Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1971 11 Sr. Sigurður Norland - Minningarorð Á æskuárum mínum í Reykja- vík, var bærinn eigi stærri en það, að glöggur bæjarbúi mátti oft greina hver var aðkomumað- ur, er gekk þar um götur og torg. Ég hafði snemma hug á að virða fólk fyrir mér og vita hver færi. Oft sá ég mann, vel á sig kominn að vallarsýn og fyrirmannlegan, klæddan klæð- isfrakka með flaueliskraga og harðan hatt. Það var eitthvað hetjulegt við þennan mann og framgangan festuleg. Ég taldi að þar færi útvegsbóndi sunn- an með sjó, en síðar frétti ég, að þetta var sr. Sigurður Nor- land, prestur i Húnaþingi. Mátti segja, að hugmyndir mín- ar um manninn ættu vel við, því að löngum stunduðu klerkar bú- skap til sjós og lands, jafnhliða boðun fagnaðarerindis ins. Kynni okkar sr. Sigurður Norlands hafa staðið í 30 ár og verið bæði mikil og góð. Sr. Sigurður Norland var faaddur 16. marz 1885, í Hindisvík á Vatnsnesi. Voru foreldrar hans Jóhannes Sigurðsson, bóndi og borgari í Hindisvík, Sigurðssonar hrepp- stjóra þar og mikils sjósóknara. Kona Jóhannesar í Hindis- vík var Helga Björnsdóttir, Jónssonar, bónda og sýsluskrif- ara á Breiðabólstað í Vatnsdal. Hafa þeír ættmenn setið í Hind- isvík í 150 ár og þótt dugmikið gáfufólk, verið gildir bændur og sjósóknarar góðir. Jóhannes, faðir sr. Slgurðar, hafði um skeið nokkra verzlun og var maður sön'gvinn sem ættmenn hans. Lærði ungur á fiðlu og var með þeim fyrstu i Húna- þingi, er keypti orgel handa sínu heimili. Amma Helgu, konu Jóhannesar, var Helga Þórarinsdóttir, skáldkona, sem jafnan er nefnd Hjallalands- Helga. Voru Hindisvíkurhjón rómuð fyrir höfðingskap og hag- sæld, um sina daga. Eru þau að sjá myndarleg, hún bráðfalleg og gáfuð kona, en hann fyrir- mannlegur og alvörugefinn. Var heimili þeirra mikið menningar- heimili, enda er gott undir bú í Hindisvík og má segja að það sé fagurt höfuðból, yzt á Vatns- nestá, milll Húnafjarðar og Mið- fjarðar. Horfir bærinn við Ströndum í vestri og Skaga- strönd í austri. Bærinn stendur á sléttum grundum, undir hamra belti, með gróðursælum kletta- kvosum, milli klettadranga. Það var sagt um Hindisvík, að hún væri hálf i sjó, að gæðum, því þar er reki, selveiði og dúntekja og fyrrum var þar mikið útræði. Þá er þar snjólétt og rómuð hrossaganga. Það var því auður í garði þeirra Hindisvíkur- manna og þar reisulega byggt. Þeir bræður, synir þeirra Hind- isvíkúrhjóna, sr. Sigurður, Jón læknir og Jóhannes, áttu þvi til góðra að telja og hlutu hið bezta uppeldi og allir næmir og vel- gefnir og f jölhæfir. Sigurður mun hafa lesið utan skóla og lauk stúdentsprófi 1907. Mun þá hafa verið áráð- inn, hvað hann skyldi taka fyr- ir, eða stúdera. Fer hann því í ferðalag árið 1907-1908, kynnis- ferð til Vesturheims, Danmerkur og Englands. Ferðaðist hann um lendur Vestur-lslendinga í Kanada, en margt fólk hafði far- ið þangað, af Vatnsnesi, á harð- inda árum síðustu aldar. En hér fór sem ávallt síðar, í lífi Sigurðar, að hugurinn dró hann heim að Hindisvik. Mun hann þá hafa numið til hlítar þau erlendu mál, er honum voru æ töm á tungu siðan, auk forn- málanna, grísku og latínu. Sýn- ir þetta, að Sigurð fýsti að sjá háttu manna erlendis og ekkert var til sparað til menningar þeirra bræðra. Því á þess- um tíma þótti þá mörgum hér- lendis, að það væri hátindur sinnar jarðlífsreisu, að geta veitt sér það, á gamals aldri, að sjá t.d. Kaupmannahöfn. Er Sigurður kom heim, fór hann á prestaskólann, lauk þar prófi 1911, ásamt Magnúsi Jóns- syni, prófessor og voru þeir síðustu guðfræðingarnir frá þeim skóla. Varð hann þá aðstoðarprestur sr. Sigurðar Sivertsen, prests á Hofi í Vopnafirði, er var settur dósent i guðfræði við Háskól- ann. Hof þótti vildisbrauð, eitt af fegurstu prestsetrum lands- ins. Góð jörð og tekjumikil og fjölbyggð sveit. Var Sigurður eggjaður á, af sínu fólki að sækja um þennan stað, en það fór sem fyrr. Hugurinn var heima og varð hann prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1908 og sat í Hindisvík, en 1919—1922 var hann þó prestur á Berg- þórshvoli í Landeyjum og jafn- framt bóndi í Hindisvik. Sr. Sigurður fékk þó aftur Tjöm og var þar prestur til 1955, er hann fékk lausn, vegna aldurs. Mátti segja, að Sigurður yndi sér hvergi, nema í Vík, enda lifði hann þar alla ævi við góðan hag og gjöfula landkosti. Sigurður hafði þa-r jafnan mikið hrossabú, er létt var á fóðrum og fjárbú nokkuð framan af. Hrossakyn hans var víðfrægt og seldi hann jafnan á uppboðum fjö'lda hrossa í ein.u, þá helzt til fjarlægra héraða. Þá eignaðist hann jörðina Flatnefsstaði á Vatnsnesi. Sr. Sigurð dreymdi stóra drauma um Hindisvík. Sjósókn hafði þorrið mjög á Vatnsnesi um hans daga, en Húnaflói þá oft fullur af síld og tugir skipa upp við landsteina, að háfa hana upp. Fannst honum og fleirum, Hindisvík liggja vel við um öll veiðiföng, skilyrði til hafnar gerðar og hafskipabryggju og þá síldariðnaðar og bæjar- stæði hið ákjósanlegasta. Skrif- aði sr. Sigurður mikið um þetta í blöðin og lét brjóta landið til ræktunar og byggði tvö lítil steinhús í landi Víkur. En sr. Sigurður átti fleiri hugðareiini en á verklega svið- inu. Hugur hans dvaldi við bók- menntir, skáldskap og guðfræði. Hann var maður fjöllesinn á sinni feðratungu og á erlendum málum. Hafði yndi af skáldskap, orti ljóð og kastaði fram léttri stöku. Þýddi íslenzk ljóð á enska tungu. Sigurður var hrifnæmur um fegurð nátt- úrunnar og mannlifsins og bera ljóð hans þess vott. Hann var margfróður og skilningsskarpur og naut sin vel i hópi fárra út- valdra. 1 fjölmenni var hann hlédrægur, en vakti strax eftir- tekt manna og eins hinna erlendu Guðsmanna, sem heim- sóttu prestafundi hér. Þá ósk- uðu þeir stundum að fá viðtai við þennan útnesja prest, er var liðlegur að tala á þeirra máli, eða á latínu. Óður, eða kvæði sr. Sigurðar um Akureyri, er góðkunnur. Kom hann þar að kvöldi og vakti við ljóðagerðina um nóttina. Kom hann þá næsta dag til mín og þuldi mér fyrst- um þetta kvæði. Dvöldum við þar lengi upp í Höskuldsstaða- Núpum og lofuðum gæzku skap arans og fagrar himinlind- ir. Var Húnaflói þá hinn fegursti og fagur fjallahringur. Höfðum við þá yfir rímiur og sálmaljóð. Sr. Sigurður rækti starf sitt af skyldurækni. Ræður hans báru vott um lærdóm hans og líka hans viðkvæmu lund, ásamt næmum skilningi á mannlífinu. Ef hann tók til máls á mann- fundum, var eftir því tekið að efni og þeim persónuleika er það var borið fram af. Þá var hann og gleðimaður i sín- í Hindisvík um hópi, en gætti h6fs svo eigi sá á honum, þó hann tæki bikar sér i hönd. Sr. Sigurður mun alla ævi hafa verið námfús og iðk- aði það um árabil, að lesa grísku. Fór svo að hann las til hinnar svonefndu B.A. gráðu og tók próf með lofi i þessu máli. Var hann þá um 75 ára og lagði hart að sér við lesturinn, að hann sagði sjálfur frá. Gekk hann upp á Öskju- hlið á morgnana til hressingar og lét ekkert glepja sig við lesturinn á daginn. Las ekki einu sinini Morgun.blaðið, en það var hans blað. Sigurður kvæntist aldrei, né átti börn. Framan af mun hann hafa búið með móður sinni, Helgu, er hann dáði mjög og bróður sinum, Jóhannesi, er hef- ur alla ævi verið með honum, eða i grennd við hann. En er móðir hans flutti til Reykjavik- ur, þá byggði Sigurður stórt hús á lóð þeirri, er fýlgdi henn- ar húsi og dvaldi þar ávallt er hann var i Reykjavík. Sr. Sigurður bjó jafnan siðan með ráðskonum og hefur lengst af verið hjá honum, Ingibjörg Blöndal, er hefur verið honum samhent við búskapinn. Voru þau góð heim að sækja, en fjöldi manna staldraði við í Vik og skoðaði dásemdir Drottins á útnesi þessu. Sr. Sigurður var söngmaður góður og spilaði á hljóðfæri og Jóhannes bróðir hans mjög músikalskur og var hann því oft organisti með bróður sinum er hann messaði. Ef til vill verður mér sú stund minnisstæðiust af mörgum, er ég kom i Hindisvík, að kvöldi 22. maí 1968. Eftir visitasiu biskups á Tjörn, héld- um við Sigurður heim á leið í austur átt. Er við komum í Hindisvik, gengum við inn gang- inn inn í salirn, en þar blasti við máliverk eftir Kjarval, frá gólfi til lofts, af Sr. Sigurði Norland, i fullri stærð, þar sem hann sat og las í hinni helgu bók. Við gengum í eld- húsið. Ingibjörg Blöndal tók upp eldinn. Jóhannes settist við píanóið og fór að spila á það og við klerkar sungum. En von bráðar áttaði ég mig á þvi, að ég átti að ferma við tvær kirkjur næsta dag og það kom á mig ferðasnið. Við klerkar héldumst í hendur er ég gekk út og Sigurður hóf að syngja „Ég horfi yfir hafið“ og ég tók undir. Þetta átti vel við. Þenn- an d'ag var svalt í lofti, flóinn fagri Mfvana með öllu, is fyrir landi frá fjöruborði og svo langt sem augað eygði. LLfvana klaka hraun, með dauðakyrrð. En við yzta haf var vorsólin að siga í sæ, líklega við Gjögurtá, lif- gjafi vor hér á jörðu. Þessum undraroða brá á loftið, sem er öllum sem við Húnaflóa búa, oft undra fögur duliarsýn, eins og til ódáinsheima. Enda sunigum við sr. Sigurður áður en við kvöddumst á tröppunum i Hind- isvík. En fyrir h:Mid;in hivfið, þar hillir iimlir laind. í gutlnum geislum vafiö þar girðir skýjaband. 1 dag fer fram frá Tjörn út- för sr. Sigurðar Norland, frá Hindisvlk, á góðu dægri við fagran Húnaflióa. Stórbrot- inn gáfumaður og sómaklerkur er genginn til feðra sinna. Pétur Þ. Ingjaldsson. SÍÐASTI PRESTASKÓLA- KANDÍDATINN. IN MEMORIAM. Með andláti sr. Sigurðar í Hindisvík er brotið blað i is- lenzkri kirkjusögu. Það er þó ekki vegna þess, að hann væri svo fyrirferðanmikill í hinni and- legu stétt, hvorki heima i hér- aði né í hópi embættisbræðra sinna. Hann sótti að visu flestar synodur og prestafundi. En hann steig þar sjaldan eða aldrei í ræðustól, flutti aldrei framsögu, lagði jafnan fáitt til mála. Sarnt var hann tímamótamað- ur. Hann var síðasti prestaskóla- kandidatinn, seim kvaddi þennan heim. Hann var líka síðasti maður- inn, sem útskrifaðist úr presta- skólanum. Frá því segir í prófbókinni á þessa leið: „Kandidat Sigurður Jóhannes son, sem er fæddur 16. marz 1885 í Hindisvik á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu hefur árin 1908-11 stundað guðfræðis- nám við prestaskólann og einkar kostgæfilega fært sér í nyt þá kennslu, sem þar hefur verið veitt. Próf i forspjallsheimspeki tók hann í júnimán. 1909 með einkunninni ágætt -e. Við burtfararpróf árið 1911 fékk hann þessar einkunnir (sjá töflu bls. 202) og fékk þannig aðra aðaleinkunn með 71 stig- um. Fyrir hegðun stna á skólan- um verðskuldar hann hinn bezta vitnisburð. Til staðfestu er nafn mitt og innsigli prestaskólans. Reykjavik 20. júní 1911. JJI. (L.S.)“ Með þessu prófi var prótókoll Prestaskólans lagður aftur. Síð- an hefur honum ekki verið lok- ið upp. 1 þess stað opnaði Guð- fræðideiid Háskólans sínar próf bækur. Þetta var merkur og minnis- verður atburður — punkt- ur aftan við undirstrik- aðan kafla i íslenzkri kristni- sögu, því að: Enginn skóli koni hér víðar við né valdi sér til fylgdar haerri mið. Um laindið allt hans lærisveCmar stóðu, í lífsins gleði og sorg við fólksins hlið. Og hafi stundum lágum loga brnmnið það Ijós, sem kirkjan þeim í hemdur gaí, er meira vert mn hitt, að hér var unnið margt heilagt starf, sem skín og lýsir af. T.G. Þegar dr. Jón Heigason hafði lokað prófbókinni kom hann að máli við hinn unga kandi- dat. Erindið vax að fá hann til að verða kapilán austur á Hofi í Vopnafirði, því að presturinn þar, sr. Sig. P. Sivertsen, mágur dr. Jóns, átti að verða dósent í guðfræði við hinn nýstofnaða Háskóla Isiands. Þar eystra hóf sr. Sig. Norland þvi prestsskap sinn. Þar var hann vetur- inn 1911-12. Um vorið fékk hann veitingu fyrir Tjörn á Vatnsnesi og seftist að á föðurleifð sinni Hindisvik ættaroðalinu. Síðan hefur hann alltaf verið heima. Hann brá sér að visu suður í Land- eyjar til 4 ára dvalar (1919- 23). Og hann dvaldist hér i bprg á veturna hin síðust u ár ásamt ráðskonu sinni, Ingibjörgu Blöndal. En þegar komið var heim til þeirra á Þórs- gatunni, var auðséð, að þar var bara tjaldað til einnar nætur, ekki búið um sig til frambúðar. Þar var fátt hús- gagma og Mtið um hýbýlaprýði. Húsbóndinn hvíldi á forn- um legubekk með sæng sina fyr- ir ofan sig og las klassiskar bók menntir á grisku eða latinu. Ingibjörg sýslaði um góðgerðir handa gestinum. Þar var gaman að koma. En það var auðbeyrt á tali sr. Sigurður, að hiu.gurinn var fyrir norðan í Hindisvík — þar sem forfeður hans hafa búið. Þar eru miklir landkostir og rik hlunnindi. Aðdáun hans á Hind- isvík kemur víða fram, eins og t.d. í þessari vísu: Fagurbúna bjai-ta vík bær og túnið frjóa logn — við — ðúna dýr og rík drottning Húniaflóa. Hann var þegn þessarar drottiningar, heiM í þjón- ustu sinni við hana, einlægur og sannur í aðdáun sinni, trúr í sérstöðu sinni, því hann „þekkti engin yndislegri eða fegri löind“ heldiur en Hindisvík. Sr. Sigurður Norland var eng um öðrum likur, fór sínar eigin götur. Og ef tilivitnunin í Bjama Thor. væri ekki orðin svona þvæld og marg-endurtek- in mundi vissulega mega um hann segja, að hann batt ekki bagga sína sömu hnútiun Og samferðamenn. — Margir lögðu leið sina að Hindisvik til að sjá hann i sinu rétta umhverfi, þedr vildu sækja heim þennan sérstæða, kempu- lega klerk, sem sögur fóru af um allt land, ekki fyrir kirkjulegt starf eða emb- ættisframa, heldur fyrir það, að hann friðaði selina, hann átti fleiri stóðhross og betra hesta- kyn en aðrir hér á landi og á eigin spýtur var hanr farhnn að byggja hafnarborg við víkina sina, en um hana dreymdi hann stóra og fagra framrtiðai-drauma. Og nú er hann horfinn af sjónarsviðinu, þessi sérkennilegi maður. Margur mun hafa talið hann lifandi sönnun fyrir „sjálf stæðisþrá og einstaklingshyggju Húnvietninga,“ sem ýmsir hafa á orði haft. Minnisstæður verður hann okkur öUum, sem þekktum hann. Viku áður en hann dó var hann ferðbúinn norður. I gær var hann ffluttur heim. I dag verður hann jarðserttur í kirkjugarðinum á Tjörn. Requiescat in pace! G.Br. 1 dag er til moldar borinn sr. Sigurður Norland, fyrrv sóknarprestur að Tjörn á Vatns nesi. Hann andaðist í sjúkrahús- inu að Landakoti þ. 27 fm. á 87 aldursári, þrotinn að kröft- um með hugann bundinn við heimastöðvarnar fyrir norð- an, þar som honum nú er búinn hinzti hvílubeður i Tjamar- kirkjugarði. Á Vatnsnesi stóð vagga hans og þar var hann fæddur, að Hindisvik þann 16. dag marzmánaðar árið 1885. For eldrar hans voru hjónin Helga Björnsdóttir og Jóhannes Sigurðsson, sem bjuggu þar myndar búi, en Jóhannes lézt fyrir aldur fram árið 1908. Þrir voru þeir Vikurbræður, sem komust til fullorðinsára og er nú sá yngsti þeirra, Jóhannes einn á lífi, en látinn er fyrir mörgum árum Jón læknir Nor- land, giftur Þórleifu Pétursdótt- ur, Jónssonar, ráðherra frá Ga.uitlöind'um, en synir þeirra eru Gunnar heitinn Norland, Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.