Morgunblaðið - 26.05.1971, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1971
11
Við skölaslitin voru ýmsir gestir, m. a. borgarstjóralijónin, Geir
Hallgrimsson og frú Erna Finnsdóttir og forstöðukona fóstru-
skólans í Osló, frú Balke (lengst t. v.). Ljósm. Sv. Þorm.
25 ára afmæli
Fóstruskólans
FÓSTRUSKÓLI Sumargjafar
átti 25 ára afmæli sl. laugardag
og var slitið við hátiðlega at-
höfn í Iðnó, að viðstöddum
nemendum, kennurum, stjórn
Bamavinafélagsins Smnargjafar
og möi’gum gestum.
Meðal gesita voru borgarstjór-
inn í Reykjavik, Geir Hal'tgríms-
son og frú, og frú Eva Balke,
skölastjóri fóstruakólanB í Osló.
1 skölaslitaræðu smni raikti
firú Valiborg Sigurðardóttir, skóla
stjóri, oögu skölans og ræddi
firamtiðarskipan hans og nauð-
syn þess að auka hann og effla,
og koma honum á fastan fjár-
hagslegan grundvöll, og skipa
honum fastan sess í skólakerf-
inu.
Þá fflutti borgarstjórinn ávarp
og afhenti skólanum að gjöf
málverk frá Reykjavíkurborg,
eftir Jón Engilberts. Ennfremur
flutitu ávörp frú Eva Balke skóla
stjóri, frk. ÞórhHdur Ólafsdóttir,
forstöðukona, frk. Þórunn Ein-
arsdóttir, formaður Fósitrufélags
fslands, frú Lára Gunnarsdóttir,
forstöðukonia, f. h. 20 ára fósitra
og formaður Bam avinafélags
Sumargjafar, Ásigeir Guðmunds-
son, skölastjórl
Færðu þaiu SB skólanum góð-
ar gjafir, einnig bárust skólan-
um margar kveðjur í tilefni af-
mælisins.
31 nemandi brautskráðist við
þetta tækifæri. Ungifrú Herdis
Pálsdóttir Hutti ræðu fyrir hönd
þeirra nemenda, sem útskrirfuð-
ust, en þær færðu skólanum að
'gjöf alfræðibök AB.
AMs hafa 278 fóstrur lokið
prófi frá skóianum.
31 útskrifast úr
F óstruskólanum
FRÁ Fósturskólanum brautskráð
ist 31 anemiandi að þessu sinni.
Hlutu þrír þeirra ágaetiseinikunn
í bóklegum greinum, þaer Björg
Sigurðardóttir Ragnheiður Blön-
dal og Eva Sybilla Guðmunds-
dóttix.
í verklegu hlutu einnig þrjár
ágætiiseinkunn: Björg Sigurðar-
dóttir, Hildur Sigurbjömisdóttir
og Jóhanina Stefánisdóttir.
Alls hafa 278 fóstrur lokið
prófi frá Fóstruskóla Sumargjaf-
ar.
Þessar stúlkur brautdkráðust:
Aninia Nína Ragnarsdóttir,
Reykjavík.
Anna Fríða Bernódusdóttir,
Reykjavík.
Anna Hermianinsdóttir,
Hörgárdal.
Ásdís Erma Hallgrímisdóttir,
Biönduósi.
Ásta Bergsdóttir, Reykjavík.
Ásfríður Ástbj artsdóttir,
Kópavogi.
Birna Smith, Reykjavík.
Björg Sigurðardóttir, Rvík.
Elísabet Jóhannesdóttir,
Akranesi.
Eva Sybilla Guðmundsdóttir,
Reykj avik.
Guðrún Anitonisdóttir, Rvík.
Guðrún Jónisdóttir, Kópavogi.
Helga Geinmundsdóttir, Rvík.
Hildur Sigurbjörnisdóttir,
Hafnarfirði.
Herdís Pálsdóttir, Reykjavík.
Hulda Ólafsdóttir, Reykjavík.
Ingibjörg Ásgrimsdóttir,
Ólafsfirði.
Jóhanina Stefánsdóttir,
Neskaupstað.
Jóna Ingvadóttir, Hafnarfirði.
Jóna Sigurðardóttir, Rvík.
Ingibjörg Njálsdóttir,
Borgarfirði.
Margrét Geirsdóttir, Hafnarf.
Marta Sigurðardóttir, Rvík.
Ragnheiður Blöndal, Rvík.
Sigríður Jóhanmsdóttir, Rvík.
Sigríður Sveinisdóttir, Rvík.
Sigrún Ágústsdóttiir, Rvík.
Sigrún Baldursdóttir, Rvík.
Sigrún Sævarr, Reykjavík.
Sigurbjörg Ingvadóttir,
Ólafsfirði.
Þórhildur Jónisdóttir, Rvík.
— Strandið
Framhald af bls. 32
unmi var hægt að ganga þurrum
fótum kringum FjaMramíarinm.
Með Þorra var dkípshundurimn
Vaxi, sem var óstæðan til þess
að skipið sneri aftur til lands.
Færeyingarnir um borð í Fjals-
hairnri voru 15, en báturiinm stund
ar línuveiðar við ísland og var
á leið á grálúðumið fyrir austam
land. Skipverjar voru hiniir ró-
legustu, eims og Færeyinga var
von og vísa og áfonmuðu þeir að
reyna að ná Skipinu út á háflóð-
inu kl. 19 í gærkvöldi, en einm.
skipverja sagði, að þeir hefðu
haft illar bifur á því að skips«
humdurimn varð eftir í larndi. —-
Björgumarskipið Goðimn var
komið á stramdistað síðdegis og
kom dráttartaug yfix í Fjalsham-
ar og máðist Fjalshamar heill á
flot laust eftir kl. 18 í gærdag.
Sjá frétt á blaðsíðu 3 um lamd-
reisu færeyska humdsims Vaxa og
ferð hans um borð aftur.
Keflvískir piltar koma með skipshundinn Vaxa af Fjalshamri í lögreglubifreið til Sanðgerðis í
gær. (Ljósm. MbL: Kr. Ben.)
- EBE
Framhald af bls. 1.
frá viðræðunum i París og
Brússel. Ráðherrann hafði mik-
inn áhuga á afstöðu Norðmanna
í samningunum um fiskveiðar í
EBE-viðræðunum. Rætt var um
landbúnaðarvandamálin, en
norsku ráðamennimir lögðu
áherzlu á vandamál EFTA-land-
anna, sem ekki hafa sótt um að-
ild að EBE. Ræddi Rippon vanda
nál hvers lands.
Rippon sagði einnig á ráð-
stefnunni að brezka stjómin
teldi að hægt væri að ná sam-
komulagi um helztu atriðin, áð-
ur em sumarieyfi hæfust hjá
EBE, því að nú væri fyrir hendi
gagnkvæmt traust og vilji til að
setja upp áætlunartöfluna fyrir
stækkað EBE. Hann sagði að nú
væri fyrir hendi hið stóra tæki-
færi Evrópu, til að marka stórt
skref í áttina til stjórnmálalegr-
ar sameinmgar, sem þýddi evr-
ópska Evrópu, sem getur vernd-
að og tryggt hagsmuni sína á
sviði stjórnmála, efnahagsmála
og iðnaðar.
Siðan sagði Rippon: „Ég tel
mig hafa ástæðu til að treysta
því að Evrópa bregðist ekki
skyldu sinni. Samningaviðræð-
urnar í Brússel hafa rutt braut-
ina fyrir endanlegu samkomu-
lagi milli EFTA-landanna og
EBE og við treystum því að nú
geti öll þau lönd tekið þátt í
sameiningarmálum Evrópu á
þanm hábt að bæði þau og EBE
geti umað við.
Rippon var að því spurður
hver yrði framtið EBE í sam-
bandi við NATO. Hann svaraði
að Evrópulöndin hefðu vanrækt
að samræma varnir sínar, en
sliikt yrðd auðveldara með stækk
uðu EBE og að EBE gæti mynd-
að máttarstólpa NATO.
I lok ræðu sinnar sagði Ripp-
on: „Þegar stækkun EBE er orð
in að raunveruleika tel ég að
EFTA geti ekki lengur starfað
á núverandi grundvelli, en
EFTA-löndin, sem ekki geta sótt
um aðild að EBE munu öll á
einhvern hátt temgjast þvi, en
nauðsynlegt verður að semja ein
hvers konar EFTA-ramma isam
bandi við þau lönd. Ég minnist
þess, hve margir voru hræddir
við EFTA á sínum tíma, en við
vitum lika að sá ótti reyndist
alís ekM á rökum reistur. Ýrms-
ir óttast EBE á sama hátt i dag,
em sá ótti er heldur ekki á rök-
um reistwr."
— Kairó
Framhald af bls. 1.
Frá því hefur verið greint í
Kairó að auk þeirra Sadats og
Podgornys muni taka þátt í við-
ræðunum Mahmoud Fawsi, for-
sætisráðherra, Riad, utanríMs-
ráðherra, og Ahmad Sadek, varn-
armálaráðherra. Andrei Gromy-
ko, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna er í fylgdarliði Podgornys.
Þess er naumast að vænta að
fyrstu fréttir af viðræðunum
verði sendar út fyrr en síðdegis
á morgun, miðvikudag.
— Landreisa
Framhald af bls. 3
fyrir brotthlaupið, en Vaxi,
sem ekki hafði gefið frá sér
múkk allan tímann í lan-di
gelti hressilega þegar hann var
kominn um borð, rauk upp i
brú og kom sér íyrír í horn-
inu þar á venjulegum stað.
Nokkrum klukkustundum sið-
ar náðist Fjalshamar á flot, en
einn skipverja sagði þegar
Vaxi kom um borð að þeir
hefðu haft ilíar bifur á því að
Vaxi varð eftir í landi.
Gáfu 10 þús. kr.
Á FUNDI í skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu „Aldan“, sem
haldinn var að Bárugöt.u 11
laugardaginn 15. maí sl., var sam
þykkt að gefa minningargjöf að
upphæð 10.000,00 kr., ánafnaða
björgunarsveit Slysavamafélags
íslands í Höfn í Hornafirði.
Mininingargjöf þessi er gefim
til miiirunángar um sMpstjórarun
Halldór Kárason og skipsfélaga
harus er fórust með mb. Sigur-
fara í Honniafjarðarósi á sl. ver-
tíð.
— Prag
Framhald af bls. 1.
gott vaeri að vita vinarhug Sovét
ríkj anm.a til Tékkóslóvakíu.
Búizt er við, að meðal mála,
sem verða rædd á þinginu sé
hvort heimila skuli Antonin Nov-
otny og Alexander Dubcek að
vera félagar í kommúndsta-
flokknuim, en þeir voru báðir
geirðir brottrækir um stundar-
saMr, Novotny fyrir merra en
tveimur árum, og Dubcek í fyrra.
\\i ÚTBOЮ
Tilboð óskast í lögn hitaveitu, utanhúss við Bæjarháls,
hér í borg.
Gtboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3.000.—
króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvlkudaginn 9. júní n.k.
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800
Skrifstofufólk
Opinber stofnim óskar að ráða á næstunni eftirtalið starfs-
fólk:
1. Fulltrúa í bókhaldsdeild.
2. Fulltrúa í endurskoðunardeild.
3. Stúlku til starfa við vélabókhald o. fl.
Æskilegt er, að umsækjendur hafi verzlunarskólamenntun og
nokkra starfsreynslu.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf
sendist afgreiðsiu Morgunblaðsins merktar: „7560" fyrir
3. júní n.k.