alla jörð og víða hag-
laust fyrir gripi. Ætla má þó
að bændur hafi nóg fóður,
því vetur var sérlega mild-
ur, eins og alkunnugt er. —
Páll Guðmundsson
Þrátt fyrir það voru þess
dæmi, að heybirgðir voru á
þrotum hjá einstaka manni.
Þannig komst Páll Guðmunds
son, fréttaritari Morgunblaðs-
ins að orði í viðtali fyrir
nokkrum dögum, þar sem
hann skýrði frá fréttum úr
byggðarlagi sínu.
— Ef maður snýr sér aftur
að sjávarútveginum, sagði
Páll Guðmundsson ennfrem-
ur, — þá voru, eins og áður
hefur komið fram í fréttum
frá mér, alls gerðir út þrír
stórir bátar frá Breiðdalsvík
í vetur. Hefur afli venð í
meðallagi og jafnvel betri en
víða annars staðar á landinu,
enda hefur atvinna verið mik
il og allmargt aðkomufólk
unnið á bátunum og í landi.
Byggingaframkvæmdir hafa
verið fremur litlar hér nú
allra síðustu árin. Á síldar-
árunum var aftur á móti
mjög mikið um þær og voru
þá byggð í Breiðdalsvík lík
lega ein 9—11 hús og þykir
aðkomumönnum, sem þar
hafi verið byggt af miklum
myndarbrag. Þegar okkur hef
ur tekizt, sem þama búum,
að snotra í kringum hús okk
ar og laga vegi, þá getur
þetta litla þorp, sem að vísu
var dálítið frekt í útvarpaer
indi Sigurðar Blöndals í vet
ur, orðið mjög snoturt.
Það sem hamlar þama
raunar mest með tilliti til út
gerðarinnar, er hin lélega
höfn. Það var byrjað á hafn
argarði á sl. hausti, eins og
fram kom í fréttum Mbl. og
nú er mér sagt, að um næstu
mánaðamót verði byrjað að
sleypa ker, sem á að setja
við enda garðsins og verður
það vissulega til mikilla bóta
enda brýn nauðsyn.
Ég hef áður látið þess get
ið, að ég tel, að þama eigi
að byggja lokaða höfn, bæði
vegna útgerðar á þessum stað
sem getur átt mikla framtíð
en ekki síður vegna þess, að
Breiðdalsvík gæti orðið líf
höfn Austurlands í hafísár
um. Þar er stutt innsigling
og straumar miklir og
reynsla síðustu hafísára var
sú, að þangað var hægt að
komast nálega hvern dag.
Nú erum við að missa hér
aðslækninn á Djúpavogi, sem
verið hefur hjá okkur síðan
í apríl í fyrra. Heilsufar hef
ur annars verið mjög mis-
jafnt og hefur þessi ungi
læknir, Guðni Þorsteinsson,
unnið þarna frábært starf að
allra mati.
Þessi inflúensa, sem kölluð
er, barst til okkar fyrir
slysni og var í þremur hús-
um, þegar. ég fór að heim-
an. Að öðru leyti má segja,
að það er þannig einhvem
veginn, að ef menn hafa að
gang að lækni, þá fara menn
oftar til hans. Minnist ég þess
hins vegar í þessu sambandi,
sem Vilmundur Jónsson, fyrr
verandi landlæknir sagði,
að menn yrðu bara hraustari
ef þeir hefðu ekki lækni.
Undanfarin sumur hefur
verið rekið sumarhótel í
heimavistarbamaskólanum í
Eydölum. Ferðamannastraum
urinn er náttúrlega ekki orð
inn mikill hjá okkur, en fer
Frá Breiðdalsvík
vaxandi. Það koma oft það
stórir hópar þarna, að allir
geta ekki fengið rúm í hótel
inu og er þá komið fyrir á
einkaheimilum. Minnist ég
til dæmis sl. sumar, að það
kom erlendur ferðamannahóp
ur, sem dreift var all víða og
var mér ekki kunnugt um
annað en að fólkið væri mjög
ánægt með alla aðbúð, einnig
á einkaheimilum.
Þegar minnzt er á, hvað
Breiðdalur hefur upp á að
bjóða sem ferðamannastaður,
vil ég vitna í hina gömlu
grein í landafræði Karls Finn
bogasonar: „Breiðdalur er
fögur sveit og búsældarleg."
Auk þess eru þarna mjög fal
legar ár, sem nýlega er haf-
in fiskirækt í. Þannig mun
t.d. Stangaveiðifélag Reykja-
víkur hefja þarna á þessu
vori fiskirækt í mjög mynd-
arlegum mæli. Enn sem kom
ið er hefur ekki verið um
mikla veiði að ræða en þó
nokkuð eftir henni sótt.
FRÉTTIR
ÚR
BREIÐDAL
Samtal við
Pál Guðmundsson,
Breiðdalsvík,
fréttaritara
Morgunblaðsins
Bifreiðarstjóri óskost
nú þegar. — Upplýsingar í Borgarþvotta-
húsinu h.f., Borgartúni 3 milli kl. 5—6.
Ekki í síma.
Nýlenduvöruverzlun
vel staðsett til sölu.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. maí merkt:
„Kvöldsala — Trúnaðarmál — 554“.
Kjötofgreiðslumaður
óskast 1 kjörbúð sem fyrst.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Kaupmannasamtakanna, Marar-
götu 2.
Dr. Thor Heyerdahl
væntanlegur
Heldur fyrirlestur nk. þriðjudag
NORSKI rithöfundurinn og
landkönnuðurinn, dr. Thor Hey
erdahl er væntanlegur til ls-
lands í boði Norræna hússins og
heldur hann fyrirlestur með lit
skuggamyndum í Háskóiabíói
hinn 4. maí n.k. kl. 17. Fyrir-
lesturinn fjallar um hinar frægu
ferðir RA. Er þetta í fyrsta
sinn, sem Heyerdahl kemur til
tslands. Hann er búsettur í Yv
onne i CoIIa Micheri Laiguelglia
í Norður Ítalíu. Miðasala að fyr
irlestrinum er þegar hafin.
Thor Heyerdahl er fæddur í
Larvik í Noregi árið 1914. Lauk
hann stúdentsprófi árið 1933, og
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
EKIÐ var á kyrrstæða bifreið,
Skoda 100« MB, þar sem hún
i fyrradag framan við Sigtún
við Austurvöll á timabilinu frá
kl. sjö til háiftðlf. Skodinn,
R 9577, grár að lit, skemmdist
á hægri hlið aftarlega.
Augsýnilega hefur það verið
bíll í stæði við hliðina, sem vald-
ið hefur skemimdunum á Skodan-
um um leið og hamin bakikaði
út úr stæðinu. Hefur ökumaður-
inn orðið árekstursins var — það
sést á skemmdwnum. Grunur
leikur á að hvítur Vodvo hafi
valdið ájrekstrinuim oig er málið
í rannsókn.
Rannsóknarlögreglan sikorar á
tjónvaldiinn að gefa siig fraim hið
fyrsta, svo og sjónarvoitta ef ein-
hverjir eru.
Thor Heyerdahl
nam síðar dýrafræði í Osló og
stundaði mannfræðirannsóknir
við háskóla í Evrópu og Banda
ríkjunum. Hann hóf framaferil
sinn sem landkönnuður og rit-
höfundur árið 1937, stjórnaði
eigin leiðangri til Marquesas-
eyjanna í Kyrrahafi 1937—’38,
og öðrum leiðangri til Indíán-
anna á strönd Brezku-Kolumbíu
1939—’40. Síðar, árið 1947,
stjórnaði hann hinum fræga
Kon Tiki-leiðangri, til Ecuador,
Perú og Polynesíu og skipulagði
einnig og stjórnaði norskum
fornminjaleiðangri til Galapa-
gos 1953 og til Páskaeyjarinnar
1955—’56. Heyerdahl skipulagði
einnig alþjóðlegan leiðangur til
Marquesaseyjanna 1963—’64.
Hann var meðlimur norska
flughersins í Kanada í heims-
styrjöldinnd síðari og í sérstakri
deild í Englandi 1942—’44 og var
þátttakandi í deild radio- og
fallhlífarhermanna í Finnmörku
1944—’'45.
Dr. Heyerdahl hefur m.a. gef
ið út „PS jakt etter Paradiset"
1938, „Turning back time in
the South seas“ 1941, „Did Poly
nesian Culture orginate in Am
erica“, 1944, „Cruise of the Kon-
Tiki“ 1947, „Our four months
on an ocean raft“ 1947, „The
voyage of the raft Kon-Tiki“
1948, „Across te Pasific on a
raft“ 1948, „Kon-Tiki ekspedisj
onen“ 1948, „American Indians
in the Pasific" 1952, „Aku-Aku“
1957, (þýdd á 40 tungumál), —
„Reports of the Norwegian Ar
cheological Expedition to East
er Island an the East Pacific"
1961, 2. bindi 1965, „Indianer
und Alt-Asiaten in Pazifik“ ’65,
norsk útgáfa 1968.
Dr. Heyerdahl hefur haldið
kunna fyrirlestra í háskólum og
á ráðstefnum í Bandaríkjunum,
Englandi, Austurríki, Belgtu,
Finnlandi, Sovétríkjunum, Brasi
líu, Chile, Costa Rica, Hollandi,
Sviss og í Svíþjóð.
Hann fékk sæniska Vega-heið
urspeninginn árið 1962, Lomon
osov-haiðurspeninginn frá há-
skólanum í Moskvu árið 1962, og
er heiðursmeðlimur New York
Academy of Sciences. Hlaut gull
pening frá Royal Geographical
Society, London, 1965, Óskar-
verðlaun fyrir kvikmyndina Kon
Tiki 1951, Caravella d’ore frá
Genf 1967.
Thor Heyerdahl er meðlimur
norsku Vísindaakademíunnar og
konunglega norska vísindafélags
irts og heiðursdoktor við háskól
ann í Osló frá 1961.