Morgunblaðið - 31.08.1971, Side 18

Morgunblaðið - 31.08.1971, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1971 18 Kristín Ölafsdóttir Minning Fædd 21. september 1907 Dáin 22. ágúst 1971 Flýt þér, vinur! í fegra heim: krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morguns- roðans meira að starfa Guðs um geim. J. H. í DAG, 31. ágúst verður kvödd frá Dómkirkjunni Kristín Ólafs dóttir læknisfrú áð Laufáisvegi 11 hér í borg. Þegar mér barst andlátsfregn frú Kristínar að morgni sunnu- dagsiins 22. þ.m., komu mér í hug allar þær óteljandi samverustund ir, sem ég og fjölskylda mín átt- um með henni á hinu fagra heim ili þeirra hjóna, góðvinar mins Bjöfgvins Finnssonar og frú Kristínar. Frú Kristín fæddist 21. sept. 1907 í Bolungarvík og voru for- eldrar hennar þau heiðurshjónin Fi'iðgerður Benediktsdóttir og Ólafur Guðmundsson, sem var þekktur sjósóknari á vestfirzkum miðum fyrr á árum. Kristín flutt ist með foreldrum sínum til t Bróðir minn, Ólafur Ólafsson, andaðist á Kópavogshæli 28. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju 4. september. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag van- gefinna. Þorsteinn H. Ölafsson. t Ingibjörg Sigurðardóttir, frá Byggðarholti, lézt að Hrafnistu mánudag- inn 30. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Guðniundsson. Reykjavíkur árið 1925 og ég minn ist hennar fyrst við verzlunar- störf í Hljóðfærahúsi Reykjavik- ur, en þangað lá leið min stund- um til kaupa á hljómplötum og Kristín var hljómlistarunnandi og hafði þar gott eyra og gat því gefið góð ráð viið val á hljóm- plötum. Árið 1934, nánar tiltekið, þann 29. desember giftist Kristín eftir lifandi eiginmanni sínum, Björg- vini Finnssyni lækni og sigldu þau hjónin þá til Danmerkur, þar sem Björgvin stundaði fram- haldsnám í gigtarlækningum og minntist frú Kristin oft þeirra björtu daga, sem þau áttu þar i landi. Þeim hjón- unum varð þriggja barna auðið, en þau eru Anna Fríða gift Jóhannesi L. L. Helgasyni hæstaréttarlögmanni; Ólafur vá tryggingamaður, sem kvæntur er Emmy Krámmer og Finnur, sem nú stundar nám í húsagerðar list í Kaupmannahöfn og kvænt- ur er önnu J. Alfreðsdóttur. Fyrstu persónuleg kynni mín af Kristínu hófust á árinu 1949 og mér birtist fljótt, að þama var kona, sem var sannur vinur vina sinna, því fáum hefi ég kynnzt, sem sýnt hafa eins mikla tryggð og hún gerði. Þegar ég svo kynntist frú Kristínu nánar, sá ég enn betur hversu stórbrot in og göfug kona hún var og allt það góða í fari hennar getum við, sem eftir lifum, tekið okkur til fyrirmyndar. Eitt af mörgum um ræðuefnum okkar Kristinar var oft og einatt um ættir manna, en t Eiginmaður minn, faðir, son- ur, bróðir og tengdasonur, Þorbjörn Þór Þorsteinsson, Yrsufelli 13, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 1. september kl. 3. Þeir sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Guðný Pétursdóttir og synir, B.jörg Hannesdóttir, Þorsteinn Þórðarson, Sigríður Pétursdðttir og aðrir vandamenn. t Eiginkona min KRISTtN ÓLAFSDÓTTIR taeknir, andaðist 20. þ.m. Útför hennar var gerð 27. s.m. aðeins að viðstöddu allra nánasta venzlafólki. Hluttekningarkveðjur, sem borizt hafa, þakka ég innilega. Vilmundur Jónsson. t Útför eiginmanns míns, STEFÁNS jónssonar, skrifstofustjóra, Lynghaga 16, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. september kl. 14. Anna Þorbjörg Kristjánsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS M. HALLDÓRSSONAR leturgrafara, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. sept. kl. 10,30. Guðfirma Guðmundsdóttir. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vildu minnast hens, láti líknarstofnanir njóta þess. Sigríður Lilja Gunnars- dóttir — Minning Kristín var með afbrigðum ætt- fróð og gáfuð kona og kunni ótrú leg skil á ættum samborgaranna. Ég get ekki látið hjá líða að minnast og þakka Kristínu þa&r gleðistundir, sem ég og fjölskylda mín áttum á heimili þeirra hjóna á hverju gamlárskvöldi um langt áirabil er böm okkar hjóna voru að spretta úr grasi, þvi að það var fastur liður í lífi fjölskyldna okkar, að við héldum áramótin hátíðleg á heimilinu að Laufás- vegi 11, og rausn þeirra Kristínar og Björgvins mun seint gleymast. Þegar við nú kveðjum þessa mætu konu frá kirkjunni hennar við Austurvöll, þar sem hún átti margar hátíðlegar stundir, veit ég að hún er komin til æðri heima og við felum hana Drott- ins föðurhönd. Með þessum fáu fátæklegu orð um, vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar votta eftirlifandi eigin- manni, börnum, tengdabömum, barnabörnum svo og bróður Kristínar, sem um langt árabil hefu.r orðið að dveljast í sjúkra- húsi, innilega samúð okkar. Jónas Hallgrímsson. 1 DAG er gerð útför frú Kristín- ar Ólafsdóttur, eiginkonu Björg- vins Finnssonar, læknis. Kristín var Vestfirðingur að uppruna, dóttir hjónanna Ólafs Guðmunds sonar og Friögerðar Benedikts- dóttur, sem áttu ættir sínar að rekja til þekktra og merkra vest- firzkra útvegsbænda og búenda. Frú Krístín fæddist í Bolungar- vík 21. sept. 1907 en fluttist með foreldrum sínum til Isafjarðar í bernsku, Sem ung stúlka flutt- ist hún síðan með þeim til Reykjavíkur. Vann hún þar að verzlunarstörfum, einkum í Hljóðfærahúsinu og Hljöðfæra- verzlun frú Katrínar Viðar. Hinn 29. des. 1934 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Björg- vini Flnnssyni, læknL Þau hjón- in eignuðust þrjú böm: Önnu Friðu, gifta Jóhannesi L. L. Helgasym, háskólaritara og Frandnld á bto. 20 „Um héraðsbrest ei getur .. . þó ekkja falli í valinn ..." ÞESSAR ljóðlínur Guðmundaff skálds frá Sandi eiga eirikar vel við minningu Sigríðar Lilju, sem var heimakær og hljóðlát kona. Hún gaf manni sínum, bömum og heimilinu hug sinn allan i ein- lægni, ástúð og umönnun alla tíð. Sigríður Lilja vaa- fædd 7. jan- úar 1909 í Kjaiardal, Skiimanna- hreppi, Borgarfj arðarsýslu. For eldrar hennar voru Þórdis Hall- dórsdóttir og Gunnar Bj arnason bóndi í Kjala-rdal frá 1905 til 1910, en þá fluttust þau að FeDsaxlar koti, þar sem þau bjuggu í rétt 30 ár eða til árstos 1940. Þeim Þórdísi og Gunnari varð sex barna auðið og var Sigríður þriðja bam þeirra hjóna. Hinar systumar eru: Halldóra, Guðrún, Gróa og Lára, allar búsettar á Akranesi og Fanney, sem býr í Reykjavík. Eftir því sem systurnar uxu úr grasi, léttu þær undir með heim- iltou og vistaðist Sigríður á Akra nesi í nokkra vetuur til þess að leggja sitt af mörkum til aðstoð ar foreldrum sínum, því jörðin var of lítil til þess að framfleyta stóru heimili. Tápmikil böm og vinnufús, voru fjársjóður tíðar- andans, enda bezta eign hverrar þjóða.r á öllum tímum. Nítján ára gömul fluttist Sigr íður til Reykjavíkur, en þar kynntist hún manni sínum Ingv ari Þorsteini Ólafssyni. Þau gengu í hjónaband 13. desember 1930 og stofnuðu sitt eigið beim- ili, sem vinnufúsar hendur sam einuðust um að gera smekklegt, ánægjuríkt og hlýtt. Um þetta ieyti kynn.tist ég Sigriði, enda maður hennar og konan min siystián. AUa tíð hélzt einlæg vinátta milli heimilanna, sem greri fastar, eftir þvi sem ár ið liðu og sameiginlegum áhuga málum fjölgaði. Þau hjónin eign uðust fimm syni: Gunnar Þór, verkamaiin; óla Þór, raávirkja- meistara; Alfreð Þór, blaðamann og borgarfulltrúa; Sigurjón Þór, bifreiðastjóra og Ingvar Þór, framreiðslumann. Ailir eru bræð urnir búsettir i Reykjavík. Sigríður helgaði sig húsmóður starfinu fyrst og fremst og unni drengjunum sínum af þeirri ein- lægni, sem góðri móður er eigin legt, enda lagði hún sig í líma fyrir velferð þeirra og þroska alla tíð. Þeir mmnast móður sinnar með hlýhug, ástúð og þökk. í sinu langa og stranga veik- indastríði hugsaði hún mirmst um sitt eigið ástand, heldur reikaði hugurton einlægt til drengjanna og var þá eins og henni létti þeg ar tal okkar um þá bar á góma. Þetta sýnir hve óumræðilega um hyggj u hún bar fyrir heimili sínu og ástvinum, þótt daglega kæmu drengimir í heimsókn til móður sinnar í þeirri von að sjá árang ur af læknisaðgerðum. Sigríður missti mann ston á svipiegan hátt eftir 34 ára sam- búð. Hann lézt af slysförum á vinnustað á afmælisdegi sínum 25. október 1964. Nokkru áður hafði hann fest kaup á íbúð við Álftamýri 40 og bjó Sigriður þar síðustu árin með þeim sonum sín um, sem ekki hafa stofnað sitt eigið heimili. Sigríður átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsinu og lézt hún þar 22. ágúst sl. eftir langa og erfiða baráttu milli lifs og dauða. Fráfall Sigríðar er áfall sonum hennar, skyldfólki og vinum, sem tíminn eton megnar að fyrna, en ekki að gleyma. Þega.r við hjónin lítum yfir far inn veg munum við ætíð minnast Sigríðar með söknuði, því með henni og fjölskyldu hennar átt- um við ótaldar gleði og unaðs- stundir. Fyrir þær viljum við þakka með þessum kveðjuorðum um leið og við flytjum sonum hennar, skyldfólki og vinum inni- legustu samúðarkveðjur, Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag inn 31. ágúst, og verður hún lögð til hinztu hvíldar við hlið manns síns. Guð blessi minningu hennar. Oddur Oddsson. Ragnhildur Minning í DAG fer fram hér í borg út- för Ragnhildar Jónsdóttur, sem lézt að Hrafnistu 24. þ.m., tæpra 80 ára að aldri. Langar mig til að minnast þessarar góðu vinkonu minnar með nokkrum orðum. Ragnhildur var hin merkasta S. Helgason hf. STEINIDJA Elnhofti 4 Slmar 26677 og U2S4 Jónsdóttir kona, vel að sér um marga hluti, ágætum gáfum gædd og sérlega skemmtileg í umgengni. Það sem þó etokenndi hana öðru fremur var góðvild hennar, glaðlyndi og gestrisni, sem ekkert breyttist þrátt fyrir variheilsu henmar hin síðari ár, er gerði henni mjög erf itt fyrir með aliar hreyfingar. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri manneskju, enda var hún mjög vinsæl af þeim sem hana þekktu og í návist hennar leið öllum vel. Einu sinni fórum við tvær saman til Kaupmanna hafnar, naut hún í ríkum mæli að kynnast lifinu í þeirri glæsi- legu borg og betri ferðaáélaga en hana var ekki unnt að fá, enda höfðum við báðar mikla ánægju af þeirri ferð. Ég kynntist Ragnhildi ekki fyrr en eftir lát manna hennar, Bjarna Einarssonar gullsmiðs, hins mætasta manns. Bjó hún eft ir það með sonum þeirra hjóna, sem þá voru enn flestir heima, en þau áttu sjö mannvænlega syni, sem kunnugt er. Síðast var Baldur sonur hennar hjá henni og annaðist hai.a í veikindum hennar af frábærri snilld og með alúð og umhyggju, sem vissulega er fágæt og hún kunni lika vel að meta, en að lokum var heilsu henna.r svo komið að hún varð að fara í sjúkrahús og þar andað ist hún, eins og áður segir þann 24. ágúst sl. Ég kveð svo mína kæru vin- konu með hjartans þakklæti fyrir alla hennar vináttu og tryggð og skemmtilegu samverustundirnair með henni. Aðstandendum henn- ar votta ég innilegustu samúð við fráfalf hennar. Sigríður Brynjólfsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.