Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 197Í
21
fréttir
í stuttu máli
• HARRIS I FRAMBOÐ
Washington: — Fred R. ]
Harris, öldungadeildarmaður'
úr flokki demókrata frá Okla\
homa, heftw ákveðið að til-1
kynna að hann gefi kost á sérr
sem frambjóðandi flokks síns ]
í forsetakosningunum að ári I
samkvæmt áreiðanlegúm heimj
ildum. Áður hefur gefið 1
kost á sér George McGovernJ
cldungadeildarmaður frá Suð'
ur-Dakota. Edmund S. Musltie,
óldungadeildarmaður frá Maá
ine, mun væntanlega ekki gefar
opinberlega kost á sér fyrr enj
í lok þessa árs eða í byrj un I
næsta árs.
• VOPN FRA ÍSRAElÍ
Tel Aviv: — Maður nokkur,!
sem kailar sig fulltrúa austur-1
pakistönsku aðskilnaðarhrey f j
ingarinna.r Bangla Desh, M;
hmoud Qasim, er farinn frá.
ísrael og kveðst ánægður með'
vikuviðræður um vopnakaup, I
en utannkisráðuneyti ísraelst
dregur skilríki hans í efa ogJ
kveðs aðeins hafa ítrekað lof;
orð um aðstoð ísraels í liknar'
málum.
| AFKOMANDIDEYR
A PICTAIRNEYJU
Glendale, Kaliforníu: —
iElzti beiri afkomandi Fletoher
| Christians, foringja uppreisn!
arinnar á ,,Bounty“ 1784, crj
. látinn 78 ára að aldri. Fréttin |
ba.rst með stuttbylgjusend- J
1 ingu til alþjóðaútvarps-]
| stöðvar aðventista í Kaliforn |
I iu f.rá Pictairneyju á Suður-j
Kyrrahafi. Þar námu uppreisn|
armennirniir land ásamt'
I konum frá Tahiti. Hinn látni,
iParkin Christian, er kominr.l
af uppreisarforingjanum í 4.|
' lið og lézt í Auckland á Nýja]
|Sjálandi, þar sem hann hafði'
1 búið um eins árs skeið hjá dótt(
i rw sinni. Frændi hans og jafn-J
aldri, Fred Christian, er nú^
1 elzti
afkomandi
Fletcher.1
I Christians.
» FYRIRRENNARI
SMITHS LATINN
Newbury, Englandi: — Sk
) Edgar Whitehead, forsætisráð
herra Suður-Ródesiu 1958—
1962, er látinn, 66 ára að aldri.
1 Hann var foringi stjórnarand
stöðunnar þar til lýst vsur ein
| hliða yfir sjálfstæði Ródesíu
1965 og fluttist þá til Englands,
' enda var hann ósammála að-
' ferðum eftirmanns sins, lan
I Smiths. Hann kom til leíðar
I nokkrum umbótum til að
draga úr kynþáttamisrétti, en
neitaði því að hann væri frjáls
I lyndur.
STJÓRNMÁLA-
MAÐUR STUNGINN
Tókíó: Foringi eins helztal
stjórnarandstöðuflokksins íí
Japan Yoshikatsu Takeri var!
í da.g stunginn rýtingi á götu '
í grennd við aðalstöðvarj
flokks síns í Tókíó, ekömrnu ]
eftir að hann hafði sett lands-j
fund flokksinis. Við kosning-
arnar í desember 1969 varðj
flokkur Takeris, Komeito,
þriðji stærsti þingflokkurinn.
Líðan Takeris er sögð eftirj
atvikum og er hann ekki í í
lífshættu. Tilræðismaðurmn ]
var handtekinn.
Stjórn Pélags íslenzkra leikara: (f.v.) Gísli Alfreðsson, ritari, Rrynjóifnr Jóhannesson, vara-
formaður, Guðrún Ásniiindsdóttir, meðstjórnandi, Kiemenz Jónsson, formaður félagsins, og'
Bessi Bjarnason, gjaldkeri.
Félag leikara 30 ára
FÉLAG íslcnzkra leikara er þrít-
ugt á þessu ári og héldu leikarar
og söngvarar upp á afmæiið með
hófi að Hótel Sögm á mánudag.
óperusöngvarar og leikmynda-
teiknarar gerzt félagar leikar-
anna.
Félag íslenzkra leikara á sér
húsnæði að Bergstaðastræti 11
og það er aðili að Norrænum leik
arasamtökum og Alþjóðasamtök
um leikara.
i stuttumáli
KKIÐ A VIVA
Ekið var á R-9295, sem er
hvit Vauxhail Viva bifreið,
þar sem hún stóð vestan við
Sænska frystihúsið 21. þessa
mánaðar. Ekið var á vinstri
hlið bifi-eiðarinnar og fannst
rauð má'lning í skemmdunium.
Rannsóknarlögreglan skor-
ar á tjónvaldinn svo og vitni
að gefa sig fram.
BÍLL BBANN
1 ELDUR kom upp í litlu bila-
I verkstæði að Hafnarbraut 15
i i Kópavogi í gærkvöldi.
Slökkvistarf gekk greiðiega
' og urðu litlar skemmdir á
I húsimu, en nokkrar skemmdir
urðu á verkfærum í verkstæð-
unu.m og einn bill brarm þar
1 inni. 1
Félagar í F.I.L. eru nú 110 tals-
ins.
Félagið var stofnað 22. septem
ber 1941 og voru stofnfélagar
24. í fyrstu stóð félagið aðeins
opið þeim leikurum, sem höfðu
minnst 10 ára leikferil að baki,
en nú geta bæði viðurkenndir
— Toghleri
Franiliald af bis. 32.
botn, sem sléttan og sagði Guð-
laugur að t. d. hefðu þeír á Gull-
berginu reynt þá á Söginni út af
Port'landinu, sem er fremur
ósliéttur botn, en ekkert hefði
reynt á hlerana. Flothyliki er i
miðjum hlerunum og niður úr
þeim hanga keðjur, sem kúii'urn-
ar eru festar í.
Um næstu mánaðeTnót mun
Lundinn VE taka hlerana um
borð og gera lokatilraun með þá,
en Guðlaugur, sem hefur umboð
fyrir þessa hlera, sagðist ekki
mundu selja þá fyrr en endan-
leg niðursitaða lægi fvrir.
— Hráefni
Fi'anihald af bis. 32.
með atkvæðum oddamanin.s og
fulltrúum kaupenda í nefndinni
gegn atkvæðum fulltrúa seljenda.
í yfirnefnd'nni áttu sæti: Jón
Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri,
sem var oddamaður nefndarinin-
ar, Guðmundur Kr. Jónsson og
Ólafur Jónsson af hálfu kaup-
enda og Helgi Þórarinsson og
Kristján Ragnarsson af hálfu
seljenda.
— Vinnuvika
Framhald af bls. 32.
1981. Mismunurinn á greiddum
vinnustunduim cvg unnum er
þannig hjá okkur 411 stundir á
ári, hjá Svíum 254, hjá Dönum
212 og hjá Norðmönnum 237.
Um vinnutíma verzlunarfólks
og skrifstofufói'ks eru aðeins
samanburðartöhu’ frá Svíþjóð.
Sviar greiða heldur engin h!é
hér og eru unnar vinnustundir
þessara stétta þar 38:48 á vifcu,
en hér á landi vinna afgreiðslu-
menn V.R. 38:37 stundir á vifcu,
skrifstofumenn V.R. 35:07 stund-
ir og meðlimir B.S.R.B. vinna
35:27 stundir á viku. Greiddar
vinnusitundir í viku eru í Sví-
þjóð 40:18, en hér á landi frá
38 til 44 stundir.
í Sviþjóð er orlof þessara
stétta 166 stundir en hjá okkur
frá 129 til 141 stund. Unnar
vinnustundir þessara stétta í
Svíþjóð eru 1859 á ári en frá
1704 til 1874 hjá okkur. Greiddar
vinnustundir Svíanna eru 2103,
en hjá okkur frá 1983 til 2296.
Mismunur á unnum og greidd-
um vinnustundum er í Svíþjóð
244 stundir, en hjá okfcur fiá
279 til 422 stundir.
—Landhelgismál
Franthald af bls. 14.
Nú tók til máls Loftur Júlíus-
son. Hann kvað nauðsyn að ís-
lendingar gerðu nú stórátak i
sjávarútvegi, sem sýndi að þeim
væri alvara. Fiskiskipafloti okk-
ar teldi nú 24 úthafstogara og
auk þess nokkur fleiri, sem
stundað hefðu úthafsveiði, en tal
an næði samt ekki nema um 75.
Ef Islendingar ætla að taka við
af útlendingum við veiðarnar,
þarf að auka fiskiskipastólinn
mjög — sagði Loftur og nefndi
um 100 skip, sem þörf væri á
að kaupa. Hann kvað ástæðu-
lausan allan ótta við nýtt þorska
stríð. — Bretar hefðu þegar lært
sína lexíu af því. Þá ræddi Loft-
ur um erfiðleika á staðarákvörð-
unum og mælti með Deccakerf-
inu.
Harald Holdsvig ræddi einnig
um staðarákvarðanir og vanda-
mál í nákvæmni þeirra og benti
á loran í því sambandi.
Næstur tók til máls Sveinn
Benediktsson og sagði frá samn-
ingi Breta og Dana árið 1901 og
tilkomu hans. Sagði Sveinn að
fáum væri ljóst, hvers vegna til
þessa samnings kom. Er hann
var gerður var mikil aukning í
svínakjötsframleiðslu Dana og
þurftu þeir markað fyrir hann í
Bretlandi. Um hann sömdu þeir
með því að fórna hagsmunum
tslendinga. Þessi 50 ára samning-
ur gæti því alls ekki skapað
Bretum neina hefð á Islands
miðum.
Sveinn Benediktsson sagðist
ekki búast við neinu góðu af
Bretum í þessu máli og Islending
ar skyldu allt eins búast við
harðri andspyrnu frá þeirra
hálfu. Lífsnauðsyn væri því að
við héldum okkar rétti, en rás
tímanna yrði okkur eflaust hlið
holl. Það ættu íslendingar að not
færa sér. Stórveidin hefðu að
vísu ekki skilning á mikilvægi
málsins í dag. en þrátt fyrir það
mættu íslendingar hvergi hopa.
Krislján Ragnarsson, formaður
LÍÚ' sagði að algjö.r samstaða
væri með útvegsmönnum í mál-
inu — aðeins hefði verið deilt um
það hvernig að málinu yrði stað-
ið. Hann áréttaði mikilvægi máls
ins. Erfiðleikar gætu orðið með
síldveiðarnar í Norðursjó vegna
málsins, en a’lt slíkt væru smá-
munir borið saman við málið í
heild. Hann ræddi um f.riðunar-
ráðstafanir, sem gerðar hefðu ver
ið úti íyrir Norðausturlandi og
r efndi þau sem dæmi um góðan
árangur af s’ikum ráðstöfunum.
Guðni Þorsteinsson spurðist
fyri.r um það, hvort rikisstjórnxn
hefði ákveðið að i.erða eftir’it
n’eð fó5.u:i txollpoka, en sum
skip fóðrj-Sx pokana incð s', =>-
riðnu neti á hafi úti og brytu
þannig reglur um möskvastærð.
Loftur Pjarnason, formaður
Félags isi. botxvörpi’.skipaeigenda
sagði að t.o j"..raeigendur myndu
fylgja ri’cisstjóiainui í þessu
máli. Þeir hefðu gert þnð 19ö2 ug
1958, þrátt fyrir að aðgerðir
Breta — löndunarhann hefði aðal
]ega komið niður á þeim. Aðstaða
togaranna versnaði þá mjög en
bátanna batnaði. Loftur lýsti því
yfir að ef til lönduna.rbanns í
Bretlandi kæmi myndu togaraeig
endur taka því sem hverri ann-
arri nauðsyn.
Þá tók til máls Sigfinnur Karls
son. Hann sagði að hér væri mál
þjóðarinnar, sem um hefði ver-
ið kosið 13. júní og þvi ættu Is-
lendingar að standa sem einn
maður.
Þá tók aftur til máls Pétur Sig
urðsson og svaraði fyrirspurn-
um. Hann kvað Deccakerfið mjög
erfitt og dýrt í viðhaldi, en hið
nýja kerfi, sem hann hafi rætt
um í framsöguerindi sínu, ryðja
sér mjög til rúms hvai’vetna.
Decca kostaði ótaldar milljónir
króna. Um klæðningar á poka
sagði Pétur að erfitt væri við
það að fást og þar væri jafnt
pottur bi’otinn hjá okkur sjálf-
um sem erlendum aðilum.
Lúðvík Jósefsson sjávarútvegs
málai’áðherra þakkaði þvi næst
þátttöku i fundinum og kvað
hann vera gagnlegan að sínu á-
liti. Hann livaðst hafa álitið sig
skyldugan til þess að boða til
fundarins — málið væri í sinum
verkahring — sjávarútvegsmála
ráðherra færi lögformlega með
málið. Þá svaraði ráðherra fyrir-
spurnum. Vegna fyrirspurnar Jó
hanns Hafstein, er hann ræddi
um uppsögn samningsins frá
1961 og orða hans um að fara
þyrfti að málinu eftir venjuleg-
um siðareglum sagði Lúðvík að
hann hefði sem viðskiptaráð-
herra fengið mjög ruddalegar til
kynningar frá ýmsum aðilum inn
an Efnahagsbandalagsins, þar
sem látið væri að þvi liggja að
stæðu Islendingar fast á land-
helgisútfærslunni, gætum við
ekki fengið þau viðskiptasam-
bönd, sem talað hefði verið um
við EBE. Sagði Lúðvik að hann
teldi þessar hótanir frá útlend-
ingum jafnvel beinar ögranir,
sem með engu móti gætu haft
áhrif á okkur í landhelgismálinu.
Ég trúi þvi ekki — sagði Lúð-
vík, að Bretar og Vestur-Þjóð-
verjar leggi út í viðskiptastríð
við okkur vegna þessa máls.
Því getur verið að við verðum
að hafa sömu kjör við þjóðir
EBE, sem við höfum haft og
orðið að búa við. Síðan áréttaði
ráðherra, að íslendingar myndu
aldrei sernja um landhelgina við
aðrar þjóðir. Hins vegar væri
sjálfsagt að veita útlendingum
einhvern umþóttunartíma á með
an útfærslan gengi yfir og sann-
gjarnt gæti talizt.
Þá tók Jóhann Hafstein aftur
«1 máls og sagði að úr því að
utanriikisráðherra Islands hefði
talið áframhaldandi viðræður við
Breta og Þjóðverja æskilegar og
Bretar og Þjóðverjar hefðu lýst
sig fúsa til viði’æðna um málið
yrðum við að ræða við þá. Ef
ásókn ykist til mikilla muna í
miðin umhverfis landið sagði
hann að allt eins kæmi til greina
að flýta útfærslunni, en við yrð
um að standa saman og vinna
að málinu með háttvísi.
Þá tók aftur til máls Pétur Guð
jónsson og taidi 50 milur of litla
útfærslu. Hér væri um efnahags
legt vandamál að stríða og af-
leiðingar yrðu hinar sömu, þótt
útfærslan yrði enn meiri. Því
ætti að stefna að því að friða
allt landgrunnið. Loks taiaði Lúð
vik Jósefsson og þakkaði fund-
arsókn og umræður.
Verkamenn óskast
Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri.
Slippfélagið í Reykjavtk,
Mýrargötu 2, sími 10123.