Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971 Að gera „efnakjúfa sjálfrar náttúrunnar“ óuppleysanlega Rætt við Hörð Filippusson, lífefnafræðing, um doktorsritgerð hans f BYRJUN september varði ungur Reykvíkingur, Hörður Filippusson, doktorsritgerð um rannsóknir, sem hann hefur unnið að í lífefnafræði við há skólann í St. Andrews í Skot- landi síðustu þrjú árin. Rit- gerðin fjallar um tilraunir hans og rannsóknir í sam- bandi við framleiðslu óupp- leysanlegra enzyma — eða „efnakljúfa sjálfrar náttúr- unnar" eins og - þau heita í þvottaefnaauglýsingum. Nú er Hörður kominn heim, til að starfa á Rannsóknadeild Land spítalans og þar vonast hann m.a. til þess að fá tækifæri til að reyna við efnagreiningar þær aðferðir og niðurstöður, sem hann komst að í rannsókn arverkefni sínu. Lífefnafræðin er tiltölulega ung, sem sjálfstæð vísinda- greim, en á siðustu árum og áratugum hafa orðið í henni miklar framfarir, enda er þetta að verða ein aðalundir- stöðugrein nútíðar og framtíð ar, þar sem hún kemur í senn inn á baráttuna gegn sjúkdóm um, fæðuöflun og nýtingu af urða til manneldis. Þetta er grein, sem margan hrífur, og eru nokkrir íslendingar nú við nám í henni. Hörður, sem er sonur hjón- anna Sigríðar Gissurardóttur og Filippusar Gunmlaugssonar varð stúdent frá M.R. árið 1964 og hóf þá um haustið nám í lífefnafræði við háskólann í St. Andrews í Skotlandi. Þar tók hann B. Sc. Honours próf vorið 1968 og tók þá til við rannsóknarverkefni sitt. Þegar við förum að spjalla við hann segir hann að það, sem upphaflega hafi ráð- ið vali hans á háskólanáms- grein, hafi verið sambland af áhuga á náttúrufræði og efna fræði — en lífefnafræðimgur- inn beiti efnafræðilegum að- ferðum við að rannsaka lif- andi verur, starfsemi þeirra og samsetningu, — Hvað er lífefnafræðin gömul sem sérgrein? er það fyrsta sem við spyrjum Hörð er við ræðum við hann atund arkorn um grein hans og rann sóknir. — Lífefnafræðin má segja að sé orðin sérstök vísímda- grein á síðari hluta 19. aldar, en það var ekki fyrr en á þess ari öld að farið var að kenna hama sem sérstaka grein í há- skóla. Lífefnafræðin varð eig- inlega til sem sérgrein þegar menn fóru að gera sér grein fyrir Því að gerjun getur átt. sér stað án þess að til komi lif andi frumur. f framhaldi af því kom svo í ljós að gerjun er ákveðin röð af efnabreyting- um, sem eiga sér stað fvrir til verkan efna, sem kölluð hafa verið enzym, eða gerhvatar á íslenzku. Enzymin, sem reynd ust í eðli sinu eggjahvítuefni, höfðu verið óþekkt áður. — Brátt kom í ljós að hægt var að einangra einstök enzym og nota þau sem tæki til að fram Hörður Fiiippusson kaila efnabreytingar. — Þegar verkun enzymanna var orðm l;,ós komust menn að raun um að þeír voru um aldaraðir bónir að notfæra sér eiginleika enzyma, til að framkalla ýmias konar efna- breytingar, án þess að gera sér ljóst hvað það eiginlega var, sem efnabreytingunni olli. Þannig var t.d. um visky framleiðslu. Þar kom í ljós að það voru enzymin í spírandi byggi, sem brutu niður fjöl- sykrungana í korninu áður en gerjun gat átt sér stað. — Á þessari öld hefur mikið verið rannsakað hvaða efna- breytingar eiga sér stað í lif andi verum og rannsakaðir eiginleikar þeirra enzyma, sem þeim valda — Þá eru enzym mikið notuð við efnagreining- ar, en þær geta í sumum til- vikum orðið áreiðanlegri ef enzym eru notuð. Innan líf- efnafræðinnar hefur risið upp sérstök grein, lífefnaverk- fræðin, som fjallar um fram- leiðslu og rotkun líffræði- legra afurða eins og t.d. enz yma í iðnaði og er þetta mjög vaxandi grein. — Hvernig eru enz /m unn- in? — Þau yfirleitt unnin úr Lakteríum eða geri. Þau eru einangruð og síðan hreinsuð og eru hrein enzym mjög dýr vara. (Hörður getur þesa hér til skýrinaa að enzymin í þvottaef :ium eru unnin úr bakteríuin, og eru lítt hreins- uð og þvi vjrða enzymin ekki svo dýr). Vegna þess hve enz ymin eni dýr vara, hafa menn á undanför.ium árum verið að reyna að búa til óuppleysan- leg plastef ú eða sellulosa. Þá leg enzym. Er það gert með því að tengja þau við óuppleysan- er hægt r ð ii'.ta enzymin aftur og aftur cg auk þess tortím- ast þau þá siður við geymslu, en enzym eru mjög viðkvæm, — önmur ástæða fyrir því að menn hafa haft áhuga á að rannsaka óuppleysanleg enz ym er, að eiginleikar þeirra gætu veitt upplýsingar um hegðun enzyma í lifandi ver- um, því þar eru þau oft og tíðum ekki í upplausn heldur tengd fr umuhimnum. — Að hverju beindust rann sóknir þínar? — Þær beindust að tvennu, Annars vegar var ég að vinna að því að finna efnafræðileg- ar aðferðir til þess að tengja enzv.min á plastc-fni, einkum poly.-.lj. rene og næ oit og rann saka síðan eiginleika þeirra. Hins '-egar var ég að athuga mcguieika á að nota óupp- leyjanieg enzym við efnagrein ingar, sérstaklega i sjáiívirk um efnamælun', en slík tæki eru nú mikið rotuð, þar sem geta þarf margsr efnagrein- ingar, t.d. á snítölum. — Cg hver varð árangur- inn? — Mér tókst að sýna fram á að það er hægt að nota óupp- > ieysanieg enzyrn við efnagrein ingar með miklu minni til- ko3lnaði en þegar þau eru not uð uir p.eyaanleg. Notkun óupp leysaniegra enzyma, sem nota má aítur og aftur, ætti því að geta dregið úr kostnaði og auk ið nákvæmni efnagreininga á spítölum og gert ýmsar rann sófcnir mögulegar á stöðum þar sem ekki hefur verið hægt að gera þær áður vegna 111- kostnaðai'. Enzym eru til dæm is nauðsynleg við algengar blóðmælingar, eins og á þvag efni og glúkosa og það kom í Ijós að við báðar þessar mæl ingar er hægt að nota óupp- leysanleg enzym. En þar sem enzymin eru mjög ólík og þola ekki öli sömu meðferð þarf fyrir hverja mælingaaðferð að prófa sig áfram og finna réttu sðferðina til að tengja enzym in á plastefnið. — Hafa aðferðir þínar ver ið reyndar utan tilraunastofu? — Nei, þær hafa ekki verið notaðar enn í hagnýtum til- gangi, en ég geri mér vonir um að jafnframt daglegum rannsóknastörfum, sem ég kem til með að vimi á Land spítalamum, geti ég reynt þesa ar aðferðir mínar og verður gaman að sjá hvernig þessu reiðir af. — Þ. Á. i Húsmæðraskóli Akureyrar tekur til starfa með breyttu sniði BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins átti fyrir fyrir skömmu viðtal við þær Margréti Kristinsdóttur, skólastjóra Húsmæðraskólans á Akureyri, og Bergþóru Eggerts- dóttur, skólanefndarformann, í tilefni af því að Húsmæðraskól- inn tekur nú aftur til starfa sem slíkur, eftir alllangt hlé eða sið- an 1954. Við spyrjum fyrst Berg- þóru að því, hver hafi verið til- drög þess, að skólinn hefur nú starfrækslu á ný og hvað gert hafi verið í skólanum á undan- farnum árum. — Húsmæðraskóli Akureyrar tók til starfa 1945 og var frú Helga Kristjánsdóttir á Blika- stöðum, fyrsti skólastjórinn. 1954 lagðist starfsemi skólans niður, en Iðnskólinn á Akureyri og Gagnfræðaskólinn fengu húsnæð- íð til afnota. Þó hafa alltaf verið rekLn í skólanum sauma- og vefn aðamámskeið, svo og matreiðslu- námskeið. Hafa námskeiðin ver- ið mjög vel sótt, og alltaf vérið biðlistar af konum, sem ekki hafa komizt að, en kennsluna á vefnaðar- og saumanámskeiðun- um hafa þær ólöf Þórhallsdóttir og Ingunn Björnsdóttir annazt, og verða þær áfram kennarar við skólann. Á aíðastliðnu ári fengum við leyfi til þess að ráða skólastjóra að skólanum á ný, en mikill áhugi hefur verið fyrir því hér, að skólinn tæki aftur til starfa. Við vorum svo heppin að fá Margréti Kristinsdóttur til að taka skólastjómina að sér, en hún hefur haft sýnikennslu í mat- reiðslu á hendi í sjónvarpinu. Og ég held, að það sé bezt að skóla- stjórinn skýri frá því, hvemig hún hugsar sér að haga rekstri skólans. Margrét Kristinsdóttir: Skól- inn mun starfa með dálítið öðru sniði en venjulegir húsmæðra- skólar. Verður starfsem- inni hagað þannig, að fyrir jól verður hún fólgin i margvísleg- um námskeiðum, en eftir jól verður rekinn þar húsmæðra- skóli, eins og ég kem síðar að. Starfsemin í haust hefst á þvi að við höldum stutt námskeið fyrir húsmæður, þar sem þær fá m.a. kennslu í frystingu á alls konar grænmeti, ávöxtum og berjum. Þeim verður kennd sláturgerð og nýting á irmrnat og ýmiss konar matreiðsla á kjöti, fiski o.fl. Þeasi námskeið verða bæði dag- og kvölcLnámskeið, svo að allar hús- mæður ættu að geta sótt þau. Fyrir jólin verður svo tveggja mánaða kvöldnámsfeeið fyrir matsveina á fiski- og flutninga- skipum, þannig að menn eiga að, geta stundað starf að deginum jafnframt þvl. Mikill áhugi hef- ur verið fyrir þessum matsveina- námskeiðum, því að ekki hefur verið hægt að taka þau nema í Reykjavík, en aðstaða til þess að halda þau hefur fram að þessu ekki verið annars staðar en þar. Eins og námsfeeiðunum verður hagað hér á Akureyri geta menn tekið fuUgilt nám í þrem til fjór- um áföngum, sem lýkur með prófi og veitir full réttindi fyrir matsveina á fiski- og flutninga- skipum. Jafnframt þessum námskeiðum verða sauma- og vefnaðamám- skeið haldin í skólanum, eins og verið hefur aUan veturinn. Eftir jól verður hér almennur húsmæðraskóli, sem starfar í 5 mánuði. Aðaláherzla verður lögð á hússtjómarfræði, en vefn- aði og útsaumi sleppt, þótt stúlkurnar geti tekið það jafn- framt á sauma- og vefnaðarnám- sfeeiðunum, ef þær hafa áhuga á Með þessum hætti eiga stúlkum- ar að gieta lært jafnmikið í mat- reiðslu, þvotti og ræstingu og bóklegum greinum og í venju- legum 8—9 mánaða húsmæðra- skóla og fá sömu réttindi tU inn- göngu í Húsmæðrakennaraskól- ann eða ráðskonudeildina þar. — Hefur komið til tals að veita tilsögn fyrir ráðskonur hér í Húsmæðraskólanum á Akureyri? — Já, það hefur komið til tala, HAUSTUPPSKERU kartaflna og garðávaxta almennt er nú senn að ljúka svo til um allt land. Spretta hefur verið mjög góð — og margfalt meiri en hún hef ur verið 3—4 undanfarin sumur. Kartöfluuppskeran mun t.d. verða umfram neyzluþörf þjóðar innar. Fyrst um sinn hefur því verið ákveðið að taka aðeins til sölu og dreifingar þau kartöflu- afbrigði er falla undir 1. flokk, tegundir svo sem Rauðar íslenzk ar, gullauga og Helgu-kartöflur, enda sé um ósýkta og gallalausa vöru að ræða. Kartöflumar skulu fiokkaðar í 2 stærðarflokka, þ.e. frá 33 til 40 mm í þvermál og 40 mm og yfir. Önnur kartöfluafbrigði svo sem Bentje og aðrar svokallaðar birt arkartöflur eru þvl aðeins teknar í dreifingu nú á hinn almenna markað að þær séu að stærð 40 mm í þvermál og yfir, gallalaus og heilbrigð uppskera. Það eru matsmenn garðávaxta sem hafa á hendi eftirlit og mat á kartöflum eftir því sem frek ast verður við komið, en þeir eru þes3Ír': Eðvald B. Malmquist, Máva- hlíð 16, Rvík, yfirmatsmaður. þótt ekkert hafi verið ákveðið enn. En það eru ágætir möguleik- leikar á því að halda hér ráðs- konunámskeið í framhaldi af venjulegu húsmæðraskólanámi, og í þessu sambandi vil ég gjarn- an koma því að, að ef unnt verð- ur að koma því við, verða í vet- ur haldin námskeið í fyrirlestrar formi fyrir ungt fólk, sem hefur stofnun heimilis 1 huga. — Hvernig aðstaða er hér í skólanum til skólahalds eftir svo marga ára hlé? -r- Mikilla endurbóta er þörf á húsinu og er unnið að þvl að bæta þar úr, en endurbótunum kemur að sjálfsögðu ekki til með Níels Marteimsson, Úthláð 3, Reykjavík. Sighvatur Jóhannsson, Álfa- skeiði 70, Hafnarfirði. Elías Þórðarson, Laugabraut 12, Akranesi. Hjörtur Helgason, Þorsteins- götu 8, Borgamesi. Vilhjálmur Pétursson, lögreglu þjónn, Grundarfirði. Guðbrandur Þórðarson, Búðar dal. Snorri Gunnlaugsson, Aðal- stræti 83, Patreksfirði._ Björn Magnússon, Ási, Bíldudal. Knútur Bjarnason, Þmgeyri. Sturla Jónsson, Suðureyri. Agnar Jónsson, ísafirði. (sími 514). Agnar Jónsson, Bolungarvík. (Staðsettur á ísafirði). Benedikt Sigurðsson, Hólmavík. Þorvaldur Jóhanneæon, Borðeyri, Grétar Jónsson, afgreiðslumað ur, Hvammstanga. Jón Stefánsson, Halldórshúsi, Blönduósi. Friðrik Guðmundssoti, Sauðárkróki, að Ijúka á þessu ári. Húsa- kynnin verða mjög skemmtileg, þegar endurbótunum er lokið, þar sem skólinn var byggður af mikilli framsýni og dugnaðí í upphafi. — Hvað vilt þú segja að lok- um, Margrét? —- Ég vil aðeins að það komi fram, að Húsmæðraskóli Akur- eyrar er heimangönguskóli og a'ð það er mjög takmarkaður fjö'ldl sem kemst að á matreiðslunám- skeiðunum, þar sem ég er etni matreiðslukennarinn. Það er því æskilegt að umsóknir berist sem fyrst frá þeim, sem að vilja kom- aat að. Björn Jónsson, Bæ v/Hoflsóa. Ingólfur Kristjánsson, Suður- götu 60, Siglufirði. Ásgeir Oddsson, LönguhlíS 14, Akureyri, Óskar Júlíusson, Dalvík. Gunnlaugur Karlsson, Sval- barðseyri, Albert Jóhannesson, Húsavík. Guðni Ingiimundarson, Hvoli, Kópaskeri. Sigfús A. Jóhannesson, Gimn arsstöðum, v/Þórshöfn. Björn Jónsson, Egiisstöðum. Hermann Vilhjálmsson, Aust- urvegi 11, Seyðiafiirði. Stefán S. Kristinsaon, Reyðar firði og Eskifirði. Valgeir G. V ilhj álmsson, Djúpavogi. Halldór Vilhjálmsson, Höfn, Homafirði. Gunnar Þorsteinsson, Vík, Mýrdal. Bjami Bjarnason, Veatmanna- braut 52, Vestmannaeyjum. Ólafur Markússon, Hellu, Rang. Grettir Jóhannesson, Skarði, Þykkvabæ. Ásmumdur Harmesson, Selfosaí. Guðleifur Sigurjónsson, Þver- holti 9, Keflavík. Jón Egiisson, ölduslóð 10, HC. Mikil og góð kartöfluuppskera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.