Morgunblaðið - 26.05.1971, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971
Drífa Viðar - Minning
Fæfld 5. marz 1920.
Dáin 19. mai 1971.
HÚN hét Dríía og blómin brostu
þégar þau sáu hana. Hún var
dóttir hennar Katrínar á Laufás-
veginuim og Einars Viðar; pabbi
henniar dó þegar hún var þriggja
ára. En Drifa átti heimsins beztu
mommu og systur sem fyllti upp
í alheiminn, svo að það fór
skjótt fjör um Þingholtin. Hún
var skelfing smávaxin og svo
hýr og hnellin að maður hló
ósjálfrátt þegar maður sá hana.
Og hún hét Viðar; við köliuðum
hana viðarkubb þegar við vorum
litil, það þótti henni skemmti-
legt. Svo óx hún úr grasi, fékk
hvítan koll á höfuðið og hug-
myndir undir kollinn og sigldi
öt í heim. Hún var svo forvitin
að hún þurfti að kynnast öllu,
sérstaklega Ufinu. Fyrst var hún
í Ameríku, aeinna var hún í
Farís. Hún ætlaði að mála
myndir og hún ætlaði að skrifa
bækur; hún lærði hjá beztu lista-
t
Konan mín, móðir og amma,
Jóhanna Eina Guðnadóttir,
andaðist hinn 24. maí að
heimili sínu, Nýbýlavegi 24B.
Matthías Kjartansson,
Jóhanna Þorgerður
Matthíasdóttir,
Matthildur Ólafsdóttir,
Vilhjálmur Einar
Georgsson.
t
Faðir minn,
Pétur Magnússon,
Nönnugötu 7,
lézt í Landspítalanum að
morgni þ. 25. maí.
Ólafia Pétursdóttir.
_
t
Faðir okkar,
Guðmundur Jónsson,
Austurgötu 3, Sandgerði,
lézt í Landakotsspítala 24.
maí sl.
Börn, tengdabörn og
barnabörn.
mönnum úti í þeim stóra heimi,
Léger, Ozeníanit, Hoffmann og
hvað þeir hétu nú allir saman,
þetta voru hennar lærimeistarar.
Ég skrifaði henni einu sinni yfir
poliinn að hún ætti ekki að eyða
öllum tímanum í málaralist, hún
ætti að stúdera Manninn með
stórum staf. Hvaða mann?
spurði hún um hæd, og það var
hlátur í augnakrókunum. Svo
kom Skúli í spilið, hann Skúli
Thoroddsen, og þá vissu auðvit-
að allir hver maðurinn var. Það
þurfti ekki augniækni tif að sjá
það, eins og sagt er. Þetta var
einhver sterkasta litakombína-
sjón sem sézt hefur í Reykja-
vik, Skúli og Drifa, Drottinn
gat ekki látið slíkt tækifæri
ónotað. Bömin votta hvílikt
skilirí varð úr litablöndun þeirra
Drífu og Skúla, skær og
skemmtileg eins og skapið í
mömmunni og húmorinn í pabb-
anurn.
Fátt sá ég af því sem Drífa
skrifaði og myndimar vöktu
mér furðu. Hún sem var útvaMn
af forsjóninni til að mála böm
og búálfa málaði einatt tröll og
fimindi; maður fann að kraftur-
inn var magnaður á bak við
þetta og að alvörulistamenn
hneigðu höfði þegar þeir sáu
það. Hún vissi hvað hún var að
gera þessi. En hún ætlaði líka
að frelsa heiminn, þetta var svo
einfalt: ef bara mennimir vildu
vera eins og hún og hún mamma
hennar, óspiiltir og hjartahreinir,
þá þurfti ekki nema eiitt sam-
virkt þjóðfélag, og málið var
leyst. Eitt einasta þjóðfélag rétt-
lætis og jafnaðar. Ekki var það
nú meira. Vissir hlutir voru
vondir i heiminum — þeim bar
okkur að berjast gegn — og
aðrir hlutir voru góðir — og
þeim bar okkur að berjast með.
Mér fannst stundum eins og
þjóðfélagsmálin hennar frsenku
minnar væru lík ævintýrunum
sem við lásurn ung — prlnsinn
@at ekki gert neitt rangt. Þeim
vondu var afflt að kenna.
Nei, það væri vist ekki vandi
að stjórna heimirtum, ef alir
væru innrættir eins og fóJkið á
Laufásveginum. Þá sœjust engin
angistaraugu frá Víet Nam til
Pakistan. Þá gæti fólkið setið i
garðinum hennar Katrínar um
allar álíur, þar mundu spretta
morgunfrúr, liljur og sóleyjar
undan hverju fótspori. En eins
og við höfum samnfrétt nýlega,
þá fæddust ekki afflir með spé-
koppa í vönigum og hlátur í
augnakrókunum. Sumir lentu
öfugum megin við Laiufásveginn.
Og nú er hláturinn slokknaður.
Drífa hvarf úr heiminum um
miðja siiðastiiðna viku, einhvem
fegursta dag vorsins. Það fór
henni vel að hverfa í vorþeynum,
hún hvarf eins og mjöll fyrir
t Bróðir okkar, Jóel Guðmundsson, er andaðist 20. þ.m.. á Dval- arheimilinu Fellsenda í Dala- sýslu, verður jarðsunginn fimmtudaginn 27. maí frá Langholtskirkju kl. 10,30 f.h. Guðný Guðmundsdóttir, Þorlákur Gnðmundsson. t Þökkum innilega samúð og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurðar Guðmundssonar. Þðra B. Sigurðardóttir, Þórarinn Helgason, Öm Sigrurðsson, Sigurbjört Gimnarsdóttir og barnabörn.
t Litla dóttir okkar og systir, Guðrún Árnadóttir, sem lézt 21. maí verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27. maí kl. 1,30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Bamaspítalasjóð Hringsins. Kristín Helgadóttir, Árni Njálsson, Steina Árnadóttir. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Péturs Maack Jónssonar. Sérstaklega þökkum við Hjálparsjóði skáta, forstjóra, skrifstofustjóra og öllu starfs fólki Á.T.VR. Eiginkona., börn, tengda- böm og bamaböm.
sólu. Svona átti þetta að vera,
þetta stóð í ævintýrunum. Ef
maður heitir Drífa, þá ber manni
að hverfa undir sumarið. Þá
leysast klakabönd vetrarins og
lækimir bregða á sprett. Eins
og Deddí — sem var gælunafn
Drífu. Allt sitt Flf var hún á eillííf-
um spretti, fyrir mann slnn og
böm, fjöfckyldu og fósturjörð.
Hún var ekki bara móðir og
frænka, hún var gjöf.
Vafaiaust lifði Drífa einnig
erfiðar stundir, hugsjónamenn
hafa hlotið versfca útreið afflra
þessa öldina. Nú stóð hún
einmitt á þröskuidi hins fulla
listþroska — og var köilluð
um aðrar dyr. Það hafa ekki
verið létt spor. Hafi Drifa haft
tíma til að lita yfir farinn veg
á miðvikudaginn var, hefur hún
þó vitað, að lánið fylgdi henni
allt til moldar. Auk einstakrar
systur og móður eignaðist
hún vinkonur, sem reyndust
henni trúar til hinztu stundar.
Hún eignaðist nýjan föður,
Jón Sigurðsison, sem varð
stoð og stytta niðjanna á Lauf-
ásvegi 35. Og hún eignaðist
Skúla, vin okkar afflra, að ekki
sé talað um bömin, sem reynd-
ust henni sífeffld lind hamingju
og gieði. Enginn fer nestiiSlaus
yfir móðuna sem eignazt hefur
slíkan auð. Þegar hún kveður
verður hljótt yfir mörgum ranni.
En i hvert skipti sem við sjáum
blóm stinga upp forvitnum koli-
inum á nýrri frjðtið, þá vitum
við að stutt er í Drifu. Þá mun-
um við hvað það var gott að
eiga þennan fjörkálf.
Þá brosir lítil Drífa við bdóm-
kollunum.
Einar Pálsson.
BERNSKUVINKONA, ástkær
eiginkona, móðir, dóttir og syst
ir Drifa Viðar er látin langt fyr
ir aldur fram.
Fædd var hún í Reykjavík
5. marz 1920, dóttir þeirra mætu
hjóna Katrínar Viðar f. Norð-
mann og Einars Indriðasonar
Viðar. Ung að árum missti hún
föður sinn en ólst upp við mik
ið ástríki með einkasystur sinni
Jórunni hjá móður sinni Katr
ínu og síðar stjúpföður Jóni.
Margs er að minnast. Fjölhæf
ar gáfur. Bæði sem listmálari
og rithöfundur og átti hún margt
í smíðum, sem tók hug hennar
allan, en tími vannst ekki til
að fullgera. Skyldurnar kölluðu
og hennar aðalsmerki var að
sinna fyrst manni og börnum og
nánustu ástvinum af svo mikilli
alúð, óeigingirni og kostgæfni að
leitun var að öðru eins. Náði fórn
arlund hennar ekki aðeing til
fjölskyldunnar, heldur til allra
þeirra, sem hún gat hjálpað og
létt undir með er halloka höfðu
farið i lífinu.
Hlý og brosmild var hún alla
tíð. I veikindum sínum varð hún
allra manna sterkust og dýrmæt
ur lærdómur fyrir alla, sem
til hennar komu að fylgjast með
því sálarþreki og trúarþroska,
sem hún veitti öllum svo ó-
spart af.
Megi hennar fádæma vilja-
þrek, einurð og festa að halda
í vonina og bænarkraftinn og
standa upprétt til hinztu stund
ar með bros á vör, verða leiðar
ljós og styrkur um samheldni
til Skúiá og bamanna, móður,
systur og annarra, sem eiga um
sárt að binda við fráfall Drífu.
Svo að í anda hennar verði stað
ið einhuga saman með elskulegt
bros á vör í gegnum tárin eins
og hún kvaddi þennan heim.
Inga Hallgrímsdóttir.
HÚN trúði á guði listarinnar og
þjónaði þeim vel. Samt hefði
hún viljað þjóna þeim betur. En
tíminn varð naumur, heimilið
stórt og of stutt fyrir konu með
fágæta sköpunargleði, fágæta
lifsorku. Dauðinn gaf henni
þriggja missera frest. Hún vissi
stöðugt af honum og fékk ærið
að kenna á tökum hans. Þó varð
það ekki séð. Hún vann sem í
engu væri henni brugðið, hélt
sýningu á málverkum fyrir 5
vikum. Enn hélt hún áfram eftir
mætti við sköpun sinna verka.
Á meðan herti óvinurinn enn
sín tök. Þá kenndi með þeim
aflsmunar.
Það er vor og sprungið út á
viði, en góð kona er fallin og
alltof snemma, skáld í orðum,
litum, lífi.
Þriggja ára missti hún föður
sinn. Nú er hún lögð í gröf við
hlið hans.
Valgarður Egilsson.
ÞAÐ er erfitt að skrifa nokkuð
í hefðbundnum alvörustíl um
þann gleðigjafa, sem við kveðj-
um í dag. Það sem kemur í hug-
ann er smitandi hlátur, f jörugar
og fróðlegar samræður, áhugi á
öllu, lífs og liðnu, mannkær-
leikur.
Drífa, móðursystir min, uppá-
hald allra sem hana þekktu.
Minningar bernskunnar eru
tengdar henni og börnum henn-
ar, þar sem við áttum saman ein
10 sumur í blíðu og stríðu eins
og sagt er. Varla er hægt að
kynnast fólki meira en í sliku
sambýli, en samt er það svo, að
á kynni mín af henni ber enga
skugga. Það sem rifjast upp vek-
ur gleði.
Blað, blýantur, litir, penslar.
Drifa að skrifa. Drífa að teikna.
Drífa með bók í hönd. Samtöl og
kitlandi hlátur.
Otivera, langar gönguferðir.
Drifa að mála. Þingvellir að ný-
afstaðinni rigningu, klettar og
hraun, dökk og stirnir á. Vatnið
með gljáandi sléttum fleti og
Arnarfell á haus.
Berjatínsla að hausti. Enginn
var eins fljótur að tína og hún,
en enginn tindi heldur meira
rusl með. Það gerði ekkert til,
því að það var líka ánægja að
hreinsa berin á eftir. Við,
krakkaormarnir, á eftir, átum
upp úr brúsunum sem mæður
okkar tíndu í. Yngsta barnið
haft í gamalli kerru, sem þoldi
allt, líka hraun.
Rigningardagur. Allir urðu
að sitja inni. Drífa fann næg
vérkefni, það var teiknað, litað,
vatnslitað og farið í leiki. Kveð-
izt var á eða sungið og rigning-
in gleymdist fljótt.
Keðjusöngur í eldhúsinu á
kvöldin. Þá gekk uppþvotturinn
fljótt.
Um hver áramót munum við
ganga umhverfis húsið, þrjá
hringi réttsælis og þrjá rang-
sælis, eins og við gerðum alltaf
með henni og segja saman:
„Komi þeir, sem koma vilja, fari
þeir, sem fara vilja, veri þeir,
sem vera vilja, mér og mínum
að meinalausú'.
Hún var i anda að minnsta
kosti 30 árum yngri en fæðingar-
árið segir til um og glaðværð og
gott skap segja fróðir menn að
hún hafi fengið frá föður sínum,
sem var hvers manns hugljúfi
eins og hún.
Ég gleðst yfir því að hafa
þekkt slíka konu. *
Katrín Fjeldsted.
AF HINUM fjölmenna stúlkna-
hópi, sem brautskráðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1938 eru tvær horfnar
langt um aídur fram.
Fyrir tveimur árum kvöddum
við Guðrúnu Hafstein, þá feg-
urstu úr hópnum og nú kveðj
um við Drífu í dag. Drííu, sem
var glöðust okkar allra.
Ótal minningar frá skólaárun
um vakna og ávállt verður
minningin um Drífu bundin við
gleði og söng, gamartsögur henn
ar og græskulausa fyndni, skrítl
urnar, visur og skemmtileg lög
sem hún spilaði og söng með
okkur á góðum stundum. Og
jafnvel, er hún helsjúk hitti okk
ur nokkrar skólasystur, fáein
um vikum fyrir andlát sitt var
hún ljómandi af sinni hlýju
gleði.
Eftir stúdentsprófið lágu leið
ir okkar Drífu saman um 1—2
ára skeið er við innrituðumst í
stúdentadeild Kennaraskóla fs-
lands og sóttum tíma í islenzk
um fræðum við Háskólann. Þá
kom ég fyrst heim á heimili
hennar.
Hið innilega samband þeirra
systranna Drifu og Jórunnar við
móður sína frú Katxínu Viðar
verður mér ógleymanlegt. Þar
ríkti gagnkvæm ást, virðing og
tillitssemi. Þangað má eflaust
rekja uppsprettuna til lífsvið-
horfs Drífu, en það var hin
ríka samúðarkennd hennar og
sú hugsjón að allir ættu jafnan
rétt til gæða lífsins, auk ástar
innar á fögrum listum.
Mikla listhæfileika hlaut Drífa
í vöggugjöf. Á skólaárum henn-
ar bar mest á rithöfundarhæfi-
leikunum og bjuggust flestir við
að þeir yrðu öðru yfirsterkari
enda sinnti hún ritstörfum um
nokkur ár og út kom bókin
FjalldalsMlja, sem er vel skrifuð
og skemmtileg bók um dvöl
ungrar stúlku i sveit. Sveita-
lífið hafði ávallt heillað Drífu
og mun margt af þvi sem hún
skrifaði vera í tengslum við
það.
Hún mun hafa átt ýmiislegt
gott í fórum sínum, sem henni
entist ekki aldur til að fullgera
og koma út.
En málaralistin átti einnig mik
il ítök í Drífu, svo mikil, að hún
fór utan til náms í þeirri grein.
Meðan börnin voru ung átti hún
erfitt með að sinna þeirri list-
grein sem skyldi. En rétt áður
en hún dó hélt hún sýningu í
Bogasalnum, sem vakti mikla at
hygli og fannst öllum vinum
hennar mjög ánægjulegt að
sjá, hve mikill málari Drífa var,
en um leið sorglegt hve stutt
var eftir og hve litill sá tími
var, sem hún hafði getað helgað
sig málaralistinni. Þó að okkur
grunaði ekki þá, að svo skamm
ivr tími væri eftir.
Hin síðari ár var Drífa alltaf
með manni sínum, Skúla Thor
oddsen lækni á lækningastofu
hans, honum til aðstoðar. Það
var á við margar fjörefnaspraut
ur að koma til þeirra þar, svo
samtaka voru þau i sínum
græskulausa gáska.
Minning Drífu mun seint fyrn
ast.
Gerður Magnúsdóttir.
ÞAÐ VAR haustið 1930, að við
Deddí urðum bekkjarsystur í
bamaskóla, báðar 10 ára. Um
vorið sýndi Deddí í mínum
bekk dúkkudans á danssýningu
hjá móðursystur sinni Ástu
Norðmann. Ég man enn, hvað
ég var hreykin af þessari litlu,
björtu og hugljúfu bekkjarsyst
ur minni. Seinna átti ég eftir að
sjá hana oftar á leiksviði og
minnist ég Menntaskólaleikjanna
þegar hún og Skúli fóru með
aðalhlutverkin og stofnuðu sitt
bú í þykjustunni.
Á barnaskólaárunum hófst
vinátta okkar og fylgdumst við
að í skóla til stúdentsprófs. Þá
kom ég næstum daglega á heim
ili hennar. Minningamar frá
þessum árum eru allar heiðar
og bjartar. Frá heimili þeirra
systra Jórunnar og Drífu og
móður þeirra Katrinar, sem bjó
þeim einstakt menningarheimili,
þar sem góðvild og gleði ríktu
ævinlega. Tónlist og bókmennt-
ir voru í heiðri hafðar og minn
ist ég þess, að er Katrín hafði
lesið einhverja góða bók ræddi
hún hana við okkur, þannig að
við vorum ekki í rónni, fyrr _en