Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 31
Getraunaþáttur Morgunblaðsins: HvortsigrarManchester eða Sheffield ? IJrslita leiksins beðið með óþreyju Þessi mynd er reyndar ekki alveg ný af nálinni. Hún var tekin í leik Chelsea og Coventry á dögunum, sem lauk með jafntefli, 3:3. Það er Chris Garland frá Chelsea, sem þarna gnæfir yfir fyr- irliða Coventry, Jeff Blockey, og skallar að marki. Chris Gar- land var nýlega keyptur til Chelsea fyrir 100.000 pund. „SHEFFIEI.D Vnited sigrar enn“ var fyrirsögnin í síðasta getraima þætti Mbi., og hún gæti eins gilt að þessu sinni, þar sem liðið bætti enn einum sigrinum við sl. laugardag, en þá var það Chelsea sem varð fyrir barðinu á ,,spútn ikunum“. Þessi leikur var ann- ars nokkuð jafn lengst af, e*i sóknarlotur Sheffield þó jafnan hættumeiri og betur útfærðar. — Markið skoraði Steve Scullion, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, og þrátt fyrir örvæntingarfullar til raunir Chelsea í síðari hálfleik tókst þeim ekki að jafna. Það teljast tæpast óvænt tíð- indi lengur þótt Sheffield United sigri í leikjum sínum, en hins vegar kom það nokkuð á óvart að Coventry skyldi sigra Tott- enham og Huddersfield Leeds á VALSSTÚLKURNAR urðu sig- urvegarar í Gróttumótinu í hand knattleik kvenna, er þær sigr- uðu Fram í úrslitaleik með 14 mörkum gegn 10. Þetta var í þriðja sinn, sem Gróttumótið var haldið, og sigruðu Valsstúlkurn- ar nú í annað skiptið i röð, en Framstúlkurnar sigruðu í mót- inu, þegar það var haldið i fýrsta sinn fyrir tveimur áruni. Úrslitaleikurinn var á köflum ágætlega leikinn, en þó er kvennahandknattleikurinn nú daufari en oft áður og munar þar mestu, að eiginlegum stór- skyttum I hópi stúlknanna hef- ur mörkum, sem Björg skoraði urnar tóku forystuna með tveim ur mörgum, sem Björg skoraði úr vítaköstum, og héldu þær for ystunni síðan til leiksioka. Kvað mest að Ragnheiði Blöndal í lið- inu, t.d. skoraði hún sex mörk í röð, á meðan Framstúlkurnar laugardaginn. Báðir þessir sigr ar voru fyllilega verðskuldaðir, einkum þó sigur Huddersfield, en leikmenn liðsina sýndu sann kallaðan stjömuleik á vellinum sinum, Leeds Road. Mörk Hudd ersfield skoruðu þeir Law og Ell an en hin fræga kempa Jackie Charlton skoraði mark Leeds. Crystal Palace vann sinn ann an sigur í deildakeppninni í ár, er þeir skoruðu tvö mörk gegn einu marki Everton á Selhurst Park í London. Mikið umrót hef ur verið hjá Crystal Palace að undanförnu, og er það að vonum að forráðamenin þesa reyni að klóra í bakk- ann, þar sem liðið situr nú á botninum i 1. deildinni. Með Palace léku nú í fyrsta sinn þrir leikmenn, sem liðið keypti i síð skoruðu aðeins þrjú. í hálfleik var staðan 6—4 fyrir Val og leiknum lauk með fjögurra marka sigri Vals, 14—10, eftir að Valsstúlkurnar höfðu um tíma haft sjö marka forystu. Mörk Vals skoruðu: Björg 5, Ragnheiður 8 og Elín 1. Mörk Fram skoruðu: Oddný 4, Helga 3, Guðrún Sverrisd. 2 og Hall- dóra 1. Úrslit leikja í Gróttumótinu urðu þessi: 1. umferð: Fram — Ármann 16:14 Víkingur — Njarðvík 8:7 KR — FH 11:10 Valur — Breiðablik 26:2 2. umferð: Fram — Víkingur 10:3 Valur — KR 14:10 Úrslitaleikur: Valur — Fram 14:10 ustu viku, þeir John Craven frá Blackpool, Bell frá Blackburn og Bobby Kelíard frá Leicester. Mjótt er annars á mununum á botninum í fyrstu deild, þar sem Palace hefur hlotið 5 stig, en Nottingham Forest og Leicester 6 stig, en bæði þessi iið töpuðu leikjum sínum á laugardaginn: Leicester fyrir meisturunum Ars enal og Nottingham Forest fyrir Úlfunum. Leikur helgarinnar síðustu var án alls vafa viðureign Liverpool og Man. Utd. á Anfield R'oad, heimavelli Liverpool. í hálfleik var staðan 2:0 fyrir Liverpool og höfðu þeir Bobby Graham og Brian Hall skorað mörkin í síð ari hálfleik náði stjörnulið Unit ed sér svo verulega á strik og sótti án afláts allan hálfleikinn með þeim árangri að því tókst að jafna 2:2. Dennis Law gerði fyrra markið en Bobby Charlton síðara markið með glæsilegu skoti af löngu færi. Greinilegt var að Derby hafði mikinn hug á því að vinna leik inn við West Bromwich Albion á Beseball Ground. Derby sótti án afláts allan leikinn, en öfll markskotin strönduðu á mark- verði WBA, sem stóð sig frábær lega vel, og þeiim tókst að halda jöfnu. Á Maine Road hafði Manchest er City töglin og hagldirnar í leik sínum við Southampton og voru það þeir Colin Bell, Frances Lee og Wyn Davis sem skoruðu mörk in þrjú. Úrslit i 1. og 2. deild urðu ann ars þessi á laugardaginn: 1. DEILD: Arsenál — Leicester 3:0 Coventry — Tottenham 1:0 Crystai Palace — Everton 2:1 Derþy — West Bromwich 0:0 Huddersfield — Leeds 2:1 Ipswich — Newcastle 0:0 Liverpool — Maneh. United 2:2 Manch. City — Southampton 3:0 Sheff. Utd. — Chelsea 1:0 West Ham — Stoke 2:1 Wolves — Notth. Forest 4:2 2. DEILD: Blackpool — Birmingham 1:1 Bristol City — Norwich 0:1 Cardiff —* Swindon 0:1 Carlisle — Hull 2:1 Charlton — Burnley 2:0 Fulham — Orient 2:1 Luton — Mlddlesbro 3:2 Oxford Utd. -— Sheff. Wed. 1:0 Portsmouth — Millwall 1:1 QPR — Watford 3:0 Sunderland — Preston 4:3 Og snúum okkur þá að leikj unum á 29. getraunaseðlinum. sem leiknir verða 2. okt. nk. Chelsea — Wolves 1 Það hefur afar oft orðið jafn- tefli þegar þessi tvö lið mætast á Stamford Bridge, og alls ekki ó- líklegt að svo verði nú. Þó verður þetta að teljast opinn leikur, og undirritaður sem hefur dálæti á Chelsea, freistast til þess að spá þeim sigri. Everton — Coventry 1 Á undanförnum árum hefur Everton jafnan borið sigurorð af Coventry á Goodison Park, og líklegt er að sagan endurtaki sig að þessu sinni. Vera kann þó að himn óvænti sigur Coventry yfir Tottenham gefi liðinu byr undir báða vængi og að það nái jafn- tefli. l eeds — West Ham 1 Þetta ætti að vera einn af „ör- uggu“ leikjunum á þessum seðli Leeds hefur jafnan haft tök á West Ham og sigraði t.d. 3:0 á heimavelli í fyrra og 4:1 árið á undan. Tapið gegn Huddersfield í siðustu viku ætti einnig að herða Leeds, þar sem dýrt er hvert stigið sem liðið tapar í kapphlaupinu um Englandsmeist aratitilinn. Leicester — Crystal Palace X Þarna mætast botnliðin í deild inni, og má búast við hörðum slag á Fibert Street. Palace mun vafalaust sætta sig við jafntefli í leiknum, og eru það ekki ósenni leg úrslit. Man. United — Sheff. Utd. 1 Þetta verður leikur helgarinn ar, og úrslita í honum er beðið með óþreyju af öllum aðdáend- um enskrar knattspyrnu. Það hef ur verið sagt í hverri viku að undanfömu að nú hljóti að koma að því að Sheffield tapi leik, og víst er að einhvem tímann lcemur að því. Úrslit í þessum leik koma til með að ráðast af því hvaða lið verður á undan að skora mark. Verði það Sheffield er ekki ólík legt að þeir vinni leikinn. En Manch. Utd. ér sterkt lið á heima velli, og undillritaður freistaist til þess að spá þvi sigri í þessari tvísýnu viðureign. Newcastle — Derby 2 Derby County er ekki farið að tapa leik í deildinni í ár og ólík legt er að liðið láti það henda sig á St. James Park. f fyrra tapaði Derby þó þar fyrir Newcastle með 0:3. Nottingh. Forest — Huddersf. 1 Þetta er afar erfiður leikur, og getur allt eins endað jafntefli eða með sigri Huddersfield. Huddersfield hefur þó sýnt held ur slakari leiki í ár en í fyrra, og því er freistandi að spá Forest sigri. Southampton — Arsenal 2 Hinn góði sigur sem Arsenal vann yfir Leicester á laugardag- inn ætti að skapa liðinu aukna trú á getu sína, og jafnvel þótt fyrirliði þess, Frances McLin- tock, leiki ekki með að þessu sinni, er líklegt að Arsenal hafi betur í viðureigninni við „Dýr- lingana". Stoke — Liverpooi X Á ýmsu hefur oltið í leikjum þessara liða á undanförnum ár- um. Fyrir nokkrum árum hafði Stoke jafnan betur, en Liver- pool hefur bætt það upp undan- farin ár og sigrað 2:1, 2:0 og 2:1. Sjálfsagt leggur Liverpool áherzlu á sigur í leiknum, en geta ber þess einnig að Stoke hefur átt nokkuð góða leiki að undanförnu, og gæti allt eins náð jafntefli. Tottenham — Ipswich 1 Tottenham ætti að vinna ör- uggan sigur í þessum leik, nema að liðið verði fyrir hrapallegum óhöppum. Við skulum ekki gera ráð fyrir því, og spá Lundúnalið- inu öruggum sigri. West Brom. AI. — Man. City S Leikir þessara liða hafa jafnan verið jafnir, harðir og skemmti- legir. Þessi leikur verður að teljast mjög tvísýnn, en þó á Manchester City að eiga góða sigurmöguleika ef stjömurnar Francis Lee og Colin Bell verða Framhald á bls. 23 j Valsstúlkurnar, sem sigruðu i Gróttuniótinu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Gróttumótið; Valsstúlkumar urðu sigurvegarar - unnu Fram 14:10 í úrslitaleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.