Morgunblaðið - 31.08.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. AGOST 1971 * / 25555 ■ ^ If&W. wuism BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Seníferðabifreíd-VW 5 manna-VW svefnvaga VW 9 manna - Landfover 7 manna IlTf A BÍLALEIGAN Bérgstaðastræti 13 Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL Tf 21190 21188 BÍLALEICA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Sv^u.'landsbraut 10. s. 83330. g „Nótt hinna löngu hnífa“ Guðrún Jónasdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég skil ekkert í þessu fólki, sem vill afnema bann við hunda háldi í Reykjavík. Meðan ungt fólk er að stofna félög gegn hvers konar mengun (þar inni- falið hundahald) í erlendum borgum, þá er fólk hér í Reykja vik að stofna „pressure-group“, lobby-klíku, sem ætlar sér að kúga borgarfulltrúa okkar til þess að láta undan sér. Ofstæk- ið er svo mikið hjá þessu fólki, að talað er um „blóðbað" og „slátrun", þótt ekki sé um ann að að ræða en framfylgja lög- um, sem við borgaramir höfum sjálfir sett okkur og eigum heimtingu á, að yfirvöld taki tíl greina. Skrilblöð erlendis, eins og „The People“ b>rta „hyst eriskar“ „fréttir" um þetta í sínu venjulega fregnahallæri á „the silly season“ (um hásum- arið), og blöð hér endurprenta vitleysuna, en augljóst er af fréttaburðinum, að blaðamenn- irnir hafa fengið rangar upplýs ingar héðan að heiman. Hvað- an? Svari því hver fyrir sig. Það sýnir æsinginn í þessu fólki að það talar um „blóðbað“ og „Bartólómeusarmessunótt“, þeg ar því hefur verið gefinn að ástæðulitlu langur frestur til þess að koma hundum sínum Bilaleigan SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937) fyrir utan borgarinnar. Ve«rði einhverjir hundar aflífaðir, er það þeim að kenna, sem hafa tekið sér hund í óleyfi og að ólögum og hafa látið undir höf uð leggjast að frelsa líf hans með því að koma honum í burtu. Verði „nótt hinna löngu hnífa“ hjá hundunum, hafa hundahaldarar sj álf úr brýnt hnífana. Talað er um það í blöðum, að þetta stríði gegn „réttarmeðvit und“ (!) fólks. Hér mun átt við réttarvitund lögbrjótanna. En hugsar enginn um okkur, meiri hlutann, sem krefjumst þess, að lögum og reglum sé fylgt? Ætli yfirvöld að láta undan á- róðri þessa fámenna og „fína“ ofstækiahóps, munum við, ó- breyttir borgarar, sjá til þess, að lögin séu haldin í heiðri. — Nóg um það að sinni. 0 Hujidalífsreynslusaga frá Akureyri Ég undirrituð fór til Akureyr ar í sumar og bjó í miðjum bæn um. Þar hefur mér alltaf þótt indælt að ve.:'a; bærinn fallegur og snyrtilegur, yfirleitt veður- blíða. Það, sem spillti nokkuð fyrir dvöl minni nyrðra í þetta skipti, var hundur í húsi, ekki langt frá náttstað mínum. 0 Geyr nú garmr mjök ... Ekki veit ég, hvar hundurinn var hafður á daginn; sennilega inni, en annars var ég lítið heima við þessa góðviðrisdaga. En það brást ekki upp úr kl. ellefu á kvöldin, þegar ég hall aði mér á koddann og ætlaði að sofna, að þá var hundurinn Þeim fjölgar stöðugt sem fá sér áklæði og mottur í bílinn. ifr Við seljum ÁKLÆÐI og MOTTUR í litla bíla — stóra bíla, gamla bíla — nýja bíla. Nýir litir — ný mynstur. Stuttur afgreiðslutími. nmKnBúflin FRAKKASTIG 7 SIMI 22677 settur út á baksvalir á húsinu, þar sem hann eigraði um í taugaveiklun og gelti í sífellu, unz hann var tekinn inn, oftast um miðnættið, rétt fyrir eða eftir klukkan tólf. Sennilega hef ur hann verið settur út á svaiirn ar til þess að losa sig við úr- gangsefni og fá sér friskt loft fyrir svefninn. Má segja, að það hafi verið betra, að hann skildi sín stykki eftir þar held ur en á götunum, en til þess eru þessir göngutúrar farni-r með hundana á kvöldin, að þeir sofni með tóma þarma og léttan maga, eftir að hafa atað út gang stéttir, sem ætlaðar eru mann- kyni en ekki hundakyni. Hundur þessi gelti svo hátt og viðstöðulaust, að ekki var við lit að sofna á meðan. Ekki bætti það úr skák, að unglingar, sem leið áttu um næstu götu, góluðu á hundinn eða hermdu eftir hon um, svo að hann trylltist enn mei.ra. Ekki sá ég betur en sum- ir hentu stemvolum i hann, svo að ekki hefur þetta hundahald haft góð uppeldisleg áhrif. Eitt kvöldið var hundurinn óvenju- lega mikið trylltur, svo að ég dró gluggatjöldin frá og fór að horfa út um gluggann. Sá ég þá konu koma út á svalirnar, og bjóst ég við því, að hún ætl aði að taka greyið inn. En, ónei, hún fór þá bara að hengja upp þvott og leit ekki við hundin um, sem gelti allan tímann, og svo fór hún inn, án þess að segja svo mikið sem eitt hugg- unar- eða blíðuorð við’ kvikind- isgreyið. Þótt ég sé enginn sér- stakur hundavinur (ntema uppi í sveit), þá rann mér þetta til rifja og fór að þykja hálfvænt um hvutta upp frá þessu, þótt hann truflaði svefnfrið minn. 0 Skortur á tillitssemi Þetta leiddi hug minn að því, hvort allir hundahaldarar væru virkilega færir um að hafa hund. Honum þarf að sýna ást, umhyggju og tillitssemi, en það er einmitt skortur á tillitssemi við nágranna og yfirhöfuð aðra menn, sem einkennir málflutn ing hundahaldara hér i Reykja- vík. Þeir vilja hafa sina hunda í friði, en hugsa ekki um okkar frið. En við segjum sem satt er, að börnin okka*r titra af ótta við að sj á hund, og vitnum í hunda bitssögur (frá þessu sumri), — þá er bara sagt, að við eigum að ala böm okkar öðruvísi upp! 0 Nei, góð borgarstjórn Nei, góð borgarstjórn, nú verður að taka tillit til meiri- hlutans. Til þess kusum við ykk ur, að við gætum treyst ykkur til þess að halda uppi löigum og reglu, en ekki til þess að láta undan Cámennum hópi ofstækis manna, sem vill setja sér eigin lög, þótt „fínn“ sé. Guðrún Jónasdóttlr". 0 „Þá þekkir hún ekki sinn vitjunartíma“ Þorsteinn Jónsson skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Með því að láta hunda í friðl um langt árabil, hefur lögregl an viðurkennt í verki, að hið ómannúðlega bann við hundum í Reykjavík, er ó&amkvæman- legt. Við, sem viljum frelsi ein staklingsins, höfum haft völdin hér í Reykjavík sem betur fer alla tið frá stofnun kaupstaðar hér. Innifalið i þessu frelsi er vitanlega leyfi til þess að hafa tamin dýr á heimilinu. Hundur inn er bezti vinur mannsins, hef ur oft verið sagt. Þetta er ekki innantómt vígorð (,,slogan“), heldur sannleikur, sem allir hundavinir þekkja. Við érum ekki að fara fram á að hafa krókódíla á heimilum okkar, heldur góðan, elskulega vin, sem aldrei bregzt. (Betur, að slíkt væri hægt að segja um okkur mennina). Eigi að fara að slátra hundum okkar, missum við marga vini í hinum sið- menntaða heimi. Ætli vinum okkar í Englandi, Þýzkalandi og Bandarikjunum, að ég tali nú ekki um Norðurlöndin, þyki ekki nóg um, þegar við erum að reka ho-rnin í allar fyrri vina- þjóðir (sbr. vamarliðið, land- helgina, Efnahagsbandalagið og fleira, en stefna núvei'andi rík- isstjómar getur kostað Loftieið ir lífið, atvinnu fyrixvinnu -1500 manns í Reykjaneskjördæmi, hækkaða fisktolla, einangrua frá frændum okkar á Norður- löndum, erfiða samninga jvið sameinaða Evrópu o.s.frv.), þótt útrýming bezta vinaj* mannisins í Reykjavík bætist ekki við? Þá loks verða allir sannfærðir um það, að á íslandi búi bara sér- góðir barbarar, sem heimti allt hið bezta fyrir sig, en láti ekk- ert á móti. Við erum þegar bú in að gera okkur að nógu mikl- um fíflum á alþjóðavettvangi, þótt að almenn hundaslátrun bætist ekki við. Ætli borgarstjórn að leyfa út rýmingu hundanna, þá þekkir hún ekki sinn vitjunartíma. Nú er tækifærið til þess að gera sig fræga af fremdarverkum, en ekki alræmda af illverkum. Þorsteinn Jónsson". TIL ALLRA ATTA NEWYORK Alla daga * REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga L0FTLEIDIR %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.