Morgunblaðið - 26.05.1971, Síða 1
32 SIÐU R
116. tbl. 58. árg.
MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Golda Meir
hrósar Sadat
Kaupmannahöfn, 25. maí.
GOLDA Meir forsætisráðherra
ísraels lét þau orð falla á blaða-
mannafundi í Kaupmannaliöfn í
gær, að Anwar Sadat forseti
Egyptalands hefði sýnt mikið
hugrekki og hæfileika í stjóm-
arkreppunni í Egyptalandi fyrir
skömmu.
Frú Meir sagði að Sadat ætti
nú í skjóli hinnar traustu að-
stöðu sinnar, að hefja samninga-
viðræður við ísraela, án þess að
setja fram ósanngjarnar kröfur.
Hún sagði að sagan myndi minn
ast Sadats, sem mikils leiðtoga,
ef hann breytti stefnu Egypta og
leiddi þjóðina á braut friðar.
Golda Meir hafði viðdvöl í Kaup
mannahöfn á leið sinni til Finn-
lands, þar sem hún situr alþjóða
þing sósíalista í þessari viku.
Árásir Pakistana
á indverska bæi
Svetiana Alleluyeva Peters ásamt eiginmanni sínum, WiIIiam Peters, og nýfæddri dóttur þeirra
hjóna, Olgu. Myndin var tekin daginn, sem barnið fæddist, þann 21. maí sl. Svo sem alkunna er
var Svetlana einkadóttir Jósefs Stalín.
Flokksþingið í Prag:
Hjartnæmt þakklæti
— ,fyrir veitta alþjóðlega aðstoðÉ
Prag, 25. maí, AP.
SVO sem við var búizt létu for-
ystumenn tékkneska kommúnista
Hokksins í ljós hjartnæmt þakk-
læti til Varsjárbandalagsríkj-
anna fimm, sem gerðu innrás í
landið fyrir þremur árum. Var
þeim þakkað fyrir að hafa veitt
mikilvæga alþjóðlega að'stoð.
Fulltrúarnir á flokksþinginu,
sem nú stendur yfir í Prag, fögn-
uðu þakkarávarpinu ákaft og
klöppuðu Sovétríkjunum lof í
lófa og báðu þau vel og lengi
að lifa. Meðal þeirra sem klöpp-
uðu einna mest, að sögn AP-
fréttastofunnar, voru þeir Gustav
Husak, flokksleiðtogi, og Ludvik
Svoboda, forseti.
Husak flutti í dag langa ræðu á
þinginu og stóð hún yfir hmgað
úr deginum. Þar fordæmdi hann
harðlega stjórnarháttu fyrirrenn
ara sinna, bæði Antonins Nov-
otnys og Alexanders Dubcek. Um
stjómartíð Dubceks sagði Husak,
að þá hefði orðið stöðnun í
stjórnmálalífi landsins, og skyld-
iir við flokkinn og þjóðina hefðu
Varð 69
manns
að bana
Nýju Delhí, 25. maí. AP.
VÖRUBIFREIÐ varð 69 manns
að bana og stasaði 59, er hún ók
inn í mannþröng við hátíða-
höld í þorpinu Palem, sem er
um 1200 kilómetra fyrir sunnan
Nýju Delhí. Segir í fréttum að
um 500 manns hafi verið við-
staddir hátiðahöldin og staðið
nálægt þjóðvegarkanti, er öku-
maður vörubifreiðarinnar missti
stjórn á henni og fór hún á
fullri ferð inn i mannþröngina.
Ökumaðurinn var handtekinn.
algerlega afræktar, og
Marx-Lenins fótum troð-
verið
stefna
in.
Um innrásina sagði Husak m.
a., að hefðu ekki bandamenn og
vindr Tékkóslóvaka veitt þessa
alþjóðlegu aðstoð hefði vald
flok'ksims og verkamanna þjóðar-
innar verið í voða og afleiðingar
slíks hefðu getað orðið afdrifa-
ríikar. Husak beindi því næst tali
siínu til Brezhnevs, flokksleið-
toga Sovétnilkjanna, sem situr
þingið, og færði honum sérstak-
ar þakkir fyrir alla þá hjálp, sem
hanin hefði beitt sér fynir að tékk
nesika þjóðin yrði aðnjótandi, og
Framhald á bls. 11
Nýju Delhi, 25. maí. AP.
HÉRAÐSSTJÓRN Assam-ríkis í
Austur-Indlandi, lýsti yfir því í
dag, að nauðsynlegt hefði verið
að flytja á brott íbúa í fjórum
indverskum landamærabæjum
vegna stöðugra árása Pakistan-
hers. Yfirstjórnandi Assamrík-
is, Mahendra Mohan Choudbury,
sagði að farið hefði verið fram
á það við Indiru Gandhi, for-
sætisráðherra, að tafarlaust
yrðu gerðar ráðstafanir til að
hrekja her Pakistana frá þess-
um svæðum, og öryggi íbúa
þorpanna tryggt.
Indverska ríkisfréttastofan
skýrði frá því síðdegis að 22
hefðu látið lífið, þar af 9 landa-
mæraverðir í miklum skotárás-
um Pakistana á þessum slóðum.
Ríkisstjórnin sagði frá beiðni
Choudburys á þingfundi í dag
og tóku ýmsir fulltrúar stjórnar
andstöðunnar til máls og kröfð-
ust þess að Indland viðurkenndi
Bangla Desh í Austur-Pakistan.
Swaran Sing, utanríkisráðherra,
sagði að Indland myndi ekki
hika við að viðurkenna Bangla
Desh yrði það talið nauðsyn-
legt,
með
en margt yrði
í reikinginn.
þó að taka
Podgorny er í Kairó
— húsleit gerð hjá Sabry
Kairó, 25. maí — AP-NTB
NIKOLAI Podgorny, forseti Sov-
étrikjanna, kom með fríðu föru-
neyti háttsettra ráðamanna i
heimsókn til Kairó í dag. I kvöld
hóf hann viðræður við Anwar
Sadat, Egyptalandsforseta. Pod-
gorny var vel fagnað, er hann
kom til Egyptalands í dag og
var mikil viðhöfn á flugvellin-
um, enda þótt svo væri látið
heita að þetta væri einkaheim-
sókn.
Podgorny og Sadat féllust i
faðma og mannfjöldi, sem hafði
safnazt saman, hrópaði: „Lengi
lifi vinátta Sovétríkjanna og
Egyptalands." Þetta er önnur
heimsókn Podgornys til Egypta-
lands á fimm mánuðum. Hún
þykir vera mjög merkileg, þar
sem miklar hreinsanir hafa ver-
ið í Egyptalandi upp á síðkastið
og reknir hafa verið úr embætt-
um fjöldinn allur af háttsettum
ráðherrum og flokksstarfsmönn-
um sem hafa verið hlynntir Sov-
étríkjunum.
Skömmu áður en flugvél sov-
ézka forsetans lenti í Kairó var
gerð húsrannsókn hjá ýmsum
þessara brottviknu ráðherra. Var
meðal annars leitað lengi á heim-
ili Aly Sabry, fyrrverandi vara-
forseta, sem situr nú í fangelsi.
Lögreglan skýrði frá þvi að leit
lokinni, að fundizt hefði margt
grunsamlegra muna, svo sem
segulbandsspólur með tortryggi-
legum upptökum, skjöl ýmis
konar og ljósmyndavélar.
Stjórnmálafréttaritarar eru
þeirrar skoðunar, að Podgorny
muni óska eftir að fá greinar-
góðia sikýrisllu um valdabaráttuna,
sem hefur staðið í landinu og
þess er vænzt, að Sadat muni
fullvissa Podgorny um, að vin-
átta og samskipti landanna verði
algerlega óbreytt, þó svo að
skipt hafi verið um menn í ýms-
um embættum.
Bgypzk blöð hafa siíðuisitiu daiga
skrifað um fyrirhugaða komu
Podgornys og lagt ríka áherzlu
á að vináttutengsl Sovétrikjanna
og Egyptalands væru söm og
jöfn og þau myndu aldrei rofna.
Framhald á bls. 11
Onassis
fékk hjarta-
kast
Aþenu, 24. maí.
I ARISTOTELES Onassis fékk
I í dag alvarlegt hjartaáfall,
er hann dvaMist á eyinini '
' Skorpios. Tveir iæknar voru
I i skyndi fluttir með þyrlu
I frá Aþenu til að stunda skipa
kónginn. Ekkert hefur siðan
verið tilkynnt um líðan;
I Onassis.
Kref jast 26%
hækkunar
Stoktóhólimi, 25. maí. NTB.
FULLTRÚARÁÐ sænsku verka-
lýðssamtakanna setti i dag fram
launakröfur til lianda 830 þús-
imd verkamönnum og hljóða
kröfurnar upp á 26% hækkim.
Aulk þess eru setltar fram fcröf
ur um þjóðfélagsumbætur, sem
tooma til með að tóosta 4,91%.
Hæitótóun þessi á að tatóa gildi á
þrigigja ára tímabili. Hér er gert
róð fyrir að eftir'launaaidur
lætóki úr 67 árum niður í 64 ár.
Samningar samtakanna runnu
út á miðnætti sd. Tadsmaður
sænáka vinnuveitendasamtoands-
ins lýsti því yfir í dag að óger-
legt væri að ganiga að þessum
(kröfum, þvi að þær myndu hatfa
í för með sér að launiagreiðeQur
hætókuðu um 11 miMjarði
sændkra króna.
„Ottinn við EBE
ekki á rökum reistur
fremur en óttinn við EFTA
á sínum tíma4<
segir Geoffrey Rippon
Osló 25. mai. NTB-AP.
GEOFFREY Rippon marka'ðs-
málaráðherra B)reta er staddur
í Noregi um þessar mundir og
situr ráðstefnu um „Norður-
lönd, Bretland og stækkað EBE“,
sem brezka blaðið Financial
Times stendur fyrir. Jafnframt
þessu er Rippon í opinbem
heimsókn í Noregi og hefur rætt
við fjölda norskra ráðamanna.
Rippon hélt ræðu á ráðstefn-
uwni í morgun og sagði þá, að
hawn væri þess fullviss að sterk
ur meirihluti væri fyrir hendi í
Neðri málstofunni fyrir aðild
Breta að EBE, þegar til at-
kvæðagreiðslu um málið kæmi.
Rippon sagði að þjóðaratkvæða-
greiðsla kæmi ekki til greina í
Bretlandi, því að skv. hetfð-
bundnum venjum í brezkum
stjórnmálum bera landsmenn
fulla virðingu fyrir gerðum
þingsins. Hann sagði að er stund
in rynni upp myndi brezkur al-
menningur gera sér fulla grein
fyrir mikilvægi málsins og
skilja að Bretland á heima í
EBE. „Brezkur almenningur læt
ur ekki verð á smjöri ráða skoð-
unum sínum.“
í viðræðum sínum við norska
ráðamenn skýrði Rippon þeim
Framhald á bls. 11