Morgunblaðið - 24.09.1971, Side 13

Morgunblaðið - 24.09.1971, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SPPTEMBER 1971 13 Hagsveifluvog idna5arins: 20% framleiðsluaukning á öðrum ársfjórðungi Á ÖÐRXJM ársf jórðnngi 1971 varð urn 20% ankning á iðnað- arframleiðslu miðað við sama tima í fyrra, samkvæmt hag- sveiflnvog iðnaðarins. Hag- sveifluvogin er byggð á úrtaks- athugun, sem nær tU 24 greina og sýnir hún að framleiðslu- aukning hefur orðið í öUum greinum nema veiðarfæraiðnaði og kexgerð. í nýútkomnu hefti fslenzks iðnaðar er gefið eftir- farandi yfirlit um niðurstöður athugananna: Brauð- og kökugerð: Nokkur aukning á framleiðslumagni mið að við sama tíma í fyrra. Kex- gerð: Nokkur samdráttur, en fjöldi starfsmanna óbreyttur. Sælgætisgerð: Nokkur aukning á framleiðslumagni og talsverð söluaukning. Matvælaiðnaður (takmarkaður hluti): Tiltölulega öbreytt ástand. Fjöldi starfs- manna meiri og búizt við aukn- ingu á næsta ársfjórðungi. Drykkjarvöruiðnaður: Fram- leiðslumagn jókst og f jöldi starfs manna hefur aukizt talsvert. Ullariðnaður: Allmikil fram- leiðsluaukning og búizt við á- framhaldandi aukningu. Prjóna- iðnaður: Talsverð framleiðslu- aukning miðað við sama tíma í fyrra. Nokkur aukning i starfs- mannafjölda. Veiðarfæraiðnaður: Veruleg minnkun á framleiðslu- magni miðáð við sama tímabil í fyrra og búizt við áframhald- andi samdrætti. Fatagerð: AU- mikil aukning á framleiðslunni miðað við sama tímabil í fyrra, en lítilsháttar samdráttur miðað við 1. ársfjórðung þessa árs. Húsgagnagerð: Nokkur aukning miðað við sama tíma í fyrra. Innréttingasmíði: Töluverð aukn- ing miðað við sama tíma í fyrra og búizt við sömu þróun á 3. ársfjórðungi. Pappírsvöruiðn- aður: Veruleg aukning miðað við sama tima í fyrra. Talsverð fjárfesting á þessu ári. Prent- iðnaður: Nokkur aukning og búizt við auknum starfsmanna- fjölda á næsta ársfjórðungi. Sútun og verkun skinna: Nokk- ur aukning, en búizt við sam- drætti á 3. ársfjórðungi og fækk- un starfsfólks. Veruleg fjárfest- ing á þessu ári. Málningar og lakkgerð: Nokkur aukning mið- að við sama táma i fyrra og starfsmannafjöldi jókst verulega miðað við 1. ársfjórðung og búizt við áframhaldandi aukningu. Málmiðnaður: Talsverð aukning og búizt við áframhaldandi aukn- ingu. Skipasmiði og viðgerðir: Allveruleg aukning og búizt við aukningu á 3. ársfjórðungi og fjölgun starfsfólks. Plastiðnaður: Veruleg framleiðsluaukning mið- að við sama tima i fyrra, og bú- izt við áframhaldandi aukningu. Fjárfesting aHmikii á þessu ári. Lcsxveiðijörð í Hreppum til sölu. Jarðhiti, 15 ha ræktuð tún. Nénari upplýsingar í skrifstofunni. Hrafnkel Asgeirsson, hrl., Strandgötu 1, Hafnarfirði. Sími 50318. Hampplötur eru ódýrari en spónplöturnar. Plöturnar fást hjá okkur. Timburverzlun Árna Jónssonar, Sendisveinn óskast Viðskiptaráðuneytið vill ráða sendisvein eftir hádegi. Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar veittar í viðskiptaráðuneytinu, Arnarhvoli, sími 25000. Viðskiptaráðuneytið. Verkamenn Viljum ráða 2 verkamenn til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í síma 83400. Sementsverksmiðja ríkisins, Ártúnshöfða. Síðosti innritunordogur Sími 10004 og 11109 Málaskólinn Mímir Brautarholti 4. TERYLENE BUXUR sem étíhl þarf ab pressa Drengjaog herrastærðir Nýjustu snið við allra hæfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.