Morgunblaðið - 29.04.1971, Side 22
!
22
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1971
Guðmundur I. Guðiónsson
skólastjóri
Fæddur 14. marz 1904.
Dáinn 22. aprU 1971.
MEÐ fráfalli Guðmundar I. Guð-
jónssonar er langur og merkur
kennaraferill á enda runninn.
Guðmundur lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Islands vorið
1925. Haustið eftir hóf hann
kennslu og var hún aðalstarf
hans jafnan síðan, en auk þess
vann hann mjög að félagsmálum
stéttar sinnar, sinnti fræðilegum
ritstörfum og lagði mikla alúð
við eigin endurmenntun alla tíð,
fór þráfaldlega utan til lengri
eða skemmri námsdvalar og
sparaði þar til engan kostnað.
í þessum fáu linum verður
ferill hans þó ekki rakinn, að-
eins minnzt með fáum orðum
starfa hans í Kennaraskóla Is-
lands og þökkuð stjórn hans á
Æfinga- og tilraunaskóla Kenn-
araskólans.
Guðmundur varð stundakenn-
ari við Kennaraskólann haustið
1940, jafnframt tók hann að sér
æfingakennslu, einkum í reikn-
ingi og skrift, en skrift var aðal-
kennslugrein hans í Kennara-
skólanum. Vald Guðmundar á
kennslu var frábært, hafði hann
mikil áhrif á skriftarkennsluna í
landinu, enda kenndi hann eigi
aðeins í Kennarasikólanum held-
ur og i öðrum skólum og nám-
skeiðum víðs vegar um landið.
Þá var hann og kvaddur til, ef
sérfræðilegan úrskurð þurfti að
kveða upp í einhverjum þeim
vanda, er skrift manna var
tengdur.
Guðmundur var ráðinn fastur
kennari við Kennaraskólann
1947. Haustið 1962 tók hann að
sér að skipuleggja alla bóklega
æfingakennslu í Kennaraskólan-
um og hafa umsjón með fram-
kvæmd hennar. Það er ekkert
launungarmál, að frá og með
sama tíma hafði hann á hendi
stjórn Æfingaskólans, enda þótt
hann væri ekki ráðinn skóla-
stjóri hans fyrr en 19. nóv. 1969,
en þá Iét harin af yfirstjórn
æfingakennslunnar.
Arið sem Guðmundur tók við
stjóm á æfingakennslunni var
nemendaf jöldi í Kennaraskólan-
um 216, haustið sem hann lét af
henni voru þeir 954. Tölur þess-
ar tala sínu máli.
Þeir sem nákomnastir hafa
verið Kennaraskólanum undan-
farinn áratug og gerst máttu
-Minning
kenna erfiðleikanna en einnig
sjá fyrir batnandi hag skólans
og bætta stöðu til þess að rækja
kennaramenntunina svo sem þeir
töldu skylt og rétt, munu ekki
hafa dulizt þess, að þeim yrði
ekki öllum auðið að halda fullu
gönguþreki til þess fyrirheitna
lands. Einhverjir hlutu að hníga
í valinn á leiðinni.
Vandinn og erfiðleikarnir voru
af mörgu tagi: Nýjar kröfur í
kjölfar nýrrar löggjafar, hóflaus
þensla innan stofnunarinnar,
allsleysi Æfingaskólans í húsum
og munum, en dráttur á gerð
mannvirkja, svo að missiri leið
af missiri við óvissu og von-
brigði. Allt mæddi þetta á breiðu
baki Guðmundar. Fyrst raðaði
hann kennaranemum á æfinga-
kennslu í skólum borgarinnar
og nágrennis hennar, og brátt
skiptu skólar þeir tugum, er til
varð að leita og dreifðust á alla
landsfjórðunga. Þetta vanda-
sama og mikla verk leysti Guð-
mundur af höndum með þeirri
festu, nákvæmni, atorku og fyr-
irhyggju, sem honinn var lagin;
æðrulaus og einbeittur á hverju
sem gekk.
Guðmundur var í byggingar-
nefndum beggja skólanna Kenn-
araskólans og Æfingaskólans.
Hann átti góðan hlut að því og
honum var það hamingjuefni,
að senn er fullgert starfhæft
húsnæði yfir Æfingaskólann og
smíði nýrra mannvirkja, m. a. i
þágu heilsuræktar og íþrótta, að
hefjast. Honum var það metn-
aðarmál, að skilja svo við skól-
ann, að ytri búnaður hamlaði
ekki innra starfi hans. Það mark
var svo skammt undan, að hann
mátti vel við una, en ekki er
sennilegt, að íslenzk skólamál
þróist með þeim hætti, að öðr-
um manni verði nokkru sinni
falin viðlíka verkefni og Guð-
mundi.
Guðmundur var fáum mönn-
um líkur. Greindin var skörp,
minnið óvenju trútt, skapið rikt,
en tamið og tjáð með köldu fá-
læti, ef reynt var til þrautar,
geðið djúpt og hlýtt i næmleik,
nærgætni og háttvísi.
Hann var fágætlega glöggur
mannþekkjari, dómar hans
kveðnir upp án hvatvísi, en
einnig án fyrirvara. Hann gerði
strangar kröfur til manna um
heilindi, skrumleysi og skyldu-
rækni. Ekki fór hann í mann-
greinarálit, en næmur var hann
á þá verðleika, er af báru. I
daglegum verkkröfum ætlaðist
hann til þeirrar sveitamanns-
dyggðar og búmannsnauðsynjar,
að menn væru sinnugir, að þeir
hefðu vakandi auga með því,
hvar þeir mættu verða að gagni
eða til góðs og stæðu við það í
verki án hvatningar frá öðru en
eigin sinnu. Því var honum ekki
geðfellt, ef menn skutu sér á bak
við hópinn eða vikust undan
persónulegri ábyrgð með öðr-
um hætti.
Svo sem aðrir góðir mann-
þekkjarar var hann næmur á
broslegar hliðar mannlifsins.
Gaman hans var ákaft, hlýtt og
umberandi.
Festa og skyldurækni voru
ein skýrustu auðkennin í skap-
gerð hans, en nákvæmni, snyrti-
mennska og reglusemi á fram-
kvæmd verka hans. 1 marghátt-
aðri samvinnu í þrjá áratugi
vissi ég ekki dæmi þess, að hann
gengist svo undir verkefni, að
hann skilaði því ekki jafn vel
og um var samið, nema betur
væri að unnið. Hvert orð hans
stóð eins og stafur á bók. Til
þess bar margt, skörp greindin,
trútt minnið, víllaust skap, án
vorkunnsemi við sjálfan sig,
verkhyggni og verklag, en einn-
ig var hann lángefinn í vali á
samverkamönnum. Hann var
listfengur, og tóku verk hans
brag af því, enda eftirsóttur
skrifari, þegar vel þurfti til að
vanda. Hann var og ágætlega
íþróttum búinn og mörg við-
brögð hans auðkenndust til
hinztu stundar af þeim frjáls-
mannlega vaskleik, er drengi-
legan íþróttamann prýðir.
Guðmundur var enginn tæpi-
t Eiginmaður min og faðir okkar, Guðmundur Sumarliðason, Vallargerði 12, Kópavogi, andaðist í Landakotsspitala að morgni 27. apríl. Jakobína Oddsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Guðniundsdóttir. t Móðir okkar, Guðný Jóhannesdóttir, Bjargi, Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá Vikur- kirkju föstudaginn 30. apríl kl. 2. Sigurður Gunnarsson, Lára Gunnarsdóttir, Jónas Gunnarsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Sigurlaugar Þórðardóttur, Sólbakka, Höfnum. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t Móðir mín, amma okkar og langamma, Jóhanna M. Gísladóttir, Bræðraborgarstíg 15, er lézt I Hrafnistu að morgni 23. þ. m., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 30. þ.m. kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast henn ar er vinsamlegast bent á Slysavamafélag íslands. Fyrir hönd vandamanna, Sigmundur Kornelíusson. t Hjartans þakkir viljum við færa öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Magnússonar. Salóme Salómonsdóttir, Magnús Jóhannsson, Margrét Jónasdóttir, barnabörn og bama- barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vinarhug við and- lát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengda- föður og afa, Jóns Ólafssonar, Hringbraut 11L Sérstakar þakkir til félaga úr Karlakór Reykjavikur og organista Háteigssóknar. Aldis Ósk Sveinsdóttir, Hringbraut 111, böm, tengdabörn og barnabörn.
tungumaður. Hann kaus skýrar
línur í hverri grein, hreinskipt-
inn, vinfastur og trúr. Atorku
hans og ósérplægni mun Kenn-
aráSítóli Islands seint fá full-
þakkað.
Hann var örlátur i verkum
sinum. 1 þessum línum hefur
fátt verið sagt berum orðum um
lífsviðhorf hans, en ekki kaus
hann fremur sálufélag við aðra
menn en postulann Pál. Kveð
ég Guðmund með orðum hans:
Sá sem sáir sparlega, mun og
sparlega uppskera, og sá sem
sáir með blessunum, mun og
með blessunum uppskera. Sér-
hver gefi eins og hann hefur
ásett sér í hjarta sínu, ekki með
ólund eða með nauðung, því að
Guð elskar glaðan gjafara.
Ástvinum hans bið ég friðar
í minningunni um góðan dreng
og hlýjan heimilisföður.
Broddi Jóhannesson.
í DAG er kvaddur Guðimundur
l. Guðjónsson skriftankentnari,
skólastjóri Æfingaskóla Kenn-
araskóla fslands, einn úr hópi
beztu og reyndustu skólamanna
hérlendra.
Hanin var fæddur að Amkötlu-
dal í Steingrímisfirði, Stranda-
sýslu, 14. marz 1904, sonur Guð-
jónis bónda Guðmundssonar og
Helgu Jóhannisdóttur konu hans.
Hamn lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslanids 1925, var
kennari í Dölum 1925—26 og við
Miðbæjarskólann í Reykjavík
1928—47, jafnframt því sem
hann var við stundakennislu í
öðrum ákólum, meðal annars við
Kennaraskólann frá 1940, en þar
varð hann fastur æfinga- og
skriftarkenmari 1947. Suma
bekki sina við Miðbæjarskólarun
bjó hann undir inntökupróf í
menntaskóla með betri árangri
en almennt gerðist. Hugleikn-
astar kennslugreinar munu hon-
um hafa verið reikningur og
skrift. Hann sótti mörg kennara-
námskeið á Norðurlöndum,
einkum í Svíþjóð, hin fyrstu
þegar að loknu kennaraprófi, og
var þar meðal annars orlofsár
sitt 1956—57.
Honum var ekki nóg að skrifa
sjálfur betur en aðrir menn,
heldur vildi hann leita sífellt
beztu aðferða til að kenna nem-
endum að beita penna rétt, og
mun hafa orðið á þennan hátt
lærðasti hérlendur sérfræðingur
í nútíma skrift. Mörg ár skrifaði
hann stúdentsprófskírteini fyrir
Menintaskólann 1 Reykjavík, og
ég held honum hafi þótt vænt
um þá vinnu, því hann vissi að
mörgum skírteinisþegum mundi
þykja varið í fallegan frágang
á þeim. — Hann samdi bækur
og ritgerðir um skriftarkennslu,
m. a. forskriftarbækur, var í rit-
nefnd Kennaratals á íslandi,
bygginganefnd Kentnaraskólanis,
sat í fyrstu stjórn Stéttarfélags
barnakennara í Reykjavík og
um skeið í stjóm Sambands ísl.
bamakennara. Annars skal þessi
þáttur í starfsævi hanis ekki
rakinn hér; til þess munu aðrir
færari mér verða.
Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Jenný Lár-
urdóttir úr Barðastrandarsýslu.
Þau skildu samvistir. Síðari
kona Guðmundar var Sigurrós
ólafsdóttir frá Fáskrúðsfirði.
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför,
Rúnars Hafdal
Halldórssonar.
Bára Þórðardóttir,
Halldór Hjartarson,
Þór Hafdal Ágústsson,
Kolbrún Kristófersdóttir,
Lára Hjördís Halldórsdóttir,
Halldór Hafdal Halldórsson,
Linda Björk Halldórsdóttir,
Guðfinna Stefánsdóttir,
Lára Halldórsdóttir,
Hjörtur Ólafsson.
Með fyrri konu sinni eignaðist
Guðmundur tvo sonu, Svavar
keamara, kvæntan Rósu Guð-
mundsdóttur, þau eiga eina dótt-
ur; og Helga bankastarfsmanni,
kvæntan Hrafnihildi Thorodd-
sen, og eiga þau fimm böm.
Þetta mætti kalla ytra byrðið
á ævi Guðmundar, og hefði
hanin sótzt eftir vegtyllum, væri
sú upptalning lengri. Hún segir
þó ekki mikið um manninn,
sjálfan, annað en honum var
treyst til verka, enda hefði hon-
um líklega þótt fátt verra en ef
einhver hefði talið sig finma svik
hjá honum. Og þannig voru ein-
mitt viðhorf hans öll: vand-
vinkni, traustlei'ki, trúmennska
og tryggð.
Það var ekki ofmælt í upp-
hafi þessara kveðjuorða að Guð-
mundur hefði verið einn af
beztu skólamönmum lamdsins, í
þeim skilningi að beztu skóla-
mennirnir eru þeir sem alltaf
eru opniir fyrir hjörtum annarra,
tilbúnir að skilja viðhorf þeirra
og hafa vilja og kunináttu til að
láta aðra njóta reynslu simmar og
þekkingar. Imn í skólana koma
alls konar nemendur, en allt eru
það einstaklingar, og „aðgát
skal höfð í nærveru sálar“. Ekki
sízt á þetta við þá sem eru að
hefja fyrstu skólagöngu æviinm-
ar, og veltur því á miíklu hversu
til tekst um undirbúning að ævi-
starfi þeirra sem leggja fyrir
sig barnakenmslu. Góður skóla-
maður kanm sem sé það mál sem
tjáir ekki með orðum einum,
heldur einmig brosi á vör, glettni
á hvarrni éða tári í auga. Þessa
kunmáttu átti Guðmumdur í rík-
um mæli, var fljótur að sjá hvar
hjálpar var þörf og þá boðinn
og búinm sjálfur án þess að hirða
um sina hvíld Munu fleiri hafa
haft reynslu af því en ég.
Guðmundur var að eðlisfari
tilfimmimganæmur og viðkvæm-
ur, en dulur í skapi og fáskipt-
inm við ókummuga. í þröngum
hópi var hanm kíminn og kátur,
léttur og fyndinin, lífgaði allt í
fcringum sig, en hafði sig lítt í
frammi í fjölmenni.
Það mun hafa verið 1951 að
þau Guðmundur og Sigurrós
fluttust ásamt Helga syni Guð-
mumdar á Mánagötu 23 og gerð-
ust sambýlisfólk fjölskyldu
minmar. Það sambýli stóð til
1959, en þá keyptu þau íbúð á
Nesvegi 7 og hafa búið þar síð-
an. Á það sambýli bar aldrei
Skugga, enda sjaldfutndin hjá
vandalausum hjartanlegri hlýja
en hjá þeim Guðmundi og Sig-
urrósu.
Það er örðugt að kveðja vin
sem er farimm fyrir fullt og allt,
og ekki sízt þegar kveðjustund-
ina ber svo bráðan að sem í
þetta sinn. Hér fór sem oftar,
kunnátta manna brást, lækna-
vísindunum tókst ekki að finna
dulda vöðvaskemmd í hjarta,
þótt beitt væri allri tiltækilegri
tækni. Og skyldurækná, seigla
og harfca mannsins var þá
meiri en svo að hann léti „ein-
hverm“ verfc eða „limku“ á sig
fá, úr því að ekfcert fannst at-
hugavert við starfscmi mikil-
vægustu líffæra. En til lasleika
fann Guðmundur meira og
minma í allan vetur. Þetta ágerð-
ist síðan um páskana. Þá annað-
ist hanm konu sína af venjulegri
umhyggju í veikindum henmar,
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vináttu við andlát
og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Sigrúnar Guðmundsdóttur,
Nýbýlavegl 16. -
Davíð Björnsson,
Ásta Davíðsdóttir,
Sveinbjörg Davíðsdóttir,
Elín Davíðsdóttir,
Kristján Daviðsson,
Björn Davíðsson.