Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNl 1971
15
lagsins og afgreiddi minningar
spjöld félagisins o,g fl.
1 húsinu eru raunverulega
þrjdr leitarstöðvar. Leitar-
stöð-B, Leitarstöð-A og Leitar
stöð-C. 1 Leitarstöð-B fara fram
skipuOagðar hóprannsóknir á
íkonum eingöngu með tihiti ti!l
krabbameins í möðurlMi. I Leit
arstöð-A gefist almennmgi kost
ur á alÍLSherjarkrabbameins-
skoðun að eigin ósk, og i Leit-
arstöð-C fer fram í tengslum
við Leitarstöð-A, speglun á
melitingarfærum.
Má segja að Ingiibjörg sé
tengiliður milli þessara Leitar-
stöðva og hins almenna borg-
ara. Þegar Ingibjörg hefur tek-
ið við umisókn um allsherjar-
skoðun, eða sent konu bréf þar
sem hún er hvött til þess að
koma til skoðunar, fer viðkom-
andi á fund einhverrar af fjór-
um starfandi hjúkrunarkonum
á staðnum og taka þær ná-
kvæma skýrslu aif henni.
Kristín Grimsdóttir, starfs-
stúlka hjá Leiitarstöð-A, sem
hefur aðstöðu í litlu herbengi
á I. hæð, skýrði svo frá Sínu
starfi og þvd sem fram fer á
stöðinni
— Hingað koma þeir sem
óska eftir að fá krabbameins-
skoðun. Við getum aðeins tek-
ið á móti 12 manns yfir viik-
una og er því stundum dálitill
biðliisti hér. Rannsókn þessi er
mjög timafrek og heildarkostn
aður við hana á mann er um
það bil 3000 krónur. Af því
borgar viðkomandi aðeins 1000
krúnur, en Krabbameinsfélag
ið greiðir afganginn. — Þegar
maðurinn kemur í ifyrsta sinn
er tekin af honurn blóðprufa,
sem send er til rannsóknar, þá
er tekin þvagprufa. Að svo
búnu þarf maðurinn að vera á
kjötlausu fæði í 6 daga til þess
að hægt sé að ganga úr skuigga
um hvort nokkurt blóð sé í
saur hans. Næst fer fram
lungnamyndataka og loks er
framkvæmd á honum ristillspegl
un. Þegar þetta er allt búið þá
skoðar læknir hann íitarlega og
síðan er haft samband við
heimálislækni viðkomandi og
honum skýrt frá niðurstöðum
rEinnsóknarinnar. Öll heildar-
rannsóknin fer fram innan
veggja þessa húss að undan-
skiiinni myndatökunni.
Þegar Kristín hafði lokið
máli S'ínu sýndi Halldlóra Thor-
oddsen okkur tvær rannsóknar
stofur sem tilheyra leitar-
stöð-A og C. Stofur þessar eru
litlar og rannsóknimar tíma-
frekar og í því sambandi sagði
Halldóra að mest áherzla væri
lögð á að taka til rannsóknar
fólk komið yfir fertugt. —
Það kemur svo sjaldan nokkuð
út úr rannsóknum á yngra
fóllki að meiri nauðsyn er að að
rannsaka þá sem eldri eru
orðnir, en hins vegar er eng-
um bannað að koma tii rann-
sóknar þó ungur sé að árum,
sagði HafidAr*.
Niðri í kjalilara hússins rák-
umst við á tvær konur sem
Eygló Bjarnadóttir litar sýni.
voru að fara til rannsóknar í
Leitarstöð-B, sem þar er til
húsa. Stöðin er opin frá kl. 9—
5 daglega. F.h. er skoðana-
beiðnum veitt móttaka og kon-
unuim raðað niður á dagana á
vissum tíma, og undirbúin
skoðun og sýnistaka, sem fer
fram milli kl. 1—4 e.h. Eins og
áður segir er að jafnaði tekið
á móti 35—40 konurn þar á dag.
Störf leitarstöðvarinnar eru
tvíþætt. Annars vegar eru
fjöldarannsðknir til að leita
að krabbameini á byrjunarstigi
í móðurMfi, en hins vegar er
brjóstaskoðun, sem er mjög
timaf rek skoðun.
Alma Þórarinsson yfirlæknir
leitarstöðvar-B. var að rann-
saka sýni, sem tekin höfðu ver
ið úr konum, þegar við tókum
hana tali. — Sagði Atona að 3-4
meinatæknar ynnu við að
rannsaka þau sýni sem tekin
væru og væru rannsökuð um
75 sýni á dag. — Mjög mikil
nákvæmnisvinna er að undir
búa sýnin til rannsóknar, svo
og rannsóknin sjálf. —■ Fyrst
sýndi Alma okfcur sýni, sem
tekin höfðu verið úr leghálsi
og leggöngum kvenna. Voru
sýnin hviit og komið fyrir milli
tveggja þunnra glerja, sem
merkt voru með nafni kvenn-
anna og númeri i spjaidskrá
stöðvarinnar. Hvert sýni er
síðan sett í 22 litarböð til þess
að fá ákveðinn Mt á hvern ein-
stakan hluta frumunnar, sem
gerir rannsókn á þeim mögu-
lega, Eftir að sýnið er búið að
fara í gegnurn litarböðin bek-
ur það á sig þrjá meginMiti
þ.e.a.s. rauðan ldt, bláan og
grænan. Hægt er að lita um 19
sýni samtímis og tekur Mtun-
in um 10 min. Að þessu loknu
eru sýnin merkt á ný nákvæm-
lega og send upp til meinatækn
anna, sem síðan rannsaka þau.
Ef eitthvað sést afbrigðilegt í
sýninu er heimilislækni gert
viðvart, sem hefur síðan sam-
band við kvensjúkdómal'ækni,
er tekur þá vefjasýni hjiá við-
komandi, sem send eru til
Rannsóknarstofu H.l. til frek-
ari rannsókna. Til nánari skýr
ingar leyfði Alma okkur að
skoða eðMIegt sýni í smásjá og
síðan sýni sem var afbrigði-
Legt. Eðlilega sýnið var ljós-
rautt á lltinn með litlum reglu
legurn hringlaga kjörnum, sem
fengið hafa á sig svartan lit
við meðferðina í ldtabaðinu. 1
afbrigðilega sýninu mátti hins
vegar sjá hvernig kjarnarnir
höfðu breytzt úr sínu uppruna-
lega formi og orðið óregiuleg-
ir og stærri.
Sagði Alma að sýni þetta
yrði sent 4M Ólafs Jenssonar
sérfræðings í frumugreiningu,
til frekari ákvörðunar, en síð-
ar, ef ástæða þætti til, yrði
tekið vefjasýni hjá viðkomandi
konu, og sent til sjúkdóms-
greiningar hjá Rannsókna-
stofu Hásikólans. Okkar starf
er einungi's frumrannsókn,
sagði Alma.
1 skrifstofu í kjallara húss
ins var Guðlauig Guðmundsdótt
ir hjúkrunarkona að vinna við
spjaldskrá og færa niðurstöð-
ur rannsókna í leitarstöðinni
inn á hana og færa skýrslur.
Hún er ein af fjórum. hjúkr-
unarkonum, sem starfa við stöð
ina. Auk þess íerðast hún mik-
ið um landið á vegum félagsins
og aðstoðar við að taka S'ýni
og skipuleggja leitarstöðvar,
sem hin ýmsu krabbameinsfé-
lög reka. Sagði Guðlaug að
konunum væri fyrst sent bréf
og þær beðnar að mæta á
ákveðnuim degi. Er sama skipu
lag notað og við sams konar
rannsðknir í leitarstöðinni í
Suðurgötu, en hins vegar virð-
ast konur úti á landi vera
áhuigasamari um þessa rann-
sókn en reykvískar konur. Úti
á landi er þátttakan almennt
betri hjá konum eða uim 90%
en í Reykjavík um 75%. —
Sem dæmi um áhuga kvenna i
dreifbýlinu fyrir þessum rann
sóknum sagði Guðlaug litla
sögu: — í fyrra fór ég til
Austfjarða og aðstoðaði við
töku sýna hjá konum i Jökul-
dal. Hver einasta kona kom til
okkar og sú sem lengst þurfti
að fara til þess að láta rann-
saka sig fór 100 km vega-
lengd og kippti sér ekki upp
við það.
Guðlaug er nýkomin úr ferð
um Vestfirði og sagði hún að
þátttaka þar hefði almennt ver
ið mjög góð, o,g einhvern næstu
daga leggur hún upp í ferð til
Selfoss til þess að taka sýni
þar. Ferðir þessar taka mjög
mislangan tima, en verða
lengst um hálfur mánuður. Er
það Alma Þórarinsson, sem
skipuleggur þessar ferðir í sam
ráði Við læknana á hverjum
stað.
Mjög náið samstarrf hefur
verið frá upphafi milli Krabba
meinsifélags íslands og Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur og
hefur Jón Oddgeir Jónsson
unnið mikið fyrir bæði félögin.
Jón hefur annazt skipulag
fræðslustarfs um krabbamein
og f 1., verið framkvæmdastjóri
happdrættisins og auk þess
unnið að stofnun nýrra krabba
meirtsfélaga og deiida úiti um
land. Jón hefur aðsetur fyrir
starfsemi sína uppi á annarri
hæð í húsinu, en innan skamms
mun hann fá aðstöðu í Suður-
götu 24 og var hann önnum
kafinn við að undirbúa flutn-
ingana þegar við tókum hann
tali. — Jón Oddgeir byrjaði
fyrst að starfa fyrir krabba-
meinsfélögin árið 1962, en árið
1968 hóf hann, í samvinnu við
Bjarna Bjarnason lækni for-
mann Krabbameinsfélags Is-
iands, skipule.gt starf við að
stofna nýjar deildir úti á landi.
Fyrsta árið sitofnuðu þeir 3
deildir, árið 1969 5 deildir, árið
1970 8 deildir og það sem af er
þessu ári hafa þeir stofnað 3
deildir og eru þá endarnir
komnir saman og deildirnar
komnar með jöfnu miMitoili um
allt landið. 1 stuttu rabbi við
Jón kom fram að happdrætti
Krabbameinsfélagsins sem er
einn helzti tekjuliður félagsins
hefur aldrei verið í jafnmilklum
bióma og í ár. Dregið var i
happdrættinu 17. júní sl. o,g
munu tekjur af því vera
brúttó, um 2% milljón króna.
Miðarnir eru sendir í pósti inn
á hvert heimili á landinu og
sagði Jón að fólk tæki þessari
sendingu féiagsins yfirleitt
mjög vel og styrkti starfsemina
með því að kaupa miðana, en
hvert stykiki kostar 50 krónur.
Með happdrsettismiðunum
hefuir félagið sen.t Mitið dreifi-
bréf, þar sem Fréttabréf
Krabbamieinsfélagsins er
kynnt.
Einmitt þegar við vorum í
heimsókn var Björ.g Ólafsdótt-
ir að ganga frá fréttabréfum i
póst. Sagði hún að fjögur
fréttabréf væru gefin út á ári
og kostar áskriftin 100 krónur.
1 þessurn bréfum er birt ýmiiss
konar fræðsluefni og er Bjarni
Bjarnason yfirliæknir ritstjóri
blaðsins. Áskrifendur í Reykja
vik eru um 1300 talsins, en úti
á landi eru alls 3000 áskrifend-
ur.
Að lokum bauð HaMdóra
okkur inn á skrifstofu sína sem
er í tengslum við skrifstofu
Bjarna læknis. A'Mir veggirnir
á skrifstoifunni eru þaktir
möppum, sem hafa að geyma
skýrsiu.r um krabhamein frá ár
inu 1954 og fram til þessa
dags. Árlega eru skráð á miili
400—500 tilifel'h og eru skýrsl-
urnar því orðnar æði margar.
Halldóra vinnur að skráningu
á krabbameinstilfellum ásamt
Guðrúnu Bjarnadóttur, en auk
þess fer hún með fram-
kvæmdastjórn félagsinis eins
og áður segir.
— Störf min hér eru fjöl-
breytt, sagði Halldóra, og yrði
of langt mál að rekja þau öll.
upphaflega var ég ráðinn til
starfa á skriifstofu félagsins,
Sem var þá til húsa í Bióð-
bankanum. Ég hef þvi horft á
. félagið stækka og eflast og
fyftgzt -með því óeigingjama
starfi sem unnið hefur verið
þvi til framdráttar og eflingar.
Langar mig sérstaklega til þess
að geta þess góða starfs sem
stjórn Krabbameinsfélags ís
lands hefur unnið á liðnum. ár-
um en hana skipa: Bjarni
Bjarnason læknir, formaður,
Hjörtur Hjartarson fram-
kvæmdastjóri, gjaldkeri, Jónas
Hallgrímsson læknir ritari:
meðstjórnendur eru frú Sigríð-
ur J. Magnússon, dr. med.
Friðrik Einarsson yfirlæfcnir,
Helgi EMasson fræðsLumálá
stjóri, Erlendur Einarsson íor-
stjóri, Matthías Johannessen
ritstjóri og Jónas Bjarnason
læknir.
Halldóra Thoroddsen framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags-
ins og Gnðrún Bjarnadóttir vinna við krabbameinsskráning-
una.
Björg Óiafsdóttir gengur frá fréttabréfum (t.v.) og Asbjörg
ívarsdóttir vinnnr við uppgjör á happdrættinu, sent hefur
gengið óvenjulega vel þetta ár.