Morgunblaðið - 09.06.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1971
Ungt fólk á skemmtikvöldi ungra Sjálfstæöismanna;
„Kom til að kynnast frambjóðendumu
Ólöf Antonsdóttir.
Rósalind Reid.
UNGIR Sjálfstæðisnieníi efndu
til skeanmtiinar á Hötel Sögu
síðastliðið þriðj udagskvöld. Var
skegmmtunin mjög fjölsótt og
fór í alla staði voi fram.
Hófst skemmtunin ki. 9 á þvi
að Magnús Gunnarsson, við-
skiptafræðinemi,, flutti stutt
ávarp og bauð gesti velkomna.
Saigði hann m.a, að til-
gangurinn með þessu skemm/ti
kvöldi væri sá, að ungir kjós-
endur fengju tækifæri til að
bitta notokra frambjóðendiur
Sjálfstæðisflokiksins í Reykja-
vík og ræða við þá auk þess
sem þeim að sjáiifsögðu veitt-
ist kostur á að dansa Við fram-
bjóðendur!
Að ávarpi Magnúsar loknu
hóf Trúbrot flutning á „LIF-
UN“ við góðar undirtektir. Því
næst hófst dansinn, en öðru
hverju var gert hlé á honum
og voru þá flutt ýmis skemmti
atriði. Grettir Björnsson lék
einleik á harmoniku, Ómar
Ragnarsson flutti skemmtiþátt,
sem hann nefndi „8x4 leysir
vandann“ og loks sögðu þeir
Ragnar Bjamason og Hrafn
Pálsson nokkra „fi.mm aura
brandara".
Einnig fluttu stutt árvörp þau
Margrét Einarsdóttir, Ellert B.
Schram og Ragnhildur Helga-
dóttir.
Við ræddum við mokkra
þeirra sem skemmtunina sóttu,
og hittum fyrst Ólöfu Antons-
dóttur.
Hún er 19 ára gömul og starf
ar við götun á spjöldum í tölvu
hjá Sláiturfélagi Suðurlands.
Ólöf kvaðst skemmta sér prýði
lega endia væri hún á staðnum
í þeim tiliganigi.
— Hefurðu eitthvað kynnt
þér stjórnmái?
— Ekki svo neinu nemi,
enda hef ég lítinn áhuga á
þeim.
Næst tókum við tali Snæ-
bjöm Kristjáitoson, en hann
Magnús B. I.Iagnússon.
Snæbjöm Kristjánsson.
starfar hjá ritsimaverkstæði
Landsímams og er þar í verk-
legum undirbúningi fyrir nám
við Tækniskóla Islandis. Sagð-
ist Snæbjöm vera staddur
þarna aðalíega af forvitni og
skemmitanafýsn.
— Æ’tlar þú að kjósa á sunnu
daginn?
— Já, að sjálfsöigðu. Annars
hef ég ekki ákveðið endanlega
hvað ég kiýs, en ég ætíla á
næstu dögum að reyna að gera
upp hug minn í þeim efnum.
Þá höfðum við tal af Sig-
rúnu Fríðu Óladóttur, en hún
er 21 árs Reykjavíkurmær og
vinnur í gluggaitjaldaverzlun.
— Kemur þú hingað vegna
áhuga á stjómmáiLum?
— Nei, ekki beinlinis vegna
áhuga. Ég kom hingað til að
sjá fram'bjóðenduma og hlusta
á þá, en auðvitað er ég hér
fyrst og frerrust í þeim tilg£ingi
að skemmta mér.
— Ætlar þú að kjósa Sig-
rún?
— Já, því reikna ég fastlega
með.
Þá hittum við að máli Sól-
veigu Pétursdóttur. Sólveig er
21 árs og vinnur við að selja
untglingum tizkuvörur í Pop-
húsinu.
•— Finnst þér gaman hér?
— Já, mér finnst skemmtun-
in mjög vel heppnuð í alla
staði, og er fegin því hvað hér
er lítið um ræðuhöld, en ræð-
ur stjómmálamanna finnast
mér almennt .eiðinlegar.
— Hefurðu fylgzt með kosn-
ingabaráltunni ?
— Nei, ekki nema að mjög
liitliu leyti, hins vegar finnst
mér tilkoma O-ilistans setja svo
litið lií í þetta.
-— Entu rauðlsakka?
— Nei.
Karl Sighvatsson orgelleikara
hljómsveitarinnar Trúbrots
þekkja flestir. Við spurðum
hann hvort hann hefði áihuga
Aðalsitefinn Guawmon.
á stjómmálum?
— Fremur takmarkaðan, þó
nokkurn að þvi leyti að ég læt
mig að sumu leyti varða þjóð-
mái, þar sem mér er heill og
hamingja allra manna mikils
virði.
— Hvað finnst þér um sam-
komu sem þessa?
—• Ég sé ekkert því tíl fyrir-
stöðu, að stjórnmálaflökkamir
kalli ungt fólik saman þar sem
þeir kynna S’in viðhorf, og að
fólk fái tækifæri til að kom-
ast í kynni Við þá menn, sem
það e.t.v. ætlar £ið kjósa sem
fulltrúa sína við stjóm þjóð-
aninnar.
— Hvað finnist þér um rauð-
sokkur?
— Þær koma mér dálíitið ein
kennilega fyrir sjónir. Ég hef
raunar ekki kynnt mér þeirra
sjónarmiið að neinu marki, en
það sem ég þekki tU finnst
mér gæta helzt til mikilla öfga
í þeirra málflutningi, en það
v.irðist reyndar vera eina leið-
in til að koma skoðunum á
framfæri.
— Ertu ánægður með „lif-
un“?
— Hún er góð, hún er já-
kvæð.
— ÆJtlarðu að kjósa Karl ?
— Já, ég tel sjálfsag’t að not-
færa sér kosningaréttinn.
— Teliurðu það e.t.v. si/ðferði
lega skyldu ?
—. Ég tel mér ekkert skylt,
ég er tiifinndngamaður.
Róaalind Reid heiitir ung
stúlika og vinnur hún á skrif-
stofunni hjá Loftleiðum. Hún
er af brezku faðerni, en á ís-
lenzka móður. Rósalind flutt-
isit hingað til lands fyrir réttu
ári og talar islenzku að mestu
lýtalaust.
— Við spurðum hana hvern-
ig henni þætti skemimtunin.
— Mér finnst mjög gaman,
þó svo að ég skilji ekki fylli-
legia það sem sagit er, enda
Svolnn Guðmimdnson.
Sigrún F. ÓLidóttir.
Sóivefig Pétnrsdóttir.
Karl SighvatsBon.