Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1971 ■■'■■■V/S- ■ cv -r'-m-jr «■■■-»— Jt— J . — .■ I . — — ■ I„-.I — —- —~ iw.-i ■««. » ■■.»..— — —,— — iwir (T TTT ~ ~ ^ |Tf ~|^~ 1T f ’ MH n J. Kkktn.B.Kíthcsd!XÁtti. C JrTzúcit&.Maytt.ti. 'lkvehuufi K Smedcn. fí:.Wawethuiýí.H Skanmnhf. OmfKkiurhnuil K Sjundukaut'd. L.Pdkhwij: M- K'odlM,J\Í. luanuuvhmiýt Q Ifietdmúfif. P Maiýlnit. Q fuihiLu-! ~.ir ‘ K.HandíkiilJjln .S.Ktamlh'thnXBcJkef koJea . U Slijjy/dLV' Brí/otRs Jv BimifUié. Y JÍ#tór. 5. Effck'Q*• $*. flohun.Æ. 'Hakket. 'ö. 0600? At SieMá. B£. Hnqkuuj.CC.TdvHiwfil. DD. Jb*aíut.jb£. AiMvkclshij. B. h Bm Íj.G.Blrikmtid HB- funmathn.. If. b'alkthúuftí. KK. Slckhuulíf.L.L Rhdtc.ww.i. M.lVI. Btcihl ÍY.N. B/rk 0. 0- J^mdfkífúkcbmdír. f.P. Skmksmjí. QC^- Éctfinde/clh. HK.}i^kckukKt(. 3 3. Byícpm.'hiyu/i: t RJir.-. i c. IhiJ. ''A for.fc Htigmynd Sæmundar Hólm um skipnlag ríryk.javíkiir nm 1785. 1. hluti TIL GARÐA borgir Evrópu; hafði hann því opnari augu fyrir því en flestir aðrir, hvað til framfara horfði og var ódeigur að benda á slíkt. í ferðabók þeirri, sem hann hóf að rita, en lauk aldrei, og gefin var fyrst út árið 1947, kemur greinilega fram áhugi hans á ■slripulagi borga og byggingar- list. Er þar til dæmis gerð ræki lega grein fyrir skipulagi sér- staklega i Berlín, en einnig í Prag og Napoli. í fyrirhuguðum inngangi ferðabókarininar er nokkuð raett um skipulagssjónar mið almennt. Sumt af þv:, sem þar segir, sýnir, að höfundur hefur ekki gert ráð fyrir, að landsmenn gerðu sér greki fyrir leyndardómum borgarskipulags, sem heldur var varla að vsenta. Hann gerir grein fyrir því, sem við köllum býggingarreiti, þ.e. svæði, sem afmarkast af gotum eða opnum svæðum á alla vegu. Bygingarreiti kallar hann ,.hólma“; um þá segir hann: ,,þá er staðurinn sem reglulegast byggður, er þeir eru rétthym- ingar jafn.síðis. Sundin, sem að- skilja hvern þeirra frá öðrum og liggja aftur á bak og áfram margar áttir, er það, sem götur eða stræti nefnist. Eru þau oft- ast svo breið, að vagnar geti á þeim mætzt, og þeir fótgang- andi hafi þó nægilegt rúm fram með húsum báðum megin; og aðskilur göngumannavegi frá hestavegi oftast rásix og ræsi,, sem flytja burtu vatin það, sem . ofan streymir af húsþökum eður, út úr húsum berast.“ Siðar segir Tómas: „Fyrir ut an það rúm, sem hús og götur þekja, eru og í öllum borgum nokkrir auðir blettir, er torg kallast ,og eru sum þeirra til brúkunar og sölu höfð . . . Önnur torg eru þau, ®em ætluð eru einasta til prýðis, því alls staðar er, sér í lagi á síðustu öldum þess gætt hjá siðuðum þjóðum, að fegurð og þokki sé nytseminni samfara, og má því helzt í stöðunum við koma. Him ar stærstu og fegurstu opinber ar byggingar prýða alloft því- lík torg, og má þar ekkert saurugt nærri koma. Eru og á þeim oft myndastyttur forþéntra manna föðurlandsins uppreistar. Flestir staðir liggja annaðhvort við sjó eður umhverfis fljót og skurði, og gjöra bakkar þeirra, brýr og þess konar alloft stóra prýði.“ „ÞAR GÆTI VERIÐ DÁSNOT- URT KAUPSTAÐARKORN“ Páll Líndal: — Samtekt um þró- un skipulagsmála, unz sett voru skipu- lagslög 27. júní 1921, gerð með sérstöku tilliti til Reykjavík- ur. INNGANGUR Skipulagsmál eru samofin þró un borga og bæja, þannig að ekki verður á milli skilið. Hér liðu svo aldir, að ekkert þéttbýli náði að þroskast, þannig að bæj armynd væri á. Skipulagsmál eiga sér því skamma sögu hér á landi miðað við það. sem gerist með flestum nálægum þjóðum. Þar voru skipulagsmál borga og bæja öidum saman mik-ilshátt ar viðfangsefni konungsvalds og borgarastéttar. Elzta frásögn íslendings af skipulagsstarfi ætla ég, að sé frásögn Snorra Sturlusonar í Heimskringlu af því, er Ólafur konungur helgi lét að nýju efna til kaupstaðar í Niðarósi. Ólaf- ur konungur Tryggvason hafði stofnað þar kaupstað, er komst til lítils þroska. Snorri segir svo, að Ólafur helgi, lét þar húsa konungsgarð og reisa þar Clem enskirkju i þeim stað sem rm stendur nún. Ilann markaði tóft ir til garða og gaf bóndum og kaupmönnum eða þeim öðrum, er honum sýndist og húsa viidu.“ Að „marka tóftir til garða“ mun merkja það að marka fyrir hússtæðum, enda merkir garður hús í kaupstað, en í þessu felst einnig að ákveða stefnu og breidd gatna og niðurröðun byggðar. Þetta merkir sem sé að skipuleggja svo sem við köll um í dag. Hér á íslandi skaut á seinni öldum einsfaka sinnum upp hugmyndum um stofnuri þorpa og bæja. Má- i þvi sambandi einkum nefna alkunna rit.gerð eftir Gísia lögmann Magnússon (Vísa Gísla) frá 1647. Ekkert gerðist hins vegar í þeim efn- um. fyrr en komið var fram á miðja 18 öld. í þessu efni sem fleirum héldust í hendur úrræða leysi stjórnar og þjóðar. Rnun- ar má segja. að þessar hugmynd ir mættu töluverðtim andbyr ýmissa manna; hefur lengi eimt eftir af þeim andbyr, og rná mikið heita, ef hann er með öllu niður dottinn. En það er önmur saga. „LÍTILL ÓSNOTUR BÆlt“ Hér á landi verða þáttaskil, þegar hafin var bygging iðnaðar stofnananna eða Innréttinganna í Reykjavik upp úr 1750. Eina og kunnugt er voru flest þeirra húsa reist við Aðalstræti eink- um vestan megin. Ekki var hér um að ræða vandasamt skipu- lagsstarf. Ætla verður, að nið urrööun húsa hafi verið hagað með tilliti til þeirra húsa, sem fyrir voru: Víkur-bæjar vestan Aðalstrætis, sem nú er, og kirkj unnar austan megin, í kirkju- garðinum. Til eru tvær teikningar eftir Sæmund Hólm, og sýnir önnur Reykjavík eins og hún leit út frá sjó um 1785, en hin sýnir hugmynd Um framtíðarbyggð í bænum, og er elzfa tiilagan, setn við þekkjum um skipulag Reykjavíkur. Þegar Reykjavík fékk kaup- staðarréttindi árið 1786 voru íbú ar taldir 167, en fjölgaði nokkuð á næstu árum og iafnframt jókst byggðin. Mun töluvert handahóf hafa ríkt um útmæl- ing byggingarlóða og staðsetn- ingu húsa þegar í byrjun og fór sízt batnandi. Ekki gat faríð hjá því, að þessa skipulagsleys is gætti nokkuð í útliti bæjar- ins, og húsagerð yfirleitt mjög af vanefnum. Páll Melsted sagnfræðingur ritaði endurminningar sínar ár ið 3892 og segir þar meðal ann ars á þessa leið: „Reykjavík var fyrir 60 árum lítill og ósnot ur bær . . . Niður við inalar- kambinn stóð húsaröðin kolsvört frá austri til vesturs, en önnur húsaröð eða réttara sagt nokk ur hús frá norðri til suðurs, þar sem nú er Aðalstrætti. Um önn ur stræti var ekki að ræða þvi að hver métti byggja þar sem hann vildi, og snúa húsi sínu, hvernig sem hann viidi, þangað til Ulstrup bæjarfógeti og Krieg er stiftamtmaður fengu komið þvi til leiðar, að hér var sett byggingarnefnd 1839; þá fór fyrst að koma bæjarmynd á Reykjavik." HUGLEIÖINGAR TÓMASAR SÆMUNDSSONAR UM SKIPULAGSMÁL Skömmu áður en það gerðist, að hér yrði stofnuð byggiingar- nefnd, en meðan málið var í undirbúningi, hafði birzt hin fyrsta ritsmíð á íslenzku um skipulagsmál, og var þar fjall- að um skipulagsmál Reykjavík ur. Hér er átt við kafla úr langri ritgerð eftir Tómas Sæ- mundsson; nefndist hún „Úr bréfi frá íslandi, dagsettu 30ta jan. 1835.“ Ritgerð þessi birtist í 1. árgangi Fjölnis. Það er varla furða, að einmitt Tómas SæmundS9on skyldi rita fyrstur íslendinga um skipulags mál, þar sem hann hafði gerzt víðförulli en nokkur íslendingur á sinni tíð og heimsótt helztu Þess var naumast að vænta, að Tómas yrði sérlega dolfallinn yfir reisn höfuðborgarinnar, er hanrn kom til Reykjavíkur sum- árið 1834. Svo virðist þó af áð- urnefndri ritgerð í Fjölni, að Reykvíkingar og landsmenn fleiri hafd verið töluvert ánægð ir með bæinn sinn. í ritgerðinni segir: „Mikið er frá því sagt, hvað Reykjavík hafi farið fram með ári hverju og ekki er því aS leyna, að húsum hefur þar ærið fjölgað núna seinustu árin; líka eru þau svo ásjáleg sem þvilík hús mega verða. Þó fannst mér miklu minna bera á fegurð bæj arins, þegar ég sá hann, en ég hafði gert mér í hugarlund." Tómas víkur að bæjarstæðinu sjálfu: „Landslaginu er þannig háttað, að þar gæti verið dá- snoturt kaupstaðarkorn á fleti milli sjávar og stöðuvatns með grænum holtum beggja megin.“ Skipulagsleysið er þó til mik- illar óprýði ekki sízt kofafarg- anið allt. Um það segir Tómas: „ . . . en fyrst og fremst býð ur kofaþyrpingin, sem liggur allt um kring, af sér sérstak- legan óþokka. Þó ég mætti muna eftir, hvernig á stóð, lá mér samt við að finna til sjó- sóttar þegar ég kom í land, og þó miklu fremur þeim, sem með mér voru, því þeir urðu öldung is hissa og spurðu hvaða rústir þetta væru, og hverju það gegndi? Aldrei gerði Hoppe (stiftamtmaður hér 1824—29) betra verk á dögum hérveru sinnar, en þegar hann lét taka niður Arnarhól (hér er að sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.