Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11, MAÍ 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundssort. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Augfýsingar Aðalstrasti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. ÁBYRG STEFNA I LANDHELGISMÁLINU f, || T M««, 'AM líp urmi \inv U1 w 1 nii un riLiivii ísland á gapastokk hjá Mannréttindanefnd SÞ Grunað um græsku vegna skorts á kynþáttamisrétti ¥ samþykkt Alþingis í land- helgismálinu, sem gerð var skömmu áður en síðasta þíng lauk störfum er því sllegið föstu, að íslendingar muni færa fiskveiðitakmörk sín út í a.m.k. 50 sjómílur og sums staðar meira. Hins veg- ar er ekki tekin afstaða til þess hvenær það skuli gert, einfaldlega vegna þess, að slíkt er ekki tímabært á þessu stigi. Vel kann svo að fara, að þróunin í þessum málum verði það ör, að við munum komast að raun um það með samtölum við full- trúa þeirra þjóða, er sitja munu hafréttarráðstefnuna 1973, að hagsmunir okkar þar verði að fullu tryggðir. Hugs- anlegt er, að það verði þá tailið hyggilegt að færa fisk- veiðitakmörkin út, áður en til ráðstefnunnar kemur, og þá í samráði við þær þjóðir aðrar, sem svipaðra hagsmuna hafa að gæta. Ef aðstaðan í landhelgis- málinu væri sú, að kyrrstaða væri í þróun þessara mála á ailþjóðavettvangi eða jafnvel, að tíminn ynni á móti okkur væri vissulega ástæða til að hugleiða útfærslu þegar í stað, en nú eru allir á einu máli um, að þróunin er okkur hagstæð, og þess vegna er rétt að doka við og sjá hver framvinda mála verður. Það er alveg ljóst, að á hafréttar- ráðsbefnunni verða 12 sjómíl- ur ekki samþykktar sem al- þjóðalög, en til þess þarf 2/3 afckvæða. Spumingin er að- eiins sú, hvort ráðstefnan gerir alþjóðlega samþykkt með nægilegum meirihluta, sem er í samræmi við hags- mni okkar eða hvort slík samþykkt yrði einungis gerð með einföldum meirihluta aitkvgeða og hefði því ekki gildi sem alþjóðalög en al- þjóðadómstólar mundu þó hafa hliðsjón af í hugsanleg- um deilumálum. Stjómarandstæðingar hafa lýst því yfir, að þeir vllji færa fiskveiðitakmörk- in út í 50 sjómílur 1. sept- ember 1972. Hvaða rök liggja að baki þessari tíma- setningu? Sannleikurinn er sá, að engin rök, sem tengd em hagsmunum þjóðarinnar í landhelgismálinu, liggja að baki henni. Þessi tímasetning er málaimiðlun í þeim hrossa- kaupum, sem fram fóm milli stjórniarandstöðuflokk- anna, áður en þeir komu sér saman um tillögu í landhelg- iismálinu. Einn stjómarand- stöðuflokkanna hefur lýst því yfir, að hainn hafi viljað færa fiskveiðitakmörkiin út í 50 sjó- míkir strax á þessu ári, en fallizt á 1. september 1972 til þess að ná samkomulagi við hina stjórnarandstöðu- flokkana. Það em því ekki hagsmunir þjóðarinnar í landhelgismálinu, sem hafa ráðið þessari tímasetningu heldur em þessi tímamörk málamiðlun milli mismun- andi skoðana innan stjórnar- andstöðuflokkanna. Stjórnarandstöðuflokkamir hafa sagt, að við ættum að segja upp samningunum við Breta frá 1961. Raunar er þar ekki um samninga í venju- legum skilningi þess orðs að ræða, heldur skiptust utan- ríkisráðherrar landanna á orð sendingum. Efni þessara orð- sendinga er hægt að breyta annað hvort með samkomu- lagi milli viðkom-andi ríkja þess efnis, eða með einhliða yfirlýsingu af Íslands hálfu, ef forsendur hafa breyzt svo mjög frá 1961. En hvers vegna skyldum við íslend- ingar óttast alþjóðadómstól í þessu máli? Hafa stjómarand stæðingar svo litla trú á hin- um íslenzka málstað í land- helgismálinu, að þeir telji fyrirfram víst, að okkar stefna fái ekki staðizt fyr- ir alþjóðadómstól? Sannleikurinn er sá, að sam komulagið við Breta frá 1961 hamlar á engan hátt að- gerðum okkar í landhelgis- málinu. Við getum eftir sem áður lýst yfir einhliða út- færslu landhelginnar. Við höfum eimmgis fallizt á að tilkynna Bretum slíka út- færslu með 6 mánaða fyrir- vara og að leggja ágreining milli þjóðanna fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag, ef þess verður óskað. Það er í raun- inni ákaflega ólíklegt, að Bretar mundu óska eftir að leggja slíkan ágreining fyr- ir Alþjóðadómstólinn í Haag. Þróun mála nú er á þann veg, að þeir mundu tæpast hafa erindi, sem erfiði, þegar sýnt er orðið, að 12 sjómílur verða aldrei samþykktar sem al- þjóðalög á hafréttarráðstefn- unni. Og rétt er að minna á, að í orðsendingu okkar til Breta 1961 lýstum við því yfir, að við mundum halda áfram að vinna að enn auk- inni útfærslu fiskveiðitak- markanna. Fáir íslenzkir stjórnmála- menn hafa lagt á það jafn ríka áherzlu og einmitt for- rmaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, að við ÞAÐ munaði minnstu á dögun- um, að þessi yrði krafizt í nafni Sameinuðu þjóðanna, að ríkis- stjórn íslands gæfi ítarlega skýrslu um hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar þar í landi til að koma í veg fyrir kynþátta- misrétti. í þessu sambandi var gefið í skyn, að skýrsla íslands um þessi mál væri ófullnægj- andi. Á íslandi mun mönnum þykja þetta mál kátbroslegt og skal það því rakið hér að nokkru til gamans. ISLAND GERIST ABILI AÐ ALÞJÓÐASAMÞYKKT Það mun upphaf þessa máls, að ísland, — sem annars hefir ekki orð á sér fyrir fljótfærni í að gerast aðili að alþjóðasam- þykktum — var ein af fyrstu þjóðum heims, sem gerðist aðili að alþjóðasamþykkt um afnám hvers konar kynþáttamisréttis. Munu ráðamenn vafalaust hafa hugsað sem svo, að ekkert væri auðveldara og sjálfsagðara fyrir ísland en að aðhyllast svo sjálf- sagðan hlut. En nú mætti ef til vill deila um, hvort betur var af stað farið en heima setið í þessu efni, því það er engu lík- ara en að fsland hafi verið sett í gapastokk á alþjóðavettvangi, grunað um að hafa ekki staðið við alþjóðasamþykktina um þessi sjálfsögðu mannréttindi. Með aðild sinni að alþjóða- samþykktinni um afnám hvers kyns kynþáttamisréttis gangast þau ríki, sem samþykktu hana, inn á að gefa sérstakri nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum skýrslu um ástand í þessum efn um í heimalöndum sínum og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir kynþáttamisrétti. í nefnd þess- ari eiga sæti 18 fulltrúar, sem eru tilnefndir af ríkisstjórnum sinum, en eru ekki taldir full- trúar þeirra heldur sérfræðing- ar á sviði mannréttindamála. Nefndin hefur að undanförnu setið á rökstólum í New York. Skýrsla íslands var víst stutt og laggóð, enda frá litlu að herma í þessum efnum. Var þess getið í skýrslunni að kyn- þáttastreita eða misrétti á einn eða annan hátt væru óþekkt fyr irbrigði á fslandi þar sem þjóð- in lifði í sátt og samlyndi ,,sem ein fjölskylda", eins og það mun hafa verið orðað. GRUNSEMDIR VAKNA En einmitt það, að skýrslan var stutt, mun hafa vakið grun verðum jafnan að vera undir það búnir að leggja málstað okkar fyrir alþjóðadómstól. Þegar yfirlýsingar hans um þetta efni eru hafðar í huga, er næsta furðulegt að hann skuli nú ganga þvert gegn þeim. Það sýnir einungis, að Óiafur Jóhannesson hefur lát- ið ábyrgðarlausu öflin í Fram sóknarflokknum kúga sig. ein3 nefndarmanns um að ekki væri allt með felldu í kynþátta- málunum á íslandi. Herra Fay- er A. Sayegh, tilnefndur í nefnd ina af Kuwait, sagði að skortur á kynþáttavandamáli á íslandi vekti grun um, að kannski væri það vegna þess, að ísland hefði svo strangt útlendingaeftirlit og reglur um innflutninga fólks til landsins, að þeir hefðu með því forðazt þetta vandamál. Gerði hann það að tillögu sinni, að nefndin færi fram á frekari og ítarlegri skýrslu frá íslandi um þessi mál og þá einkum hvað snerti lög og reglur um útlendingaeftirlit. Á næsta fundi nefndarinnar var samþykkt að biðja íslenzku ríkisstjórnina um frekari skýrslu. Nokkur önnur lönd voru og í þeim flokki, að skýrsl ur þeirra þóttu ekki fullnægj- andi, eða nógu ítarlegar. MÁLIÐ TEKIÐ FYRIR Á NÝ Svo var það á enn einum fundi nefndarinnar að málið var tekið fyrir á ný einkum hvað ísland snerti og spunnust um það miklar umræður í nefnd inni, þar sem ísland var mið- depillinn. Fayer A. Sayegh lagði nú til, að eftirfarandi væri bætt við orðsendingu nefndarinnar til ríkisstjórnar fslands: „Nefndin myndi fagna því, að fá, fyrir 31. júní 1971 upplýsingar um lög um innflytjendur til íslands.“ Tillögumaður bætti því við, að hann vildi fá úr . því skorið, hvort kynþáttasamlyndið á ís- landi væri tilviljun ein eða hvort það byggðist á varnarráð stöfunum hins opinbera. Ahoul Nasr (^Sameinaða Ar- abalýðveldið — Egyptaland) sagði, að nefndin ætti að stefna að því að afgreiða þau mál, sem mögulegt væri að ljúka að þessu sinni, en fresta að taka afstöðu til skýrslna frá aðilum að samþykktinni, Að öðrum kosti væri hætta á, að skýrslurn ar yrðu ekki athugaðar nógu gaumgæfilega. A.A. Haastrup (Nigeria), sagði að fordæmi hefði verið gefið af nefndinni með því að æskja frekari upplýsirga frá Sýrlandi og því fordæmi ætti að fylgja. Sir Herbert Marchant (Bret- landi), studdi tillögu Haastrups. Nasr sagðist ekki hafa haft nægan tíma til að kynna sér skýrslurnar, sem væru til um- ræðu, og myndi hann því sitja hjá við atkvæðagreiðsluna, Haastrup sagði að samkvæmt fordæmi því, sem sett hefði ver- ið gagnvart Sýrlandi, mættu þeir nefndarmenn, sem hefðu kynnt sér skýrslurnar gaum- gæfilega, gera athugasemdir og tillögur um þær, en það útilok- aði ekki aðra frá umræðunum. N'ikoloi K. Tarassov (Sovét- Rússlandi) spurði hvort nefnd- inni væri meinað að biðja um aðrar upplýsingar, ef hún sendi þær fyrirspurnir, sem Sayegh hefði lagt til. | Sayegh sagði að það mætti I leita upplýsinga um önnur máL Itillagan felld Tillaga Sayegh um að fara fram á, að ríkisstjórn íslanda gæfi ákveðnar úpplýsingar var nú borin undir atkvæði, og var tillagan feild með jöfnum at- kvæðum, 4:4, en 5 nefndarmenitt sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. (Fimm fulltrúar voru fjarver- andi). Sayegh spurði hvort frávísun tillögu hans þýddi, að nefndin æskti ekki eftir frekari upplýa- ingum frá íslandi. Luis Valencia Rodriguea (Ekvador), skýrði atkvæði sitt og sagði, að hann teldi að ekki ætti að fara fram á frekari upp- lýsingar að svo stöddu. Nasr sagði að hann hefði set- ið hjá, ekki vegna þess að hann væri á móti efni tillögunnar, heldur vegna hins að hann hefði ekki haft tíma til að kynna sér skýrslurnar. Tarassoy sagði að hann hefði greitt atkvæði gegn tillögunni sökum þesa, að hann væri þeiir- ar skoðunar að ekki ætti að krefja ríkisstjórnir um sérstak- ar upplýsingar. Að gera slákfc væri sama og að „rannsaka1* sjálfstætt ríki, Haastrup sagðist hafa greití; atkvæði með tillögu Sayeghs sökum Sýrlandsfordæmisins. Gonzalo Artiz Martin (Costa Rica) sagðist hafa setið hjá vegna þess, að hann teldi að málið væri ekki aðkallandi. Rík- isstjórn íslands gæti veitt þesa- ar upplýsingar í næstu skýraiu sinni. Sayegh sagðist finna, að nefndarmenn væru andvígir þvi að ákveðnum spurningum væri beint til ríkisstjórna. Hann taldi því hættu á, að nefndin gæti ekki fullnægt skyldum sinum gagnvart alþjóðasamþykktinni. Haastrup sagðist efast um, að það væri sæmandi, að efast uin að nefndin gæti gert skyldur sínar eftir að mál hafi verið af- greit með meirihluta atkvæða. Tarassov sagði að hann væri aðeins ósammála Sayegh um orðalag tilmæla til ríkiisstjórna. Sayegh vildi bera fram ákveðit- ar spurningar, en hann (Tarasa- ov) kysi heldur að ákvarðanir nefndarinnar yrðu gerðar ríkis- stjórnum kunnár á óbeinan hátt svo þær gætu svarað á þá lund, er þær kysu sjálfar. Karl J. Partsch (Vestur- Þýzkaland) sagðist hafa greitt atkvæði gegn tillögunni þar sem hann hefði ekki séð neina ástæðu til að leggja áherzlu á þessa sérstöku fyrlrspurn, aem Sayegh hefði borið fram, enda væru aðrar eyður í skýrsiunni frá íslandi varðandi innfluitning fólks. Mikhail Z. Getmanets (Ukra- ina) sagðist hafa greitt atkvæÁi gegn tillögunni vegna þess að nefndin hefði engan rétt til a<5 fyrirskipa ríkisstjórnum hvaða tegund af upplýsingum þær ættu að veita. Þar með lauk þessum umræð- um, sem munu vera þær lengstu í aldarfjórðungs sögu Sameitv- uðu þjóðanna, þar sem fsland er aðalumræðuefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.