Morgunblaðið - 26.05.1971, Page 23
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1971
23
Karl Stefánsson -
Minning
Fæddur 9. nóvember 1919.
Dáinn 16. maí 1971.
Á fögrum vormorgni nú í maí
fréttum við í innflutningsdeild
S.Ii5. að Karl Stefánsson væri
látinn. Eins og ávalit, þegar
vinir okkar fliytjast yfir á annað
tilverusvið, renna minningarnar
fram í hugann.
Einn vetrardag fyrir tæplega
26 árum, þegar við í Samband-
inu komum inn i kaffistofuna
okkar til þess að fá okkur mið
diegiskaffi, sat þar við kaffiborð
að hurðarbaki maður, sem við
höfðum ekki séð áður. Hann
stóð brosandi á fætur, heilsaði
okkur og sagðist heita Karl
Stefánsson. Hann var að koma
heim frá störfum hjá Samband-
inu i New York, og átti nú að
taka til starfa hjá innflutniings-
deild S.l.S. Það, sem hlaut að
vekja mesta athygii við fyrstu
sýn var glæsimennska hans og
fáguð framkoma ásamt óvenju
mikilli hliýju í viðmóti. Hann
hafði ekki starfað lengi með
okkur, þegar það kom í ljós, að
hann bjó yfir mikilli kimnigáfu
og átfi óvenju létt með að beita
henni, og gerði þar með störf-
in auðveld og skemimtileg og
andrúmsloftið i kringum sig
glaðara og hlýrra. Kalli, eins og
við kölluðum hann alltaf i dag-
liegu tali, var sérstakt snyrti-
menni við alla vinnu og urðu
t.d. allir hlutir á skrifborðinu
hans að vera á sínum stað og
ailt fágað og hreint í kringum
hann. Hann skrifaði vel og viidi
hafa allan frágang á pappirum
og öðru alveg í fulikomnu lagi
og fallega frá gengið. Eins var
þetta í klæðaburði og allri fram
komu. Alveg sérstaklega áttu
allir, sem voru minni máttar og
óframfærndr, visa samúð hans
og hjálp eftir þvi, sem í hans
valdi stóð, og tók hann ávallt
málstað þeirra ef honum þótti
með órétti á þá hallað. Ennfrem-
ur var hann óvenju lipur og
hjáipsamur við eldra fólk og
fljótur til að rétta hjálparhönd,
ef honium fannst það með þurfa.
Þett.a kom oft fram við störf
hans, þegar hann átti viðskipti
við eldri menn, sem ef til vill
kunnu ekki nógu vel á hraða
nútimans, hann taldi aldrei eft-
ir sér að greiða fyrir þeim eins
vel og hann gat. Kaili átti ekki
því láni að fagna að vera hraust
ur til heiisu, þess vegna átti
hann margar ferðir á sjúkrahús
í stórar aðgerðir þar, og þess
vegna hvarf hann frá störfum
hér úr S.l.S. fyrr en annars
hefði orðið. En hann átti alltaf
sín ítök í hjörtum okkar sam-
starfsmanna sinna og við rifjum
oft upp glaðvær og hnyttin svör
hans og skemmtilegar frásagn-
ir, vinátta hans var trygg og
einlœg og ekkert gat breytt
henni þótt á móti blési. Nú hafa
leiðir skiilið um sinn, hann hef-
ur flengið að láta þann morgun-
roða, sem okkur hérna megin er
enn hulinn. Ég votta ástvinum
hans samúð og biö góðan guð
að varðveita hann á nýju til-
verusviði.
Guðrún Þorvaldsdóttir.
Löngu stríði lokið. Ótal marg
ar orrustur en alitaf staðið upp
með sigurbros á vör. Aldrei von
leysi eða æðruorð. Oft bitið á
jaxlinn og safnað kröftum.
Aldrei kvartanir eða mæða. Á
stundum sótt að úr mörgum átt-
um í einu. Aldrei uppgjöf eða
undansláttur. Hetjuvörn til
hinizta dags.
Karl Stefánsson var fæddur i
Neskaupstað 9. nóvember 1919
sonur hjónanna Stefáns Guð-
mundssonar og Sesselju Jó-
hannesdóttur. Foreldrarnir sitt
úr hvorum landsfjórðungi, hún
að norðan og hann að austan.
Karl dvaldi með foreldrum sín-
um og systkinum fram undir tví
tugt og stundaði alis kyns störf
í heimahögum bæði til
sjós og lands. Hann var við nám
í Samvinniuskóla Islandis og út-
skrifaðist þaðan árið 1942. Starf
aði hjá Sambandi íslenzkra saum
vinnufélaga um tuttugu ára
skeið og dvaldist þá m.a. er-
lendis að minnsta kosti tvíveg-
is bæði i Bandaríkjum Norður-
Ameriku og Danmörku. Sið-
ustu árin var hann starfsmaður
Kassagerðar Reykjavíkur.
Árið 1944 kvæntiist Karl
Heiðu Aðalsteinsdóttur og áttu
þau einn son Aðalstein, sem nú
er uppkominn, kvæntur Stein-
unni Margréti Tómasdóttur og
eiga þau eina dóttur. Þau Heiða
og Karl slitu samvistum.
Eins og að framan greinir
stundaði Karl verzlunarstörf
eftir að hann lauk námi og það
er ekki ofsagt, að störf sin rækti
hann betur en flestir aðrir með-
an guð gaf honum heilsu og
þrek.
Karl var glæsimenni á velli,
fríður sýnum, vörpulegur og vel
á sig kominn svo að sópaði að
honum hvar sem hann fór.
Hann var snyrtimenni svo af
bar, hafði heimsborgaralegt fas
án hroka eða yfirlsetis. Hann
var ljúfmenni og allra manna
greiðviknastur og bónbeztur.
Þeir sem minna máttu sin áttu
ætíð skjól hjá Karli.
Þótt Karl nyti sin vel á
breiðgötum stórborganna og
bæri þar af öðrum mönnum, þá
var hann fyrst í essinu sinu,
þegar hann sprangaði um götur
og bryggjur heima á Norðfirði
í sumarleyfum og þá var spjall
að við gömlu kunningjana, tek-
ið í nefið, rætt um fiskiriið og
veðrið, rifjaðir upp atburðir frá
löngu liðnum árum, hlegið og
gert að gamni sínu, og hann var
þá einn af heimamönnum rétt
eins og hann hefði aldrei nema
brugðið sér bæjarleið úr pláss-
inu.
Karl hafði til að bera ein-
hvern þann hlýleika, sem smit-
aði frá sér svo að mönnum leið
ætíð notalega í návist hans. Þau
verða seint talin vikin, sem
hann leysti af hendi óbeðinn
bæði fyrir skyldmenni og
vandalausa. Hann var alltaf boð
inn og búinn að leysa hvers
manns vanda og maður hafði
það á tilfinningunni að ekkert
væri honum eðlilegra en snúast
fyrir aðra og láta gott af sér
leiða.
Karl var. skapheitur og stór-
lyndur en bar aldrei tilfinning
ar sinar á torg og var dulur um
eigin hagi. Heim að sækja var
hann höfðingi og naut þess að
veita og láta gestum sinum líða
vel.
Þótt oft syrti í álinn siðustu
árin og stundum stutt bilið milli
heims og heljar svo að öll von
virtist víðs fjarri, þá tókst
Karli ætíð að komast aftur á
fætur, horfa í sólarátt og brosa,
og þrátt fyrir mikið andstreymi
og alls kyns mótlæti var hann
gæfumaður, sem aldrei miissti
sjónar á þeim raunverulegu
gæðum, sem gefa llfinu gildi.
Ég séndi ættingjum hans nær
og fjær samúðarkveðjur. Far í
friði kæri vinur.
Björn.
Til moldar er borinn Karl
Stefánsson frá Norðfirði, sem
fallinn er fyrir aldur fram.
Við starfssystkini Karls
Stefánssonar kveðjum nú góð-
an dreng og góðan starfsféiaga,
sem í öllum greinum umgengni,
sýndi frábæra háttvisi, nær-
gætni og hreinlyndi. Hann skil-
ur eftir í minningunni gljáfægð-
an skjöld hins sanna og prúða
manns og tekur með sér fölskva
lausa vináttu úr samstarfi
f jölda margra ára.
Karl Stefánsson hóf störf hjá
innflutningsdeild Sambands isl.
samvinnufélaga 1946, þá ungur
að árum, nýkominn frá Ameriku
eftir 2ja ára nám og starf hjá
SlS þar. Hann var vel undir
störfin búinn og glæsimenni að
vallarsýn. Hann vann ötullega
öll sín störf og bar sinn hlut
með prýði og var fús til að
rétta hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Hann var glaðvær og gat
komið til glettnum og góðum
starfsanda ekki sízt þegar tima
bundnar starfsannir gengu yfir.
Árin urðu því all mörg, sem
hann helgaði samvinnustarfinu,
bæði hér heima og erlendis, eða
rúmlega tveir áratugir. Veikindi
hrjáðu Karl og svo fór, að
þeirra vegna varð hann að
hætta störfum. 1 mörg ár háði
hann þá baráttu, sem veikindi
orsaka, var skorinn upp og
sendur utan á skurðarborðið og
nú síðast beið hann einnar slíkr-
ar ferðar.
Það var alltaf léttara yfi-r þeg-
ar maður háfði hitt Karl
Stefánsson á förnum vegi og
þetta breyttist ekki þótt hann
bæri þess merki í göngulagi og
væri hrjáður af sárum. Hann
kom gamanseminni að með sín-
um hætti, og rnaður sá hann
fyrir sér, eftir á, ungan teinrétt-
an, þennan friða mann. Minning
um góðan dreng lifir.
Við sendum ástvinum og að-
standendum okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Gamlir starfsfélagar.
KVEÐJA FRÁ
TENGDADÓTTUR
Nú að leiðarlokum langar mig
að minnast míns kæra tengda-
föður nokkrum fátæklegum
kveðjuorðum, og þakka honum
alla þá velvild og hugulsemi sem
hann sýndi mér þann stutta
tíma, sem við áttum samleið í
þessu lífi.
Ég held mér sé óhætt að full
yrða, að betri tengdaföður hefði
vart verið hægt að kjósa sér.
Þar fór allt saman, sérstök prúð
mennska, alúð og nærgætni. —
Hann var alltaf boðinn og bú-
inn til að leggja sitt af mörk
um, svo að okkar litla fjölskylda
hefði það sem bezt, og er þa8
víst, að okkar velferð var hon
um efst í huga fram á síðustu
stundu.
Ég og Heiða Lára, litla ljósiS
þitt, eins og þú nefndir hana,
munum ávallt minnast þín með
virðingu og þakklæti, og mikill
er söknuður okkar, er vlð
kveðjum þig nú í hinzta sinn.
Okkur er þá efst i huga, að nú
vitum við, að góður guð hefur
losað þig undan þeim þjáningum
sem þú síðustu árin barst með
þinni einstöku karlmennsku og
rósemi, þar til yfir lauk. Aldrei
heyrðist frá þér eitt æðruorð,
þó að heilsa þín vart leyfði að
hægt væri að stíga í fætur.
Megi góður guð leiða þig um
ókomna stigu.
Steinunn Margrét Tómasdóttir.
— Minning
Framhald af bls. 22
við höfðum lesið hana. Alltaf
var hlustað á unga fólkið og það
hvatt til dáða og drengskapar,
en aldrei dregið úr áhugamálun
um. Katrin fór líka oft með okk
ur í skíða- og gönguferðir og
var hún þá eins og systir dætr-
anna.
Alls þessa minnist ég nú með
þakklæti i huga. Þegar Katrín
giftist Jón Sigurðssyni, skóla-
stjóra varð engin breyting á, og
virtu systurnar hann og mátu
að verðleikum.
Já, Drífa var alltaf sannur
gleðigjafi fram til síðasta dags.
Hún var mjög fjölhæf gáfukona
eins og hún átti ætt til. Henni
fylgdi birta og gleði, sem hún
átti svo hægt með að miðla öðr
um af. Það birti ævinlega, þegar
hún kom.
Heimili þeirra Skúla varð líka
menningarheimili, þar sem hjón
in og börnin voru samhent og
vildu leysa hvers manns vanda.
Fyrir allt, sem þau hafa verið
mér og minni fjölskyldu, vil ég
þakka nú á kveðjustund og bið
algóðan guð að styrkja ástvin-
ina á komandi tímum.
Sigfríður Nieljohníusdóttir.
M.S. GULLFOSS
HVÍTASUNNUFERÐ TIL VESTMANNAEYJA
FRÁ REYKJAVlK 28/5.
Frá Reykjavík í júní
2/6 til Leith og Kaupmannahafnar.
16/6 til Kaupmannahafnar um Akureyri, Thorshavn
og Bergen.
30/6 til Kaupmannahafnar um Akureyri, Thorshavn
og Bergen.
EIMSKIP
Allar nánari upplýsingar veitir:
FARÞEGADEILD EIMSKIPS,
Sími 21460
Ferðizt ódýrt
ferðizt með
GULLFOSSI
Ég þakka öllum skyldum og
vandalausum fyrir þá miklu
vinsemd og virðingu, sem
mér var sýnd á 90 ára af-
mæli mínu 22. maí.
Guðbjörg Þorláksdóttir
Vídalín,
Njálsgötu 33.
Hjartans þakkir til allra
þeirra er glöddu okkur á 50
ára hjúskaparafmæli okkar
15. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Petrína Þórðardóttir,
Sigurbaldur Gíslason,
Fjarðarstræti 38, Isafirðl.
Lokað
verður vegna jarðarfarar eftir hádegi dag.
KOSANGAS-SALAN OPTIMA
Sjávarbraut 2. Suðurlandsbraut 10.
FLUGMALAFELAG ISLANDS
Félagsfundur verður haldinn í hinni nýju álmu Hótel Loftleiða
fimmtudaginn 27. þ.m. kl. 20.
Fundarefni:
Kosning fulltrúa á þing Flugmálafélags Isiands 1971.
Arngrímur Sigurðsson talar um ritun flugsöau Isiands.
Félagsmál.
STJÓRNIN.
Fiskiskip til sölu
200, 170, 156, 101 lesta stálskip.
105, 96, 76, 68, 64, 59, 55, 38, 26 lesta eikarbátar.
TRYGGINGAR & FASTEIGNIR
Austurstræti 10 A, sími 26560,
kvöldsími 13742.