Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 19
•fc .1. . . . ... . ' '■ ■■■■■ ■ ■ ■ - - •■■■■ ..- ....- '■■■ -- ------------— MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28, ÁGÚST 1071 ut samfe rAama riini, seim að því ©r virtist var í miðju hlutverki síiniu og stóð að hsefileiikum í f ramvarðasve i't. Niðurstaða eir ekki nærtæk. En atburðinum fær engiinn mannleguir máttur haggað. Aðrir veirða að taka við, þar sem frá var horfið. Huggun er fólgin í því, að það er hægt, og þá um leið í því, að það siem gert var, var betur igert ©n ekki, það hafði tilganig og bar árangur, er áþreitfanlegt í samtíð og framtáð og vegamesti, sem máli skiptir. Frændi minin og vinur frá æsku minni, Þorsteinn Ragnar Sigurjónsson, var sá maður, sem hér um ræðir. Þá var hann bóndi, fyrst á Rútsstöðum í Svisnadal með föður sinum og bræðrum, síðan á Orrastöðum á Ásum og loks á Hamri á Bakás- um. í það starf var hann fædd- ur, og til þess menntaðist hann á Hvanneyri. Hamn var á kafi í búskapmum og jafnframt hafði hann veruleg afskipti af sveitar málefmum og valdist til ýmissa trúnaðarstarfa. Em á haustdegi fyrir áratug brann iveruhúsið á Hamri. M.a. þess vegna réðst Þorsteinn til nýs starfs, við hótelið á Blöndu- ósi, og á næsta ári, vorið 1962, keýpti hann Hótel Blönduós í félaigi við Hau'k bróður sinn, biif reiðastjóra á Hvammstanga. Vissulega sýnist það áræði af bónda á fimmtugsaldri, að hafa slík endaskipti á Ilfi sínu og hefja nýtt og æði ólíkt starf, sem hótelsitjóri á stað i þjóð- braut. Það var áræði. En þann- ig var Þorsteinn, sótti fram, bar- áttumaður og bardagaglaSur. Hann var vel gafimm, fjölhæfur og djarfhuga, jafnvel svo djarf- huga og æðrulays, að hann of- gerði líkamsþreki símu með þvi að leggja bókstaflega nótt við dag í starfi og öðrum áhuigamál- um. Hann hafði óendanlegan tíma tid alls, nema að hlíta sjéJif- um sér, og þó vitasikuld ekki óendanlegan. Hótel Blönduós var í endur- byggingu, þegar þeir bræður tðku við þvi, og Þorsteinm rak það af stökum mytndarskap, oft með ýmsan skyldan hliðarrekst- ur. En þeir vita það, sem kynnzt hafa eða fylgzt með á því sviði, að rekstri hóteis í fámennu plássi er þrömgur stakkur skor- inn, þótt í þjóðbraut sé, aðstað- an er og er þó ekki fyrir hendi, en kröfurnar sívaxandi. Og við þetta bættist sem fyrr mörg til- tektin á sviði almenningsmál efna. Áhugi Þorsteins á þjóðfélags- málum, nær og fjær, var brenn- andi, og framganga hans þar söm við sig. Hann hafði ákveðn ar skoðanir en ekki óbifanlegar, hann var sjálifstæður i hugsun og heiltl í baráttu sinni. 1 um- ræðurn mianna á miiffli eða á mannþingum var tekið eftir Þorsteini, stuttorðum en gagn- orðurni málflutningi hans, en jafnframt og ekki sízt bráð- skemmitilegum of,t og tíðum. Það var honum eiginlegt, að hitta á snögga bletti, en gamansemi og alvara voru honum jafn nær tæk vopn. Framganga af því tagi, sem einkenndi þjöðmálaaf- skipti Þorsteins, er ekki öllum tiil geðs, en þó þeim mun fleiri, sem fram láða stundir, e.t.v. þó um seinan. Það er eitt af því, sem lífið felur í sér. Það, hvernig Þorsteini tókst að hasla sér völl i öllu vafstri daglegra starfa og áhugamála, var aifrek. En tiil þess var líka öllu fórnað. Menn hafa efcki ætíð erindi sem erfiði, líkílega sjaldnar. En sú er trú mín, að Þorsteinn Ragnar Sigurjónsson hafi í mannlegri tilveru markað ýmis spor, sem til hafi verið og verði tekið, þótt honum entist ekki þrek til lengri ævi en raun ber vitni. Persónulega verður hann mér ævilangt förunautur frá gömlium og grónum kynnum, þótt héðan af verði minningin ein að duga. Svo er um fleiri, og öll hefðum við viljað eiiga lengri samleið með honum hér. Á það verður ekki kosið. En neistinn li'fir enn og eilífðin er eilíf, það kemur nýr dagur, dag ur, sem vonandi frerir okkur nær hverju göfugu takmarki góðra manna, hvort þeir eru lifs eða liðnir. Herbert Guðmundsson. Óskar Norðmann fra mkvæmdastjóri MIG setti hljóðan, er ég frétti að Óskar Norðmann væri látinn. Þó að Óskar hafi ekki gengið heill til skógar og alltaf megi búast við að kallið komi, er það nú svo að manni bregður ailtaf, þegar það kemur. Ég átti þvi láni að fagna að þekkja Óskar frá barnæsku. Hann var faðir bernskuvinar mín,s og reyndist mér sem bezti faðir alla tíð. Óskar var miklum gáfum gæddur, umsvifamikill kaupsýsdumaður, íþróttamaður mikill, hlaupari góður, og einn fremsti knattspyrnumaður þessa lands í mörg ár. Knattspyrnufé- lagið Víkingur var hans félag og þar áttu Víkingarnir góðan dreng að. Óskar lét íþróttamál mikið til sín taka, var t.d. form. Vík- ings og í stjórn Í.S.Í. og öðrum trúnaðarstörfum. Söngmaður var t Konan mín og móðir okkar, Gróa Magnúsdóttir, frá Múia, Grindavík, lé/.l í Sjúkrahúsi Keflavíkur 27. þ. m. Þorsteinn Símonarson og börn. Óskar mikill og starfaði mikið að söngmálum alla tíð. Laxveiði hafði hann miklar mætur á og margar glaðar stund- ir átti ég með þeim feðgum og tengdasyni hans í Svartá og Sandá, er hann af höfðingsskap bauð mér að koma með þeim um margra ára skeið. Óskar Norð- mann var stórbrotinn maður, drengur góður og heimilisfaðir mikill. Þannig minnist ég hans og þakka honum allar þær ánægju- og gleðistundir ©r hann og fjöl'skylda hans hafa gefið mér frá fyrstu tíð. Kristján Sigurðsson bóndi Auðshaugi Hinn 11. þ.m. andaðist í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar Krist ján Sigurðsson bóndi að Auðs- haugi í Barðastrandarhreppi, Hann var fæddur 10. júlí 1909 að Auðishaugi, sonur hjónarana Valborgar Þorvaldsdóttur og Sigurðar Pálssonar cand. phil. sem þar bjuggu. Voru þau bæði af merkum ættum. Valborg var dóttir Þorvalds Stefánssoinar prests að Hvammi í Norðurár- dal og Kristínar konu hans, — og systir séra Jóns Þorvaldsson ar prests að Stað á Reykjanesi og Árna Þorvaldssonar mennta- skólakeninara á Akureyri. Hún var stjúpdóttir séra Bjama Sím- onarsonar prófasts á Brjánslæk. Sigurður faðir Kristjáns var sonur Páls Pálssonar bónda og alþingismanns á Dæli í Viðidal, og bróðir séra Jóns Pálssonar prests að Höskúldarstöðum og hálfbróðir Vigdísar konu séra Gísla Einarssonar í Stafholti. Á Auðshaugi ólsl Kristján upp í stórum syistkinahópi, en systkin hans eru öl'l á Mfi nerna Bjarni, sem var sjúkrahúslækn- ir á ísafirði og í Keflavik. Hann lézt 1.7. 1958. Hin systkinin eru: Þorvaldur bókbindari í Rvík, Kristin húsfrú í Rvík, séra Jón Árni í Grindavík og Friðþjófur og Páll, sem báð'r eiga heima að Auðshauigi. Einnig átti Kristján þrjá hálfbræður, þá Konráð, Jón og Gunnar. Móðir Kristjáns lézt 1919, og var það þungt áfall fyrir hið barnmarga heimili. Lán Sig- urðar og barnanna var það að þangað réðst sem bústýra María Jónsdóttir frá Miðjanesi i Reyk hólasveit, hin ágætasta stúlka, sem siðar varð kona Sigurðar. Eignuðust þau einn son, Gunn- ar, sem er kennari í Reykjavík. Reyndist María bömum Sigurð- ar alla t,íð sem móðir. Kristján og Friðþjófur, bróð- ir hains, bjuggu með föður sin- uim aið Auðshauigi uinz hanin lézt, en tóku síðan við búinu, Um það leyti kvæntist Kristján. Kona hans Annetta er af færeyskum uppruna. Varð þeim sex barna auðið og eru þau, Valborg sem búsett er í Rvík, Sigurður, Már, Kristín, Jakobína og Bjami I sem öll eru i foreldrahúsum. Ö!1 j eru börnin hin mannvænlegustú. j Jörðin Auðshaugur hefur tek j ið miklum stakkaskiptum á und anfömum árum. Landið hefur verið ræktað og nýtt íbúðarhús verið byggt. Alit, innra sem ytra er þar með mesta myndarbrag. Ánægjulegt var að koma að Auðshaugi, enda heimilið fal’.egt og hjónin bæði gestrisin pg glaðleg i viðmöti. María sitjúp- móðir Kristjáns hefur alla tíð dva-lið hjá þeim hjónum; er hún nú á níræðisaldri. Einnig hefur dvalið þar Páll, bróðir Kristjáns sem er fatlaður. Hafa þau hjón verið Mariu og Páli mjög nær- gætin og góð. Kristján var hæglátur maður og hlédrægur að eðlisfari, en greindur vel, og glaður í vina hópi, og tryggur vinum sínum. Við sem þekkitum Kristján í æsku eigum margar skemmtileg ar minningar frá þeim tíma. Var þá margt öðru vísi en nú, enginm bílvegur um héraðið, enginn sírni á nesinu og sam- göngur litlar sem engar. Ein- angrunin var mikil, ekki sízt að vetrarlagi, þar sem aðeins tveir bæiir eru á Hjarðanesi, en margra klukkutíma gangur til annarra bæja. Þá var það okk- ur unga fólkinu helzt til skemmt unar að bregða okkur milli bæj anna, til að hitta kunningjana. Þá var rabbað saman, og stund um brugðið plötu á fóninn og sumgið og dansað af miklu fjöri. Og gleðin ríkti i litlu stofunni á Haugi. Nú fyrir no'kkrum árum komndi Kristján hjartabilunar sem ágerðist stöðugt og dvaldi hann á sjúkrahúsuim bæði í Rvík og á Patreksfirði á síðasta ári, - nú síðast á Patreksfirði þar sem hann andaðist þann 11. þ.m. Útför hans fór fram. þann 17. þ.m. að viðstöddu miklu fjöl menni. Sár er harmurinn hjá eig inkonu og börnum, en mimning in um elskulegan eiginmann og föður verður þeim leiðartjós í liifinu. Við sveitungar hans og vinir gevmum minninguna um góðan vin og félaga og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Vertu sæll Kristján minn og hafðu þökk fyrir allt. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Sigríður Sigiirimmdsdóttir, frá Fossá . Tryggir yður allan sólarhringinn Við vinnu - í frítíma - á ferðalögum Slysatrygging Sjóvá greiðir bætur við dauða af slysförmu, vegna varanlegrar örorku og vikuiegar bætnr, þegar liinn tryggðl verðnr óvinnnfær vegna slyss. Slysatrygging Sjóvá er hagkvæm og ódýr. Dæmi nnt iðg jökl: Starf Dánarbætnr örorkubætur Dagp. á vlku Ársiðgjaid Skrifstofumaðiir 500.000. — 500.000. — 2.500. — 1.500. — Söliimaður 500.000. — 500.000. — 2.500. — 2.000. — Prentari 500.000. — 500.000. — 2.500. — 2.535. — Trésmiður 500.000. — 500.000. — 2.500. — 4.355. — Aðrar vátryggingarupphæðir eru að sj álfsögðu fáanlegar. Leitið nánarl upplýsinga í aðalskrifstofunni eða lijá næsta umboðsmannl. GGINGARFÉLAG ÍSLAND R/ETI 5 — REYKJAVÍK—SÍMl 11 A, I.árusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.