Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1971 Minning: Gróa Eggertsdóttir frá Kothúsum í Garði Fædd 6. aprU 1883. Dáin 3. niaí 1971. ALDREI hafffi mér komið til hugar að ég ætti eftir að skrifa minningarorð um föðursystur mína, Gróu Eggertsdóttur frá Kothúsum í Garði (Gerða- hreppi), þótt aldursmunur okkar væri allmikill. Hún var elzt sex barna Guðríðar Árnadóttur og Eggerts Gíslasonar frá Kothús- um í Garði, en ég sonur yngsta bróður hennar og þeirra hjóna. Ég flúði svo oft inn til henn- ar, ef ég varð undir í átökum okkar strákanna i Keflavík á mínum uppvaxtarárum, þar og þegar hún birtist í dyrunum, eft- ir að ég hafði sloppið inn fyrir, þá rann allur strákaskarinn á flótta. Pabbi var úti á sjó og mamma að vaska fisk eða salta sild, og því ekki ávallt heima. En við bjuggum nánast á sömu torfunni og i kjallara húss þeirra hjóna fæddist ég árið 1925. Hjá Gróu frænku var öruggt vígi og blóðnasir og jafnvel glóð- araugu urðu þar að hégóma, grátur breyttist í gleðibros. Gróa sá um þetta allt saman og plástr- aði smáskeinur. Að Gróa gæti dáið og horfið af okkar tilverustigi — varnar- virkið mitt væri horfið og allt í rúst — komst þá ekki að í mín- um huga. Þarna hlyti Gróa ávallt að verða og þar yrði áfram mitt framtíðarskjól. Árin færðust yfir og aðstæður allar breyttust, sem síðar kenndu manni lífsins sögu íslenzkrar al- þýðu og um leið þjóðarinnar alirar. Fyrst flytzt Gróa og fjölskylda hennar til Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Einari Helga- syni og syni árið 1935 og nokkr-' GIASULD glerullarskólar til einangrunar á heita- og kaldavatns- leiðslum. 6LASULD glerullarmottur í mörgum breiddum með dlpappír og vindþéttum pappír með asfaitpappír og vindþéttum pappír með asfaltpappír. Fæst í helztu byggingavöru- verzlunum. um árum síðar 1940 drukknaði bróðir hennar (Þorsteinn, ásamt 6 skipverjum sínum), faðir minn, — Gróa var horfin og að þvi mér fannst óralangt í burtu. 1 þá daga var það ekkert smáfyrir- tæki að heimsækja Gróu frænku, frá Keflavík til Reykjavíkur — en fyrstu árin bjó hún hér i borg að Barónsstíg 20, svo að Sólvalla- götu 19 og nú siðast að Víðimel 21, þar til hún vistaðist í sjúkra- húsum hér í borg. Gróa frænka var að allra dómi glæsileg kona „svo að henni sóp- aði“ eins og þá var sagt, hvar sem hún kom, þannig að það fór ekki fram hjá neinum, að mikil- hæf kona var á ferð. — Stilling hennar og sjálfsagi var með þeim hætti, að ekki gat fram hjá neinum farið. Orðheldni hennar og manndómsbragur all- ur fór heldur ekki fra mhjá nein- um, er henni kynntust, og var „hún þó ekki allra"; hún gerði skýr mörk á milli ,,vina“ og „kunningja". Okkar á meðal er fjöldi fólks, »em við teljum „að sé ekki eins og fólk er flest". -— Þetta fólk átti ávallt visa vist, mat og húsa- skjól hjá Gróu frænku. Hún flíkaði ekki sínum mann- legu tilfinningum ú ytra borði nema síður væri, — hún fram- kvæmdi sínar góðgjörðir við yngri og eldri, án þess að hafa um það nokkur orð, — þar með var málið afgreitt. — Hún kaus ekkert opinbert þakklæti, þegar hún hafði gert það sem í hennar valdi stóð, til aðstoðar eða hjálp ar, en þá reisti hún gjarnan sitt fallega höfuð og sagði — hvað næst? — Kolsvarta, mikla hár- ið hennar og fas allt færði öllum aukinn styrk og þrek, sem í ná- vist hennar voru á þessum stund- um. Það var nánast eins og ekk- ert kæmi henni á óvart. Kristin trú hennar, heil og sönn, hefur áreiðanlega verið hennar höfuðstyrkur ásamt þeirri guðsgjöf að vera falleg að ytra útliti, því innrætið og fram- koman var þó enn fegurri. Gróa var fædd að Kothúsum i Garði, svo sem fyrr er sagt, og ólst þar upp allt tii þess er hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Helgasyni, 24. maí 1917, en þar hófu þau einnig sín fyrstu búskaparár. Svo sem fyrr er sagt var Gróa elzt þeirra Kothúsasystkina er upp komust. Bróður sinn Árna og systur, Guðnýju, misstu þau ung, en upp komust þau sex systkinin, en auk Gróu voru það þau Guðrún, sem enn býr á ætt- aróðalinu að Kothúsum í Garði, Gisli Árni að Krókvelli í Garði, faðir aflakónganna margnefndu, látinn fyrir 6 árum eða 1965, Helg'a, látin í maí 1967, Guð- munda, sem býr að Höfn i Garði, varð ekkja fyrir 4 árum, og yngsti bróðirinn Þorsteinn, er drukknaði ásamt sex skipverj- um sinum haustið 1940. — Sem sonur hans er mér persónulega kunnugt um, að það varð Gróu mikið og þungt áfall, — en milli þeirra systkina allra var sér- stakt og heilbrigt samband, — þótt ókunnugir sæu það lítt á henni fremur en annað mótlæti, er hún mætti i lifinu af sinni alkunnu ró og stillingu. Á þessari kveðjustund er mér efst í huga sú öryggistilfinning, sem maður varð ávallt var við í návist „Gróu frænku" eins og við systkinabörn hennar kölluð- um hana venjulega okkar í milli. Hún var „ekki allra" heidur fyrst og fremst þeirra, sem hún á annað borð tók vinfengi við, eftir eigin mati og viðkynningu, en þá eins og klettur úr hafinu, sem aldrei brást og styrkust og traustust á raunastundum, — það reyndi ég persónulega, allt frá ungdóms- og„ prakkaraárum" til þess eð vera talinn fulltiða maður. — Frá heimsókn til Gróu fór maður alltaf hressari í bragði, horfandi á betri hliðar tilverunnar, — erfiðleikarnir urðu minni, kjarkurinn hafði aukizt til að yfirstíga það, sem manni fannst áður nánast ókleift. — Nú skilur maður hvaða aðferð hún hafði við þessi árangursríku störf sín í þessum efnum. Ein- faldlega það, að draga fram það bezta í mönnum og máiefnum, er við var að etja hverju sinni. Öll hennar ráð voru byggð á grundvelli kristinnar trúar, en í öllum uppvexti hennar og syst- kina var lögð rik áherzla foreldra þeirra á þær kenningar og þau hafa síðan miðlað afkom- endum sínum í ríkum mæli. Sem elzta barnið í hópi Kothúsasyst- kinanna var Gróa ávallt fyrirlið- inn, — þrátt fyrir fjarlægðina, sem skapaðist við brottför henn- ar frá Suðurnesjum, eiginmanns og sonar hennar árið 1935 til Reykjavikur. Þá var leitað ráða til hennar og ómæld sú gesta- nauð og fyrirhöfn, sem hún hafði hér af skyldum sem óskyldum, — en allir, ungir sem gamlir, fóru af hennar fundi ánægðari en þeir komu og fullir trausts og trúar á lifið og máttar þess til að yfirstiga mannlegt mótlæti og stundar erfiðleika. Gróa bar nafn ömmu sinnar, er andaðist skyndilega og með sviplegum hætti, en hún var gift Gísla Gíslasyni, sjómanni, en þau bjuggu að Steinskoti á Eyr- arbakka (sjá Víkingslækjarætt). Síðustu ár ævi sinnar átti Gróa við heilsufarslega erfiðleika að stríða, sem hún bar með sömu hugprýði og styrkleika eins og meðan hún var fullhraust. Kvart- aði aldrei og horfði sínum fallegu augum glöð fram á veg- inn og ávallt reiöubúin að mæta hérvistarslitum. Mig skortir orð til að þakka í þeim mæli, sem ég vildi gera, fyrir hönd okkar eftirlifandi, systra þinna og systkinabarna, samfylgdina við þig, elsku Gróa frænka. Um leið og við öll í þínum hug og anda óskum þér allrar bless- unar á nýjum tilverustigum, fylgir þér þangað óskiptur hug- ur okkar allra um að þú megir njóta þess í sem rikustum mæli, sem þú lézt okkur eftir af þínum skilningi á lífinu eftir jarðneska dauðann. Eftirlifandi eiginmanni þinum, Einari Helgasyni, sjómanni og einkasyni, Guðna Einarssyni, kennara á Selfossi, vottum við okkar dýpstu samúð. — Guð veri með þér. Gróa Egertsdóttir verður, að eigin ósk, jarðsett frá Útskálá- kirkju i dag, þriðjudaginn 11. maí, kl. 11 f.h. Eggert G. Þorsteinsson. Frá Vesturbergi. Einhamar sf. afhendir íbúðir við Vesturberg Rúmmetrinn 732 kr. lægri en samkvæmt vísitölu byggingakostnaðar IÍYGGINGAFELAGIÐ Einham ar sf. bauð fréttamönnum á fund sinn sl. laugardag að Vestur bergi í Breiðholti III í tilefni af því að þá voru fyrstu íbúðirnar af 50, sern félagið hefur byggt þar, tilbúnar til afhendingar. — Hér er um að ræða 15 tyeggja herbergja íbúðir 65 fm, 15 þriggja herbergja 83 fm og 20 ljögurra herbergja 92 fm. Verð á þessum íbúðum er hagstætt, en tveggja herbergja kosta 980 þúsund kr., þriggja 1200 þúsund og fjögurra 1300 þúsund. Að sögn Gissurs Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra Einhamars, er meðalsöluverð hvers rúmmetra í húsunum 4.214 kr„ en sam- kvæmt \ ísitöln byggingakostn- aðar er verð hvers rúmmetra nú 4.946 kr„ eða 732 kr. hærra en í þessum húsum. Gissur sagði í ræðu, sem harm hélt, að nú þegar þeir vissu raunverulegt kostmaðarverð íbúð anma, litu þeir með no,kkurri ánægju á það að þeiim hefur tek- izt að framleiða góðar íbúðir á mjög hagkvæmu verði. f ræðu sinni gat Gissur eininig um erfið- leika og vonbrigði, sem það hefði valdið hve Húsnæðismálalána- kerfið er þungt og seinvirkt. Einhamar er sem kun.nugt er félag 14 trésimíða- og rraúrana- meistara og va.r stofnað árið 1969. Grunmurinm að fyrstu hús- unu.m við Vesturberg var tekinn í apríl á sl. ári. Allar íbúðirnar eru nú seldar. Þegar er byrjað að steypa upp áfanga nr. 2, en í honum verða 35 4ra herbergja íbúðir og er um helmingur þeiirra seldur. Áætlað er að hann verði tilbúinn tii afhend- ingar í apríl 1972. Hjá Einhamri starfa nú 40—50 manms og verða í kringum 60 í sumar. Gissur sagði eimmig í ræðu simná að und irbúningur að þriðja áfanga væri hafinn, en ekki væri hægt að tímasetja han-n vegna hiivs ó- trygga ástands bæði i verðlag3- og lánamálum. Síðan siagði Gissur: „Teikningar af húsumum gerði Teikmistofan sf„ Ármúla 6. Burð arþolsteikningar gerði Verk- fræðistofa Braga Þorstei.mssonar og Eyvindar Valdimanssonar. Fjarhitun anmaðist hita- og vatns teikningar og Sigurður Sigur- urjón.-son rafl.agniateikini)ngar. Eims og ég gat um áðan, höf- um við að hluta byggt á samn- ingum og lilboðum ýmissa að- ila. bæði vio verktaka og fram- leiðendur. Meðal þcirra eru Steypustöðin Verk h?„ sem hef- ur íramleitt alii steypu. Kriist- inin Auðumsson annast alla pipu- lógn, Gumr.ar .Tánsson ratlögn, Dvergur hf. glugga og útihurð- ir, Byggingariðjan ht’. stiga, Cedogler hf. glensamsetningui, Nyja blikksmiðjan blikksmíði, Trésmiðjan Lerki alla skápa og sólbekki, Tréamiðja Pals Guð- jónssonar innihurðir, Vélsimiðja Harðar Sigurjónssonar handriða- smíði, Ofnaemiðjan hf. mið- stöðvarofna og eldhúsvaska, Rafha hf. rafmagnseldavélar, Hörður og Kjartan málningu og Litaver og Beinteimn Ásgeirsson dúka- og leppaiögn. Auk þesa höfum við að sjálfscigðu skipt við ýmis inmflu tnings- og verzl- unarfyrirtæki. Ég vil færa þessum aðilum öllum, okkar beztu þakkir fyrir góð og ánægjuleg viðskipti. Einm.ig þakka ég öllum öðrum, bæði opinberum stofnunum og einistaklimgum, sem stutt hafa framgang þessara bygginga, emnfremUr vil ég færa starfs- mömnum fy.rirtækisi.n's okkar beztu þakkir fyrir vel unniiin störf.“ Gissur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.