Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1971 með að plata konurnar sínar, sagði Nancy. Þetta var bjána- lega sagt, vissi hún, jaínvel áð- ur en hún sá svipinn, sem kom á andlit móður hennar. - Tá, ef konu hættir til að vera afbrýðisöm og treystir ekki manninum sínum, getur þetta sjálfsagt verið óviðkunn- anlegt fyrir hana, sagði Mary. Og eftir nokkra þögn, sagði hún: Ég á að vinna á laugar- dag, en ef þú vilt, máttu hafa bílinn og fara út að synda. Frú Risley gefur þér sjálfsagt að borða og ég get farið i spítal- ann í strætisvagninum. — Hann fer nú ekki upp alla brekkuna. Hvað eru það margar tröppur? — Ég hef aldrei talið þær en ég hef ekki nema gott af því. Ég held það væri gott fyrir þig að komast eitthvað burt, þó ekki væri nema einn dag. Þetta var nú ekki annað en uppástunga, en Nancy gramdist það og skammaðist sín fyrir að láta sér gremjast. — Mig langar ekkert til að fara neitt. Ég vii bara vera heima og þvo á mér hárið og gera við fötin mín. Og ég kæri mig ekkert um bílinn. Hún var í afar slæmu skapi og ætlaði að fara að beiðast af- sökunar á því, þegar hringt var í símann og Mary fór til að svara. Nancy var búin að fá of næmi fyrir símahringingum. En þetta var bara Tim Evans, sem afsakaði, að hann hefði ekki getað hringt fyrr til að segja henni, að hann gæti ekki komið. Nú óskaði hún þess, að hún hefði sjálf farið i símann. Þá hefði hún getað spurt hann, hvað gerzt hefði — ef þá nokk- uð hafði gerzt. Nú vissi hún ekki einu sinni, hvort hann hefði farið að leita að Andy McCarthy. -- Hann hefði ekki þurft að vera að hringja, sagði Mary. Þetta var bara boð upp á von og óvon. En hann er nærgætnasti ungur maður, sem ég hef nokk- urn tíma þekkt. — Þú þarft ekkert að vera að gylla hann fyrir mér. Ég veit, að hann er háttvís maður, en ég er bara ekkert hrifin af honum. Móðir hennar leit á hana hálfhissa. En svo hló hún og hrukkurnar við augun dýpk- uðu. — Það er naumast þú ert í skapinu, elskan? Ef þér lízt ekki á Tim Evans, getum við hæglega bitið hann frá okk ur, en það er nú svo langt sið- an við urðum vinir í sjúkrahús- inu, og ég verð að minnsta kosti að sýna honum kurteisi. Ég kann ekki. . . nógu vel við hann. En fyrirgefðu, hvað ég er andstyggileg. Kannski er þetta rétt hjá þér, að ég sé þreytt. 9. kafli. Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur liðu án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Nancy var farin að vera rólegri. Það, Karlmannaskór nýtt úrval Luxus skór Sumarstígvél kvenna — Nýjasta tízka Nýir litir — Nýjar gerÖir LEIGUFLUG FLUGKENNSLA Jeanne Judson: NAN, M C oooooo ooooo c I 25 1 Cooooooooooo c legasti staður sem til er. Og þú hefðir gott af svolitilli hvíld. Mary, sem lét ekkert fram hjá sér fara, sem snerti velferð dótt ur hennar, vissi, að henni leið eitthvað illa, en var of háttvis til þess að spyrja frekar. — Þú vilt þá ekki fara? spurði hún. — Nei, þakka þér fyrir. Þú veizt, hvernig mér líður. Ég er svo hress, að ég mundi skamm- ast mín fyrir að fara að taka frí. Nancy langaði ekkert til að hvíla sig. Hún var ekki þreytt. Það sem hana langaði til var að fara í heitt bað til þess að leiða hugann frá þessu and- styggðar simtali. Og svo baðaði hún sig og klæddi sig vandlega, ekki vegna þess að Tim Evans ætlaði að koma — sagði hún sjálfri sér — heldur vegna þess, að henni fannst hún hreinni, andlega og líkamlega, ef hún klæddi sig vel. Og henni fannst sem allt heimsins vatn mundi ekki nægja til þess að hreinsa hana almennilega. Þegar hún kom niður var móðir hennar enn önnum kafin. Hún gekk því út í garðinn og hafði með sér bók, en hún leit ekki í hana. Hún var að hugsa um, hvað Tim Evans mundi taka til bragðs og hvort hann mundi fá næði til að segja henni frá því, en þeirri forvitni varð ekki svalað fyrst um sinn, þvi að móðir hennar kallaði á hana inn og sagði: — Ég býst ekki við, að hann Tim komi, sem heldur er ekki von þegar læknir á í hlut, því að þeir vita aldrei, hvort þeir geta komið eða ekki, þó að þeir séu boðnir. — Þá hljóta þeir að eiga hægt Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Það vlll enginn vera þér samferða í dag, svo að þú lætur ann- að fólk þig iitla skipta. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Frestaðu stórfelldum aðgerðum, þótt þú sért ákveðinn. Tvíburarnir, 21. mai — 20. júní. Gerðu það, sem þú þarft að gera. Útskýringar koma siðar. Krabbinn, 21. júni — 22. júli. Gerðu ráð fyrir einhverjum ágreiningi í einkamálum. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú ættir að halda þig við háttvísi og hógværð í dag. / Meyjar, 23. ágúst — 22. septeniber. 7 Þú hefur forustuna til tilbreytingar. 1 Vogin, 23. september — 22. október. I Einkamálin keppa við skylduna. 1 Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. i Reyndu að láta berast með straumnum í blli. 7 Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. / Einhverja úrlausn hlýturðu að fá með lagni. Reyndu að skipu- 1 leggja áform þín betur. í Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. í Þú verður einhverpt veginn að brjóta odd af oflæti þinu, ef / samstarfið á að ganga, þrátt fyrir gærdaginn. \ Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. 1 , Taktu ráðleggingum, hvernig sem þær eru til komnar. i Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Reyndu að fylgja eftir ákvörðunum þínum. Óskum oð róðo trésmiði Breiðholt hf. Lágmúla 9 Sími 81550 SÖLUMANNADEILD V. R. Deildarfundur Fundur verður haldinn þ. 7 þ. m., mánudag, kl. 9 e. h. í Félagsheimili V.R. að Hagamel 4. FUNDAREFNI: Tillögur kjaranefndar um launasamning sölumanna. Áríðandi er að allir mæti! Sjórn Sölumannadeildar V. R. Tilboð óskast í tvær vökvaknúnar skurðgröfur: HY-MAC 580 árgerð 1966 með 500 lítra fláaskóflu. Vélin er til sýnis við verkstæði Vélasjóðs í Kópavogi. PRIESTMAN BEAVER árgerð 1965 með 350 lítra fláaskóflu. Vélin er til sýnis hjá Sverri Karlssyni, Jaðarsbraut 31, Akranesi. Báðar vélarnar eru nýstandsettar. Tilboð þurfa að hafa borizt skrifstofu vorri, Borgartúni 7, fyrir 12. júní næstkomandi. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum. sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SlMI 10140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.