Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1971 í~~~ Útlendingar teknir tali ERLENÐIR ferðamenn eru farnir að setja sinn ákveðea „sumarsvip“ á Revkjavík með hakpokum, gönffuskóm og nýjum islenzkiun lopapeysum. Blaðamaður IVIhl. tók nokkra beirra tali á bremur helztu „ferðamannxistöðum“ horararinn- ar: Aðalstræti, tjaldstæðinu í Laugarðal og Farfuglahelmil- inu við Laufásvegr. Hvað stelpurnar eru sætar! Á tjaldstæðinu í Laug:- ardalnum sátu tveir ungrir piltar úti fyrir tjaldi sínu og sleiktu sólskinið, er Morgrun- hlaðsfólk bar að. Reyndust þetta menntaskólanemar frá Cleveland í Ohiofylki í Bandaríkjunum, Peter Lavelle og Greg Victoroff. Þeir komu hingrað 17. júní, daginn eftir að skólaniun lauk, og dveljast hér til mán- aðarmóta. — Við erum eiginlega en.n- þá að spyrja okkur að því hvers vegna við ákváðum að fara tiil íslands, sögðu þeir. Fyrst vorum við að hugsa um að reyna að komast til Græn- lands, en það var of dýrt og óframkvæmanlegt, svo þá tókum við landakort, lokuð- um augunum og bentum — á Island. Það eru ekki nema þrjár til fjórar vikur Síðan við ákváðum þetta ferðalag, og reyndum þá strax að afla okkur eihhverra upplýsinga um landið. 1 menntaskólanum okkar er ís- lenzkur skiptinemi og við spurðum hann um landið og síðan hringdum við i íslenzka sendiráðið í Washington og það var mjög hjálplegt og sendi okkur bók um ísland. Við vissum þvl svolítið um landið og fólkið — en samt hefur það komið okkur mik- ið á óvart hve allt er nýtízkulegt hér. Eða þá hvað stelpumar eru sætar! Daginn eftir að þeir félag- ar komu til íslands fóru þeir með áætlunarbil að Gullfossi og þaðan gengu þeir síðan að Geyisi og Laugarvatni, og tóku þar áætlunarbil tiíl Reykjaivákur. — Það er svo ágætt að ferðast um með áættunar- bílum, sagðu þeir. Maður hitt ir alLs konar fólk, Islendinga og útíendinga og sem betur fer ekki of marga Ameríkana. Okkur er sagt að víðast hvar í Evrópu sé ekki hægt að þverfóta fyrir Amerikönum á sumrin — og það er lít- ið gaman að vera á ferðalagi í öðru landi og hitta varla aðra en ianda sína. — Það er kostur við ísland hve ferða- menn eru tiltölulega fáir og setja iitinn svip á allt. Þeir félagar kváðust mjög ánægðir með það, sem iiðið væri ferðarinnar, og ekki hefðu þeir átt í neinum erfið- leikum með að tala við fólk, þar sem flestir virtust skilja ensku. — Já, íslenzku er vist ekki hægt að læra í mennta- skólanum okkar — þýzka er líklega það máil sem næst kemst Lslenzkunni. Að lokinni dagshvlild í Reýkjaivík sögðust piltarn- ir ætta að reyna að komast upp í Hvalfjörð og sjá hval- skurð og síðan e.t.v. til Afeureyrar — en það væri fulldýrt og því óráðið hvað úr því yrði. Norðanrokið sá fyrir því að Iesondur fá ekki að sjá nieira af andlitum félaganna frá Cleveland, Peter Lavelle og Greg Victoroff. Tekur myndir í íslandsbók 1 eldhúsinu á Farfugla- heimilinu við Laufásveg var Svisslendingurinn Hein- rich Wettstein að útbúa kvöldmatinn sinn, er okk- ur bar að garði, Hann er nú hér á landi i annað sinn og hyggst dveljast hér til hausts og taka myndir — myndir, sem að llkindum eigra eftir að birtast í svissneskri Isiands- bók. — Ég kom hingað árið 1967, sagði hann, og var þá hér i háift ár. Ég kom snemmia vors, eiglnlega of snemma, og vann þá fyrist um tima í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg sem handisetjari. en ég er lærður í þeirri grein. Síðan ferðaðist ég um og tók þá mikið af myndum. Mynd- imar tók ég fyrst og fremst fyrir sjáifan mig, en þegar ég kom heim birtust nokkrar þeirra í viikublaði. 1 þetta síkipti er ég aftur á móti kom- inn til að taika myndir í bók, sem Sillva-forlagið í Zúrich hefur í hyggju að gefa út um tsland. — Á það að verða allsherj- ar íslandsbók? — Ætlunin er að láta bök- ina sýna sem flestar hiiðar tslands: landslagið, fóikið, gróðurinn, menninguna, iðn- aðinn, dýrin — já eiginlega al.It. Það er seinlegt að taka þetta ailt, því maður verður að bíða eftir að veður og ýmsar aðistæð- ur verði sem beztar. Þegar ég var hér 1967 ætlaði ég að taka myndir af sildarsöltun, þvl' síldarsöltunin er orð in ómissandi hluti af atvinnu sögu tslands. En þá var hvergi saltað, og nú virðist þetta ætla að verða sama sag- an. Ég var að koma frá Siiglu- firði, þeim fræga siMar- bæ, en þar sést ekki síld. Wettstein er búinn að fara víða frá þvl hann kom hing- að um miðjan maá. Hann hef- ur m.a. flogið yíir Vatnajök- ul með Birni Pálssyni, heim- sótt Álverið og tekið mynd- ir í Handritastofnuninni og Þjóðminjasafninu, svo eitt- hvað sé nefnt. — Ég naut aJiveg sérstak- lega góðrar aðstoðar í Þjóð- minjasafninu og þar voru t.d. teppi tekin niður af veggj- um fyrir mig, svo ég gæti myndað þau. 1 handritastotfn- uninni fékk ég að taka mynd af Flateyjarbók og á Jónas Kristjánsson þafckir skildar fyrir aðstoðina þar. Wettstein sagði að þótt hann ætlaði að reyna að Ij'úka myndatökunni í sumar, Heinrich Wettstein kynni hann að þurfa að koma hingað aftur. — Þegar ég kem heim legig ég miyndimar fyrir yfirmenn forlagsins og ef þeir verða ekkl ámæigðir eða finnst eiitt- hvað vanta verð ég að reyna að koma aftur. Ef allt geng- ur vel verður einhver góður maður fenginn til að skrifa texta með myndunum, en hver það verður veit ég ekki, Tíminn er iíka nægur, þar sem ekki er úttit fyrir að bðkin verði gefin út fyrr en 1975-76. Kindurnar eru svo hlægilegar Þegar þau Francoise og Yves Ronsse, sem búsett eru í Bruxelles í Belgiu ákváðu að fara tii ísiands í sum- arleyfinu, urðu kunningj- ar þeirra alveg undrandi og spurðu hvers vegua í ósköp- unum þau faeru ekki heidur suður á bóginn í hitann. Og þegar við rákumst á þau í Að- alstrætinu og spurðum eitt- hvað á sömu leið sagði Fran- coise — Ég fékk eiginlega hug myndina að Islandsferðinni þegar ég sá Isiandsbækiing, sem vinkona mín hafði á ein- hvern hátt fengið. Mér leizt svo vel á myndirnar, að ég stakk upp á því við mann- inn minn að við færum tii Is- liands. Hann var mjög hrif- inn af hugmyndinni og hin,g- að komum við með Loftleið- um 10. júní. Yves Ronsse er verkfræð ingur og kona hans, Fran- coise er við háskólanám í stærðfræði. Hann er fædd- ur í Kongó og bjó þar fyrstu 16 ár ævinnar -— og aðspurð- ur hvort honum fyndist ekki kalt hér norður i höfiurn sagði hann: -— Nei, alls ekki. Ég bjóst við miklu meiri kulda hér, enda höfum við ver- ið sérstaklega heppin með veður — sólskin flesta dag- ana. Svo erum við vel brynj- uð í íslenzkum lopapeyisum. Þegar þau hjónin voru kom’in til Islands dvöidust þau fyrst tvo daga á farfugla heimilinu x Reýkjavik og fóru með íslenzkum far- fuglum í göng'uferð á Hengil. — Það var mjög skemmti- leg ferð, sagði Yes, en þreytt vorum við að henni iokinni, enda erum við ekki vön f jall- göngum, þar sem lítið er um fjöll heima. Eftir að hafa ver- ið tvo daga í Reykjaivik tók- um við áætkmarbíl vestur á Snæfellsnes, til ÓJiafsvíkur og gengum þar á fj'all þaðan sem fagurt útsýni var til jökuls- ins. Við fengum yndislegt veður, en þegar sólin skein á jökulinn varð birtan svo mik il að við lá að maður fengi verk í augun. Frá Snæfellsnesi héidu þau norður í land, allt til Mývatns. — Við hefðum viljað vera lengur við Mývatn, því það er svo yndislegur staður. Við bjuggum þar í skólahúsinu á Skútustöðum og leið í alla staði mjög vel, en við höfð- um tekið bíl á leigu á Akur- eyri og þurftum að skiiia hon- um, því það hefði verið of dýrt að iáta hann standa kyrran í Mývatnssveitinni marga daga. Þess vegna gát- um við ekki verið eins lengi og við hefðum viljað. í frásögn sinni minntust hjónin á ótal Lslenzk staðar- nöfn, og þegar við spurðum þau hvemig þau gætu lagt þetta ailt á minnið sögðu þau : — Isienzk staðarmöfn eru erfið, en þegar maður verður hrifinn af einhverjum stað þá gleymir maður ekki nafninu. Og of við rniunum mörg sfiaðar nöfn þá er það sönnun þess að Við höfum verið ánægð með dvölina þar. Francoise sagði að það hefði komið sér mest á óvart að sjá svo til engin tré. Hefði henni því þótt sérlega gaman að koma í trjágarðana á Ak- ureyri, eftir að hafa ferðazt um Snæfeliisnes og vestan- vert Norðurland. Einnig hefði hún sérstaklega gaman af ísJenzfeu kindunum því þær væru svo allt öðruvisi í útliti og hegðuðu sér i flesta staði öðruvísi en þær kindiur, sem hún hefði áður séð. — Ó, þær eru svo hlægi- legar að þegar ég sé þær keirxst ég í gott skap. Þegar við kvöddum Ronsse hjónin tóku þau stefnu á einn af matsölustöðum borgar innar. Þar ætluðu þau að fá sér kvöldimat og leggja síðan daginn eftir af stað í ferð um Suðurlandið. ... ' ..ÍÍ Francoise og Yves Ronsse. (LJósm.: Br. H.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.