Morgunblaðið - 09.06.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.06.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1971 5 H<‘r hefur glugginn opnazt, svoað reykur og hiti leitar út. Nýtt eldvarnarkerfi kynnt hér á landi FYRIR nokkru var fréttamönn- um kynnt nýtt eldvarnartœki, sem Lárus Óskarsson h.f. flytur inn. Tæki þetta er framleitt af íyrirtækinu Colt Heating and Ventilation Ltd. og nefnist Spit- 96 luku barna- prófi á Akranesi Akranesi, 4. júní. BARNASKÓLANUM á Akranesi var slitið í kirkjunni föstudag- inn 28. maí sl. Nemendur voru 643 þetta skólaár, þar af 101 nem- andi í 6. bekk eða 12 ára deild- um. Barnaprófi luku 96 nemond- ur. Fastir .kennarar voru 22 auk skólastjóra og stundakeninarar voru sex. Skólastjorinn, Njáil Guðmunds son, flutti skóiaslitaræðu og af- henti verðlaun og prófskírteini. Ágætiseinfcunin hlutu 11 nem- endur og hæstu einkunn hlaut að þessu sinni Margrét Rósa Péturs- dóttir með aðaleinfcunn 9,53. —- Skólastjóri afhenti verðiaun íyr- ir aíburða árangur margra nem- enda; bókaverðlaun úr verð- launasjóði frú Ingunnar Sveins- dóttur, frá Bófcabúð Andrésar Níelsisoniar hf. og Rótarýklúbbi Akraness. Skólastjóri þakkaði kennurum saimstarfið og flutti mi'nningarræðu um Háldán Sveinsson kennara, er lézt á þessu skólaári. Að lokum ávarp- aði skólastjóri nemendur, sem luku barnaprófi og árnaði þeim heilla. — h.j.þ. fire. Tæki þessi hafa lítt verið reynd hériendis, en þó er eitt í Loftleiðahótelinu. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir stórbruna, þegar eldur verður iaus i stór- um vörugeymslum, frystihúsum og þvílíku, þar sem opið er upp i rjáfur. Eru þetta eins konar gluggar uppi i mæni, sem opnast sjálf- krafa við visst hitastig, og veld- ur því, að reykurinn og allur hinn mikli hiti, leitar út um gluggana, eldurinn brennur eins og kerti, en leitar ekki út um alla bygginguna, eins og algengt er, þegar reykur og hinn mikli hiti fær enga útrás. Tæki þetta er mörgum sinn- um ódýrara en önnur eldvarnar- tæki. Auðvitað dýrari, þegar þarf að setja þau upp í gömlum húsum, en mjög ódýr í nýjum húsum. En auðvitað slekkur þetta ekki eldinn, og ekki er hægt að nota þetta nema virkt slökkvilið sé til staðar í ná- grenninu. Slökkviliðsstjórinn í Reykja- vík lýsti tæki þessu, og kvað slökkviliðið mæla með notkun þess, en sú notkun ætti að geta laikkað iðgjöld brunatrygginga. Auðvitað er þetta ekki eins áhrifaríkt og sjálfvirkt eld- varnarkerfi, en þetta er sjálf- virkt reykræstikerfi, sem auð- veldar allt slökkvistarf og get- ur forðað stórkostlegu bruna- tjóni og litlar líkur að eldur nái að magnast. Það er gömul og góð regla að byrgja eld inni með því að loka gluggum og hurðum í litlum herbergjum, og sú regla er í fullu gildi, þrátt fyrir þetta kerfi. Áralöng reynsla er af þessu í útlöndum, og var fréttamönnum sýnd kvik- mynd til skýringar. Laugaskóli í Dalasyslu Búðardal, 28. maí. LAUGASKÓLA í Dalasýslu var slitið föstudaginn 14. maí sl. Á skólaslit komu um 400 manns, enda eru þau fjölmennasta hér- aðssamkoma í Dölum ár hvert. Cecil Haraldsson, sem gegndi starfi skólastjóra í vetur í stað Einars Kristjánssonar, sem dvaldi í orlofi, sleit skólanum. Auk hans tók til máls sr. Ingi- berg Hannesson, form. skóla- nefndar. í skólanum voru í vetur 163 menn í 8 bekkjardeildum. Dvöldu um 65 samtímis í heima vist, en þar að auki var fengið inni fyrir nemendur á næstu bæjum, Ásgarði og Miðgarði. Voru 7 menn á hvorum bæ og var þeim ekið daglega á milli. Nemendaskipti voru aðra hverja helgi. Ungiingapróf tóku 39 nemend ur. Haéstu einkunn- hlaut Skúli Einarsson, Lambeyrum, Laxár- dal, 9.25 og var það hæsta eink- unn yfir skólann á þessu vori. Barnapróf tóku 27 nemendur. Hæstu einkunn hlaut Alda Baldvinsdóttir, Ormsstöðum, Klofningshr. 9,18. Fyrirhugaðar eru að Laugum miklar byggingaframkvæmdir og hefjast þær nú í sumar og á 1. áfanga þeirra að ljúka haust- ið 1972. Þar er um að ræða heimavist fyrir 42 menn, auk herbergja fyrir starfsstúlkur og íbúð fyrir ráðskonu og kenn- ara og mötuneyti með flestum þeim þægindum, sem hugsazt geta. í framhaldi af því á að byggja kennsluálmu með sér kennslustofum og síðan leik- fimishús og nýja sundlaug. Við skólann störfuðu 4 kenn- arar auk skólastjóra, 6 konur störfuðu í mötuneyti og að hreingerningum. — K. Á. AUOLYSINGASTOFA KRISTINAR 7.14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.