Morgunblaðið - 31.08.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1971 Útgsfandi Hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvaemdattjóri Haraldur Svainaaon. Ritatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonróS Jónsson. Aðetoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritatjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Krietinsson. Rltstjórn og afgreiðsla Aðalstrasti 6, sfmi 10-100 Augiýsingar Aðalstrasti 6, sfmi 22-4-80. Aakriftargjald 196,00 kr. i mánuði innsnlands. f lauaasölu 12,00 kr. aintakil. NÆSTU SKREF í LANDHELGISMÁLINU Flugslysið á Eyrarsundi: Hvarf af ratejárskermi og steyptist í sjóinn 3 björguðust af 34 Ðíkisstjórnin hefur nú ákveðið að leita heimild- air Alþingis til þess að segja upp landhelgissamningunum við Breta óg V-Þjóðverja frá 1961. Jafnframt hefur stjóm- in lýst því yfir, að hún telji fullnægjandi, að samningun- um verði sagt upp með 6 mánaða fyrirvara. Með þess- ari ákvörðun hefur ríkisstjóm in fallizt á þau sjónarmið Sjálfstæðisflokksins, sem sett vora fram í bréfi til forsæt- isráðherra hinn 13. ágúst sl., en þar sagði svo um ályktun fundar miðstjómar og þing- flokks Sjálfstæðisflokksins: „Þar sem landhelgissamn- ingamir við Breta og Þjóð- verja árið 1961 vora gerðir samkvæmt heimild Alþingis, telur fimdurinn rétt, að sá þingræðislegi háttur verði við hafður, að lagðar verði fyrir Alþingi tillögur til breytinga eða uppsagnar á samningum þessum.“ Á frnidi landhelgisnefndar- innar sl. föstudagsmorgun spurðist Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, fyrir um það, hvort Sjálfstæðisflokkur- inn gæti fallizt á uppsögn landhelgissamninganna fyrir 1. september nk. Á fundi þingflokks og miðstjómar Sjálfstæðisflokksins, sem Haldinn var sama dag, var samþykkt að svara þessari fyrirspum forsætisráðherra með bréfi, þar sem ítrekuð var afstaða Sjálfstæðisflokks- ins frá 13. ágúst og jafnframt sagði svo: „Að mati þing- flokksins hlýtur það einnig að hafa veraleg áhrif á ákvörð- un um uppsögn samninganna nú fyrir 1. september, að hæstvirtur utanríkisráð- herra, Einar Ágústsson, er nýkominn heim af viðræðu- fundum við Breta og Þjóð- verja og eftir ráðherranum er haft í fjölmiðlum, að allir aðilar og þ.á m. utanríkisráð- herra íslands, hafi álitið, að áframhaldandi viðræður væra æskilegar.“ Þegar eftir að ríkisstjómin tók við völdum var ljóst, að hún stefndi að því að segja upp landhelgissamningunum við Breta og V-Þjóðverja frá 1961 með 12 mánaða fyrir- vara, fyrir 1. september nk. Það var fyrst og fremst af þeirri ástæðu, sem för Einars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, til London og Bonn var flýtt svo mjög, að honum gafst ekki tækifæri til þess að hitta þann stjórnmála- xnann í Bretlandi, sem einna mest áhrif hefur á utanríkis- stefnu brezku ríkisstjórnar- innar, sjálfan utanríkisráð- herrann, Sir Alec Douglas- Home. En í viðræðum þeim, sem Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, átti við ráða- menn í London og Bonn, tók hann það fram, að íslenzka ríkisstjórnin væri reiðubúin til áframhaldandi viðræðna og undir það var tekið í þess- um tveimur höfuðborgum. Þegar af þessari ástæðu var Ijóst, að ríkisstjórnin gæti ekki haldið fast við þau áform sín að segja samkomu- laginu frá 1961 upp fyrir 1. september nk. Þá lá það einnig fyrir, að leitað var heimildar Alþingis á sínum tíma til þess að gera samningana við Breta og V-Þjóðverja. Það var því í alla staði óhjákvæmilegt að verða við þeirri sjálfsögðu ósk Sjálfstæðisflokksins, að sá þingræðislegi háttur yrði á hafður, að leita heimildar Alþingis til breytinga eða uppsagna á þessum samning- um. Þetta hefur ríkisstjórnin að lokum gert sér ljóst og er ástæða til að fagna því. Ríkisstjórn og landhelgis- nefnd verða nú að fjalla um næstu skrefin í landhelgis- málinu. Þegar hefur verið skýrt frá því, að Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, muni flytja ræðu á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september, þar sem hann muni leggja aðaláherzlu á landhelgismálið. Ennfrem- ur verður um það fjallað á fundi Aljóðaþingmannasam- bandsins í París í byrjun september. Þá liggur fyrir, að tekin verði afstaða til þeirrar til- lögu Jóhanns Hafstein í land- helgisnefndinni, að ísland taki framkvæði um tillögu- flutning um rétt strandríkis til fiskveiðilögsögu á land- granninu á fundi undirbún- ingsnefndarinnar í Genf, sem væntanlega verður haldinn í marz á næsta ári. Er þess að vænta, að sú tillaga verði samþykkt, enda nauðsynlegt að fylgt verði eftir þeirri kynningu, sem þegar hefur átt sér stað á okkar málstað í Genf, með slíkum tillögu- flutningi, Loks er eðlilegt, að fylgt verði eftir þeirri yfirlýsingu Einars Ágústssonar, utanrík- isráðherra, að áfram verði haldið viðræðum við ráða- menn í London og Bonn um landhelgismálið, Eins og áð- Kaupmannahöfn, 30. ágúst — NTB-AP UNGVERSKA Iljusjin-þotan, sem fórst hjá Salthólma á Eyrarsundi á laugardags- kvöld, hafði ekkert tæki um borð með upplýsingum um flugið eins og áætlunarflug- vélar eru yfirleitt búnar, þar á meðal Iljusjin-flugvélar, að því er yfirmaður ungverskrar nefndar, sem rannsakar slys- ið, Alexander Huevos, skýrði frá í morgun. Hann sagði, að enn væri ókunnugt um orsök slyssins. Þau þrjú, sem komust lífs af úr slysinu, Greta Meissner frá Björgvin í Noregi, tengdamóðir hennar, frú Martha Schneider frá Berlín, og Austur-Þjóðverj- inn Júrgen Herrmann, sátu öll aftast í þotunni. Frú Meissner og Herrmann fá að fara heim af sjúkrahúsi eftir nokkra daga, en frú Schneider, sem fótbrotnaði og hlaut nokkur önnur minni- háttar meiðsl, verður í sjúkra- húsinu í tvær vikur. 34 voru i flugvélinni og náðu froskmenn 21 líki úr flugvélinni á laugardagskvöld og I gær. Með- al þeirra sem fórust voru 14 frá Berlín, þeirra á meðal litil dótt- ir frú Meissners, Kristine, sex Norðmenn og 11 Ungverjar. Flugvélin kom frá Osló og var á leið til Búdapest með viðkomu í Kaupmannahöfn og Berlín. Fulltrúi í danskri nefnd, sem hefur rannsakað slysið, B. Ny- borg verkfræðingur, sagði, að hann gæti ekki skilið hvernig slysið gat orðið: „Rigning var og hvassviðri, en skyggni til- tölulega gott og allt virtist með eðlilegum hætti þangað til flug- vélin hvarf skyndilega af rat- sjárskerminum." Glasgow, 30. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. SKOZKIR fiskimenn láta I Ijós mikla reiði með þá ákvörðun ís- lenzku ríkisstjórnarinnar að færa út landhelgina í 50 míiur. „Þetta verður til þess, að gera þorskinn jafnverðmætan rækju,“ var haft eftir þeim. Talsmaður landbúnaðar- og fiskimálaráðu- neytisins sagði, að fjölmargir togaramenn yrðu atvinnulausir. Ýmsir sjómenn, sem stunda fiskveiðar á Islandsmiðum, ótt- ast að þorskastríðið frá 1958 end- urtaki sig, en þá færðu Islend- ingar landhelgina út í 12 mílur úr 6 mílum. Blaðið „Scotsman" segir í forystugrein að hótun Islendinga sé „augljóslega ósanngjöm" og bætti við, að Sameinuðu þjóð- irnar væru að undirbúa ráð- stefnu í Genf árið 1973 um rétt- arreglur á hafinu, en engu að síður ætlaði íslenzka ríkisstjóm- in að halda til streitu einhliða ákvörðun um útfærslu innan tólf mánaða — og mundi það hafa lamandi áhrif á fiskveiðar ur var á bent hlutu þau um- mæli utanríkisráðherra já- kvæðar undirtektir brezku og þýzku ríkisstjómanna, og má þá gera ráð fyrir að svo verði, án óþarfa tafar. Farþeginn Herrmann kvaðst heldur ekki skilja hvemig slys- ið vildi til: „Ég heyrði bresti en hélt bara að flugvélin væri að lenda og lendingin hefði tekizt illa. En svo sá ég að vatn var komið inn í flugvélina og ég skreið út um gat á stélinu. Þegar ég var kominn í sjóinn heyrði ég frú Meissner kalla á hjálp. Ég synti til hennar og hjálpaði henni og frú Schneider upp á flakið. Skömmu síðar var okk- ur bjargað um borð í gúmbát frá sænsku skíðaskipi.“- Frú Meissner, sem er 24 ára og gift Austur-Þjóðverja, kvaðst einnig hafa haldið að flugvélin hefði lent: „Flugvélin kom hart niður og ósjálfrátt greip ég I litlu dóttur mína. En hún hent- ist úr fangi minu og andartaki Breta á f jarlægum miðum. Jack Evans, verkalýðsforingi í Grimsby, en um 75% togaraafl- ans, sem þar er landað, er af Islandsmiðum, sagði, að útfærsla landhelginnar í 50 mílur við Island yrði mikið áfall „og gæti lamað athafna- líf í Grimsby.“ Evans sagði, að í mesta lagi mætti hugsa sér að eftir það aflaðist einn fimmti af núverandi aflamagni. Frederick Ward, borgargjaldkeri, sagði, að Belfast, 30. ágúst — NTB EINN brezkur hermaður beið bana þegar tveir brezkir skrið- drekar fóru af misgáningi yfir landaniæri írska iýðveldisins í gærkvöldi. Skotin komu frá sex vopnuðum mönniun, sem lágu í leyni skanimt frá þorpinu Cross- maglen rétt hjá iandamærunum. öðrimi skriðdrekanum tókst að komast aftur yfir landamærin, en kveikt var í hinum. Annar hermaður liggur niilii heims og helju i sjúkrahúsi í Belfast eftir skotárás. Páil páfi gagnrýndi um helg- ina ráðstafanir þær, sem stjórn- síðar flaut ég í köldum sjónum.“ Flugvélin var í eigu ungverska flugfélagsins Magev og hafði fengið lendingarheimild flug- turnsins á Kastrup þegar slysið varð. Víðtækar björgunaraðgerð- ir voru fyrirskipaðar á Kastrup, og að klukkutíma liðnum sást flakið úr danskri þyrlu. Fjöldi þyrla, hafnsögubáta, flotaskipa, ferja, einkabáta, kafara og frosk- manna tók þátt í björgunarað- gerðunum. Um tíma var óttazt að margir væru lifandi inni í flakinu og kæmust ekki út. Frú Meissner, frú Schneider og Herrmann stóðu í vatni upp að hnjám á skrokki flugvélarinn- ar og hrópuðu á hjálp þegar að var komið. Ýmislegt bendir til þess, að flugstjórinn hafi reynt að lenda flugvélinni á sjónum. mikið atvinnuleysi væri í Grims- by og útfærsla landhelginnar gæti haft alvarleg áhrif á iðnað og efnahag Grimsbybúa. Tom Neilson, ritari togarafélagsins í Hull, sagði: „Við létum undan síga síðast, en það má ekki ger- ast nú. Engin réttlæting er til á þessari einhliða aðgerð." Skip- stjóri nokkur í Hull lýsti þvl yfir, að annað þorskastríð myndi brjótast út, ef Islendingum yrði leyft að færa út landhelgina og sagði: „Við munum stunda veið- ar með herskipavemd, ef það verður nauðsynlegt.“ in á Norður-írlandi hefur gert, til að halda uppi lögum og reglu. Hann sagði pilagrímum í Róm að ástandið hefði versnað síðan stjórnin hefði gripið til afar strangra ráðstafana, sem allir landsmenn, hvar í flokki sem þeir stæðu, væru mótfallnir. Hann kvað vandamálin söguleg, stjórnmálaleg og þjóðfélagsleg, en sagði ekkert um það hvort kaþólska kirkjan teldi að hér væri á ferðinni trúarbarátta. Þvert á móti sagði hann, að ibú- ar Norður-lrlands ættu sameig- inlega kristna trú, sem ætti að sameina þá sem bræður. Mikil reiði skozkra vegna væntanlegrar útfærsln Irar skjóta á skriðdreka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.