Morgunblaðið - 26.05.1971, Side 19
MORGUNBLAÐíÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971
19
Noregur og EBE:
Getur orðið aðildar-
ríki 1. janúar 1973
Osló, 24.. maí — NTB
NORSKA stjórnin lag-ði í dag
fram á þingi skýrslu um viðræð-
urnar um hugsanlega aðild
Noregs að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Segir þar meðal annars,
að stjórnin sé fastráðin í að ná
sem beztum kjörum fyrir Noreg,
og að náist ekki samkomulag
verði það hlutverk þingsins að
ræða aðra lausn á markaðsmál-
mn landsins.
Ákveðið hefur verið að hafa
umræður á þingi um skýrsluna,
og verða þær sennilega um miðj-
an næsta mánuð.
Á fundi með fréttamönnum
sagði Tryggve Bratteli, forsætis-
ráðherra, að árangurinn í við-
ræðum Breta um aðild að EBE
breytti ekki þeirri áætlun, sem
Norðmenn hafa unnið sam-
kvæmt. Hefði árangur Breta eng-
in áhrif, hvorki til að flýta við-
ræðum Norðmanna né seinka
þeim. í norsku áætluninni er
gert ráð fyrir að undirbúnings-
viðræðum ljúki á þessu ári, og
árangurinn lagður fyrir þingið
til afgreiðslu á næsta ári. Gæti
Noregur þannig orðið aðili að
EBE 1. janúar 1973.
1 skýrslu ríkisstjórnarinnar,
sem lögð var fyrir þingið í dag,
er rætt um þá 16 liði, sem mestu
máli skipta varðandi aðild Nor-
egs.' Meginatriði í niðurstöðum
stjórnarinnar eru þessi:
Norskur landbúnaður verður
fyrir f járhagslegu tapi, sem nem
ur milljarði norskra króna — eða
58% af landbúnaðartekjunum —
ef landbúnaðarstefna EBE verð-
ur tekin upp í landinu fyrirvara-
laust. Verða þvi sérákvæði að
gilda fyrir Noreg um ótiltekinn
tima. Erfiðleikar eru hins vegar
framundan fyUr skógræktina
norsku ef landið verður ekki að-
ili að EBE.
Vandamál eru einnig framund-
an í fiskiðnaðinum ef Bretland
verður aðili að EBE en Noregur
ekki. Á þessu stigi er þó ekki
unnt að dæma hve víðtæk þau
vandamál geta orðið, og fer það
eftir hugsanlegum samningum
Noregs við riki Efnahagsbanda-
lagsins. Norðmenn lögðu fram
drög að fiskveiðisamningi við
EBE fyrr í þessum mánuði, og
þar er þess krafizt að erlendir
fiskimenn, sem ætla að stunda
fiskveiðar við Noreg með sömu
réttindum og Norðmenn, verði
að vera búsettir I Noregi. Þá
verða útgerðarfélögin einnig að
vera skráð í Noregi.
Knut Hoem, fiskimálaráðherra,
sagði við fréttamenn að hann
teldi að fulltrúar fiskiðnaðarins
væru yfirleitt ánægðir með til-
lögur stjórnarinnar. Hann sagði
einnig, að verið væri að ganga
frá norskum tillögum um fisk-
sölumál, og yrðu þær lagðar fyr-
ir EBE á fundi samtakanna i
Brússel 8. júní.
Per Kleppe, verzlunarmálaráð-
herra, skýrði frá því, að verið
væri að ganga frá tillögum Norð-
manna varðandi landbúnaðinn,
og að þær yrðu lagðar fyrir EBE
í næsta mánuði — annað hvort
á fundinum í Brussel 8. júní eða
á fundi í Luxemborg 21. júní.
1 skýrslu stjórnarinnar segir
loks, að aðild EBE breyti engu
varðandi félagsmálastefnu við-
komandi ríkis og að ekki sé um
að ræða sameiginlega fjármála-
stefnu aðildarríkjanna. Bent er
á, að í núverandi aðildarríkjum
sé hlutfallslega meira fé varið til
almannatrygginga en í Bretlandi
og á Norðurlöndum. Þannig var
9,2% af þjóðartekjum Norð-
manna varið til almannatrygg-
inga á árinu 1968, en samsvar-
andi tölur frá EBE-ríkjunum
voru 9,5% í Belgíu, 14,5% i
Frakklandi, 11,2% á Italiu, 13,4%
í Hollandi og 11,1% í Vestur-
Þýzkalandi.
Meiri
loðna
Sandigerði, 24. maí.
AFLINN á síðastliðinni vertíð
hér varð þessi: Bolfislkur 13.760
fionin I 2.473 róðrum, loðnia 7.718
tonn eða affls 21.478 torrn.
Afláhæstur af báltum, sem hér
landa, var Bergþór með 878
tonn, næsbur honum er Þorri
með 554 tomn, en hann landaði
állíka mikl'u í öðrum verstöðv-
um.
Á sama ttírna í fyrra var bol-
fiskurinn 19.900 tonn í svipuðum
róðrarfjölda, en hins vegar var
loðnuaflinn þá aðeins eiitrt þús-
und tonn. Heildarmagnið nú er
því heldur rneira en í fyrra.
Páll.
Landkynning Geysis;
Syngur 1 ísl. peysum
í skozka sjónvarpið
Akureyri, 17. maí.
KARLAKÓRINN Geyisir er ný-
kominn heiim úr prýðilega
heppnaðri söngför til Bretlands,
þar sem kórinn söng á Stoke-
listahátíðinmi og auk þesis á sex
öðrum samlsöngum og í sjónvarp.
Geysir hélt utan 6. maí og söng
í skozka sjónvarpið þá um kvöld-
ið. Kónmennirnir 38, songstjóri,
Philip Jenkinis, og undirleikari,
Kári Gestsson, voru þá klæddir
litskrúðugum ullarpeysum frá
fataverksmiiðj unni Heklu á Akur-
eyri, og vakti söngur þeirra
mikla athygli skozkra áhorfenda
og áheyrenda. Daginn eftir var
svo sungið í Strathclyde-háskól-
amum í Glasgow, en á sumnudag-
inn var haldið til Stoke-on-
Trent (350 þúsund íbúar), þar
sem kórinn kom fram á listahá-
tíðimmi 11. maí. Einnig lék Philip
Jenkims nokkur lög á píanó. Þar
var flutt tveggja klukkustumda
söngskrá, og viðtökur áheyr-
emda, sem voru um 700 voru hiim-
ar ágætustu. Borizt hefur einn
blaðadómur eftiir kunnan gagn-
rýnanda, John Oliver, sem skrif-
ar í stærsta blað í Stoke og
Staffordshire, Evening Sentinel,
og fer hann mjög sterkum og
lofsamlegum orðum um kórinn
og stjórnanda hanis.
Einniig söng Geysir í moklkrum
skólum í Stoke og nágremni, og
munu um 3000 nemendur hafa
hlýtt á söngiimn. í öllum skólun-
um flutti Philip Jenkina stutt
kynningarerimdi um ísland, ís-
lenzkt tónlistarlíf og höfunda
laganna, sem sungin voru. Bæði
að erindumun og söngnum sjálf-
um var hin ágætasta landkynn-
ing fyrir ísland.
Geysir kom til Lundúna 14.
maí og heim til Akureyrar sama
kvöld. Einisöngvari með kóroum
var Aðalsteinn Jónsson, en hann
var eiinnig fanarstjóri ásamt Har-
aldi Helgasyni og Ævari Hjartar-
syni, formanmí Geysis. — Sv. P.
Dráttarvéla-
námskeið
DRÁTTARVÉLANÁMSKEIÐ tU
undirbúnings dráttarvélaprófi
verður haldið á vegiun Fræðslu-
niiðstöðvar Ökukennarafélags Is-
lands í Reykjavík og Slysavama-
félagsins, ef næg þátttaka fæst.
Þeir unglingar í Reykjavík oig
nágrenni, sem orðnir eru 16 ára
eða verða það á þessu sumri
eiga kost á þáitJttöfbu. Þáttitöku-
gjald er kr. 500.00. Er þar inni-
falið: Kennslubók, 4 tímar bók-
iegt nám í umifierðarreglium oig
meðferð dráttarvélia. Ætfimgar-
akstur á sérstöku æfingasivæði.
Unglimguim 14 og 15 ára, er
einnitg heimil þáttitaka, en eng-
inm fær ökuskirteini fyrr en
hanm er orðimm 16 ára, samtov.
lögurn.
Þeir, sem óska eftir að taka
þátt í námskeiðinu tiikynni þátt-
töku til Slysavamaféliagins eða
til Fræðsl'umiðstöðvarinnar.
Sólfaxi, hin nýja þota Flug-
félagsins hefur verið í Reykja
vík undanfarna daga til und-
irbúnings farþegaflugi, en í
gærmorgun fór hún í fyrstu
ferð sína til Glasgow og Kaup
mannahafnar. Þessa vlku
verður svo Gullfaxi í fríi,
þar sem hann verður þveginn
að utan og málaður, þar sem
málning er farinn að bila.
Um helgina fóru fram æfing-
ar nýrra flugáhafna á þot-
unum og var æft bæði á Ak-
ureyri og í Reykjavík. Með
Sólfaxa í gærmorgun fór
utan 91 farþegi, en flugstjóri
var fyrsta sinni á þotu í
áætlun Henning Bjarnason.
Ljósm. Hermann Stefánsson.
Karía-
kórinn
Vísir
í söngför um
SV-land
Siglufirði, 21. maí.
KARLAKÓRINN Vísir gekkst
fyrir söngskemmtun hér í gær-
dag í Nýja Bíói. Húsfyllir var
og þurfti fjölmenni að snúa frá
þó að allt gólfrými í sal hefði
verið fyllt með lausum stólum.
Viðfangsefni kórsins er með
tvennum hætti. Annars vegar
hefðbundin karlakórslög, og
hins vegar farið inn á nýstár-
legri músíksvið og þar notið að-
stoðar kvartetts og dægurlhljóm-
sveitar. Er óhætt að segja að
margt í sviðsetningu, leik og
söng kom skemmtilega á óvart
og varð áheyrendum gleðigjafi.
Karlakórinn leggur nú land
undir fót og sækir heim Suð-
vesturlandið, þéttbýlissvæðið,
með gott sýnishorn af dægra-
styttingu Siglfirðinga. Sönggtjórj,
er hinn kunni hljómlistarmað-
ur, Geirharður Valtýsson.
— Stefán.
Annað kvöld, fimmtudag, syng
ur karlakórinn Vísir í Austur-
bæjarbíói og hefst samsöngur-
inn kl. 7,15.
William Heinsen skrifar fyrir
danska sjónvarpið
• Færeyskl rithöfundurinn
Williani Heinesen, hefur
nýlega skrifað handrit að
sjónvarpskvikmynd fyrir
börn og unglinga, sem sýna
á í litum í dauska sjónvarp-
inu. Er það í fyrsta sinn, sein
hann skrifar sérstaklega fyr-
ir sjónvarp.
Kvikmyndm, sem sýna á i
þremur 25 mínútna þáttum
verður að mestu gerð i Fær-
eyjum og leikarar verða fær-
eyskir að undanskildum að-
al'leikaranum, Laris Fjeld-
mose, sem er fjórtán ára að
aldri. Leiikarar og kvikmynda
tökustaðir verða valdir í
samráði við Heinesen, en
stjórnandi uppfcökunnar verð
ur Aase Schmidt, sem átti
hugmyndina að þvi að fá
Heinesen til þessa verks.
Saga Heinesens fjallar um
dreng sem fer I sumarleyfi
til frændfólks síms í Færeyj-
um. Frændi hans og frænka
taka á móti honum og ætla
með hann strax til Vogeyjar
— sem í sögunni er kötúuð
Vesturey — en þau verða að
staldra við hjá aldraðri
frænku í Þórshöfn,, viturri
konu og sérkennilegri. Sdðan
er fylgzt með drengnum og
fleiri bömum i orlofi þeirra,
fuglaveiði, ferð til fjalla, ferð
á eyðibýli og þar fram eftir
götunum. Hluti myndarinnar
verður tekinn í Vogey, þar sem
Heinesen sjálfur dvaldist tíð-
um i sumarleyfum, er hann
var littll drengur.
Myndin verður tekin í júní-
mánuði og væntanlega sýnd í
byrjun næsta árs.
— Húsmæðra-
fræðslan
Framhald af bls. 14
ísafjarðar frekar en leita á ein-
hvem annan skóla?
— Við höfðum heyrt að skól-
inn væri góður og staðurinn
skemmtilegur og fannst tilbreyt-
ing í því að fara i annan lands-
Muta. Við sjáum ekki eftir þvl
og sjálfsagt erum við allar þeirr
ar skoðunar eftir veturinn
að veran hérna hafi orðið okk-
ur að mjög miklu gagni.
h.k.
margfaldar
markad yðar