Morgunblaðið - 01.09.1971, Side 22

Morgunblaðið - 01.09.1971, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR í. SEPTEMBER 1971 Minning: Stefán Jðnsson skrifstofustjóri Fæddur 31. desember 1920. Dáinn 23. ágúst 1971. „Skjótt hefur sól brugðið sumri.“ HANN fæddist í Keflavík þar sem faðir hans þá var aðstoðar- læknir hjá tengdaföður sínum, Þorgrími lækni Þórðarsyni. For- eldrar hans voru Jón Bjarnason, læknir, Pálssonar, prófasts að Steinnesi í Húnavatnssýslu og Anna Þorgrímsdóttir, Þórðarson- ar, læknis í Keflavíkurlæknis- héraði. Á fyrsta ári 1921 fluttist hann með foreldrum sínum að Staf- holtsey í Borgarfirði. Hafði fað- ir hans þá fengið veitingu fyrir Móðir okkar, Magnea Guðlaugsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 31. ágúst. Jarðarförin ákveð- in siðar. Helga Sveinsdóttir, Iíörður Sveinsson, Heiður Sveinsdóttir, Eggert Sveinsson. Utför Ragnars Einarssonar, múrara, Hvammstanga, sem andaðist 26. ágúst sl. verður gerð frá Blönduós- kirkju föstudaginn 3. sept n. k. kl. 2 e. h. Aðstandendur. því héraði. 1 Stafholtsey og sið- ar að Kleppjárnsreykjum ólst hann upp með foreldrum og systkinum. Alls eignuðust þau hjón 7 mannvænleg böm, sem öll lifa nema yngsta dóttirin, sem dó í frumbemsku og nú Stefán, sem kveður langt um aldur fram. Stefán og systkinin voru æsku- glöð og tápmikil. Faðirinn sam- vizkusamur og mikilsvirtur, bæði sem læknir og maður. Framtíðin brosti við hinni samhentu fjöl- skyldu og framtíðardraumarnir voru glæsilegir. En snögglega og óvænt syrtir að, er fjöl- skyldufaðirinn andaðist árið 1929 aðeins 37 ára gamall. — Fluttist þá ekkjan með barna- hópinn sinn til Reykjavíkur, þar sem hún áframhaldandi bjó þeim gott heimili og hélt þeim til mennta. Stefán var snemma áhuga- samur og tápmikill. Dýravinur mikill og hafði ánægju af að umgangast þau bæði til gagns og gamans. Þegar hann hafði aldur til stundaði hann nám í Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan prófi. Hann hóf störf hjá togarafélaginu Alliance, sem á þeim árum var eitt með stærri atvinnufyrirtækjum þessa lands. Starfaði hann bæði á aðalskrif- stofunni í Reykjavík og einnig á sumrum við verksmiðju þeirra að Djúpuvík. Kom þá þegar i ljós starfsvilji hans og starfsgeta, sem fullyrða má að hvort tveggja var með ágætum. Lengstan starfstímann átti hann Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð vegna andláts og jarðarfarar litla drengsins okkar, Halls Egilssonar. Einnig hjartans þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okk- ur vinarhug og hjálp í v«ik- indum hans. Vilborg Guðleifsdóttir, Egill Jóhannsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, Johnnu Ágústsson, Landagötu 11, Vestm.eyjum. Guðmundur S. Ágústsson, synir og aðrir vandamenn. Þökkum innilega öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur vin- áttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ragnheiðar Jónsdóttur, Ásgarði 2. Garðahreppi. Fyrir hönd bama, Ester Arelíusardóttir, Sveinn Jóhannsson. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÓSKARS NORÐMANNS framkvæmdastjóra. Sigriður Norðmann, Kristín Norðmann, Unnur og Jónas Thorarensen, Oddbjörg og Jón Norðmann, og bamabörn. Alúðarþakkir okkar fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför HJÁLMARS JÓNSSONAR Bogahlíð 17. Jón Hjálmarsson, Asthildur Schwab, Guðrún Þorvaldsdóttir. Sigrún Hjálmarsdóttir Taylor, Elísabet Sigfúsdóttir. þó hjá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. Þar var hann vel virtur bæði af samstarfs- fólki og ekki siður af hinum mörgu og dreifðu viðskiptamönn um, sem bæði þekktu hæfni hans og þekkingu þeirra mála, sem hann fjallaði um. Mun þar margur sakna vinar í stað. Þetta er í stórum dráttum starfssaga þessa drengskaparmanns. Kvæntur var Stefán Önnu Þorbjörgu Kristjánsdóttur Bergs sonar. Vænni konu. Voru þau samhent um heimilisprýði og forsjá og uppeldi sona sinna, sem munu allir feta i fótspor foreldranna, þvi „minning feðr- anna er framtak niðjanna". — Þeir eru: Jón verkfræðingur, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur, Bene- diktssonar. Kristján, sem nemur lögfræði, ókvæntur. Þorgrímur, sem nam vérzlunarfræði og nú tæknifræði, kvæntur Önnu Cs- valdsdóttur Eyvindssonar. Yngst- ur er Páll, sem nemur í Mehnta- skóla. Alllir mannvænlegir eins og þeir eiga kyn til. Stefán vinur minn var dreng- ur góður. Glaður og reifur þeg- ar við átti. Alvörumaður i störf- um og enginn veifiskati. Gekk hreint til verks. Gætti orða sinna og stóð við það, sem hann sagði. Geðrikur nokkuð, en stillti því í hóf. Hlédrægur tel ég að hann hafi verið um of, þótt aldrei kæmi það að sök gagnvart þeim, sem hann vann fyrir, hvort heldur var innan veggja eða út á við. Framan af ævi var Stefán táp- mikill og heilsuhraustur. Fyrir nokkrum árum kenndi hann sjúkleika þess, sem orsakaði ótimabæran dauða hans hinn 23. ágúst sl. Hann hafði oft þurft að dvelja á sjúkrahúsum og var undir stöðugu eftirliti. í sumar fékk hann óvenju slæmt veik- indakast. Dvaldi hann þá mikið veikur i sjúkrahúsi hér. Hresst- ist þó það vel að honum var ráð- lagt að fara til Danmerkur. Dvaldi hann um tíma á hress- ingarhæli í Silkeborg og kom þaðan aftur hress og með bjart- ari framtíðarvonir. Kona hans var með honum í förinni og fögnuðu þau sameiginlega bættri heilsu og bjartari framtíðar- horfum á því sviði. Stefán mun hafa hugsað sér að hefja ekki störf að nýju fyrr en heilsan væri orðin það traust, að hann þyldi álag starfa sinna. Samt vann hann ýmislegt fyrir sjálfan sig. Eins og áður segir var starfsviljinn fyrir hendi og starfsgetan að sama skapi. Þau hjón áttu sumarhús ná- lægt Miðdal. Þar dvöldu þau löngum þegar tími og ástæður leyfðu. Eftir heimkomuna nú höfðu þau hjónin dvalið þar nokkuð, hugað að og prýtt þennan frið- arreit sinn. Þar voru þau stödd mánudag- inn 23. ágúst sl. Hné Stefán þá snögglega niður. Kona hans var ein með honum. Brá hún skjótt við til að reyna að ná í nauð- synlega aðstoð. Þegar hún kom aftur var hann liggjandi í sörnu skorðum og hann hafði verið þegar hún fór. Hans góða hjarta, sem svo mikið hafði reynt á undanfömum árum, hafði nú brostið að fullu. Hann var lát- inn þegar að var komið. — Við þessa harmafrétt setti f jölskyldu hans og vini hljóða. Uppeldissystir mín Anna, sem ein lifir nú sinna systkina, nú við aldur og margreynd í lífsins stormum, mundi hafa kosið ann- að hlutskipti en að sonur henn- ar, Stefán, yrði til moldar bor- inn á undan henni Sterkir stofnar þola mikla storma og von mlh er að hún standist þennan, eins og aðra áður komna. Mest mæðir fráfall þetta að sjálfsögðu á konu Stefáns Önnu Þorbjörgu og sonum þeirra. Áratuga innileg samvinna og samstarf rofnar svo snögglega. Þegar rætt er um dauðann, er oft vitnað til minninganna og ekki að ástæðulausu. Þær lifa þá hold er horfið. Svo verður og hér. Minningin um elskaðan eiginmann, góðan og fómfúsan föður og tápmik- inn fjölskylduföður mun verða þeim öllum styrkur á þessum sorgarstundum og veita þeim framtiðarstyrk. Vinir Stefáns og ættmenni sakna hans og sárt. Vanmáttur okkar gagnvart dauðanum hef- ur enn birzt okkur. Ungur má, en gamall skal. Samúðarkveðjur fylgja þess- um línum frá konu minni, mér og fjölskyldum okkar. Sjálfur get ég ekki fylgt þér hinzta spölinn, en dvel með ykkur í anda. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni kl. 2 e.h. í dag. ÞorgT. St. Eyjólfsson. SYSTURNAR Sorg og Gleðii gera ekki alltaf boð á undan sér, er þær koma í heimsókn. Þær toveðja þó dyra i hverju húsi og skilja eftir sig spor. Þó að gleðin ætti sér toeiim- kynn,i að Lynghaga 16 var þó vitað að sorgin var á næsta leiti, og vinir húsráðenda fögn- uðu hverjium degi sem leið að ■kvöldi án þess hún kveddi dyra. Stefán miágur minn var etoki fjölorður um eigin hag. Hann var einstaklingshyggjuraaður sem lét sig varða hag annarra. Hann ól ekki drauminn um þús- undárarikið — hafði ekki uppi áform um að bylta þj'óðfélaginu og koma á jöfnuði. En hann miðlaði öðrum og lét engan synjandi frá sér fara. Hann var elztur bræðra sinna og studdi yngri bræðurna, án þess að krefjast fylgiispektar af þeim. Hann kunni að hlusta á tillögur annarra og taka ákvarðanár sjálfur. Stefán var fæddur í Keflavík hinn 30. desember 1920, sonur Jóns héraðslæknis Bjamasonar prófasts í Steinnesi Pálssonarog toonu hans Önnu Þorgrímsdótt- ur héraðslæknis og alþm. Þórð- arsonar í Hornafirði og síðar í Keflavík. Báðir voru þeir Jón faðir Stefáns og Þorgrímur afi hans rómaðir fyrir lækningar síniar, handbragð og hyggindi. TU þeirra og annarra áa og frænda sótti hann fyrirmynd um hag- leik og snyrtiimenmstou I starfi. Björn M. Halldórsson, leturgrafari - Minning ÞAÐ sker í hjartaS er góður vin- ur hverfur af sviði þessa lífs. Ekki hafði ég rennt grun í að vinur minn, Björn M. Hall- dórsson, yrði allur aðeins þrem- ur dögum eftir að við áttum langt og skemmtilegt samtal. Þetta samtal átti að birtast í því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að Bjöím hóf leturgröft. Sýn- ing á munum, sem hann hafði srniðað og Skorið var fyrirhuguð, og vissulega var þar um að ræða sýningu sem vert var að sjá. Snilldarhandbragð meistarans var á hverjum hlut. En nú verðum við að sætta okkur við orðinn hlut og sitja eftir með minninguna um góðan dreng. Við Björn Halldórsson áttum ekki löng kynni, en þau voru góð og þeim mun betri, er á leið. Síð- asta helgim, sem hann lifði var tnín og hennar naut ég eins og ungur drengur, sem lendir í æv- intýri. Ævintýri var allt líf Björns HaUdórssonar, a. m. k. frá því ég kynmtist honum. Hann nafði sér- stakt lag á því að gera lífið að ævintýri. Skær og bjartur hlátur Björns mun fylgja mér meðan ég lifi og andlegur styrkur hans mun verða mér stoð, svo lengi sem ég fæ hans notið. Guð blessi minmingu þína, kæri vimur. —★— Björn M. Halldórsson var fædd Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfalll og jarðarför GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR Sæborg, Skagaströnd. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki Héraðs- hælisins Blönduósi. Vinir hinna látnu. ur hér í Reykjavík 8. desember 1907 og var því á 64. aldursárL Rétt um þessair mumdir var hann búinn að vinna 50 ár að iðn sinmi, leturgrefti eða málmskurði, sem hefði verið meira sannmefni, því að hann smíðaði margan gripinn úr alls konar máknum og skreytti með grafli símum. Hann var sonur Halldórs Sigurðssomar úrsmdðs frá Álfhólum í Vestur- Landeyjum og Guðrúnar Ey- mundsdóttur frá Skjaldþings- stöðum í Vopnafirði. Bjöm mam listiðn sína í Kaupmannahöfn en tók próf í henmi hér heima og varð fyrstur manna tii þess, en stétt hans hefur verið fámenn alla tíð hér á lamdi. Sonur hans, fvar, hefur lokið námi í þessari iðn föður sims og tók hanm próf síðastliðið vor. Björm vax kvæntur Guðfimnu Guðmundsdóttur og áttu þau fjögur börm, Erlu Ingileif, Guð- mund gullsmið, Ragnar Björn starfsmiann Loftleiða og ívar Þórólf leturgrcifara. Vignir Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.