Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1971 17 Löngu síðar lágu leiðir okkar Alexanders saman að nýju. Þá hafði tíminn mildað aldursmun- inn. Samt kann að vera að einn- ig þá hafi eimt eftir af fornu viðhorfi þess' yngra til hins eldra. 1 tvo tugi ára hefur okk- ur, hvorum fyrir sig, verið nokkuð tíðreikað heim til hins, óg saman höfum við oftsinnis söðlað gæðinga okkar og haldið „beint undir loftsins þök“. Á þeim vettvangi var snilli hans frábær, — um það er til vitnis fámennur en traustur og sam- stilltur hópur vina hans, sem um árabil fór með honum sérstæð- ar ferðir á hestum, þar sem for- sjá hans og leiðsögn var hafin yfir gagnrýni. Nú er sá hópur svipminni þar sem hann kann að fara um, en ríkur að góðum minningum. Ég tel mér það til mikils lífs- láns að hafa kynnzt Alexander, og þó öllu fremur átt hann að vini. Hann var vel menntaður mað- ur og fjölgáfaður, snjallmáll, umbótasinnaður og hjartahlýr. Fjölmargir hæfileikar hans verða að öðru leyti ekki fram taldir af mér, a.m.k. ekki á þess um degi. Nær hjarta minu stend- ur að taka undir með skáldinu úr Kötlum er hann segir í loka- erindi fagurrar kliðhendu um látinn vin sinn. „Gullhamrar yfir góðum manni þegja — grætur i hjarta lítil rós úr blóði. Líf þitt var stef úr Islands unga ljöði, ástríkur tónn sem skírðist við að deyja". Ég kveð síðan þennan vln minn með harmi, og þakl?a hon- um elskulegheit og tryggð við konu mína og börn. Og fari svo sem margir eru sannfærðir um, og ég vona að sé rétt, að við eigum eftir að hittast öðru sinni, — mættum við þá reka heim reiðhestana og ríða saman á hægu tölti út í síbirtu vorsins. Kristján Benjamínason. hjónanna Ásdísár Þórðardóttur og Guðmundar Benjamínssonar, sem þá bjuggu í Kanada. Þau festu þar aldrei rætur og ákváðu að koma aftur heim. Fjórir elztu synirnir eru nú fallnir, Ás- dís horfin, og eftir lifir Guð- mundur, sem nú hefir fjóra yfir nírætt, og yngstu synirnir tveir. Allt hitt er horfið af hópnum, sem fluttist héðan úr Reykjavík vestur að Grund í Kolbeinsstaða- hreppi, þar sem Guðmundur reisti nýbýli og græddi grös á sand. Það fór þannig, að það varð sonurinn Karl, sem hélt uppi merki skozka læknisins, er ís- lenzku hjónin í Winnipeg heiðr- uðu með þvi að gefa syni sínum skírnarnafn hans, en hugur Alexanders hneigðist til bú- fræði. Hann lauk prófi frá Hvanneyri árið 1928, og hélt svo til Danmerkur, en þar lauk hann námi í mjólkurfræði. Heim kom hann svo tii íslands að lokinni l'ramhalil á bls. 20 Á Þotuöld cr flugferö eftirminnilegup þáttur ferðalags Þrátt fyrir hraða nútímans, gleymist ekki vellíðan farþegans. Um borð í þotum Flugfélagsins fáið þér góða þjónustu, skjóta og þægilega ferð á leiðarenda. Við bjóðum yður tíðar ferðir milli Islands og nágrannalandanna og greiðum götur yðar þaðan, hvert sem þér óskið. & FLUCFÉLAG ÍSLANDS Hraði - Þjónusta - Þægindi Alexander Guð- mundsson — Minning EKKERT er jafnsjálfsagt og dauðinn, — komu hans eiga allir vísa. Ósjaldan kemur hann þó á óvart, og er þeim mun meira ógnvekjandi þeim er álengdar standa, sem hann er starfa hraðari. Ég kveð þessa vordaga kær- an vin minn, Alexander Guð- mundsson. Hugurinn leitar til liðins tíma og ég man hann fyrst er ég var sex ára gamall og leit veröldina öðrum augum en nú, enda hefur hún fengið annað yfirbragð. Hinn þétti leir hafði þá ekki náð þeim völdum sem nú, og óþekkt ýmis þau veraldargæði sem nú teljast til sjálfsagðra hluta. Sá drengur er var sex ára gamall árið 1929, hafði t.d. ekki kynnzt bifreiða- menningu heimsins nema í blá- móðu f jarlægðarinnar, — þar til einn dag að íarið er að aka möl í þjóðveginn rétt hjá bernsku- heimili hans. Og bílstjórinn kem- ur heim til drengsins, drekkur kaffi og spjallar við ömmu feans. Þetta er íallegur maður, tuttugu og fimm ára gamall. Þegar hann stendur upp gerir hann drengn- um það tilboð, að enn í dag hef- ur hann ekki fengið annað sem þar kemst i samjöfnuð. Hann býður drengnum að sitja í bíl sínum. Og dag eftir dag nýtur drengurinn þess hámarks ver- aldargæða sem eru fólgin í því að sitja í malarbíl fram og til baka, sömu 4—5 km. Þar á ofan ræddi bílstjórinn margt við drenginn, og hinn síðarnefndi efaðist aldrei eitt andartak um að sá fyrrnefndi væri merkileg- asti maður veraldarinnar. SVONA fara þeir, einn og einn, æskuvinirnir, félagarnir, fóst- bræðurnir frá árunum, þegar við vorum ungir, og lífið var svo ljúft. Sumir hverfa úr leiknum löngu áður en honum er lokið, og þegar þú lest í blaði, að þeir séu farnir, þá minnist þú gömlu og góðu daganna, sem nú eru svo langt að baki. Aðrir eiga með þér samfylgd unz þeir falla, samfylgd allt frá því er leiðirn- ar lágu -fyrst saman. Hvers vegna? Stundum er unnt að gera sér grein fyrir því, stundum ekki. Ég hef eignazt vini við fyrstu kynni, og bundið við þá órofa tryggð allt til þeirra ævi- loka. Mér hefir verið vinátta þeirra svo náttúrleg, að ég hef aldrei spurt vegna hvers. Það var staðreynd eins og sólskinið og andrúmsloftið. En þeir eru því miður — fáir, sárfáir. En einn af þeim var Alexander. Og þess vegna sakna ég hans nú svo sárlega. Það var einkennileg tilviljun, að þegar við hittumst síðast, laugardaginn 1. maí, þá vakti Alexander máls á því, að á vin- áttu okkar hefði aldrei fallið skuggi, allt frá því er hann var flokkstjóri minn í vegavinnu vestur á Snæfellsnesi, og til þess er við sátum saman, tveir aldrað- ir menn yfir kaffibollum, og hann sagði um leið og hann rétti mér höndina að skilnaði: „Ætli það endist okkur ekki út í Foss- voginn ?“ „Ég held að það geti ekki orðið neitt efunarmál". — Svo kvöddumst við. Og nú er hann farinn. Fátækari? Já, náttúrulega er ég það. En ég er einnig rikari. Ég hef átt góðan vin. Og endur- minningarnar um vináttu hans mun enginn frá mér taka. Þess vegna er ég ríkari en margur. Og það voru einnig allir þeir aðrir, sem nutu vinfengis hans. Þess vegna erum við mörg, sem drúpum nú höfði í hljóðri sorg. Alexander McArthur fæddist í Winnipeg 26. desember 1904. Hann var fjórða barn þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.