Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 26
I 26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAHDAGUR 28. ÁGXJST 1971 Úrslitin um helgina? f DAG og á morgun fara frana þrír leikir í 1. deild, en nú eru aðeins eftir tvaer umferðir og bar áttan í aJgleymingi bæði um sig- ur og fal). Það getur því hæglega ffarið svo, að nrslit mótsins ráð- ist um helgina. Fimm lið eiga ffræðilega möguleika á sigri, en ílestir hafa nú afskrifað önnur en Keflvíkinga og Vestmannaey- inga, sem koma líklega til með að berjast um titilinn. Þá er ekki síður barátta á botninum. KR hefur náð Akureyri að stigum og hafa nú bæði liðin 7 stig eftir 12 leiki. Breiðablik er ennþá i fallhættu, enda getur hæglega farið svo að þrjú lið verði jöfn í neðsta sæti með 9 stig. Auk ieikjanna i 1. deild fara fram þrir leikir í 2. deild um helg ina. Snúum okkur þá að leikjum heigarinnar: ÍBV-fBA Þessi leikur fer fram í Vest- mannaeyjum og hefst kl. 16.00 í dag. Þarna verður maður að reikna með spennandi leik enda er hann mikilvægur fyrir bæði liðin, sem bæði þurfa helzt á báð um stigunum að halda. Akur- eyringar eru i alvarlegri íall- hættu svo að jafnvel annað stigið gæti létt þeim baráttuna fyrir til- veru sinni í deildinni. Vestmanna eyingar eru í harðri baráttu um efsta sætið við Keflvikinga, og til að missa þá ekki of langt frá sér, er Eyjamönnum nauðsyn á að vinna þennan leik. Fyrri leik liðanna, sem fram fór á Akureyri lauk með sigri Eyjamanna, 4-1, og Hklegt er að þeir sigri einnig nú, enda harðir í horn að taka á heimaveili. f A—BREIÐABLIK Þessi leikur fer íram á Akra- nesi á morgun og hefst ki. 16.00. Skagamenn hafa átt misjafna leiki í mótinu, þeir byrjuðu illa, xy.jvu siðan mikinn fjörkipp og léku þá eins og meistarar, en i siðasta leik á móti KR átti þeir aftur lélegan leik, enda allar að- stæður slæmar. Breiðablik hef- ur náð nær öilum sínum stigum á Melavellinum og hafa aðeins hiotið 1 stig á útivelli, er þeir gerðu jafntefli við KR á Laugar- daJsveliinum. Skagamenn unnu fyTri leikinn, sem fram fór á Melavellinum með 5:0 og verða þeir því að teljast líklegri sigur- vegarar að þessu sinni. VALUR-KEFLAVÍK Þessi leikur, sem fram fer á Laugardaisvelíinum á sunnudag og hefst ki. 19.00, verður án efa hörkuleikur. Keflvikingar eru af mörgum taidir líklegastir til sig- urs í deildinni, en Valsmenn hafa enn fræðilega möguleika á sigri og vinni þeir þennan leik getur Ingunn setti met A MÓTI sem þrír unglingar Jkepptu á f Arósum fyrir ftkömmu setti Ingunn Einars- dóttir, fBA, nýtt íslandsmet f 400 metra hlaupi, hljóp á 60,9 eck. Gamla metið átti hún sjálf og var það 61,6 sek. Ingunn varð önnur f hlaupinu, en kepp- endur f þvf voru 28. Marlnó Einarsson, KR, keppti f 100 metra hlatipi og varð þar annar af 29 keppendum á 11,5 eek., og Guðnl Sigfússon, A, keppti f kúluvarpi og varð ann- ax, kastaði 12,68 metra. ailt gerzt því þeir eiga þá eftir leik við Akureyringa á Akureyri. Ef svo óliklega færi að Eyja- menn töpuðu fyrir Akureyring- um og Vaiur sigraði Keflvíkinga, væru Keflvikingar enn með 17 stig, Vestmannaeyjar og Valur 16 og öll ættu liðin einn leik eft- ir. Þannig að allt getur gerzt ennþá í þessu móti, sem hefur verið skemmtilegt og spennandi. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Keflavík lauk með jaíntefH, 2:2, svo að ógerlegt er að spá um úr- slit þessa leiks. KR-ingar sterkastir þegar mest á reynir 2. DEILD: Þrír ieikir í 2. deild fara fram um heigina. í dag leika á ísa- fjarðarvelli fsfirðingar og Þrótt- ur í Neskaupstað og er þetta síð- ari leikur liðanna. Fyrri leikinn sem fram fór í Neskaupstað, unnu heimamenn með 3:2. Á morgun leika Austfirðingam ir aftur, og mæta þá nöfnum sin- um, Þrótti í Reykjavík og fer sá leikur fram kl. 16.15 á Melavell- inum. Þessi lið léku um sl. helgi í Neskaupstað og sigruðu þá Þróttarar frá Reykjavik með 8:2. Á mánudag leika síðan efsta og neðsta liðið í 2. deild, Viking- ur og Selfoss og hefst sá leikur á Melavellimim ki. 19. Víkingar hafa svo gott sem unnið 2. deild- ina, þar sem þeir hafa 4 stig forskot, en Seifoss er í neðsta sæti og er því að berjast við að halda sæti sinu þar. í fyrri leik liðanna, sem fram fór á Selfossi, unnu Vikingar stórt, 7:0. 3. DEILD: Eins og við skýrðum frá í blað inu í gær fer úrslitakeppnin i 3ju deild fram i Reykjavik um helg- ina og munum við skýra frá úr- slitum í þeim leikjum á þriðju- dag. KR - ÍBK 1-1: — Ég var komimi á fremsta hlunn með að aflýsa leiknum^ sagði Hannes Þ. Sigurðsson dóm- ari eftir leik KR og Keflavíkur á Laugardaisvellinum á fimmtu- dagskvöldið. Ég tel að ekki sé alveg hámark þess veðurs, sem hægt að leika knattspymu í öllu verra veðri en þessu. Þetta voru Orð að sönnu hjá Hann- esi, því auk hvassviðrisins, en samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar var vindhraðinn allt að 44 hnútum, var brunakuldi. Við þessar aðstæður börðust leikmenn í 90 mín. og drógu hvergi af sér, enda var mikið í húfi fyrir bæði liðin, þar sem Keflvíkingar berjast um sigur í deilðinni, en KR fyrir tilveru sinni þar, Ég hafði satt að segja ekki búizt við að KR mundi ná að halda jöfnu, sérstaklega eftir fyrri hálfleik, þar sem Keflvik- ingar, sem léku á móti vindinum, og voru fyrri til að skora. En þeg ar mest á reynir eru KR-ingar jafnan sterkastir og það sýndu þeir í þessum leik. Þeir börðust eins og ljón allan síðari hálfleik — og þeim tókst það sem þeir ætiuðu sér — að halda jafntefl- inu og verður það að teljast vel af sér vikið. Þrátt fyrir að KR hefði vind- inn í bakið í fyrri hálfleik, tókst þeim ekki að ógna verulega, iengst af, enda voru KefTvíking- ar fastir fyrir og ákveðnir að gefa ekki eftir sinn hlut. Fyrsta tækifæri leiksins var þó KR- inga, því á 9. mín. á Ámi Steins- son skot yfir af stuttu færi og mín. síðar á Bjöm Pétursson skot S hiiðarnet. Á 15. mín. á Ástráður Gunnars son hörkuskot að marki KR, en yfir og á 20. mín. munaði minnstu að illa færi, en Jón Ólafur náði ekki að skalla knöttinn þar sem hann stóð fyrir opnu marki KR. Á 21. mín. ná KR-ingar þungri sókn, sem endaði með hörku- skoti í stöng frá Sigmundi Sig- urðssyni, en þaðan hrökk knött- uriran til KR-ings, sem skaut, en Þorsteinn varði. Tveim min. síð- ara á Steinar Jóhannsson gott skot að marki KR, en Magnús varði. A 29. mín. kom svo að því, að Keflvíkingar skoruðu. Kefl- víkingum var dæmt innkast hægra megin við miðlinu. Eftir innkastið kom há send- ing inn í vitateig KR, þar sem Birgi tókst að skalla til Harð- ar Ragnarssonar, sem skoiaði auðveldlega. Við markið eflast KR-ingar til muna og sækja nokkuð stíft næstu mín. og eiga nokkur góð tækifæri sem ekki nýttust. Á 40. mín. er mikil þvaga fyr- ir framan mark Keflvíkinga. Sending kom fyrir markið og kastaði Þorsteinn markvörður sér á eftir knettinum en náði ekki til hans. Baldvin fékk knöttinn og gaf háa send- ingu inn að markinu og myndaðist þar mikil þvaga og voru margir fætur á lofti til bjargar, en Þórði Jónssyni tókst að renna knettinum inn fyrjr marklinuna og skora við mikinn fögnuð sinna manna. SÍÐARI HÁLFLEIKUR Flestir bjuggust við 3i:gri Keflvíkinga eftir að hafa haldið jöfnu á móti vindinum, en margt fer öðruvisi en ætlað er. KR-ing ar léku síðari hálfleikinn mjög vel — mun betur en þann fyrri og tókst að halda hreinu — og ná jafnvel sóknarlotum af og til. Að vísu skall oft hurð nærri hælum en vörnin með Ellert sem bezta mann var vel á verði. Þannig snáglaðist leilkurinn áfram mínútu eftir mínútu og fátt markvert gerðist. Ellert varði á línu og Kefivikingar áttu hörku skot í stöng og annað eftir þvi Þia.ga fyrir framara mark Keffl- víkinga. Þórður Jónsson heíur náð að spyma knettinilm, sem fór í stöngina og inn í markið. Ástráður Gunnarsson gerir ör- væntingarfulla tilraun táil að bjarga, en tókst ekki ... . . . og KR ingar fagna markiÍjniH. (Mynd Mbl. Sv. Þcwnrn.) Það var því mikill fögnuður I herbúðum KR-inga þegar Hanra- es dómari fiautaði leikiran af og eflaust hafa Vestmannaeyingar samfagnað þeim með þesai úr- sHt, þótt að öðru jöfnu geri þeir það ekki. Hafa nú KR-ingar hlotið jafn- möng stig og Akureyringar eða 7 og er því ekki útséð eranþá hvaða lið fellur í 2. deUd. LIÐIN: Keflvíkingar léku fyrri hálf- leikinn mjög vel og var það vel gert hjá þeim að né að ekora á móti vindinum. Þeir voru aftur á móti slakari í síðari hálfleik og náðu aldrei að notfæra sér vindinn á réttan hátt. Að vísu var óhægt um vik hjá þeim að skora, því KR-ingar lögðu að eðlilegum ástæðum megin áherzluna á vömina. Erfitt er að leggja mat á ein- staka leikmenn eftir leik við sMk ar aðstæður, en Vilhjálmur Ket- ilsson lék vel að þessu sinni og sömuleiðis Guðni Kjartanssoira. Gísli Torfason var ágætur og sömuleiðis Magnús bróðir hans, en hann kom inn á þegar 15 min. voru til leiksloka. í framilínunini var Steinar beztur, enda aí- burða marksækinn. Ellert Schram var stóri maður KR í þessum leik og er honum að þakka að jafnteflið náðist, enda nýttist leikreynsla hans vel að þessu sinni. Annars átti KR- vörin í heild góðan leik, eins og t.d. Magnús markvörður, Sig- mundur Sigurðsson og Þórður Jónsson. f heild lék liðið mun bet ur í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.