Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 19
 MORGUíNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1971 19 ^ STORIÐJA Virkjunaráforni við Sigröldu grera ráð fyrir 175 niilijón rúrametra lóni á þessum stað, ofan við ölduna sem þeir standa á Halldór Eyjólfsson starfsmaður Landsvirkjunar og' Páll Flygenringf, yfirverkfræðingur Landsvirkj unar. Framhald af bls. 17. fjóram sinnum hæira árið 1973, 4 sininium hærra 1974, 3,6 sinin- um hæira 1977, og rúmlega 70% hærra árið 1980 án söiiu raif- magns til álversins. Ekki er ólík tegt, að af þessu megl teiða, að rtoíkkuð svipað muni eiiga sér stað í samibandi við virkjun Tungnaár i smá áföngum ann- ars vegar en einum stórum áfaniga hins vegar, enda þótt fcpinigumstæður þurtfi ekfci að vera náfcvæmtega þær sörnu. Eitt er víst, að með smááfanga viríkjunum verður verðið frá Tungnaárvirkjun ekki 32—35 aurar, heidur ailt annað og meira, og ber að sjálifsögðu að upplýsa það, hver mismun- urinn á raforkuverðinu er áætl aður eftir því, hvort um stór- vtrfcjun í einutm áfaniga er að ræða og með framhaldi Hraun- eyjaífossvirkjunar eða minni áfangavirkjanir á hvorum staðnum um sig og þá einniig, hver tímamismunurinn er á virkjunarframkvæmdum og fiulinýtinigu virkjananna. Það er alvarlegt mál að vilia ffðlfci sýn um það, hvað liíiklegt sé, að t.d. raforkuverð til hiúsahitunar muni verða og teveiikja þanniig tálvonir hjá almenningi. Lofcs rná efcfci ganga fram hjá því, að raf- orfcusalan er efcki það eina, sem skiptir máii í sambandi við stóriðju, heldiur öli þau önnur áhrif, sem vaxandi stóriðja hef ur á þjóðaibúskap okkar ís- lendiniga. Á sanminiginin við ál- bræðsluna ber að líta sem heild, bæði samninginn urn orfcusöluna og framleiðslu- gjaldið og einnig þau margvís- legu önnur örvandi áhrif á iðn þróun í landinu, sem slík stór- iðja leiðir til og álbræðslan hefir t.d. leitt til þar sem ís- len/ík iðnfyrirtæki hafa feng- ið stór viðfangsefni, sem þau eila hefðu ekfci haft tækifæri til að giíma við og njóta góðs af. SIGLT í KJÖLFARH): Magnús Kjartansson segir á einum stað í viðtalinu við Þjóð- viljann: „Hingað berast stöðugt íyrirspumir um þau kjör sem i boði kynnu að vera fyrir er- lenda aðila. 1 svörum við þeim fyrirspumum hefur rífcis- stjómin jaflnan lagt áherziu á, að því aðeins verði samið um notkun erlends fjárfestiniga- fjármagns hér, að íslendingar haft algjörlega undirtöfcin sjálfir eigi t.d. meginWluta í við komandi fyrirtæki og eignist ifyrirtækið á tilteknum ára- fjölda. Þegar þessum erlendu aðilum er greint frá þessum viðhortflum rífcisstjómarinnar, telja þeir þau mjög eðlileg.“ Ef Magnús Kjartansson, iðnað- arráðherra, heldur, að þetta sé einhver nýlunda að ræða við erlenda aðila á þessum grund- veili, þá er það milkiill misskiln inigur. Ég hefi marglýst þvi yf- ir á Alþinigi og annars staðar á opinberum vettvangi, að í við- ræðum fuiltrúa fyrrverandi ríkisstjómar við erlenda aðila, hafi jaflnan verið lögð áherzla á meirihluta aðstöðu Islend- inga, eða að Istendingar eign- uðust meirihlutann á tilteknu árabiii. Hér er þvi efcki um neina nýja stefnu að ræða, heldur verið að sigla í kjölfar fyrrverandi rífcisstjórnar. fs- lenzfca rífcið á meirihliuta hluta fjárins í kísiliðjunni við Mý- vatn, en ameríska fyrirtækið Johns Manville minnihluta og sveitarfélög í Þinigeyjarsýslu nokkurn hluta, og þeim befur staðið til boða stærri hluti en þau hafa kosið að eiga. Þegar það var ákveðið að vera efclki hiuthafi í álbræðslunni, þá bygigðist það á vandlegri at- hugun. Sjáifur gerði ég mér sérstakit erindi til Noregs til að ræða við sérfræðiniga urn fyrir- fcomulag hugsanlegrar eign- araðildar eða það fyrirfcomu- iaig, sem valið var, að erlendi aðilinn ætti ailllt hlutaféð og hefði alla áhættuna, en við ofcfcar hagnað af orfcusölu, framleiðslugj'aldi, viinnulaun- um, vörufliutningum með ffar- sfcipum og ýmsu öðru móti. Þeir sérfræðinigar, sem óg ræddi við, töldu enigan efa á þvi, að það fyirirkomulag, sem við kiusum, væri okkur öruggast og hemtugast, en það byggist á því, að framleiðslla á hrááli er aðeims einn htekfcur í langri keðju iframleiðsluhátta. 1 fyrsta lagi er að hafa tök á bauxitinu, það er að segja hrá- efninu úr iðrum jarðar, síðan að vinna það I súrál og síðan hráálið úr súráli og síðan alla þá huigsanlegu framileiðslu, úr hrááli, sem nú er stunduð. Sá aðili, sem aðeins ætti hluta af einni þessara framleiðslugreina það er framteiðslu hráálsins, væri að sjalfsögðu mjög háður og ósjálfstæður aðili igagnvart öllum hinum, bæði þeim fram- teiðsluháttum, sem á undan koma, og þeim, sem á eftir fara, þ.e.a.s. mörkuðunum fyrir hrá- álið. Hdtt er svo rétt, að um það var rætt á sínum tirna við Svisslendingana að vera hugs- anlegir samaðilar þeirra eftir að við hefðum kynnzt refcstri áilivers og þessum málum nánar, ef t.d. yrði að ráði að reisa ál- bræðslu á Norðurlandi. Einnig hefur verið rætt við aðra ál- framleiðendur um þann mögu- leika, að Islendingar byggðu ál bræðslu sjálfir, sem erlendir aðilar fjármögnuðu og Islend- iragar greiddu svo lánin með allri framleiðslu sins hrááls, sem þeir erlendu skuldbyndu sig ti’l að kaupa á tiltefcnu ára- bi'li. Það eru hugsaniteg fleiri íorrn í slífcum atvinnurekstri, og eiitt karan að henta betur í sambandi við áiflramteiðslu t.d. en í sambandi við ýmiss konar aðra stóriðju, "svo sem oiíu- hreinsun, máimblendisfram- Ieiðslu, þunigavatnsframteiðslu og amnað fleira. ÞÁTTUR RAFORKU TIL HÚSAHITUNAR Loks eru nokkur orð um húsahitun með raforku. Það mál var sett í athugun i tíð fyrr verandi rikisstjórnar. Ég mun minnsta kosti tvisvar ef ekki oftar á síðastliðnu Alþingi hafa gert grein fyrir, hvernig fram- vinda þeirra mála væri, en þvi miður gengu athuganir sérfræð inga miklu hægar en ég hefði óskað. Þeir höfðu þó lofað álits gjörðum á þessu sumri og helzt ekki seinna en í ágústmánuði, en þær munu ókomnar enn. Sjálfur flutti ég breytingartii- lögu á síðasta Alþingi í sam- bandi við breytingu á Lands- virkjunarlögunum, að það skyldi verða eitt af verkefnum Landsvirkjunar að vinna að því i samvinnu við rafveitur á orkusvæðum sinum að raforka komi í stað annarra orkugjafa við hitun húsa og annarra þarfa eftir því, sem hagkvæmt er talið. Samkvæmt þessu laga- fyrirmæli hefur Landsvírkjun- arstjórn nú verið að láta vinna sérstaklega að athugun á mögu leikum til húsahitunar. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu einnig á síðasta þingi tii lögu til þingsályktunar, sem leggur áherzlu á athugun húsa hitunar með rafmagni. Tillagan var samþykkt og felur í sér stefnumótun Alþingis á þessum vettvangi. Ég held hins vegar, að um það sé ekki deilt meðal sérfræðinga, að jarðvarminn, þar sem hans er kostur, sé veru lega hagkvæmari en húsahitun með raforku, og á það er að líta, að einmitt á orkusvæði Landsvirkjunar, þar sem fólks fjöldinn er mestur er jarðvarm inn einnig mestur, hér I Reykja vík og á Reykjanesskaganum. Af þessu leiðir að sjálfsögðu að húsahitun getur aldrei orð- ið nema smáþáttur í stórvirkj- unum og engan veginn nægi- lega stór þáttur til að grund- valla á stórvirkjanir, enda þótt núverandi ríkisstjórn hafi tal- ið, að svo gæti orðið, þegar hún gaf út sína stefnuyfirlýs- ingu við stjórnarmyndunina. Notkun raforku til húsahitunar er heldur alls ekki sambærileg við notkun raforku til efnaiðn aðar, sem nýtir orkuna jafnt og þétt, nætur sem daga og vet ur, sumar, vor og haust. Með húsahituninni er um að ræða notkun raforku, með miklu verri nýtingu og óhag- kvæmari, þar sem hún er mis- munandi bæði á vetrum og sumrum og einnig á hverjum sólarhring. LEIKT.IÖLD, — STEFNUBRE YTING: I sjónvarpsviðtali við Magnús Kjartansson, iðnuðar- ráðherra, s.l. þriðjudag voru birtar myndir með glæsilegum leiktjöldum í baksýn, geysimik ið orkuver og stóriðjufyrir- tæki, og þar og 1 hljóðvarpi lagði ráðherrann áherzlu á þá miklu stefnubreytingu, sem nú ætti sér stað í sambandi við á- kvörðun um Sigölduvirkjun. Jú, vissulega er um stefnubreyt ingu að ræða. Magnús Kjart- ansson, iðnaðarráðherra, er fall inn frá tillögu sinni, sem hann flutti á síðasta Alþingi, um 30 M.W. virkjun í Brúará í Efsta dal. Sú breyting er einnig frá fyrri stórvirkjunarákvörðun- um, að engin trygging er fyrir orkusölu. Þetta telur ráðherra sér og ríkisstjórninni til ágæt- is, en mér þykir hins vegar ekki óliklegt, að margir líti öðruvísi á og telji, að við stæð- um allmiklu betur að vígi, ef við hefðum stóra orkusölusamn inga, þannig, að við hiklaust gætum ráðizt í einu átaki í stór virkjun við Sigöldu og i beinu framhaldi þar af stórvirkjun við Hrauneyjafoss. Það, sem gerzt hefur nú, er það, að lög- gjöf frá Alþingi um Sigöldu- virkjun hefur ekki verið kast- að í bréfakörfuna, heldur hef- ur núverandi ríkisstjórn, fall- izt á tillögu eða samþykkt Landsvirkjunarstjórnar um Sig ölduvirkjun á grundvelli lag- anna. Með öðrum orðum, ríkis- stjórnin hefir ekki hafnað þeirri skoðun og tillögugerð Landsvirkjunarstjórnar, að rétt sé að ráðast i virkjun við Sig- öldu nú, annaðhvort I áföng- um eða í einum áfanga. En það kemur fram í greinargerðum Landsvirkjunarstjórnar, að hún leggur áherzlu á og tengir vonir við, að takast megi að ná samningum við erlenda aðila um stóriðju, sem geti orðið grundvöllur hagkvæmustu framkvæmdarinnar við virkjan ir í Tungnaá, sem gefi lands- mönnum kost á ódýrastri raf- orku og styrki mest að öðru leyti iðnþróun og þjóðarbú- skap landsmanna. Fyrsta vélstjóra, netamann 09 matsvein vantar á 200 lesta togbát frá Keflavik. Upplýsingar i símum 2064 og 1893. Keflavík. ÍBÚÐ TIL LEICU í miðborginni. Hentug fyrir tannlækna, eða sem skrifstofuhúsnæði. Upplýsingar í síma 40160. Röskur maður óskast nú þegar til ýmissa starfa utanhúss og innan. Þarf að hafa bilpróf. Upplýsingar í síma 26222 kl. 9—17 í dag. Elli- og hjúkrunarheimilið GRUNO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.