Morgunblaðið - 26.06.1971, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNf 1971
A
1
— Stjórnar-
myndun
Framhald af bls. 28
þessum viðræðum segir m.a.:
„1. Við myndun ríkisstjórnar
ber eftir mætti að forðast úti-
lokun hluta þeirra afla, sem eiga
heima í sameiginlegum stjórn-
málasamtökum jafnaðar- og sam
vinnumanna.
2. Ákjósanlegast væri, að vænt
anleg ríkisstjórn byggi við sem
traustastan meirihluta, svo að
tryggður sé framgangur þeirra
umfangsmiklu aðgerða, sem
framkvæma verður.
Af þessum ástæðum telur þing
flokkurinn nauðsynlegt, að Al-
þýðuflokknum verði boðin þátt-
taka í þeim viðræðum, sem nú
eru að hefjast og flokksstjórn
Alþýðuflokksins ritað viðeig-
andi erindi þar um.
Auk framangreindra atriða
vill þingflokkur Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna taka
fram, að útilokað sé að hann
geti staðið að myndun rikis-
stjórnar án þess, að fyrst fari
fram úttekt á þeim efnahags-
vanda, sem fráfarandi rikis-
stjórnarflokkar skilja eftir sig
og ýtarlegur málefnasamningur
verði gerður um lausn þeirra
vandamála. Þingflokkur samtak-
anna leggur því, til, að nú þeg-
ar verði tilnefndir menn til þess
að kanna ástand og horfur efna-
hagsmálanna. Við athugun
þessa verði tekið fullt tillit til
þeirrar óhjákvæmilegu nauðsynj-
ar að auka stórlega kaupmátt
launa Iáglaunafólks, bæta al-
mannatryggingar og afnema
skatta af þurftarlaunum og
söluskatt af brýnustu lífsnauð-
synjum.
Að sjálfsögðu mun þingflokk-
ur samtakanna eða fulltrúar
hans gera frekari grein fyrir
ýmsum stefnumálum sínum i
framhaldandi viðræðum flokk-
anna, svo sem varðandi brott-
för bandaríska varnarliðsins
o. fl. málefnum, sem hann tel-
ur nauðsyn á að fjallað sé um
í hugsanlegum stjórnarsátt-
mála.“
ÓLAFUB JÓHANNESSON
Morgunblaðið hafði i gær sam-
band við Ólaf Jóhannesson og
spurðist fyrir um gang viðræðn-
anna; hann sagði: „Viðræðurn-
ar eru hafnar og stóðu yfir í
allan dag. Tíminn að undan-
förnu hefur verið notaður til að
afla ýmissa upplýsinga, en frek-
ari athugun mun fara fram um
helgina á ýmsum gögnum." Að-
spurður um það, hvort tilboðið
til Alþýðuflokksins þýddi, að
hugmynd hans um þriggja
flokka stjórn stjórnarandstöðu-
flokka væri úr sögunni, sagði
Ólafur Jóhannesson: „Nei, en
við teljum æskilegt, sérstaklega
með tilliti til landhelgismálsins,
að það sé sem breiðastur grund-
völlur undir ríkisstjórn. Við
höfum alltaf lagt áherzlu á sem
mesta þjóðareiningu um land-
helgismálið."
— Er þá tilboðið til Alþýðu-
flokksins til komið vegna land-
helgismálsins?
„Það má segja, að það sé svo
að þessu leyti, annars má rekja
það til tillögu Hannibals. Það er
byggt á því, að Alþýðuflokkur-
inn geti átt samleið um mörg
þau mál, sem þessir flokkar
leggja nú áherzlu á.“
HANNIBAL VALDUVIARSSON
Morgunblaðið hafði einnig
samband við Hannibal Valdi-
marsson í gær og bað hann að
skýra viðhorf sitt eftir viðræð-
umar, sem nú hafa farið fram.
Hann sagði:
LESIO
.... "■■IIMiHBW?
lakmartanir á í
DHOIECn
„Þetta er byrjun á viðræð-
mn. Við höfum ekki enn feng-
ið svar við okkar eindregnu
óskum um, að Alþýðuflokknum
verðl boðið til viðræðnanna. En
hins vegar fengu tilmælin þær
jákvæðu undirtektir, að Alþýðu-
flokknum var ritað bréf í dag
og þess óskað, að hann tæki þátt
í viðræðunum."
— Er þátttaka Alþýðuflokks-
ins úrslitaskilyrði af ykkar
hálfu?
„Nei, þátttaka hans er ekki
úrslitaskilyrði, en við lögðum á
það þunga áherzlu, að Alþýðu-
flokknum yrði boðið án skil-
yrða.“
— Þú hefur lýst því, að i for-
ystu Alþýðubandalagsins sitji
einungis kommúnistar. Er það
einhverjum erfiðleikum háð fyr-
ir ykkur að taka sæti í rikis-
stjóm með Alþýðubandalag-
inu?
„Við höfum ekkert gert ann-
að en að taka þátt í viðræðum
um myndun vinstri stjómar og
leggjum áherzlu á, að að henni
geti staðið fjórir flokkar."
BAGNAB AKNALDS
Ragnar Arnalds sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær:
„Viðræðurnar eru á byrjunar-
stigi; það er ekkert hægt að
segja um þær að svo stöddu.“
— Var Alþýðuflokknum boð-
in þátttaka vegna kröfu SFV?
„Já, en við alþýðubandalags-
menn höfum verið ótvirætt já-
kvæðir gagnvart því, að Al-
þýðuflokkurinn taki þátt í þess-
um viðræðum. En við töldum,
að þessir þrír flokkar ættu
fyrst að ganga úr skugga um,
hvort þeir gætu staðið saman
að málinu, en síðan væri rétt að
leita til Alþýðuflokksins, eftir
að möguleikar á stjórnarmynd-
un hefðu verið kannaðir.“
— Þýðir þetta tilboð til Al-
þýðuflokksins þá, að stjórn
þriggja flokka stjórnarandstöð-
unnar sé úr sögunni?
„Nei, það þýðir það ekki. Það
var nokkur ágreiningur um
vinnubrögð, en þó að þessi hafi
orðið niðurstaðan og þó að Al-
þýðuflokkurinn svari neitandi,
er víst, að viðræðurnar halda
áfram.“
Skipaðar hafa verið undir-
nefndir, er vinna munu að
könnun einstakra mála í dag,
laugardag, en næsti sameigin-
legi viðræðufundur fulltrúanna
verður á sunnudag kl. 18.
Frá lagningu hornsteinsins. Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsstjóri, ávarpar viðstadda gesti.
Homsteinn að bækistöð
Rafmagnsveitu Rvíkur
1 GÆR lagði borgarstjórinn í
Reykjavik homstein að bæki-
stöð Rafmagnsveitunnar við Ár-
múla.
Lengi hefur staðið til að
byggja yfir starfsemi Rafmagns
veitunnar, en hún rekur starf-
semi sína að mestu í leiguhús-
næði.
Þ. 22. júlí 1969 úthlutaði
borgarráð Reykjavíkur Raf-
magnsveitunni lóð undir bæki-
stöð sína við Suðurlandsbraut
34 og Ármúla 31, og er hún um
26.000 ferm. að stærð.
Ákveðið var, að fyrsti áfangi
byggingaframkvæmda yrði hús-
næði fyrir birgðageymslu, verk-
stæði, mælastöð og aðstaða fyr-
ir vinnuflokka, ásamt rými fyr-
ir bifreiðar og vinnutæki, en þar
var þörfin brýnust fyrir bætt
húsnæði. Við það flyzt öll starfs
semi, sem nú hefur aðsetur sitt
að Barónsstig 4, i nýju bæki-
stöðina.
Fljótlega var hafinn undir-
búningur að framkvæmdum og
samið við arkitektana Guðmund
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, leggur hornsteininn
Bafmagnsveitu húsinu.
að nýja
Kr. Kristinsson og Gunnlaug
Halldórsson um uppdrætti að
byggingunum. Almenna bygg-
ingafélagið h.f. sá um jáma-
teikningar, Verkfræðistofa Guð-
mundar og Kristjáns um teikn-
ingar hita-, vatns- og hreinlæt-
islagna, Rafteikning s.f. annað-
ist raflagnateikningar og Þor-
varður Jónsson uppdrætti af
fjarskiptalögnum. Reynir Vil-
hjálmsson garðarkitekt sá um
verklýsingu á frágangi lóðar.
Kaffi
orsök blödru-
krabba?
London, 25. júní. AP.
BANDABÍSKIR vísindamenn
hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að kaffidrykkja sé sennilega ein
af helztu orsökum krabbameins
í blöðru. Kemur þetta fram í
grein í brezka læknaritinu LANC
ET og segir þar ennfremur, að
konum sé miklu hættara við
blöðrukrabba en körlum.
Ræða tengingu
geimfara
Houston, 25. júní. NTB—AP.
I DAG lauk í Houston í Texas
viðræðum sovézkra og banda-
rískra sérfræðinga um ýmsar
tæknilegar breytingar, sem gera
þarf á geimförum beggja til þess
að unnt sé i framtíðinni að
tengja þau saman á geimferðum.
Viðræður þessar fóru fram í
þremur starfsnefndum og lögðu
talsimenn nefndanna niðurstöðum
ar síðan fram og báru saman
bækur sínar. Er þetta liður í ráð-
stefnu geimvisindamanna, sem
standa á yfir þessa viku, en í
henni taka þátt 22 Bandaríkja-
menn og 18 Rússar.
Að gefnu tilefni
1 MAlHEFTI rifsins „Spegillinn“
þessa árs birtist grein, sem mér
hefur verið eignuð. Eift vi'kublað
anna hér lét að því liggja, að
þessi ritsmið væri eftir mig. Hef
ég orðið fyrir hálfgerðum leið-
indum af þessum áburði.
Að gefnu tilefni verð ég að
koma þvl hér á framfæri, að ég
teldi það vafasaman heiður fyr-
ir mig að vera höfundur að rit-
smíð sem þessari, þar sem vegiS
er úr launsátri og til þess eins, að
manni skilst, að veita „grjófa-
þorpslegri" illgimi og öfund út-
rás.
Með þökík fyrir birtirtguna.
Steingrimiir Sigurðsson.
Otboð á jarðvinnu fór fram i
maíbyrjun 1970, og var samið
við Hlaðbæ h.f., sem hóf fram-
kvæmdir á lóðinni í júní.
Útboð á byggingaframkvæmd-
um I. áfanga bækistöðvarinnar,
sem áætlaður er 21.897 rúmm-
að stærð, fór fram í september,
og var tekið tilboði Istaks h.f.
Ráðgert er, að þessum áfanga
verði lokið í febrúar 1972.
Bygging fyrir starfsemi ann-
arra deilda Rafmagnsveitunnar
mun fara fram siðar, en undir-
búningur er hafinn.
Tómas Á. Tómasson.
Nýr sendi-
herra
— og tveir skipta
um staði
BLAÐINU barst í gær eftirfar-
andi fréttatilkynning frá ufanrík-
isráðuneytinu:
Hinn 10. júni var Guðmundur
1. Guðmundsson leystur frá störf
um sem sendiherra í London. Hon
um hefur verið falið að taka við
starfi sendiherra í Washinig'ton.
Sama dag var Niels P. Sigurðs-
son leysitur frá störfum sem
sendiherra hjá Atlantshafsbanda-
laginu. Honum hefur verið failið
að taka við starfi sendiherra í
London. Sama dag var Tómas
Á. Tómasson leystur frá störf-
um sem skrifstofustjóri í utan-
ríkisráðuneytinu. Honum hefir
verið falið að taka við starfi
sendiherra hjá Atlantshafsbanda
laginu.
Ofangreindar breýtingar eru
miðaðar við 1. ágúst 1971.
U tanrikisráðuneytið,
Reytkjaví’k, 25. júní 1971.
♦