Morgunblaðið - 01.09.1971, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.09.1971, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1971 Lakari afli togara en í fyrra Vestur-Í»jóðverjar setja á 15% toll allt árið AFLABRÖGÐ togaranna hafa verið talsvert lakarj það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Að sögn Ingimars Einars- sonar, framkvæmdastjóra Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, er á- ætlað að afiabrögð togaranna fyrstu 6 mánuði ársins séu um 12—15%' lakarj en á sama tíma í fyrra, og verður ekki séð, að neitt hafi rofað til síðustu 3 mán uðina. Einkum eru það A-Græn- landsmiðin sem hafa brugðizt núna í ár. Um þetta leyti hafa jafnan nokkur fiskiskip verið að búa sig á veiðar fyrir markaði í V-Þýzka landi, en nú virðist ekki vera nein h-reyfing í þá átt. Sagði Ingi mar i því sambandi, að markaðs aðstæður þar hefðu breytzt tölu vert, þar eð nú væri settur á 15% tollur á löndunarfisk frá ágúst- lokum til áramóta og því hinn sami allt árið um kring en í fyrca vaí- hann 10—12% á þessum sama tíma. Sagði Ingimar að þessi tollur hefði farið smáhækk andi allt frá 1965 fyrir tilstilli að ildar Þjóðverja að Efnahags- bandalaginu, en fram að því ári var þar enginn tollur. Aðspurður hvort framboð á fiski væ-ri nægilegt á þýzka mark aðinum, sagði Ingimar, að uppi væru tvær raddir um það þar lendis. Útgerðarmenn teldu fram boðið nægilegt en hins vegar kvörtuðu fiskkaupmennirnir und an fiskleysi. Ingimar kvað ísienzk skip hafa landað samtals 21 þús- und tonnum af fiski í V-Þýzka- landi í fyrra, en heildarlöndun V-Þjóðve-rja sjálfra hefði verið 115 þúsund tonn. Hlutur íslands á þessum markaði væri því ekki svo lítill og hlyti að muna um hann. Ingimar gat þess þó, að yfir leitt stunduðu V-Þjóðverjar fisk veiðar ekki fast yfir sumarmán- uðina og legðu þá oft stórum hluta flota síns. í sumar hefðu V- Þjóðverjar hLns vegar stundað veiðar af kappi af einhverri ó- stæðu. Nánari samvinna milli Rúmena og Kínverja Chou En-lai fer væntanlega til Balkanlanda Hauskúpa Magellans fundin? Manilla, Filipseyjum, 31. ágúst, AP. ÞJÓÐMINJA VÖRÐUR Filipps eyja sagði við fréttamenn í Maniila í dag, að fundizt hefði hauskúpa á eynni frá 16. öld og væri hugsanlegt að hér væri komin í leitirnar haus- kúpa portúgalska landkönnuð- arins Ferdinands Magellans, sem kom fyrstur vestrænna manna til Filippseyja 1521. — Magellan var drepinn af inn- fæddum mönnum eftir að hann og leiðangur hans tóku land, en lík hans fannst aldrei. Þjóðminjavörður tók það fram að erfitt yrði að færa sönnur á að hér væri um haus kúpu Magellans að ræða, en nú væri verið að kanna hvort upphafststafir hans væru grafnir í sverð, sem fannst í gröfinni. í gröfinni voru einn- ið jarðneskar leifar manna af ættbálknum, sem drap land- könnuðinn. Búkarest, 31. ágúst AP MiFN'D kínversku hershöfðingj- anna, sem hefur verið í heim- sókn i Rúmeníu í 10 daga, hélt heimleiðis í dag, og sterklega er gefið í skyn að í kjölfarið fylgi heimsókn kínverska for- sætisráðherrans, Chou En-lai, væntanlega í nóvember. Hann mun þá væntanlega einnig heim- sækja Albaníu og Júgóslavíu, og hefur ungverskt blað varað við hættunni, seni geti stafað frá „andsovézkum iixli, Tirana-Bel- grad-Búkarest“. Þó að hugsanleg ferð Chous hafi ekki verið staðfest, hefur Júgóslavneska stjórnin boðið kín verskri ráðherranefnd að koma til Belgrad, og i tilkynningu að lokinni heimsókn kínversku hers höfðingjanna til Búkarest virð- ist haldið opnum möguleika á heimsókn Chous, því að þar er talað um „sameiginlega ósk uim að efla gagnkvæm samskipti og skiptast á sendinefndu,m“. Hernaðarsamvinna Rúmena og Kínverja virðLst hugsanlegur ár- angur hershöfðingjaheimsóknar- innar, enda þótt bendingar í þá átt séu harl-a óljósar. I.i Te Cheng hershöfðingi, yfirstjóm-málahers höfðingi kínverska hersins og formaður kínversku nefndarinn- ar, lau-k í skálaræðu í gærkvöldi miklu lofsorði á „eflingu bróður- legrar samvinnu þjóðanna og herja þeirra“, en að því er bezt Frelsisferðum frá Kúbu hætt Wasliington, 31. ágúst. AP-NTB. STJÓRN Fidel Castros á Kúbu hefur tilkynnt handaríska utan- ríkisráðuneytimi að endi verði bundiiin á svokallaðar „frelsis- flugferðir“ kúbanskra flótta- manna til Bandaríkjanna. Bann- ið tekur gildi þegar síðasti hóp- urinn, sem í verða um 1.000 manns er farinn. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins kvaðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um hve margir Kúbumenn hefðu ennþá hug á því að fara úr landi, en gert væri ráð fyrir að þeir væru ennþá fleiri en þeir sem yfirvöld í Havana hefðu fengizt til að veita leyfi til þess að fara úr landi Þessi loftbni hefur verið kost- uð af Bandaríkjamönnum, og henni verið haldið uppi sam- kvæmt samningi við Kúbustjórn síðan 1965. Fluttir hafa verið um 246.000 Kúbumenn til USA urn loftbrúna og famar hafa verið tvær ferðir daglega fimrn daga í viku. Talsmaðurinn sagði, að utan- ríkisráðuneytið, sam hefur sam- band við Kúbustjórn fyrir miili- göngu svissneska sendiráðsins í Havana, hefði hvatt til þess að kúbanska stjómin opnaði loft- brúna öllum þeim Kúbumönnum sem iétu i ljós ósk um að flytj- ast til fjölskyldna sinna í Banda- ríkjunum. Loftbrúin hefur kostað banda- rísku stjómina um eina milljón dollara á ári í greiðs-l-ur ttl leigu- flugvéla. er vitað hefur engin hernaðar- samvinna verið m-illi Rúmena og Kinverja til þessa. Margt bendir til nánara sam- bands Rúmena og Kínverja á fleiri sviðurn, þó að raunar hafi lítið gerzt í samskiptum land- an-na. Til dæmis he-fur ekki v-er- ið vitað u-m gagnkvæma tækni- aðstoð, og menningarsamskipti 1-andanna hafa verið líti-1 sem engin. Viðskipti landanna hafa hins vegar au-kizt úr 48,5 mi-llj- ónum dollara 1965 í 137 -milljón- ir í fyrra. Trúlegt þykir, að Rússu-m gremjist þessar horfur á nán- ara sam-bandi Rúmena v;ð KLn- verja, einkum i hermálum. Rúm enar hafa orðið fyrir þrýstingi frá Rússum að hætta að vin.g- ast við Kínverja, en stjórnar- erindrekar i Búkarest segja, að Rúmenar séu dómbærastir á það hve langt þeim er óhætt að ganga í óhlýðni við Rússa og að þeir m-undu ekki hafa tekið á móti hermálanefndinni, ef þeir hefðu talið að þar með stofnuðu þeir aðstöðu si-nni i hættu. Kínverska nefndin hét því í heimsókninni að veita Rúmen- um aðstoð gegn hótun heims- valdasinna um valdbeitingu svo að þeir gætu varðveitt fullveldi sitt og sjálfstæði og þótt ekki væri tekið fram hverjir þessir heimsvaldasinn-ar væru þykiir vist að átt hafi verið við Rússa, sem Kínverjar hafa oft sakað um heimsvaldastefnu. Áður en nefndin kom til Rúmeniu heim- sótti hún Albaníu og hét Albön- uim stuðningi -gegn Rússum. I gær kom í helmsókn til Búkarest aðstoðarutanriikÍLSráð- herra Norður-Kóreu, Ri Man Sak. 17.700 á vöru- sýninguna GÓÐ aðsókn hefur verið að Alþjóðlegu vörusýningunni í LaugardalshöII fyrstn tvo daga vikunnar. Á mánudags- kvöld var lieildarfjöldi gesta orðinn 17.700, og mikill straiinmr fólks var í allan gærdag. Einkum ber núna mikið á aðkomufólki. — Há- marki náði þó aðsóknin sl. sunnudag, en mönnum •eiknast til að sýninguna, hafi sótt að meðaltali 14,2 I manns á míniitu. Tvær tízku- sýningar eru haldnar daglega aiia virka daga — kl. 4.15 og k!. 8.30. Lynch deilir hart á Breta Dublin, 31. ágúst, NTB. JACK Lynch. forsætisráðherra írska lýðveldisins, bar í dag fram harðorð mótmæli við Breta vegna atviks þess á landamær- um Norður-írlands á sunnu- daginn, þegar einn brezkur her- maður týndi lífi og annar særð- ist. Lynch sagði i yfirlýsingunni, að Bretar hefðu ekki eftirlit með liðsflutningum hjá landamærun- um og kvaðst telja að það fæli í sér ógnun við frið á milli Norð- ur-írlands og írska lýðveldísins. Lynch sagði, að brezki herinn á Norður írlandi hefði gert sig Gullfaxi í fuglageri Einn hreyfillinn skemmdist FLUGVIRK.IAR Flugfélags ís- lands unnu að því í gær að skipt-a um einn af þremiM" lireyfl- um Gullfaxa, þotu F.I., sem skemmdist í flugtaki á Keflavík- urflugvelli í gær, þegar vélin lenti i fuglageri á einni flugbraut inni. Gert var ráð fyrir að við- gerð lyki um kl. 7 i gærkvöhli, og síðar um kvöldið átti vélin að fara t-il Spánar með ferða- menn fyrir Útsýn. Óhappið varð u-m kil. 22.30 og var Gullfaxi þá að fara í áætlun- arferð til Glasgow. Þotan var komin á flugtak.shraða, þe-gar fuglagerið varð á vegi hennar. Fóru fuglar í einn hreyfilinn, og við það hefur fremsta viftan í honum skemmzt. Fu-glar skullu víðar á þotunni, og m. a. urðu einnig sikemmdir á ratsjárhjálmi. Strax og flugmennimir urðu þess varir hvemig komið var, Lokuðu þeir fyrir hreyfilinn, og tóku þotuna á loft á tveimur hreyflum, flu-g-u ei-nn hring um- hverfis flugvöllinn en lentu síð- an þotunni aftur. Farþegarnir 90 voru fluttir til Reykjavikur og þaðan var flogið með þá í Dakota-vél til Glasgow kl. 2 um nóttina. Hreyfill á borð við þann, sem skemmdist, mun kosta um 17— 20 milljónir, en hann verður nú sendur utan til gagngerrar við- gerðar. þráfaldlega sekan um 3rfirgang á landamærunum á undanförnum tveimur árum og kvað slík atvi-k vera orðin 30. Hann vísaði á bug staðhæfingum um að brezki her- maðurinn hefði fallið fyrir skot- um sem hefðu komið frá írska lýðveldinu og sagði að öllum skot unum hefði verið skotið í norð- ur-irsku yfirráðasvæði. Frá Belfast á Norður-írla-ndi berast. þær fréttir að enn einn. brezkur hermaðu hafi látizt af skotsárum. Hann varð fyrir skoti frá leyniskyttu á sun-nudag og hafa þá alls 7 hermenn og 27 óbreyttir borgara fallið á Norð- ur-írlandi síðan lög um hand- tökur án réttarhalda tóku gildi 9. ágúst. Pave di Codore, Ítalíu, 31. ágú-st, AP. MÁLVERKI eftir mcistarann Titian, „Maddonnan og dýrling- urinn“, var í nótt stolið úr kirkju fæðingarbæjar hans í Dólómít- fjöllum ásamt 13 öðrum verð- mætum listaverkum. Verðmæti þýfsins er metið á 1,6 milljónir dollara. Öldum saman hafa þorps búar dáðst að listaverkinu, hinu eina sem Titian lét eftir sig í þorpinu þar sem hann fæddist 1477. Þrír keppa í Munchen ÞRÍR af okkar beztu frjáls- íþróttaanönnuim, þeir Guömund- ur Hermannsson, Bjarni Steíáns son og Erlendur Valdimarsson halda utan næstu daga til þátt- töku í svökölluðum „Test Oly-m-p ic Games“ í Múnohen sem fram fara 3.-5. sept. n.k. Keppt verð ur á velli þeim er Olympíulei-k- arnir ve-rða haldnir á næsta su-m ar. Er þetta mót haldið til þess að reyna hinn nýja leikvan.g og verða meðal keppenda margi'r heims-fræg.ir frjáls-íiþróttamenn viðs vegar að úr heiminum. Fyrirhu-gað er að þeir féla-gar keppni á fleiri mótu-m í ferðinn.i, en fararstjórí verður Svavar Markússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.