Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNl 1971 13 Þorsteinn í»orsteinsson: Hvítársíða ÞESSI sveit er kennd við Hvítá í Borgarfirði, enda eru margir bæir hennar skammt frá bökk- um árinnar. Næsta sveit vest- an hennar er Stafholtstungurn- ar, en sunnan og handan árinn- ar er Hálsasveit, nema neðan til er komið á móts við bæi í Reykholtsdai. Landslagi er svo háttað i Hvítársiðu að Síðufjallið er að baki bæjanna þangað til kem- ur fram að Gilsbakka, en það sem er þá eftir af sveitinni nefnist Krókur. Siðufjallið er blágrýtisfjall með hinum venju legu einkennum slíkra fjalla, með löngum sléttum brúnum, en það er jökulsorfið og því ávalt og laust við skarpar lin- ur. Hæð þess er nálægt 400 / metrum yfir sjó. Býlin eru i brekkurótunum þangað til kom 1 ið er að Gilsbakka. Þ>á er áin ( horfin frá fjallinu, landið farið l að hækka verulega og bæirnir í Króknum eru uppi í brekk- unni. Þegar ekið er inn Hvítársiðu er stefnt inn til jöklanna sem girða hluta sjóndeildarhrings- ins framundan. Nær eru lægri f jöll, sum eru gulleit eða rauð úr lípariti, önnur eru dekkri úr móbergi. Jöklarnir eru þrír, Okið, Langjökull og Eiríksjök- ull og þáðan er runnið mikið af því vatni sem er i Hvítá. Hvítársíða er ein af reisuleg- ustu sveitum landsins, það er eins og mengun nútímans hafi ekki náð þangað ellegar bænd- urnir hafi yfirunnið hana. Sum ir búa þó það stórt að sauð- fjárfjöldi þeirra hefur gengið nærri hlíðunum á vorin. Neðsti bæ i Hvitársíðu er Síðumúlaveggir. Þar er Síðu- fjailið þrotið og eftir er lágur háls, Veggjahálsinn. En nú er stutt að Síðumúla við enda i f jallsins. Þar er kirkja og jörð- in hefur löngum verið talin höfuðból. Þarna niður við Síðu- múla eru íbúðarhús á mel við ■ heita laug og heitir á Lauga- mel. Þar átti Magnús skáld Ás- geirsson heima i mörg ár. I Siðumúla á heima aldraður héraðshöfðingi, fyrrum alþing- ismaður, Andrés Eyjólfsson. Rétt inpan Síðumúla eru Fróða staðir, aðsetur ágæts fólks, og svo er komið að Þorgautsstöð- um. Þar varð upphaf Heiðar- víga sem segir frá í Heiðar- viga sögu. Vestan við bæinn er graslendi í hlíðinni sem taiið er að hafi verið Gullteigur sá sem verið var að slá þegar Barði kom þeim að óvörum og drap einn sláttumanninn. Á þessum bæ var í æsku Stefán Jónsson sem hefur orðið frægur af barnabókum, sögunni af Hjalta og söngnum um hann Gutta og fleiru. Það var Stefán sem ég heyrði færa rök að því í út- varpi að fossinn undir brúnni á Hvitá neðst í Síðunni héti i raun og veru Kljáfoss, eins og flestir héraðsmenn bera það fram, en ekki Kláffoss eins og aðrir vilja vera láta. Enn er haldið fram Síðuna fram hjá Háafelli, Sámsstöð- um, Haukagili og Hvammi. Á þessum bæjum eru og hafa ver- ið hagyrðingar, hetjur og lífs- spekingar sem ættu skilið að vera minnzt víða, en þá er kom ið að Kirkjubóli. Þar hefur nú um langan aldur átt heima stórskáld, Guðmundur Böðvars- son. Skammt innan við bæ skáldsins er býlið Bjarnastað- ir alveg á bakkanum. Allar götur frá Kljáfossi og að Bjarnastöðum hefur Hvitá bugðazt milli eyra og melkasta. Sléttir melar báðum megin ár- innar eru gamlir sjávarkamb- spottakorn uppi í hlíðinni. Stórt gil er þar i túnjaðri, getur orð- ið vatnsmikið og hefur orðið mönnum að grandi. Útsýnið er mikið og fagurt frá staðnum og um það orti Steingrímur Thor- steinsson mikið kvæði, Gils- bakkaljóð sem hefst á þessa leið: „Hin glæsta fjallsýn geðj- ast mér, frá Gilsbakkanum háa“. Gilbakki á sér mikla sögu, þar bjó Illugi svarti, fað- ir Gunnlaugs ormstungu, þar var prestssetur í aldaraðir. Gilsbakkaþula er látin gerast þar. Síðasti prestur staðarins var séra Magnús Andrésson, frægur fyrir lækningar og hér- Hraunfossar. inn í Krókinn er horfið frá Hvítá, úfið helluhraun er á annan veg en lág fjallshlíðin á hinn. Hraunið er prýtt skóg- arkjarri og þessum undursam- legu lindum sem hafa orðið frægastar í gljúfrinu við Barnafoss. Nú er verið að gera brú á ána við Bjarnastaði. Það mun gera auðveldara að skoða landslagið upp með ánni að sunnanverðu þó að leiðin liggi upp Hvitársíðu. Það er ekki nema fárra mínútna akstur frá brúnni upp að Barnafossi þar sem Hraunfossarnir fögru eru í gljúfrinu. M slóít urn SítlS ar siðan hafið var milli 100 og 180 metrum hærra en það er nú. Vatnsmagn árinnar er orð- ið verulegt. Áður fyrr var hún riðin á vöðum á þessum slóð- um, en mannskaðar voru tíðir i henni. Þegar kemur inn fyrir Bjarnastaði fer landslagið að breytast verulega. Þar er brátt komið að neðsta sporði Hall- mundarhrauns, landið hækkar nokkuð og fer að bera á skóg- arkjarri. Hér heldur Hvítá sig við suðurjaðar hraunsins, en bæirnir eru norðan þess. Næsti bær innan við Bjarna- staði er stórbýlið Gilsbakki aðshöfðingi. Það er næsta ótrú- legt hve landstór Gilsbakkinn er. í Króknum innan við Gils- bakka eru fjórar jarðir fyrir utan Kalmanstungu. Þrjár þessara jarða eru eins og dálít- ill tangi inn i Gilsbakkaland. Af öllum þriflegum og rausnarleg- um býlum í Hvitársiðu hefur Gilsbakki löngum borið af. Mikil er breytingin á iands- laginu frá Bjarnastöðum að Gilsbakka. Niður Siðuna fylgir Hvítá fjallinu nokkurn veginn, hún bugðast eins og ár gera oft i láglendum dölum og gömlu sjávarkambarnir mynda kyrr- látt undirlendi. Þegar kemur Gilsbakki. (Ljósm.: Páll Jónsson). Næsti bær innan við Gils- bakka er í brattri hlíðinni inn- an um skógarkjarrið og heitir Kolsstaðir. Bæjarröðin heldur svo áfram uppi í brekkunni, Hallkelsstaðir, Þorvaldsstaðir og Fljótstunga. Það er dalur eða dalsskora sem gengur upp í hálendið milli Þorvaldsstaða og Fljótstungu. Sá dalur heitir Þorvaldsdalur og dregur Fljóts- tunga nafn sitt af þvi að bær- inn er í hálsenda eða tungu sem myndast þar sem Þorvalds dalur sker hliðina. Ofan úr Þorvaldsdalnum rennur lítil á sem heitir Litla- fljót og rennur það niður Krók inn, stundum.í hraunjaðrinum, annars staðar liggur farvegur þess út í hraunið. 1 Hvitá renn- ur það niður undir neðri enda Hallmundarhrauns. Fljótstunga er gamalkunn- ugt býli vegna þess að þangað lágu sumar leiðir af Tvídægru og Arnarvatnsheiði fyrst til bæja, þótt oftar væri fyrst komið að Kalmanstungu af heiðunum. Þarna er líka rétt í hrauninu þar sem safnið gf Arnarvatnsheiði er dregið í sundur á haustin. Skammt inn- an við Fljótstungu er hinn víðfrægi hellir Víðgelmir í hrauninu. Frá Fljótstungu liggur nú vegurinn suður yfir hraunið sem er þarna tæpur kílómetri á breidd. Við suðurjaðar þess rennur Norðlingafljót. Það er annað aðalafrennslið af Arnar- vatnsheiði sunnan vatnaskila. Kvisl úr þvi kemur allar götur ofan úr norðurenda Langjök- uls og jökullitar það. Nokkuð af vatni þess er bergvatn runnið frá Hallmundarhrauni. Handan Fljótsins eins og það er nefnt i daglegu tali er lágt fjall, Tungan, 445 metrar yfir sjávarmál. Þetta fjall á sér fáa líka að litfegurð. Það er úr líp- aríti og skógur teygir sig upp hlíðar þes, einkum þó að sunn- an. Allt frá Gilsbakka hefur þetta fjall glatt vegfarandann þar sem það grænt, gult og rautt er undir hvítum jöklun- um framundan. Þar sem er komið að því eru sléttar grund- ir undir því, þekktar undir nafninu Norðurengjar, þvi að þar hafa Kalmanstungubænd- ur heyjað frá fornu fari. Af þessum sléttu grundum liggur vegurinn upp á lágan háls. Það er uppi á þessum hálsi þegar fer að sjást til Kal- manstungu sem margir dást hvað mest að útsýninu. Kal- manstungubærinn er þarna á hlýlegum krika, annars vegar rís Tungan og hálsinn sem veg- urinn liggur yfir, en Strútur- inn, fjall úr móbergi, 938 m yfir sjávarmál myndar krik- ann við hinar hæðirnar. Strút- urinn sést viða að, um mikinn hluta Borgarfjarðar og svo norður um heiðar allt til Norð- urlands. Strýtumynduð lögun hans gerir hann áberandi I landslaginu. Hvítá á upptök sín við Hallmundarhraun rétt inn við Eiríksjökul. Mestur hluti hennar er runninn úr tær- um lindum sem koma undan hrauninu. 1 hana fellur þó kvisl ofan úr Langjökli sem jökullit- ar hana, þegar hún er ekki þurr. Síðan fellur áin sunnan Strútsins og við túnjaðar i Kaimanstungu og svo sunnan Tungunnar. Sunnan við Strútinn og Hvítá er víðáttumikið hraun runnið út gígum uppi við Langjökul. Það er allmikið gróið, litrikt með gráum og grænum litum, og heitir Geitland. Neðan við hraunið er svartur sandur sem jökulá oft þurr eða vatnslítil hefur myndað. Hún heitir Svartá og kemur ofan úr Lang- jökli og rennur eftir Geit- landshrauni þar sem það er hæst. Hún hefur sorfið sér þar farveg i hrauntröð, farveg sem hraunkvikan hefur runnið eftir í nýstorknuðu hrauninu. 1 leys- ingum getur áin orðið margir teningsmetrar á sekúndu og ber þá með sér ókjör af sandi. Meðan hún rennur i haliandi hrauntröðinni sezt sandurinn ekki, en þegar hallinn minnkar fyllir hann alla farvegi og áin breiðir úr sér yfir svartan sandinn. Sunnan við Geitlandið kemur önnúr á ofan úr Langjökii. Þessi á er alltaf jökullituð, allt vatn hennar er úr jöklinum. Áin heitir Geitá og þótti iöng- um varasöm ferðamönnum þegar hún var í vexti. Ekki eru þó sagnir um manntjón í henni. Hún og Hvitá renna saman neðan við sandana svörtu. Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.