Morgunblaðið - 26.05.1971, Qupperneq 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1971
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971
17
Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóífur KonráS Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. eintakið.
HVAÐ TEKUR VIÐ f HAUST?
Iferðstöðvunin, sem sett var
* á sl. haust kom í veg fyr-
ir, að ný verðbólgualda riði
yfir í kjölfar kjarasamning-
anna, sem gerðir voru í júní-
mánjuði fyrir tæpu ári. Hún
tryggði þær kjarabætur, sem
launþegar sömdu þá um og
hún veitti atvinnufyrirtækj-
unum kærkomið svigrúm til
þess að auka hagkvæmni og
framleiðni í starfrækslu sinni.
Verðstöðvunin hefur tryggt
jafnvægi í efnahagslífi lands-
manna, sem ella var mikil
hætta á, að farið hefði úr
skorðum. Engixm vafi leikur
á því, að gróska í atvinnulíf-
inu og góður hagur hins al-
menna borgara er að veru-
legu leyti verðstöðvuninni að
þakka.
Samkvæmt verðstöðvunar-
lögunum á verðstöðvuninni
að ljúka hinn 1. september í
haust. Þess vegna er eðlilegt,
að fólk spyrji nú hvað við
taki þá. Þessi spuming er
þeim mun áleitnari vegna
þess, að á sama tíma renna út
kjarasamningar þeir, sem
gerðir voru sl. vor. Ennfrem-
ur kemur búvöruverð til
ákvörðunar. Það er því aug-
Ijóst, að þær ákvarðanir, sem
teknar verða í efnahagsmál-
um í haust, verða mjög þýð-
ingarmiklar og miklu skiptir,
að farsællega takist til í þeim
efnum.
Á þessu stigi er að sjálf-
sögðu ekki hægt að segja ná-
kvæmlega til um, hversu
bregðast skuli við hinum
nýju viðhorfum, sem við
blasa með haustinu. Vetrar-
vertíðin varð ekki eins góð og
menn höfðu gert sér vonir
um. Sérstaklega varð aflinn
mun minni í Vestmannaeyj-
um en á vetrarvertíð í fyrra,
en Vestmannaeyjar eru ein
þýðingarmesta verstöð lands-
ins. Verðlag á frystum fisk-
afurðum erlendis hefur hald-
izt í hámarki, en verulegt
verðfal’l hefur orðið á lýsi
eins og fram hefur komið í
blaðafregnum og nokkuð á
rækju. Atvinnuástand er
mjög gott í landinu og fyrir-
sjáanlegt, að mikil eftirspurn
verður eftir vinnuafli í sum-
ar. Innflutningur hefur verið
mikill, en í þedm efnum er
augljóslega þörf á að gæta
varúðar. Þá skiptir það miklu
hvemig fiskast í sumar.
Mörg rök mæla með því, að
verðstöðvuninni verði haldið
áfram um tíma frá 1. septern-
ber nk. Hún hefur gefizt vel
og a.m.k. í stærri fyrirtækj-
um stuðlar hún að aukinni
framleiðni og hagkvæmni í
rekstri. í einstökum þáttum
atvinnulífsins kann að vera
þörf á einhverjum leiðrétt-
ingum, því að augljóst er, að
verðstöðvunin hefur haft mis-
munandi áhrif á einstaka at-
vinnugreinar. Afkoma ríkis-
sjóðs er það góð, að hann á
að geta staðið undir kostnaði
við áframhaldandi verðstöðv-
un til áramóta miðað við
óbreytt ástand að öðru leyti.
Viðhorf verkalýðssamtak-
anna og vinnuveitenda hefur
mikil áhrif á það, hvort yfir-
leitt er kleift að halda verð-
stöðvuninni áfram. Bæði
launþegar og atvinnurekend-
ur hafa haft hag af verðstöðv-
uninni og ættu að hafa það
áfram. En þá er líka nauðsyn-
legt, að snemma í sumar hefj-
ist viðræður, sem miði að því
að kaupgjaldsþróunin í land-
inu verði á þann veg, að
áframhaldandi verðstöðvun
verði framkvæmanleg.
Réttilega hefur verið á það
bent, að verðstöðvun er í
sjálfu sér tímabundin aðgerð
í efnahagsmálum og menn
spyrja, hvernig verðstöðvun
ljúki, án þess að ný hækkun-
aralda gangi yfir. Svarið er
tvímælalaust það, að heppi-
legast er, að verðstöðvun
ljúki smátt og smátt, þann-
ig að á móti nauðsyn-
legum lagfæringum í verð-
lagi komi hæfilegar kaup-
gjaldshækkanir, á þann veg
þó, að verðlagi verði haldið
eins stöðugu og kostur er.
Það hefur verið eitt helzta
viðfangsefnið í stjórn efna-
hagsmála okkar íslendinga
um langt árabil að tryggja
jafnvægi í efnahagslífinu.
Hinar miklu sveiflur í sjávar-
útveginum hafa valdið því,
að þetta er mun örðugra en
hjá öðrum þjóðum. Það verð-
ur áfram eitt helzta verkefni
okkar að skapa grundvöll fyr-
ir stöðugu verðlagi. Með
verðjöfnunarsjóði fiskiðnað-
arins er einmitt stefnt að því
að draga úr þeim miklu
áhrifum, sem sveiflur í sjáv-
arútveginum hafa á atvinnu-
líf okkar. Þegar vel árar er
greitt til verðjöfnunarsjóðs-
ins. Þegar illa árar er greitt
úr honum. Það er mikilvségt
að verðjöfnunarsjóðurinn
geti gegnt þessu hlutverki
sínu.
Menn mega ekki mikla fyr-
ir sér þann vanda, sem við
blasir á haustmánuðum. En
það má heldur ekki gera of
lítið úr honum. Með góðu
samstarfi þeirrar ríkisstjóm-
ar, sem við tekur að loknum
kosningum, verklýðshreyfing
ar og samtaka atvinnurek-
enda, eru allar aðstæður til
að leysa þau mál á þann veg,
að hagur launþega og at-
vinnufyrirtækjanna verði
tryggður.
Frá Stykkishólmi
STYKKISHÓLMUR er gamall bær og nýr. Þar er nú
verulegur uppgangur. Því veldur ekki sízt hörpudisksveið-
in, sem fært hefur mikla hjörg í hú og einnig stóraukinn iðn
aður. í Stykkishólmi hefur ekki þekkzt atvinnuleysi undan-
farin ár og í fyrra var þar mikill hörgull á vinnuafli. Hér
verður rætt við þá Einar Flygenring sveitarstjóra og Krist-
ján Baldvinsson sjúkrahúslækni. Frásögn þeirra leiðir í ljós
þær breytingar, sem orðið hafa í atvinnmnálum, heilbrigð-
ismálum og á mörgum öðrum sviðum, hæði í Stykkishólmi
og víðar úti á landsbyggðinni.
Kom mér á
óvart, hve að-
staðan hér
er góð
Kristján Baldvinsson, sjúkrahúslæknir.
— Það kom mér á óvart,
þegar ég kom frá Svíþjóð,
hvað aðstaðan hér var góð. Nú
vann ég þar á stórum sjúkra-
húsum og það eru alltaf við-
brigði að koma á lítið sjúkra-
hús og á lítinn stað. En það
kom mér eiginlega skemmtilega
á óvart, hve aðstaðan er hér
góð þrátt fyrir allt og ég tel,
að hún sé alveg sambærileg
við það, sem er á svipuðum
sjúkrahúsum í Sviþjóð.
Þannig komst Kristján Bald-
vinsson sj úkrahúslæknir að
orði, þegar fréttamaður Morg-
unbíaðsins spurði hann um
störf hans.
— Hér er annars stórt
sjúkrahús, sagði Kristján
Baldvinsson ennfremur. Hing-
að kemur fyrst og fremst fólk
af Snæfellsnesi til lækninga, en
einniig hefur komið mikið af
sjúklingum frá Dalasýslu, sér-
staklega SkurðsjúJklingum. Ég
er nú skurðlæknir og það er
kannski þess vegna. Fjöldi
sjúklinga hér á síðasta ári var
mikill, en þá lágu hér 626
sjúklingar og voru þá gerðar
260 skurðaðgerðir. Ég reikna
með að maður geri hér
um 90-95% af þeim aðgerðum,
sem vanalegt er að gera á
stærri sjúkralhúsum.
Hér í sýslunni hefur verið i
gangi krabbameinsskoðun.
Gerð var móðurllfs- og brjósta
skoðun á öllum konum á aldr-
inum 25-40 ára og fannst þá
ýmislegt annað 1 leiðinni, sem
ástæðu gaf til meðferðar.
Á döfinni er að koma á fót
elli- og hjúkrunardeild við
ajúkrahúsið, en hér á nesinu er
ekkert elliheimili. Það eru
vandræði að þurfa að senda
fólk annaðhvort suður eða á
elli- og hj úkrunarheimili í öðr
um byggðarlögum. Það er ein-
mitt gamla fólkið, sem er svo
bundið byggðarlagi sínu, að
það er áfall fyrir margt af því
að þurfa að fara burt. Þetta
mál er komið á góðan rekspöl,
þannig að það eru alllar Mk-
ur á, að hægt verði með
tiltölulega Htlum breytingum á
einni hæð sjúkrahússins hér
að koma á fót slíkri deild.
Héraðslæknirinn á staðnum,
Guðmundur Helgi Þórðarson,
hefur sína móttöku í sjúkra-
húsinu. Hann svæfir við allar
aðgerðir og við leysum hvor
annan af eftir þörfum og höf-
um mikla samvinnu, enda er
einnig gott fyrir héraðslækni
að geta notað þá aðstöðu,
sem er hér á sjúkrahúsinu. 1
reynd má segja, að við rekum
hér eins konar læknamiðstöð.
Hér er líka fullkomin rann-
sóknastofa, þar sem meina-
tæknir starfar og hér er enn-
fremur röntgenaðstaða og ann-
að slíkt.
Kristján Baldvinsson vék
síðan að læknaskortinum úti á
landsbyggðinni. og sagði:
— Ég held, að það eigi eftir
að verða breyting á varðandi
læknaiskortinn úti á landi. Það,
sem fyrst og fremst hefur
þreytt lækna þar, er að þeir
hafa verið einir. Þeir hafa ver
ið stöðugt á vakt og það er
töluvert álag til lengdar.
Menn halda þetta út í vissan
tíma, en gefast svo upp á
því.
Annað, sem valdið hef-
ur læknaskorti, er það, að öll
okkar menntun er spítala-
menntun pg straumurinn hef-
ur beinzt miklu meira að sér-
greinum heldur en almennum
lækningum. Nú verða heimilis
lækningar teknar upp sem sér
stök kennsílugrein í lækma-
deild og ætlunin er, að
almennar lækningar verði
gerðar að sérgrein hér, eins
og er i ýmsum löndum, t.d.
Bandaríkjunum og Bret-
landi og ég er ekki i nolkkrum
vafa urn, að þetta kemur til
með að beina straumnum aítur
yfir í almennar lækningar frá
sérgreinunum. Það er nauðsyin
legt að hafa bæði almenna
lækna og sérfræðiiraga, en það
er takmarkað, hve mikinn
fjölda sérfræðiraga litið þjóð-
félag getur borið uppi.
Ég álit, að læknamið-
stöðvarnar séu það, sem koma
skal, þar sem þeim verður við
komið. Heilbrigðismálin úti á
landi eru að verulegu leyti
samgöragumáll eða byiggjast á
samgöragum og fólik kemur til
með að áitta sig á þvi, þar sem
itveir eða þrír læknar vinina
saman. Þeir geta veitt miklu
betri þjónusbu en einm maður
getur veitt, sem verður að vas-
ast í öllu. Lælknarnir geta þá
lika haft verkadkiptingu, þeim
finnst skemmtilliegra að vinna
og þeir staðna síður faglega.
Svo er annað, sem þyrfti að
koma til. Það þyrfti að vera
hægt að koma á einhvers kon-
ar skiptum milli sjúkrahúsa í
Reykjavík og minni sjúkra
húsa úti á landi, þannig að
Iæknar á stóru sjúkrahúsun-
um færu út á land í vissan
tíma og læknar úti á landi
kæmust meira inn á spítalana
í Reykjavík og ættu þannig
auðveldara með að halda við
þekkinigu sinni og bæta við
hana.
Að sumu leyti saknar mað-,
ur þess, að ékki skuli vera
haldið uppi meiri starfsemi
með námskeiðum fyrir lækna,
bæði almenna lækna og
sérfræðiniga i ýmisum greiraum
heldur en nú er gert. Kostur-
inn við þessi námskeið er ekki
bara sá, að maður afli sér svo
og svo mikiillar þekkingar, held
ur einnig sá, að þetta örvar
menn til þess að vinna betur.
Enn langar mig ti'l þess að
nefna eitt í sambandi við heM-
brigðismálin úti á landi. Ég er
ekki í nokkrum vafa um það,
að héraðshjúkrunarkonur, ef
þær fengjust, gætu létt gifur-
lega miklu af læknum. Það er
igert ráð fyrir þvi í lögum, að
ríkissjóður greiði kaup héraðs
hjúkrunarkvenna, en þær bara
fást eragar, enda þótt heilbriigð
isyfirvöldin telji þær mjög
æskilegar. 1 Sviþjóð eru
héraðshjúkrunarkonur, sem
annast mikið eftirlit, hjúkrun
í heimahúsum og eru læknin-
um til aðstoðar og iétta gíf-
urlega miklu af honum.
Ég sagði áðan, að heilbrigð-
ismál landsbyggðarinnar væru
fyrst og fremst samgöngumál.
Þetta má til sanns vegar færa.
Þann ig vantar mikið á, að
faistar ferðir séu hér um Snæ-
fellsnesið sjálft. Fólkið kem
ur hingað til Stykkishólms ým
issa erinda. Það kemur
á sýsluskrifstofuna, það kem-
ur á sjúkrahúsið o.s.frv., en
það eru engar fastar ferðir ut-
an af nesi. Það eru eiginlega
allir sammála um, að þessum
ferðum beri að koma á, en
hins vegar hefur enn ekk-
ert orðið af þeim. Manni finnst
það fulldýrt fyrir fólk, að
minnsta kosti fyrir það,
sem ekki á bila, að koma hing-
að og það hefur verið ósk mín
frá því aS éig kom hingað, að
til Stykkishólms væri komið
á föstum ferðum utan af Snæ-
feilsnesi.
Þegar ég kom hiragað fyrst,
sagði Kristján Baldvinsson
að lokum, — var ég búinn að
vera erlendis í rúm sjö ár og
búinn að læra mína sérgrein.
Að Vísu getur maður verið alla
ævi að bæta við sig, en ég
vildi fara heim, ekki sizt með
tilliti til þess, að elztu börn-
in voru farin að stálpast. Ég
held, að ýmsir starfsfðlagar
minir, bæði í Svíþjóð og ann-
ars staðar geri skyssu. Þeir
eiga orðið stór böm, kannski
15, 16 eða 17 ára gömul, sem
alið hafa aldur sinn erlendis
að miklu leyti og haía ekki
kynnzt íslandi nema af
afspurn. Maður getur því ekki
vænzt þess að fá þau með sér,
þegar maður segir einn góðan
veðurdag: -— Nú ætla ég heim
til íslands. Þau eru kannski
komin í menntaskóla, hrædd
við að skipta um umhverfi og
búin að festa rætur í öðru
landi. Persónulega þekki ég
ýmisa stanfisbræður, sem sitja
fastir, jafnivel þó að þá langi
heim og hafi upphaflega ætl-
að sér heim. En ekkert starf
er svo mikils virði, hvorki í
útlöndum né heima á Is'landi
að menn vilji kljúfa fjölskyld
una vegna þess. Þess vegna fer
sem fer. Ég held, að þetta sé
skyssa, ®em margir gera.
Einar Flygenring, sveitarstjóri. — Stykkishólmur í baksýn.
Bæjarfélög eiga ekki
að safna sjóðum
Þau eiga að nota það fé,
sem þau hafa til umráða
Hér vantaði menn til allra
liluta í fyrra. Pá auglýsti
hreppurinn eftir mönnum í
vinnu. Auglýsingin var sett
upp í maí og hékk uppi allt
sumarið, án þess að eiinn ein-
asti maður gaefi sig fram. Og
ég á von á því, að ástandið
verði eins í sumar!
Á þennan veg lýsti sveitar-
stjórinn í Stykkishólmi, Einar
Flygenring, atvinnuástandinu í
byggðarlagi sínu, þegar frétta-
maður Morgunblaðsins hitti
hann að máli.
— Það hefur ekki verið at-
vinnuleysi hér síðan um ára-
mótin 1968-69 og eins og ég
sagði, þá vantaði hér mikið af
fólki í vinnu í fyrra. Hér hef-
ur aukizt gífurlega iðnaður, en
svo var hér einnig mikil
atvinna í sambandi við
hörpudisksveiðina. Hún skap-
ar milda vinnu í landi og það
eru ekki hvað sízt húsmæður,
sem vinna hana í áikvæð-
isvinnu. Mikið af þeim hörpu-
diski, sem hér var landað, fór
þó til annarra byggðarlaga,
Borgarness og víðar, enda
voru hér nálægt 30 bátar á
hörpudisksveiðum, svo að ekki
var unnt að vinna allan aflann
hér.
Við vorum að sækja um
lán til Perðamálasjóðs
vegna féalgsheimilisbygg-
ingarinnar. Til hennar er nú
búið að verja um 11 millj. kr.
og samt er hún ekki nema tæp
lega fökheld. Samkv. kostnað-
aráætfluninni á byggingin að
kosta um 48,5 mi’llj. kr. Húsið
er stórt, það er hótel og fé-
lagsheimili. Þar eiga að geta
gist 52, en að auki skal það
vera félagsheimili með öllu
sem því tilheyrir.
En það er erfitt að ná inn fé.
Félagsheimilasjóður er fjár-
vana, en hann á að greiða um
40% af þeim hluta hússins, sem
telst vera félagsheimili. Það er
kannski ekki nema eðlilegt
að það standi á fé, þvi að á
landinu eru á annað hundrað
félagsheimili og filest þeirra
hafa risið á síðustu árum. Ég
held, að það séu um 15 millj.
áætlaðar til félagsheimila á
þessu ári, þannig að það er
ekki mikið, sem kemur í hvern
hlut.
Brýnasta verkefnið hér er
annars að mínu áliti og vist
margra annarra að koma upp
nýrri vatnsveitu. Hér er að
vísu vatnsveita fyrir, en hún
veitir bara alls ekki nægilegt
vatn. Nú koma til bæjarins um
7,2 sekúnduMtrar, en verkfræð
ingur okkar áætlar, að það sé
um þrisvar sinnum minna, en
við þurfum á dag, þannig að
það er lifsspursmál að auka
vatnsmagnið.
Nýja vatnsvei’tan verður
verk upp á 30-40 millj. kr. Mér
dettur það í hug í þessu sam-
bandi, að Vestmannaeyingar
voru að fara fram á 60 millj.
kr. rikisábyngð til aukningar á
vatnsveitunni þar, en það er í
rauninni miklu minna átak
fyrir Vestmaninaeyinga að koma
upp 60 millj. kr. vatns-
veitu heldur en fyrir okkur
að koma upp vatnsveitu, sem
kostar 30-40 millj. kr. Vest-
mannaeyingar eru jú fimm sinn
um fleiri. Þetta kemur því til
með að verða gífurlegt átak
fyrir bæjarfélagið okkar.
Svo eru ýmis önnur verk-
efni, sem bíða eins og alltaf er
á sviði gatnagerðar, holræsa-
og hafnargerðar. Bryggjan er
orðin léleg og þarfnast endur-
bóta. Við þyrftum að
fá nýja bryggju sunn-
ar en sú gamla er. Hún er ekki
hentug á veturna, því að þá
getur allt fyllzt hér af ís og því
þurfum við aðra bryggju, sem
hægt væri að nota einnig þá.
Góður flugvöMur hér er einn
ig mikið álhugamál okkar
margra. Ég er sannfærður
um, að ef við fáum hér góðan
flugvöll, myndi stóraukast
hingað ferðamannastraumur-
inn. Nú er ekM lendandi hér
nema á allra minnstu vélum og
það í bezta veðri. Nú erum við
að útvega lánsfé, þannig
að hægt verði að byrja
á nýjum veHi, gegn því að það
verði greitt með væntaniegu
framlagi ríkisins.
Segja má að gatnagerðin sé
eiHfðarverkefni í hverju ein-
asta bæjarfélagi. Það er ákaí-
lega mikið matsatriði, hvernig
á að standa að því, hvort göt-
urnar skuli gerðar úr stein-
steypu, malbiki eða olíumðl.
Hér var steyptur 150 metra
langur vegarkafli í fyrra, sem
kostaði 2,4 millj. kr. og var
geysilegt átak.
Ég tel ekki, að bæjar- oig
sveitarfélög eigi að safna fé í
sjóði. Þau eiga að nota það fé,
sem þau hafa til umráða í þarfa
hluti, enda þótt það sé mats-
atriði, hvað er aðkallandi á
hverjum tíma.
Svo að ég viki aftur að at-
vinnuástandinu, þá vinna í
skipasmíðastöðinni Skipavík
h.f. 30-40 manns og hafa þar
stöðuga atvinnu, enda hefur
fyrirtækið næg verkefni fram-
undan. Hjá S'kipavík var ný-
lega hleypt af stokkunum 35
tonna báti og var síðan byrj-
að á öðrum þegar í stað.
1 trésmiðjunum tveimur,
eða í Trésmiðjunni Ösp og
Trésmiðju Stykkishólms vinna
um 20-25 manns í hvoru fyrir-
tækinu. Þær hafa næg verk-
efni við að smdða innréttingar
bæði fyrir bytggingar hér í
Stykkishólmi, í Ólafsvík og á
ýmsum stöðum öðrum hér t ná-
grenninu.
Frystihúsin hér eru tvö,
frystihús Sigurðar Ágústs-
sonar og frystihús Kaupfélags
ins. Þau hafa bæði verið starf-
rækt, en það hefur verið mjög
mismunandi, hve rnikið af fólki
hefur unnið hjá þeim. En þegar
mest hefur verið að gera, hef-
ur vantað fólk í þau.
Mig langar til þess að taka
það fram að lokum, að ég tél
bæjarbrag hér í Stykkishólmi
með ágætum. Ég hef verið
sveitarstjóri víðar og það er
skoðun min, að bæjarbragur sé
óvíða betri. Skðlabragur hér
er t.d. sérstaklega til
fyrirmyndar. Það er mikið tal-
að um það nú á dögum, að ungl
ingarnir séu algjörlega óalandl
og óferjandi, en ég
álít, að það sé þvert á móti.
Stykkishólmur er einn af elztu
verzlunarstöðum á Islandi og á
sér merkilega sögu og það er
nú einu sinni þannig, að þegar
kominn er kúltúr í fó’lk, þá er
eins og hann haldist við.
Mikil atvinna hefnr verið i skipasmíðastöðimil.