Morgunblaðið - 31.08.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1971, Blaðsíða 1
4t 28 SIÐUR OG 4 SIÐUR IÞROTTIR 194. tbl. 58. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGtJST 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hussein fær ný hergögn Beirút. Amman, Kaíró, 30. ágúst — AP JÓRDANÍUMENN hafa nýlega fengið mikið magn af hergögn- uni frá Bandaríkjunum, þar á meðal M-60 skriðdreka, að sögn Anwar Sadats, Egyptalandsfor- seta. Hann sagði á fundi Ara- bíska sósialistasambandsins í Kaíró, að þessar vopnasendingar stæðu greinilega i sambandi við landamæraátök Jórdaníumanna og Sýrlendinga að undanförnu, enda væri vopnamagnið allt of mikið til þess að nota eingöngu gegn Palestínu-skæruliðum í Jórdaníu. 1 Amman staðfesti jórdanski forsætisráðherrann, Wasfi Tell, óbeinlinis staðhæfingu Sadats um að hergögn hefðu nýlega bor- izt frá Bandaríkjunum. Hann sagði, að Jórdaníumenn tækju við vopnum hvaðan sem þau kæmu til þess að frelsa hertek- in svæði og ummæli Sadats væru eánkennileg með hliðsjón af glæsilegri frammistöðu jórd- anska hersins 1948, 1956 og 1967. Seinna fékkst önnur óbein staðfesting er Amman-útvarpið sagði, að Hussein konungur hefði verið viðstaddur flugæfingar til að „prófa nýtt loftvarnakerfi Jórdaníu". Bróðir Husseins, Hassan krónprins, var viðstadd- ur heræfingar annars staðar í Jórdaníu í dag að sögn útvarps- ins. Sadat sagði í ræðu sinni að samkvæmt bandarískum þjóðar- öryggislögum væri ekki hægt að beita þeim hergögnum, sem Jórdaníumenn hefðu fengið frá Bandaríkjunum, gegn Israel, og mun hann hafa átt við það, að Framhald á bls. 10. Kirkjan á Breiðabólstað á Skógarströnd brann til kaldra kola sl. sunnudag og á sama tíma kom upp eldur i bil sóknarprests- ins, séra Hjalta Guðmundssonar, sem var á leið þangað til messugerðar. Sjá nánar baksíðufrétt. (Ljósm. Ólaifur Ouðmiundsson). Gríski skipstjórinn handtekinn: Sakaður um vanrækslu Brindisi, Ítalíu, 30. ágúst, AP. DIMITROS Antipas, skipstjóri grísku ferjunnar „Heleana“, sem brann á Adríahafi á laugardag, var handtekinn í dag, er hann reyndi að komast úr landi á Italíu áleiðis til Grikklands. — Lögð hefur verið ákæra fram á hendur skipstjóranum fyrir margs konar vanrækslu í starfi; hann er sakaður um að hafa flutt um fimm hundruð fleiri en leyfi- legt var samkvæmt siglingaregl- um og sömuleiðis er honum bor- ið á brýn að hafa staðið sig mjög siælega við að bjarga farþegum frá borði, þegar eldurinn kom upp í skipinu. Hafnarstjórinn í Brindisi á ítalíu, en þaðan lagði ferjan upp, sagði, að samkvæmt opinberum gögnum hefði „Heleana" ekki mátt flytja fleiri en 620 manns, þar með talin áhöfn. ítöls'k yfir- völd segja að 1.175 mamns að minmsta kosti hafi verið um borð og að líkindum þó fleiri. 9kip- stjórinn segir, að 997 hafi verið með ferjunni. Vitað er nú að 24 manns fórust í slysinu, en björgunarmenn ótt- ast að enn fleiri hafi farizt. Tug- ir manns liggja enn í sjúkrahús- um og rnargir með slæm bruna- sár og einn hefur látizt. ítalskur verkfræðingur, eem var með ferjunni, lagði í gær fram þá kæru á hendur skip- stjóra og áhöfn, að ekfki hefði verið sinnt um að koma farþeg- um til hjálpar og hefði skipstjóri og áhöfn hugsað um það eitt að bjarga sjálfum sér. Því meitar Skipstjóri og kveðst hafa gengið vel fram og táplega í björgunar- starfinu og farið manna síðastur frá borði. UPPSOGN LANDHELGIS- SAMNINGA FYRIR ALÞINGI Ríkisstjórnin fellst á sjónar- mið Sjálfstæðisflokksins 1. september nk. Sama dag komu þingflokkur ©g miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins saman til fundar og þar var samþykkt að senda Framhald á bls. 10. Ófriðlegri pophátíð lokið Weely, 30. ágúst, AP. HUNDRAÐ og fimimtíu þús- ind ungmenini, flest brezk, :óku í morgun saman pjönk- jr sínar og héldu heim á leið sftir 66 klukkustunda pop-há- :íð í Weely á Englandi. Níu- tíu og sex voru handtekin og sérstakur dómur settur yfir jakborningum, sem voru hand .eknir á hátíðinni fyrir eitur- yfj aneyzlu, stuldi og ofbeldis aðgerðir gegn lögreglu. Hátíðin hófst á laugardag Dg skömmu síðar kom til miik lla átalka milli ungmenna og Sögreglu. Svo virðist sem upp- :ökin hafi verið sú að vélhjóla sveit nokikur, sem kallar sig ,Engla vítis“, kvaðst vera ijálfskipuð til að halda uppi lögum og reglu á hátíðimni og sló í brýnu rnilli „Vítisengla“ og lögreglumianna, sem áttu áð amnast nefnda gæzlu. Lögreglu tókst að stilla t-rl friðar í bili, en alla helgina blossuðu upp áflog öðru ‘iverju, ýmist milli lögreglu >g þátttakenda, ellegar milli iópaðra þátttakenda inn- byrðis. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að leggja fyrir Al- þingi, er það kemur saman, tillögu til staðfestingar á stefnu stjórnarinnar í land- helgismálinu, þ.á m. uppsögn landhelgissamninganna við Breta og V-Þjóðverja. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá ríkisstjórn- inni, en ákvörðun þessi mun hafa verið tekin á ráðherra- fundi í gærmorgun. Með þessari ákvörðun hef- ur ríkisstjórnin fallizt á þau sjónarmið þingflokks og mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem sett voru fram í ályktun, sem send var forsætisráð- herra hinn 13. ágúst sl., að tillögu til breytingar eða uppsagnar á landhelgissamn- ingunum við Breta og V- Þjóðverja bæri að leggja fyr- ir Alþingi og heimildar þess leitað til slíkra aðgerða. Þetta sjónarmið Sjálfstæðisflokks- ins var enn ítrekað í bréfi til forsætisráðherra hinn 27. ágúst sl. FRÉTTATILKYNNING RÍKISSTJÓRNAR Fréttatilkynning ríkisstjórnar- innar er svohljóðandi: „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi, þegar er það kemur saman, tillögu til staðfestingar á stefnu stjórnar- innar í landhelgismálinu þ.á m. uppsögn landhelgissamnimganna við Breta og Vestur-Þjóðverja. Það er skoðun rikisstjórnar- innar að fullnægjandi sé að sam- þykkt Alþingis um uppsögn samninganna verði formlega til- kynnt með 6 mánaða fyrirvara. Jafnframt hefur stjórnin ákveðið að ítreka sjónarmið sín í landhelgismálinu við ríkis- stjórnir Bretlands og Vestur- Þýzkalands." BRÉF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Á fundi landhelgisnefndarinn- ar sl. föstudagsmorgun innti Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, eftir þvi, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn gæti fallizt á uppsögn landhelgissamninganna við Breta og V-Þjóðverja fyrir Thieu öruggur um meirihluta Saigon, 30. ágúst — AP-NTB NGUYEN Van Thieu forseti virðist öruggur um að halda nieirihluta sínum í neðri deild siiður-víetnamska þingsins eftir kosningarnar, þegar lokið var talningu í 140 kjördæmum af 159 í dag. Hins vegar er ekki víst um þólitiska afstöðu margra ný- kjörinna þingmanna og þvi ekki ljóst hve meirihluti Thieus verð- ur mikUl. Stuðningsmenn Thieus hafa unnið 58 sæti, stjórnarandstæð- ingar 32 og óháðir 3, en ekki er vitað um pólátiska afstöðu 47 þingmanma, sem hafa náð kosn- ingu. Hins vegar er bent á, að flestir þessara 47 þingmanna eru frá Mekongósasvæðinu þar sem Thieu hlaut mikið fylgi, og stjórnmálasérfræðingar telja, að þeir muni flestir hallast að Thieu. Thieu naut stuðnings tveggja þriðju þingmanma á síðasta þingi, en þá voru þingfulltrúar 133, en hefur verið fjölgað síð- an. Kosninganna hefur verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu þar sem þær gætu gefið Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.