Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 14
► 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNl 1971
l>orvalditr Búason, eðlisfræðingur:
Fjárreiður Rannsókna-
ráðs ríkisins í
sviðsljósinu
Á síðustu fjórtán mánuðum
foafa átt sér stað töluverð skrif
í dagfolöðum og vikublöðum um
fjárreiðiur Rannsóknaráðis rikis-
ins.
Ný útsýn reið á vaðið með
grein, sem birtist 6. april 1970.
Greinin ber ýfirskriftina „Borg
ar rannsóknaréð áróðursferðir
Steingríms." Greinin fjallar um
beiðni nemendasamtaka Mennta-
skólans á Akureyri, sem fara
'þess á leit við Steingrím, að
hann komi og ræði stjómmál við
hópinn á Akureyri. Samkvæmt
greininni á Steingrímur að hafa
óskað þess, að samtökin sendu
heiðni til rannsóknaráðs þess
efnis, að hann kæmi til að segja
frá störfum ráðsins, þá myndi
rannsóknaráð greiða allan
kostnað af ferðinni, en hann
gæti að sjálfsögðu rætt stjóm-
málin í leiðirtni.
10. apríl birtist grein í Nýju
iandi, þar sem framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs Steingrim-
ur Hermannsson er borinn ýms-
um sökum. Greinin heitir
„Rannsóknaráð: dýrt en starfs-
lítið áróðurshreiður." Fram-
kvæmdastjórinn er sakaður um
að vera „í pólitísku brölti á Vest
fjörðum og víðar allt að þrjá
mánuði á ári.“ Þá þykir ferða-
kostnaður formanns fram-
kvæmdanefndar ráðsins Magn-
úsar Magnússonar prófessors og
íramkvæmdastjórans „nokkuð
hár eða 1.200.000,- kr. á ári“ og
rekstrarkostnaður á nýlegri bif
reið, „sem ráðið leggur fram-
kvæmdastjóranum til, er hátt á
þriðja hundrað þúsund.“
Framkvæmdastjórinn svaraði
þessum skrifum og birtist úr-
dráttur úr svari hans I Nýju
landi 8. maí 1970. 1 svarinu er
borið til baka, að f jarvistir nálg
ist þrjá mánuði, ferðakostnaður
reynist aðeins (!) vera 832.000,-
kr., en rekstrarkostnaði vegna
bifreiðar er ekki mótmælt.
Síðan er ekkert ritað um fjár-
reiður Rannsóknaráðs í u. þ. b.
eitt ár. En 6. maí s.l var fyrir-
spum beint til rannsóknaráðs
um óeðlilegan drátt á fyrirhug-
uðum fundi um fjárreiður, sem
Rannsóknaráð hafði ákveðið að
halda þegar í upphafi þessa árs.
Fyrirspum þessi birtist i Þjóð-
viljanum undir fyrirsögn „Er
fjármálaóreiða hjá Rannsókna
ráði ríkisins." Þar er vikið að
þætti dr. Þorsteins Sæmunds-
sonar, en hann hefur ótrauður
barizt fyrir því að fá upplýst,
hvemig fjárreiðum ráðsins er
háttað.
Framkvæmdastjöri Rannsókna-
ráðs sendi dagblöðum athuga-
semd við þessa fyrirspurn og
birtist hún m.a. í. Morgunblað-
inu 8. maí. Verður ekki annað
ráðið af svari framkvæmdastjór
ans, en að sjálfsagt sé að veita
allar upplýsingar um fjárreiður
ráðsins.
Upplýsingar virðast þó ekki
alltaf hafa legið á lausu. 1 ítar-
legri grein, sem dr. Þorsteinn
Sæmundsson ritar i Morgunblað
ið 18. maí undir fyrirsögninni
„Ævintýri í rannsóknaráði", rek
ur hann nákvæmlega öli þau
vandkvæði, sem reynzt hafa ver
ið á því að fá upplýsingar og
yfirleitt nokkru um þokað.
Koma þar við sögu menntamála
ráðherra, framkvæmdastjórinn
og formaður framkvæmdanefnd-
Á SL. VORI var Félagi ísl.
ferðaskrifstofa boðlð að taka
þátt í aðalfundi Nordens Rese
byráförbund, sem er samband
morrænna ferðaskrifstofusam-
banda, stofnað árið 1954, en jafn
framt svæðisfélag innan alþjóða
sambands ferðaskrifstofusam-
banda DF.TAA. er hefur að-
setur sitt i Brússel. Á fundi þess
wu mætti fyrir hönd félagsins,
varaformaður þess Guðni Þórð
arson, forstjóri ferðaskrifstofunn
ar Sunnu.
íslenzkar
ferðaskrifstofur
í Nordens Resebyraaförbund
— vilja aðild að Norðurlandaráði
Á fundinum var Félag ísl.
ferðaskrifstofa einróma boðið vel
komið sem meðlimur sambands-
ins, sem aðildarfélag fyrir ís-
land. Eru þá ferðaskrifstofusam-
bönd allra Norðurlanda samein
uð í einu sambandi. Á fundinum
var rætt um samstarf ferðaskrif
stofusambandanna á Norðurlönd
um, auk annarra mála er snerta
starfsemi alþjóðasambandsins. —
Samþykkt var á fundinum að
leita eftir hliðstæðri aðild að
Norðurlandaráði og alþjóðasam-
bandið hefur að Sameinuðu þjóð
unum frá og með síðasta ári,
sem haft hefur ómetanlega þýð-
ingu fyrir ferðamál í heiminum.
Með aðild sambandsins að Norð-
urlandaráði er það von þess að
takast megi að samræma ferða-
málastarfsemi Norðurlanda, lög
þessara landa og annað sem að
gagni mætti verða að framgangi
ferðamála á Norðurlöndum. Það
er von Félags ísl. ferðaskrif-
stofa að með inngöngu félags-
ins í þetta öfluga samband á
Norðurlöndum hafi verið stig-
ið stórt skref til eflingar íslenzk-
um ferðamálum, sem eigi eftir
að hafa ómetanlega þýðingu í
náinni framtíð.
Félag íslenzkra ferðaskrif-
stofa hefur boðið „Nordens Rese-
byráförbund“ að halda aðal
fund sinn í Reykjavík á næsta
ári, væntanlega í maí og hefur
því boði verið tekið.
(Frá Fél. ísl, ferðaskrifstofa).
Fjals-
hamar
farirrn fil veiða
FÆREYSKA vélskipið Fjalsham-
ar frá Klaksvík, sem strandaði
á dögunum suður í Sandgerði,
er komið úr viðgerð og lét úr
hðdh hér í Reykjavík um hádeg-
isbilið í fyrradag. Vélsmiðjan
Hamar framkvæmdi á skömim-
um tlma aJl umfangsmikla við-
gerð á stýri, skrúfu og nokkr-
um botnplötum skipsins, sem
tekið var í slipp.
Sjópróf út af strandinu fara
fram í Færeyjum þegar skipið
kemur heim, en það hélt beint
tífl. weiða á grálúðumiðin fyrir
austan.
ar og reyndar fleiri aukaper-
sónur.
20. maí sendi framkvæmda-
nefnd Rannsóknaráðs frá sér yf-
irlýsingu ásamt greinargerð rik-
isendurskoðanda. Virðist álit
framkvæmdanefndar vera, að
allur gangur mállsins hafi ver-
ið hinn eðlilegasti.
Framkvæmdastjórinn teíur
nauðsynlegt að bæta við grein-
argerðina nokkrum „skýring-
um“ og birtast þær m.a. í Morg-
unblaðinu 22. maí.
Þess mun freistað í þessu
Þorvaldur Búason
greinarkorni, að gera nokkurn
samanburð á framkomnum „upp
lýsingum," „skýringum“ og „at-
hugasemdum".
FUNDARGERÐIR OG
FUNDARBOÐUN
1 greininni ,Ævintýri í rann-
sóknaráði" er upplýst að fund-
argerðir ráðsins, sem ritaðar
eru af Steingrími Hermanns-
syni, séu mjög ófullkomnar, t.d.
hendir það með stuttu millibili,
að ekki er getið um mikilvæg
mál, sem fram hafa komið. Þann
ig kemur hvergi fram í fundar-
gerð ráðsins, að dr. Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra
lofaði að boða til sérstaks fund-
ar um fjárreiður ráðsins, þegar
i upphafi þessa árs. Reyndar
kemur fram í frásögn dr. Þor-
steins, að hann hafi óskað eftir
fundi þegar í desember, en ráð-
herra talið desembermánuð
óheppilegan til fundarhalda.
Ráðherrann virðist þá ekki hafa
sett neitt fyrir sig, þótt hugsan-
legt væri, að greinargerð ríkis-
endurskoðanda myndi ekki ber-
ast fyrir þann tíma.
1 yfirlýsingu framkvæmda-
nefndarinnar 20. maí, er hins
vegar gefið í skyn, þótt ekki sé
það sagt berum orðum, að boð-
un fundarins hafi verið bund-
in þvi skilyrði, að greinargerð
ríkisendurskoðanda lægi fyrir.
Hversu villandi þessi frásögn er
sést bezt á því, að framkvæmda-
nefndin sjálf taldi sig geta af-
greitt málið þegar í marzmánuði,
löngu áður en endanlegur úr-
skurður rikisendurskoðunar lá
fyrir. 1 grein Steingríms Her-
mannssonar í. Morgunblaðinu
8. maí segir, að framkvæmda-
nefndin hafi bókað á fundi
nefndarinnar 24. marz „að at-
hugun ríkisendurskoðanda hafi
leitt 1 Ijós, að um misferli sé
ekki að ræða í fjármálum Rann-
sóknaráðs." Athugasemdir ríkis-
endurskoðanda höfðu reyndar
borizt ráðinu þegar 25. janúar,
eins og Steingrímur Hermanns-
son greinir frá í athugasemdum
sinum 8. maí.
Flestir almennir lesendur dag
blaðanna, sem með máli þessu
fylgjast, munu sammála um, að
engin ástæða hafi verið til að
draga málið á langinn eftir 25.
janúar, er athugasemdir ríkis-
endurskoðanda lágu fyrir ósam-
andregnar.
Þar að auki hefði Rannsókna-
ráð getað fjallað um þetta mál
frá fleiri hliðum en ríkisendur-
skoðunin. Það myndi t.d. þykja
eólielgit að ætla, að Rannsótena-
ráð hefði sjálft einhverja skoð-
un á þvi, hvort ráðizt skyldi í
þessa eða hina utanferðina,
hvað sem liði heimildum, reiten-
ihgsskilum eða „formfestu í bók
haldi.“
Framkvæmdanefndin og ffam-
kvæmdastjóri verða þvi að leita
annarra og betri skýringa á því,
hvers vegna fundur dróst svo úr
hömlu.
REKSTURSKOSTNADUR
FÓLKSBIFREIÐAR HÁTT 5
ÞRJÚHUNDRUH ÞÚSUND
KRÓNUR A EINU ÁRI?
1 greinargerð rikisendurskoð-
unar kemur ekkert fram, sem
bendir til þess, að ríkisendur-
skoðun hafi þótt rekstrarkostn
aður bifreiðar Rannsókn aráós
hár. Getur það verið rétt, að rík
isendurskoðanda þyki ekkert
við það að athuga, að rekstur
éinnar bifreiðar kosti 275.000.-
kr. án afskriftar? Er skattstjóri
reiðubúinn að taka gilda reikn-
inga um rekstur einnar for-
stjórabifreiðar einkafyrirtæk
is, ef reikningarnir hljóða upp
á slíka upphæð?
Einstaklingur, sem ætti svo
fjárfreka biíreið, yrði að
hafa hálfa milljón I viðbótar-
tekjur á ári einungis til að
standa undir kostnaði bifreiðar-
innar, sé miðað við skattgreiðsl-
ur af þessari hálfu milljón. Þess
ar viðbótartekjur svara til nær
300 kr. á hverja vinnustund ár-
ið um kring.
Sé það raunverulega skoðun
ríkisendurskoðanda að slík fjár
hæð geti talizt eðlilegur kostn-
aður vegna bifreiðar ríkisfor-
stjóra, hlýtur þessi úrskurður
að skapa fordæmi eða reglu, sem
einnig ætti að gilda fyrir einka
fyrirtæki og skattstjóri að taka
mið af þvi. Nú er ekki um bif-
reið að ræða, sem er nauðsyn-
legt atvinnutæki, heldur hlýtur
hún nánast að skoðast sem fríð-
indi. Hver mundi hin eðlilega
upphæð reynast fyrir bifreið,
sem er atvinnutæki? Mann
sundlar við tilhugsunina eina
saman.
HVERSU VEL ÞUBFA
RÍKISFORSTJÖRAR A®
ÞEKKJA REGLUR HJNS
OPINBERA?
Inn í greinargerð ríkisendur-
skoðunar hefur slæðzt sú furðu-
lega „skýring" „að framkvæmda
nefnd Rannsúknaráðs og fram-
kvæmdastjóra þess virðist ekki
hafa verið ljóst, að heim-
ild viðkomandi ráðuneytis þarf
til ferðalaga til útlanda á kostn
að ríkisins." Hvemig má það
vera? I framkvæmdanefndinni
eiga sæti þrir ríkisforstjórar,
þeir Jónas Haralz fyrrverandi
ráðuneytisstjóri í efnahagsmála-
ráðuneyti og síðar forstjóri
efnahagsstofnunar, en núver-
andi bankastjóri Landsbanka ls-
lands, Magnús Magnússon próf-
essor, forstjóri Raunvísinda-
stofnunar Háskólans, og Sveinn
Björnsson framkvæmdastjóri
Iðnþróunarstofnunar Islands (áð
ur Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands).
Eru rikisforstjórar almennt
svo vankunnandi um reglur og
skyldur, eða er algengt, að þeir
bregði kikinum fyrir blinda aug-
að eins og Nelson?
Einfeldningum kann að þykja
sennilegt, að slíkar reglur hafí
verið settar af gefnu tilefni og
þá einnig kynntar á viðeigandi
stöðum.
„UM SUMAR
LEIÐRÉTTINGAR ERU
SKIPTAR SKO»ANIR“
í yfirlýsingu Steingrims Her-
mannssonar 22. mai tekur hann
réttilega fram, að um sumar leið
réttingar ríkisendurskoðunar
séu skiptar skoðanir. Þetta á t.d.
við þar sem rætt er um síma-
kostnað, en þar er komizt svo
að orði: „1 sambandi við síma-
kostnað hefur framkvæmda-
stjóri ráðsins ákveðið að grelða
kr, 7.017,- af þeixn símakostnaði
sem beðið var skýringa á, FelLst
ríkisendurskoðun á þá upphæð."
Hversu margir hljóta sjálfdæmi,
þegar svo stendur á?
Fróðlegt er að velta fyrir sér,
hver hefðu orðið úrslit ýmissa
þeirra mála, sem verið hafa á
dagskrá tmdanfarin ár, ef heím-
ildir væru almennt veittar eftir
á til að komast hjá afleiðingu'm
og vandkvæðum. Hvernig hefði
t.d. mál húsameistara rikisins og
gjaldkera hans litið út, ef allar
heimildir hefðu verið veittar eft
ir á?
Skoðanir manna kynnu ann-
ars að vera minna skiptar um
þetta mál en önnur, ef allar stað
reymdir væru dregnar fram f.
dagsljósið. Tii þess þyrfti m.a,
að birta opinberlega allar at-
hugasemdir ríkisendurskoðanda
og svör framkvæmdastjórans
við þeim, en það hefur ekki ver
ið gert.
FURÐULEGT
SKO.Ð ANAL EYSI
Frásögn dr. Þorstelns Sæ-
mundssonar dregur upp Ijðsa
mynd af því, hvernig fram-
kvæmdanefnd og formaður henn
ar bregðast við málaleitan hans,
Þar ber mest á hlutverki.
Magnúsar Magnússonar for-
manns nefndarinnar. Þó er
varla unnt að segja, að hlutverk
ið sé umfangsmikið. Enga
ákvörðun tekur formaðurinn og
ekki verður séð, að hann hafi.
nokkra skoðun, sem skipti máli,
En hann keppist við að hring-
snúast milli menntamálaráð-
herra og framkvæmdastjóra
Steingríms Hermannssonar og
bera boð og yfirlýsingar miili
manna.
Ekki verður mikið ráðið af yf
irlýsingu framkvæmdanefndar
20. maí um afstöðu hennar, hún
hefur enga skoðun á því, hvort
eðdilegt megi teljast, að Raam-
sóknaráð eyði 198.000,- kr. á ári
í risnu, þ.e. alls kyns veitingar
og frístundaiðju. Framkvæmda
nefndin hefur enga skoðun.
á því, hvort eðlilegt megi telj-
ast, að ráðið eyði 832.000,- kr.
á ári í ferðalðg. Flestir munu
þó sjá ástæðu til að nema staðar
við smærrí upphæðir og jafnvel
bankastjórar lúta að minnu á
öðrum vettvangi. Þessi upphæð
er þó rétt tæpur helmingur af
heildarlaunagreiðslum ráðsins.
FRAMKVÆMDANEFNDIN
SEM RÖDD RÁÐHERRA
í hinni fremur lítið upplýs-
andi yfirlýsingu framkvæmda-
nefndar Rannsóknaráðs 20. maí
kemur ekki margt fram, sem gef
ur hugmynd um skoðanir og
hugsanir nefndarmanna sjáifra.
En þeir sjá ástæðu til að lýsa
yfir, að með greinargerð rikis-
endurskoðanda og úrskurði
hans sé málinu lokið af hálfu
menntamálaráðuneytisins.
Hafi menntamálaráðuneytið
séð ástæðu til að gefa slíka y.f-
irlýsingu, myndi það sennilega
fullfært um það.
Nefndin lætur ekki við svo
búið standa, 27. maí sendir hún
ritstjóra Þjóðviljans bréf, þar
sem nefndarmenn vilja taka
fram, að „hvorki menntamála
ráðuneytið né aðrir aðilar hafa
torveldað skoðun fylgiskjala
með reikningum o.s.frv." Aftur
telja nefndarmenn sig þurfa að
tala fyrir munn menntamálaráðu
neytisins.
Þeir sem ekki vita betur gætu
haldið, að rödd nefndarinnar
væri einungis búktal ráðherr-
ans. Eftir þessa yfirlýsingu vanl:
ar ekkert nema að menntamála
ráðherra lýsti því yfir, að fram
kvæmdanefndin hafi á engan
hátt torveldað afgreiðslu máls-
ins.
Afstaða manna til þeirra urn
ræðna, sem nú fara fram um fjár
reiður Rannsóknaráðs, mun ráö-
ast af mörgum sjónarmiðum,
Mestu máli hlýtur þó að skipta
tilfinning manna fyrir sanngimi
og heiðarleika í fjármálutn,
Úrbætur munu því aðeíns
nást, að almenningsálitið samein
ist um að draga Ijósfælnar mis-
fellur fram í dagsljósíð.