Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1971 5 Hilmar Jónsson: U nglingar eglan 85 ára Hannes J. Magnússon 1940 til 1948. Þóra Jónsdóttir, Siglufirði 1948 til 1954. Gissur Pálsson, rafvirki, 1954 til 1958. EIN elzta og merkasta félags- hreyfing í landinu, Unglinga- reglan á 85 ára afmæli um þess armundir. 9. maí 1886 var Æsk an, fyrsta barna- og unglinga- stúkan stofnuð í Reykjavík og var Björn Pálsson fyrsti gæzlu maður hennar. Stofnendur voru um 30. Sama sumarið, sem Æskan var stofnuð fór Björn Pálsson af landi burt og hætti því öllum störfum fyrir Regluna. Þá tók Indriði Einarsson við sem gæzlu maður í Æskunni. Á eftir hon um urðu gæzlumenn þeir Gest ur Pálsson, Þorvarður Þorvarð arson, Magnús Zakaríasson og Borgþór Jósefsson. Eru þá að eins nefnd nöfn nokkurra braut ryðjenda. Núverandi gæzlumað ur í Æskunni er frú Sigrún Giss urardóttir. Skömmu eftir stofn un Æskunnar var stofnað Kær- leiksbandið í Hafnarfirði og síð an Sakleysið á Akureyri, Fyrir- Þessir hafa verið yfirstjórnend ur Unglingareglunnar í landinu frá því að hún var stofnuð: Friðbjörn Steinsson frá júni 1886 til maí 1888. Indriði Einarsson. Frá skrúðgöngu barnastúkunnar í Keflavík 2. maí sl. myndin á Stokkseyri og Gleym mér ei á Eyrarbakka. Um alda mótin voru 16 unglingastúkur starfandi með um 800 meðlimi. 1911 eru þær orðnar 40 með um 2400 meðlimí. Jón Árnason segir í afmælis grein í Æskunni 9. maí 1911, að Sigurður Eiríksson hafi stofnað % allra þeirra unglingastúkna sem þá voru í landinu. 1946 eru taldar 60 barnastúk ur með rúmlega 6000 félögum. 1965—66 hefur trúlega verið mestur fjöidi í Unglingareglunni eða 6500—7000 meðlimir. 1970 eru 50—60 starfandi barnastúkur með um 5000—6000 meðlimi. Fjölmennasta barna- stúkan er barnastúkan Nýjárs- stjarnan í Keflavík með um 500 félaga. 1925 var farið að halda Ung lingaregluþing, þar sem málefni hreyfingarinnar eru sérstaklega rædd. Eiga sæti á því gæzlu- menn ásamt kjörnum fulltrúum úr stúkunum. Hjálmar Sigurðsson maí 1888 til maí 1889. Magnús Th. Blöndal maí 1889 til 1891. Jón Jónsson, læknir 1891—1893 Þorvarður Þorvarðarson 1893 til 1897. Sigurður Júl. Jóhannesson 1897 til 1899. Sigurður Jónsson fangavörður jan. 1899 til júní 1899. Jón Árnason, prentari júní 1899 til ágúst 1899. Þorvarður Þorvarðarson sept. 1899 til júní 1901. Jón Árnason 1901 til 1911. Guðrún Jónasson 1911 til 1914. Sigurjón Jónsson, bóksali 1915 til 1916. Jón Árnason 1917 til 1920. ísleifur Jónsson, kennari 1921 til 1923. Steinþór Guðmundsson, kenn- ari 1924 til 1926. Magnús V. Jóhannesson 1927 til 1933. Steindór Björnsson frá Gröf 1934 til 1940. Ingimar Jóhannesson, fulltrúi 1959 til 1963. Sigurður Gunnarsson, kennari 1963 til 1970. Hilmar Jónsson, bókavörður 1970. Ingimar Jóhannesson fyrrver andi stórgæzlumaður segir í grein ritaðri á sextugsafmæli Unglíngareglunnar um markmið hennar: „Stefna Unglingareglunnar hef ur alltaf verið hin sama: Að forða unglingum frá skaðlegum eiturnautnum, fjárhættuspili, illu orðbragði og ósiðum, en kenna þeim góða siði auka samúð þeirra og hjálpfýsi gagnvart félög unum og innræta þeim kærleika og hlýðni á heimilum sínum og í skólum — allt í samræmi við kjörorð Unglingareglunnar: — sannleika, kærleika og sakleysi.“ Á þessum sömu tímamótum komst Hannes J. Magnússon svo að orði um þá mörgu sem fórn að hafa Unglingareglunni krafta sína: „Störf þeirra er að vísu hvorki hægt að mæla né meta, en ég fullyrði, að 60 ára starf Ungl- ingareglunnar á fslandi hefur markað dýpri spor í menningu þjóðarinnar en nokkurn grunar. Auk þess sem Unglingareglan hefur bjargað óteljandi mönn- um frá hættum eiturnautnanna, héfur hún verið hinn bezti skóli í félagslegum efnum, sem völ hefur verið á í þessu landi.“ Og Hannes heldur áfram: „Ég fullyrði, að þjóðin stend- ur í mikilli þakkarskuld við þennan yfirlætislausa og hljóða félagsskap.“ 1963 hóf Unglingareglan út- gáfu á barnablaðinu Vorblóm- inu, sem kemur út einu sinni á ári og hefur Sigurður Gunnai'S son kennari frá upphafi borið hitann og þungann af því starfi en ásamt honum eru í ritstjórn Vorblómsins: Ingimar Jóhannes son og Ólafur F. Hjartar. Flytur blaðið efni við hæfi barna: sög ur, ljóð og leikrit ásamt nokk- urri fræðslu. Ungmennastúkur: — í áður nefndri afmælisgrein Ingimars Jóhannessonar segir: „Jafnan hefur það þótt galli á félagsmálum templara, að marg ir félagar barnastúkna hafa horf ið úr stúkunum, þegar þeir hafa náð 13—15 ára aldri, en ekki gerzt félagar undirstúkna. Til þess að brúa bilið milli barna og fullorðinna hafa verið stofn aðar ungmennastúkur, er taka við unglingunum 13—14 ára og hafa þá innan sinna vébanda yfir tvítugs aldur.“ Þessi orð voru sk'"ifuð 1956 og hefur þessi hreyfii.g síðar hlotið nafnið Ung templarar. Starfa þeir sér. —• Hafa ungtemplarar nú félög í Frá fundi í barnastúkunni í Hafnarfirði flestum stærri kaupstöðum lands ins en þekktasta ungtemplarafé lagið er vafalaust Hrönn í Rvik. Bindindishreyfingin hefur ver ið í nokkrum öldudal síðasta áratuginn. Þó hefur verið unnið að merkum nýmælum eins og bindindismótum, sem gerbreyttu öllu skemmtanahaldi um verzl- unarmannahelgina. Ég held að í framtíðinni verði að leggja enn ríkari áherzlu á börn og unglinga Þegar íþrótta félag hefur starfsemi, hvar byrj ar það þá? Það byrjar meðal þeirra yngstu. Eins verða templ arar að fara að. Unglingareglan hefur lengi ver ið stærsti félagsskapur barna og því hlutverki þarf að halda. Fyr ir utan þá áhei'zlu, sem lögð er á reglusemi læra börnin að koma fram, le.-a sögur og flytja leikrit. Leikstarfsemi hefur verið at ar í'íkur þáttur í starfsemi barnastúkna. Á þessum tímamótum óska ég Unglingareglunni á íslandi og „Æskunni“ til hamingju með af mælið og vona að þær báðar eigi eftir að eflast í framtíðinni. Fjaðór, fjaðrablöð, hlgóðkútar, púströr og fteiri varahfutir i margar gerðk bifreíða Biiavörubúðtn FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 Vel varið hús fagnar vori.... Eyðingaröfl sjávar og seltu ná /engra en til skipa á hafi úti. Þau ná /angt inn i land. Hygginn húseigandi ver því þök oq tréverk með HEMPELS skipamálningu Hún er þrautreynd við erfiðustu aðstæður hér/endis. Hygginn húseigandi notar Hempefs Framleiðandi á íslandi: Siippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Simar dd433og 33414 HUNDRAÐ KRÓNUR Á MÁNUÐl Fyrir EtTT HUNDRAÐ KRÓNUR á mánuði seljum við RITSAFN JÚNS TRAUSTA 8 bindi í svörtu skinnlíki Við undirskrift samnings greiðir kaupandi 1000 krónur. SÍÐAN 100 KRÓNUP. Á MÁNUÐI. Bókaútgáfa GUÐJÓNSÓ Hallveigarstíg 6a — Sími 15434

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.