Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1971
!
Útgafandi hf. Árvakur, Rsykjavík.
Framkysamdaatjóri Haraidur Svainsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráö Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannssoin.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, simi 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 198,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 12,00 kr. eintakið.
HVAR VERÐUR
NÝRRA TEKNA AFLAÐ?
¥ Tndirbúningur að gerð fjár-
laga hefst jafnan snemma
sumars, en á næstu vikum
nær hann hámarki, þar sem
venja er að leggja fjárlaga-
frumvarpið fyrir Alþingi,
þegar í þingbyrjun og þingið
kemur saman til fundar
snemma í október. Að þessu
sinni er gerð fjárlagafrum-
varpsins býsna vandasöm
vegna þeirra útgjalda, sem
vinstri stjómin hefur stofnað
ti'l frá því að hún tók við
völdum.
í viðtali, sem Morgunblað-
ið átti við Halldór E. Sig-
urðsson, fjármálaráðherra,
fyrir skömmu, upplýsti hann,
að kostnaður ríkissjóðs við
þær aðgerðir, sem ríkisstjórn-
in hefur þegar beitt sér fyr-
ir, mundi nema um 1800
mi'lljónum króna á ársgrund-
velli. Að vísu sagði ráðherr-
ann, að þeim yrði ekki öllum
haldið áfram í óbreyttri
mynd á næsta ári, en þó verð-
ur að gera ráð fyrir, að það
verði að verulegu leyti. Þá
liggur ljóst fyrir að taka
verður ákvörðun um það fyr-
ir áramót með hverjum hætti
skuli til frambúðar afla tekna
til þeirra hækkana á bótum
almannatrygginga, sem á-
kveðnar voru með lögum í vet
ur og að nokkru leyti komu til
framkvæmda í sumar. Þegar
þau lög voru samþykkt vildi
þáverandi stjómarandstaða
hækka bætur almannatrygg-
inga enn meir en gert var
ráð fyrir í lögum þessum, og
má því ætla, að núverandi
stjórnarflokkar vilji fram-
fylgja þeirri stefnu sinni frá
og með áramótum. Að auki
er svo jafnan um að ræða
margvíslega útgjaldaaukn-
ingu hjá ríkissjóði frá ári til
árs.
Telja má því víst, enda við-
urkenndi fjármálaráðherra
það einnig í viðtali við Morg-
unblaðið, að afla verði ríkis-
sjóði verulegra nýrra tekna
og þá vaknar sú spuming,
hvemig það verði gert. Ætla
verður, að ríkisstjórnin leggi
fram tillögur sínar í þeim
efnum með fjárlagafmmvarp
inu fyrir árið 1972, enda er
þýðingarmikið, að þær tillög-
ur liggi fyrir sem fyrst. f
októberbyrjun renna út gild-
andi kjarasamningar og
verkalýðsfélögin eru þessa
dagana að móta kröfugerð
sína fyrir þá kjarasamninga,
sem í hönd fara. Það gefur
auga leið, að það skiptir
miklu máli fyrir bæði verka-
lýðssamtökin og vinnuveit-
endur að vita með hverjum
hætti ríkisstjórnin ætlar að
afla nauðsynlegra tekna í
ríkissjóð, þar sem það getur
augljóslega haft vemleg áhrif
á greiðslugetu atvinnuveg-
anna, ef ætlunin er t.d. að
auka skattaálögur á atvinnu-
fyrirtækin. Með sama hætti
er það mikilsvert fyrir verka
lýðsfélögin að hafa um það
vitneskju, hvort ætlunin er
að auka skattaálögur á ein-
staklinga.
Ráðstefna ræðismanna
¥Tm þessar mundir stendur
yfir ráðstefna ræðis-
manna ísíands víðs vegar að
úr heiminum. Er ráðstefna
þessi haldin að fmmkvæði
utanríkisráðuneytisins hér
og tilgangur hennar sá, að
gefa ræðismönnunum kost á
að kynnast betur íslenzkum
málum, þ. á m. sjónarmiðum
Íslendinga í landhelgismál-
inu.
Þetta framtak utanríkis-
ráðuneytisins er mjög ánægju
legt og enginn vafi leikur á
því, að það getur orðið okk-
ur til styrktar á alþjóðavett-
vangi. Ræðismennimir eru
margir hverjir áhrifamenn,
hver á sínum stað, og þeim
mun nánara sem samband
þeirra er við ísland, þeim
mun líklegra er að þeir geti
kynnt sjónarmið íslands og
íslenzk málefni.
Oft hefur verið rætt um
nauðsyn þess að endurskipu-
leggja utanríkisþjónustuna
og þá ekki sízt með tilliti til
þess að hún geti tekið virk-
ari þátt í kynningu á íslenzk-
um framleiðsluvörum og
markaðsleit erlendis fyrir
þær vörur. Vonandi er það
framtak, sem utanríkisráðu-
neytið hefur nú sýnt með því
að efna til þessarar ráðstefnu
íslenzkra ræðismanna, merki
þess, að fleiri nýjungar séu á
döfinni í starfi utanríkisþjón-
ustunnar.
„Vilja leggja niður bækistöð
NATO-klíkunnar“
Kaflar úr viðtölum við Ólaf
Jóhannesson, forsætisráð-
herra og Magnús Kjartansson,
iðnaðarráðherra, birtir í
Dagblaði alþýðunnar í Peking
»» X-
sss
W S
S ^ 2-
•
HSS
■M B »
!*■ 3»
ssæ »
i es
*> "c
tu 5* &
« 3 m
n æ «>
Kf 3
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt úrklippa úr Dagblaði
alþýðunnar, sem gefið er út
í Peking, frá 10. ágúst. Er þar
vitnað til kafla úr viðtölum
við Ólaf Jóhannesson, forsæt-
isráðherra, og Magnús Kjart-
ansson, iðnaðarráðherra, sem
Kínverjar virðast hafa tekið
úr sænsku blaði. Ætla má, að
ekki birtist á hverjum degi
fréttir um islenzk málefni í
Dagblaði alþýðunnar og hefur
því klausunni verið snúið á
íslenzku.
Fyrirsögnin í Dagblaði al-
þýðunnar er: „Forsætisr&ð-
herra hinnar nýju íslenzku
ríkisstjórnar og iðnaðarráð-
herra láta í ljós í blaðasamtali
vilja á því, að færa út land-
helgina og leggja niður bæki-
stöð NATO-klíkunnar; auk
þess er lögð áherzla á það, að
vonast sé til að ísland verði
ekki einn góðan veðurdag
hluti af hinu bandaríska
heimsveldi."
Síðan kemur eftirfarandi
frétt:
„Samkvæmt frásögn sænska
blaðsins hafa forsætisráð-
herra hinnar nýju íslenzku
rikisstjórnar, Ólafur Jóhann-
esson, og iðnaðarráðherrann,
Magnús Kjartansson, veitt
stutt viðtöl, þar sem rakin eru
þau stefnumál ríkisstjórnar-
innar að færa út fiskveiðilög-
söguna og leggja niður her-
stöð NATO-klíkunnar á Is-
landi.
Ólafur Jóhannesson, forsæt-
isráðherra, talaði um Undir-
búning að útfærslu landhelg-
innar og sagði um það: „Við
erum hvorki einangraðir né
heldur erum við hinir fyrstu
til að gera þetta. Nú þegar
hafa 23 ríki fært út fiskveiði-
lögsögu sína.“
Magnús Kjartansson, iðnað-
arráðherra, fjallaði um það
óréttlæti sem fælist í því, að
stórveldin vildu fórna hags-
munum smáþjóðanna, þegar
spurningin um fiskveiðitak-
mörk væru annars vegar.
Magnús Kjartansson vék í
niðurlagi að þeirri fyrirætlun
að leggja niður herbækistöð
NATO-klíkunnar, þar sem
væru nú yfir 3000 bandarískir
hermenn. Um það sagði hann:
„Á landi okkar verður ekki
leyfð dvöl erlendra hersveita.
Við viljum ekki una við að
Island verði einn góðan veð-
urdag hluti af bandariska
heimsveldinu."
» ss
3 fR-fc
H*K
I# K St
a- »
w & a
H » *
St » H
3fi ra
» 0
» iffl
Rís æ
ax-s
wat » ftt 'H «f + cn
m iu » sac M- ti r-
* m » s 11 • ii
« -W W I...- ••
HM-S*
s
& 5h
s æ *
k*
■W H 55-
»3*
8 Xt »
• a *
H 5S
*“i;
I X-
31
m
vu VI
t8" fij
% m> sa
111
í s §
ÍÍS
#
a
H
3 &
S3S' B -Tf » ->
"z & m s i® m a
mx-» @i m
n a & h- IX % cfi
31!» » Sí b a
s * + » »
I9}t ó ‘-í rfi "t
ÞH-
• S> » PF at- 3 » h-
1 M &
4H
SB*9- *a x
m 8 W Mt » » * yw
inirMgas^
33W^2f@l«IH
SS * * X- W 58 » -W
i rt- i -
jg áH
IM i-L
1 s
3 @
ha
Wt
Sít
11Hnl
"TTW 40!
$ m
X-
5E |n H a ia gt 3
IXWIfit59 + $X
" - m b •* *
»m nst
sæ Sí
Wt
íll
m-
Úrklippan úr Dagblaði alþýð-
nnnar, þar sem vitnað er til
orða ráðherranna.
Islenzka ríkisstjórnin sett-
ist að völdum þann 14. júlí.
Stjórnin gaf þá út stjórnmála-
yfirlýsingu. Þar sagði, að her-
stöð NATO skyldi lögð niður
og að Bandaríkin skyldu
flytja hermenn sina á braut.
1 málefnasamningnum var
einnig tilkynnt, að Island
myndi færa landhelgina út í
50 sjómilur."
ASI ályktar:
Samræmdar kröfur
og ein samninganef nd
SVO sem áður hefur verið skýrt
frá í Morgunblaðiinu verða kjara-
samningar flestra verkaiýðsfé-
laga lausir um mánaðamótin, og
í fréttatilkynninigu frá Alþýðu-
sambandi Islands, er Morgun-
blaðinu barst í gær kierour fram
að mynduð verður sameiginleg
kjaramála- og samninganefnd,
sem mun móta og samræma
meginkröfur verkaiýðsfélaganna
í væntaniegum kjarasamninigum.
Fréttatilikynningin fer hér á eft-
ir:
Á fundi miðsitjórnar Alþýðu-
sambands ísiands í gær voru
kjara- og samningamáil verka-
iýðsfélaganna til umræðu. Fynr
fundinum lágu ályktanir flestra
landssamibandanna innan ASl,
sem fólu í sér samþykki við þá
stefnu að sem víðtækast sam-
starf yrði um þá kjarasamninga
sem nú eru framundan. Sam-
þykkti miðstjómin að hlutast tii
um að mynduð yrði sameigin-
leg kjaramóla- og samnin'ganefnd
skipuð fulitrúum landssamband-
anna innan ASÍ, svæðasamband-
anna og sitærstu félaga-nna, sem
beina aðild ei-ga að Alþýðusam-
bandinu.
Hlutverk nefndar þessarar skal
vera að móta og samræma, í
samstarfi við aðildarsamböndin,
meginkröfur verkalýðsfélaganna
— H. Laxness
Framh. af bls. 28
eftir því, hvort hann myndi fylgj
ast með kvikmyndatökunni.
— Ég reyni að fyLgjast með
því sem verður gert hér, sagði
han-n, en þegar farið er að taka
fijlmur af bókum manns og
Iieika leikrit þá hefur maður í
hæsta lagi tillögurétt. Og varð-
andi þessa kvilkmiyndageirð er
enn aliit á undirbúninigsstiigi.
í vænitanlegum kjarasamningum
og í annan stað að koma fram
SÍAUKINN flóttamannastraum-
ur frá Austur-Pakistan til Ind-
lands leggur áframhaldandi
skyldur á herðar hjálparstofn-
unum þeim sem í Indlandi starfa
að líknarstörfum. Fjöldi van-
nærðra barna hefur farið vax-
andi og er það afleiðing þess að
ekíki hefur tekizt að útvega fé
til matarkaupa handa flótta-
fólkinu. Allt bendir til að tækni-
legir möguleikar á að kama
hjálpinni til skila séu í góðu lagi.
Gert er ráð fyrir að a.m.k.
tvær milljónir barna undir 9 ára
aldri séu í hópi flóttafólksins.
Fengu þau til skamms tíma um
500 gr af hrísgrjónum á dag, en
nú hefur sá matarskammtur
verið minnkaður í 300 gr á dag.
Með þeim matarskamimti verður
ekki hægt að halda í horfinu og
er nú talið að um 300 þús. börn
séu mjög illa farin.
Von er um aukim framlög frá
ýmsum aðilum, einkum ríkis-
stjórnum, en eklki er hægt að
gera innkaup fyrr en fjárfram-
lögin eru fyrir hendi, en á þeim
hefur stundum orðið dráttur.
Veldur það frekari töf á að hjálp
berist.
Ástandið hefur farið versnandi
í A-Pakistan. Segja má þó að fólk
þar geti að einhverju leyti
sem samninigsaðiii, eftir því sem
henni verður veitt urniboð till, í
þeiim kjarasamniingum, sem fy-r-
ir dyrum standa uim meginkröif-
ur verkalýðsfélaganna.
Viðkomandi sambönd og verka-
lýðsfélög munu næstu daga taka
endanlega ákvörðun urn aðiM
sína að hinni sameiginlegu
nefnd, en hún kemur- saman til
fyrsta fundar 1. sept. nk.
bjargað sér, en það getur flótta-
fólkið ekki. Ýmsar þjóðir og
stofnanir hafa boðið fram að-
stoð sína til hjálparstarfsina í
A-Pakistan með því skilyrði þó,
að hjálparstarfið verði sett undir
stjórn hjálparstofnana. Að því er
bezt verður vitað stendur enn á
slíku leyfi.
Rauða krossinum hefur tekizt
að hefja hjálparstörf í nókkruim
mæli og er von til að þau geti
aukizt. Yfir hjálparstarfi Rauða
krossins í A-Pakistan hafa verið
settir þeir Hagström frá Rauða
krossi Svíþjóðar og Stanissis frá
Alþjóðasambandi Rauða kross
félaga.
Rauði kross íslands hefur
staðið fyrir fjársöfnun til hjálp-
arstarfsins. Samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri hafa borizt um
250 þús. kr. í söfnunina en reikna
má með því að eitthvað sé
ókomið frá þeim aðilum sem
framlögum veita móttöku, póst-
afgreiðslum, bönkum og spari-
sjóðum, einkum úti á landi.
Þessi fjárhæð býður nú send-
ingar til Alþjóðasambands Rauða
kross félaga, ef ekki kemur sér-
stök beiðni um vörur héðan.
Er það von Rauða kross f«-
lands að þetta framlag sé nokkur
skerfur til mi'kils mannúðanmáU.
(Fréttatilkynning).
250 þúsund til A-
Pakistansöfnunar
Enn stendur á leyfi til
skipulagðs hjálparstarfs