Morgunblaðið - 31.08.1971, Síða 20

Morgunblaðið - 31.08.1971, Síða 20
20 , MORGUNB’LAÐIÐ, ÞRJÐJUDAGBR 31, AGÚST. 1971 íbúð — íbúð Óska að taka á leigu 4—5 herb. íbúð strax eða frá 15. sept, Helzt í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 1-3556 milli kl. 2—6 e.h. Keflavík Til sölu víð Hátún i Keflavík 800 ferm. byggingarlóð, (hornlóð) með tilheyrandi teikningum af verzlunar- og iðnaðarhúsnæði. Á baklóð stendur mjög vandað 160 ferm. iðnaðarhúsnæði. Hagstæðír greíðsluskilmálar. FASTEIGNASALAN, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI Blaðburðarfólk óskast strax Barðavog — Fossvog I — Sörlaskjól Skerjafjörð, sunnan flugvallar Laugaveg frá 1—32. Afgreiðslan. Sími 10100. Kópavogur Blaðburðarfólk óskast við eftirialdar götur VÍGHÓLASTÍG SKJÖLBRAUT Garðahreppur Blaðburðarbörn óskast sem fyrst. Upplýsingar í síma 42747 eftir klukkan 7 á kvöldin. Y tri-M jar ð vík Umboðsmaður óskast frá 1. september. Upplýsingar hjá umboðsmanni, Hólagötu 29, sími 1565 eða skrifstofu Morgunblaðsins, sími 10100. Grindavík Umboðsmaður óskast til dreifingar og inn- heimtu fyrir Morgunblaðið í Grindavík. Upplýsingar hjá umboðsmanni Mánagerði 3 eða skrifstofu Mbl., sími 10100. Kvenfélag Neskirkju Skemmtiferð félagsins verður farin laugædaginn 4. sept- ember, ef næg þátttaka fæst. Nánari uppl. í síma 16093 og 14755 til fimmtudagskvölds. FibdeWa Almeonur biblíulestur í kvöld kl. 8.30. Ræðumaður Ernar Gíslason. — Minning Kristín Framhald af bls. 18. hsestaréttarlögmanni, Ólaf skrif- stofumann hjá Almemnum trygg- ingum hf., giftan Emmi Kramm- er, austurrískri stúiku, og Finn, námsmann í Danmörku, giftan Önnu J. Alfreðsdóttur. Frú Kristín átti við mikla van- heilsu að stríða írá því snemma á siðastliðnum vetri. Hún and- aðist að morgni híns 22. þ.m. Frá Kristin bar veikindi sín með slíkri hugprýði að með íá- dæmum má telja. Þrátt fyrir nokkrar legur á sjúkrahúsi hafði hún fótavist þess á milli og var þá alltaf giaðværðin sjálf, er vinir og kunningjar heimsóttu hana. Duldist því mörgum hve alvarlega horfði. Fregnin um dauða hennar kom flestum á óvart. Hins vegar gekk eigin- maður hennar þess ekki dulinn hvert stefndi. z Frú Kristín var mjög vel gef- in kona. Hún var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, íróð og skemmtileg. Hjónaband þeiira Kristínar og Björgvins var með einsdæmum farsælt og ham- ingjusamt og unnust þau mjög. Hún bjó manni sínum og börn- um fagurt heimili, sem hún annaðist með rausn og myndar- skap. Hún var máttarstólpi eig- inmanns síns í blíðu og stríðu og bömum sínum ekki aðeins móðir, heldur vinur og trúnað- armaður, sem þau óspart leit- uðu til. Engum ráðum þótti ráð- ið á heimilinu né áætlanir gerð- ar nema hennar ráð kæmu til. Frú Kristín bar velferð barna sinna, eiginmanns og barnabarna fyrir brjósti allt fram á síðustu stundu. Hún var góð kona i þess orðs fyllstu merkingu, vinföst og traust. Miklir kærleikar voru með frú Kristínu og bróður hennar, Ósk- ari K. Ólafssyni, sem varð fyrir þvi óláni, að veikjast í æsku og hefur verið sjúklingur siðan. Umhyggja hennar fyrir hinum sjúka bróður sínum brást aldrei fram á það siðasta og reyndist hún honum eins og bezta móðir alia tíð. Frá sjúkrabeði sínum fylgdist hann dag frá degi með líðan hennar eftir að hún veiktist. Frú Kristín helgaði heimili sinu aila sína krafta. Hún var fyrst og fremst eiginkonan, móðirin og húsmóðirin. Heimilis- störfin voru upphefð hennar í lífinu. Virðing og ást eigin- mannsins heiður hennar og hamingja. Velferð barnanna gleði hennar. J>að er mikið áfall eiginmann- inum að verða að sjá á bak slíkri konu, sem alla tíð var honum ómissandi stoð í líf- inu. En honum er mikil hugg- un í ástúð og umhyggju barna sinna, sem reynast honum ein- dæma vel í raunum hans. Kona mín og ég teljum það mikið lán, að leiðir okkar og hinnar látnu heiðurskonu og fjölskyldu hennar lágu saman og við áttum þess kost, að kynnast henni vel og eignast vin- áttu hennar, því að hún verður ógleymanleg þeim, sem þekktu hana bezt. Hlýr hugur vináttu og sam- hryggðar beinist í dag til eig- inmanns hennar, barna, tengda- bama, barnabarna og bróður. Alfreð Gíslason. f DAG verður jarðsett frá Dóm- kirkjunni læknisfrú Kristín Ól- afsdótlir, sem andaðist sunnudag inn 22. ágúst. Hún var fædd í Bolungarvík 21. LÆI\NAC fiarvetandi SÉRFRÆÐINGAR Gjöm Guðbrandssoo, læknir, er fjarveraodi til 5. septmber. september 1907, en fluttist ung með foreldrum súium og bróður til Reykjavikur, þar sem ég man fyxst eftir henni við afgreiðslu- störf i Hljóðfærahúsimu, sem mjög fínlegri og fríðri unigri stúlku, sem margiir piltar iitu hýí'u auga, en hlutskarpastur varð vinur okkar Björgvin Finns son, sem nú er flestum Reykvík ingum. kunnur sem læknir i gigt- arsjúkdómum. Þau gengu í hjónaband 29. des. 1934 og bjuggu fyrstu árin í Dan mörku, þar sem Björgvin stund aði framhaldsnám, en síðan hafa þau átt heima í Reykjavík, lengst af á Laufásvegi 11, þar sem þau byggðu hús sitt og yndislegt heim iii, þar sem gott var að koma. Get ég vel dæmt um það, þar sem við 7 vinkonur byrjuðum að hitt ast í saumaklúbb nærri vikulega i 25 ár, en of ört hefur okkur fækkað, þar sem Stina er sú þriðja, sem hverfur yfir móðuna miklu og verður nú tómlegt i hónpum okkar framvegis. Ég vil fyrir hönd okkar fjög xxrra, sem eftir erum, þakka Stinu hjartanlega fy-rir allar ánægju- stundirnar, sem við höfum átt saman. Þau Kristín og Björgvin eign uðust 3 mannvænleg börn, sem öll eru gift og farin að heiman, en hjá þeim og barnabörnunum veit ég að Björgvin finnur hugg un og stoð í framtíðinni. Á gleðistundum hlær heimur- inn með okkur, en á sorgarstund um verður sérhver að gráta einn, en einmitt þá öðlast maður ein- hvem óskilj anlegan kjark og mátt, sem enigin skynjar, nema sá, sem í raunir hefur ratað. Nú vil ég mega biðja þess, að Björgvin og allir ástvinir Stínu megi finna þennan styrk og bið þeim öilum Guðs blessunar. Margrét E. Schram. NOKKUR KVEÐ.JUORÐ Viða til þess vott ég fann þótt vendist tíðar hinu að guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. MÉR kom í hug þessi vísa Bólu- Hjálmars, er ég frétti lát Kristínar ÓiaJsdóttur. Mörg ár eru liðin síðan ég kom fyrst á heimili þessarar hjartahlýju rausnarkonu að Laufásvegi 11. Hamingja sú, sem ríkti á heimili þeirra Krist- ínar og Björgrvins var svo ein- iæg, að hún varð eign allra sem þar stigu inn fyrir dyr, enda bar hið fagra heimilislíf húsmóður- inni gott vitni. Ég minnist allra þeirra hátiðis- og tyllidaga frá unglingsárun- um þegar við félagar bama þeirra fjölmenntum á heimili þeirra þar sem farið var í leiki eða spilað á spil sér til dægra- styttingar. Þá bar hæst þolin- mæði og myndarskap Kristin- ar, sem var óþreytandi við að bera okkur veitingar þrátt fyrir það að gestir væru oft æöi margir. Ég minnist þess líka hversu umhugað Kristínu var um vel- ferð okkar félaganna, þegar út í lífsbaráttuna var komið og hve óþrjótandi hún var á góðar ráð- leggingar, ef eitthvað fór öðru vísi en ætlað var. Þær eru orðnar margar ánægjustundirnar, sem ég hef eytt á heimili þeirra hjónanna í gegnum árin, og þvi meir sem ég hugsa til þeirra stunda, því fátæklegri verða þessi kveðju- orð mín. Ég votta eftirlifandi eigin- manni, börnum, tengdabömum og barnabörnum mina innileg- ustu samúð í þeim mikla harmi sem nú er að þeim kveðinn. Þó veit ég að þau munu bera höf- uðið hátt, því þótt margir hafi átt vináttu Kristínar, áttu þau ást hennar alla. Kæra vinkona. Ég veif að þann dag sem þú steigst yfir móðuna miklu varð mikill sorg- ardagur í hinni samheldnu fjöl- skyldu þinni og þeir sem eftir sitja og sakna þín, hafa orðið fyrir djúpri sorg, en minningin um þig mun ætíð skína sem hin bjartasta sól á sumardegi. Ég kveð þig Kristín með ósk um að ég fái einhvern tíma á lífsleiðinni að kynnast einhverj- um þér líkum. Hvil þú í friði. Finn. FALLEC AUCU Maybelline snyrfivörur fyrir talleg augu Þér eruð velkomin í sýningarbás okkar númer 5 í anddyri Laugardalshallarinnar. Kaupmenn — I nnkaupastjórar Vitjið aðgöngumiða hjá sölustjórum okkar á sýningunni. Pétur Pétursson, heildverzlun, sími á sýningu 81223.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.