Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971 Aukning íslenzkra fiskveiða háð því að ásókn erlendra veiðiskipa létti ein af uppistöðum vertiðarafl- ans yrði 7 ára þorskur, sem þá átti að koma í umtalsverðum mæli til hrygningar í fyrsta sinn. Svo varð þó ekki, og það læðist að manni sá grunur, að ástæðan hafi verið sú, að hinar miklu veiðar á smáfiski norðan- Hafrannsóknastofnunarinnar lands og norðaustan undanfarin ár hafi gengið svo nærri þess- — segir Ingvar Hallgrímsson, forstöðumaður Á fundi um landhelgismál, sem haldinn var nú fyrir helgina flutti Ingvar Hallgrímsson, fiski- fræðingur og forstöðumaðiir Haf rannsóknastofnunarinnar erindi um málið frá sjónarhóli stofn- unarinnar og með sérstöku til- liti til fiskstofna okkar. Megin- efni erindisins fer hér á eftir: Eins og við vitum má segja, að fjórir meginþættir ráði stærð fiskistofns: þyngd eða stærð ný- liðanna, sem í stofninn bætast á ári hverju, þyngdaraukning þess fisks, sem fyrir er, rýrn- un vegna eðlilegra dánarorsaka og vegna veiða. Einnig er aug- ljóst, að við ráðum aðeins við síðasta þáttinn, þ.e. veiðarnar. Við skulum því athuga fyrst, hve grátt veiðarnar hafa leikið nokkra fiskistofna á íslandsmið- um. Ýsustofninn við ísland var talinn sígilt dæmi um ofveidd- an stofn. Eftir að ýsustofninn hafði hlotið verðskuldaða hvíld á stríðsárunum 1914—1918 var meðaldagsveiði enskra togara af ýsu um 1000 kg árið 1920, en var komin niður í 250 kg 1937. Þrátt fyrir stóraukna sókn og bætta veiðitækni féll heildar- ýsuveiðin við Island á tímabil- inu 1928 1937 úr 60 þús- und tonnum á ári í 28 þúsund tonn og ýsuafli islendinga sjálfra féll úr 11 þúsund tonnum á ári niður í 4 þúsund tonn á sama tíma. Sú aukning, sem varð á ýsustofnin- um á stríðsárunum fyrri gekk þvi fljótt til þurrðar vegna of veiði og 19 árum eftir fyrri stríðslok, árið 1937, var ýsu stofninn við ísland einn sá nið urníddasti, sem sögur fóru af Á stríðsárunum síðari 1939— 1944 hlaut stofninn hvíld á ný og er ýsuveiðarnar hófust fyrir alvöru eftir seinna stríð, nam ársafiinn þegar 33 þúsund tonn um árið 1946 og óx upp í 76 þús und tonn árið 1949. En nú þoldi stofninn ekki meira álag, veið- inni hrakaði jafnt og þétt og var komin niður í 46 þúsund tonn árið 1952. Sagan frá fyrri stríðs- árunum hafði því endurtek- ið sig: bæði stríðstímabilin veittu stofninum mikla hvíld, það bættist meira í hann en úr honum var tekið, og er veiðar hófust að loknu stríði, gaf stofn inn góða veiði fyrst í stað, en að nokkrum árum liðnum var álagið orðið of mikið, meira var tekið úr stofninum en í hann bættist, og allt var að falla í sama horf sem fyrr. — En hið fyrrnefnda ár, 1952, færa Islend ingar út landhelgina, mikilvæg- um uppeidisstöðvum svo sem Faxaflóa er lokað og bregður þá svo við, að heildarýsuaflinn — svo og ýsuafli ísiendinga -— vex hröðum skrefum næstu tíu árin og nær hámarki árið 1962, 120 þúsund tonn, eða um tvöfalt það árlega aflamagn, er mest varð á milli heimsstyrjaldanna tveggja. Menn eru samdóma um, að þessari aukningu megi þakka út færslu landhelginnar og aukinni möskvastærð í botnvörpu og dragnót, er komst á um svipað leyti. Þessar ráðstafanir ásamt útfærslunni 1958 höfðu einnig i för með sér, að ýsan fékk að vaxa í friði 2—3 árum lengur en áður, það er, að lengd og þyngd veiddrar ýsu óx að miklum mun. Mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið má t.d. sjá af því að 3ja ára vegur ýsan um 300 grömm, en 5 ára tæp tvö kiló. Hún næstum sjöfaldar þyngd sína á þessum tveimur árum, og sést t.d. á því, hve mikilvægt er, að veiða t.d. 5 ára ýsu í stað 3ja ára. Þyngd- araukningin er næstum sjöföld, og veit ég ekki um neina betri fjárfestingu. Hér er um afskap- lega mikilvægt mál að ræða fyr- ir íslenzkan útveg og þjóðarbú- ið í heild, en á meðan erlendir aðilar hirða stóran hluta af ýs- unni á íslandsmiðum verðum við ekki stjórnendur þróunarinnar. Ef við lítum aðeins til þorsk- stofnsins þá kemur mjög svipað í ljós. Eftir síðustu heims.styrj- öld óx þorskafli íslendinga hröð um skrefum samfara aukinni sókn og náði hámarki árið 1954, er við veiddum um 550 þúsund tonn. Enn harðnaði sóknin í þorskstofninn og frá metafla- árinu 1954 til ársins 1964 óx sóknin um 87% en heildaraflinn minnkaði um 22%, eða með öðr- um orðum sagt: þótt útgerð yk- um árgangi, að hann hafi verið orðinn fáliðaður, þegar hann náði kynþroskaaldri. Þetta stóraukna álag á þorsk stofninn i heild hefur gjörbreytt endurnýjunar- og viðhaldsmögu leikum hans vegna þess, hve ald urssamsetningin hefur breytzt. Fyrir 15—20 árum var ekki óvenjulegt að finna þorska allt að 15 ára aidri í aflanum, en nú er svo komið, að 10 ára fiskar eru mjög sjaldgæfir. Þetta breytir öllum hrygningarstofnin um, lækkar meðalaldurinn á þann veg, að nú fær þorskur- inn yfirleitt aðeins möguleika til að hrygna einu sinni á ævinni, eftir það er hann veiddur, en áður fyrr gat stór hluti stofns- ins hrygnt nokkrum sinnum. 1 grófum dráttum má því segja að hrygning þorsksins sé nú eins og hjá laxi og loðnu, þ.e.a.s. aðeins einu sinni á ævinni, þótt nátt- úran ætli því að vera á annan veg. Þannig hafa mennirnir breytt gangi náttúrunnar og af- leiðingar þess sér enginn fyrir. Varpan tekin um borð ist um 87% minnkuðu veiðarnar um 22%. Eins og ég gat um í upphafi deyr fiskur af tveimur megin- ástæðum, þ.e. vegna náttúrulegs dauðdaga, eða af eðlilegum ástæðum, og svo vegna veiða. Það hefur verið reiknað út, að ef þorskstofninn væri ekkert veiddur, dæju árlega um 17% fiskanna af eðlilegum ástæðum, og mun sú tala vera mjög ná- lægt sanni. Árið 1959 var heild- ardánartala þorsksins við Island, þ.e.a.s. dánartala vegna dauða af eðlilegum orsökum og vegna veiða, talin vera um 65%, þ.e. að af hverjum hundrað fisk um í stofninum deyja árlega 65. Nú er talið að svo sé komið, að árlega deyi um 70% af hinum kynþroska hluta stofnsins, og ekki er það síður alvarlegt, að af smáþorskinum, hinum ókyn- þroska hluta stofnsins, deyr um 60% áriega. Á síðast liðinni vetr arvertíð var t.d. búizt við, að Það má einnig geta þess, að á síðustu tíu árum er talið að um 20% af vertíðarþorskinum hafi verið þorskur af grænlenzkum uppruna, en þetta merkir, að ís- lenzki þorskstofninn er þá í reynd um 20% rýrari en veið- arnar gefa til kynna. Síldveiðar við Island byggjast á þremur stofnum: íslenzka stofninum, sem skiptist í vor- og sumargotssíld, og norska síldar- stofninum. Úr íslenzka síldar- stofninum veiddust t.d. um 300 þúsund tonn 1962 og var stærð stofnanna beggja þá áætluð um 930 þúsund tonn, sem merkir, að um það bil þriðja hver síld var veidd. Tveim árum síðar, þ.e. 1964 var þessi 930 þúsund tonna stofn kominn niður í rúm 450 þúsund tonn. Þessir íslenzku sildarstofnar eru nú aðeins svipur hjá sjón og veiði úr þeim sáralítil, þrátt fyr- ir friðunaraðgerðir síðustu ára. Kynþroska hluti norska síld- arstofnsins, sem síldveiðar Is- lendinga hafa mestmegnis byggzt á, var talinn um 13 millj- ón tonn árið 1953, en aðeins 5 milljón tonn 1959 og er nú tal- inn vera tæp 1 milljón tonn. Það merkir, að síldarstofninn, sem til er i sjónum nú, er um helmingi minni en sú veiði, sem úr hon- um fékkst árið 1966. Það er einn ig eftirtektarvert, að á sama tíma og Islendingar hafa verið að vernda smásíld veiddu Norð- menn um 500 þúsund tonn af smásíld úr þessum fall- andi stofni á árunum 1968 1970. Síðan 1962 hefur Hafrann- sóknastofnunin fylgzt með rækjuveiðunum við Island og sett veiðitakmarkanir eftir þörf- um. Hér mun tæpast gefast tími til að rekja þetta mál, en það má þó geta þess, að þessar ráð- stafanir hafa gefizt mjög vel. Á síðastliðinni vertíð var t.d. afla- magn rækju í ísaf jarðardjúpi um 200 kg á togtíma, og veit ég ekki um neinn annan rækju- stofn i Atlantshafi, sem gefur slíka veiði. Má t.d. nefna, að við Noreg er talið, að meðalveiði á rækju sé um 10 kg á dag. Hér er einnig um mikilsvert mál að ræða fyrir þá sök, að hvað snert ir þá stofna, sem við nýtum ein- ir — t.d. rækju, humar og skel- dýr -— verðum við að hafa fullt taumhald á veiðunum. Hér höf- um við nefnilega ekki við aðra að sakast en okkur sjálfa. En nú skulum við snúa okkur aftur að fiskunum. Eins og ég gat um i upphafi eru tveir þætt ir, sem ráða því, hversu mikið einn fiskstofn þyngist eða vex á ári hverju. Það er sú árlega þyngdaraukning, sem verður á þeim fiskum, sem fyrir eru i stofninum plús þyngd þeirra fiska, sem í stofninn bætast. Þá fiska nefnum við nýliða. Við get um auðveldlega reiknað út þyngdaraukningu þeirra fiska, sem fyrir eru í stofninum, en ennþá vitum við ekki um fjölda þeirra nýliða, sem bætast í stofn inn á hverju ári. Ef hrygning- in tekst vel, ef klakið tekst vel, ef seiðadauðinn er lítill, ef ung- fiskadauði er í lágmarki, þá mun hrygningin gefa af sér marga fiska, sem ná kynþroska- aldri og verða veiðibærir. Ef eitthvað af þessu mistekst, gefur þáð af sér færri fiska, færri nýliða, lélegri árgang, minni veiði. Orsakir þess, hve hrygningin og klakið heppnast misjafnlega, eru ýmsar: vond veður, óhagstætt hitastig o.s.frv. Þessa þætti ráðum við ekki við og getum engu um þokað, en þessir þættir eru þeir helztu, sem ráða því, hve stofnstærðin er gífurlega breytileg og hve ár gangarnir eru mjög missterkir. Við skulum taka tvö dæmi. Þorskárgangurinn frá 1922, þ.e.a.s. þeir þorskar, sem fædd- ust 1922, var mjög sterkur, og hann gaf af sér yfir 700 þús- und tonn af þorski eða tæpar 40 milljónir fiska, en árgangur- inn frá 1927 var mjög lélegur, úr honum veiddust aðeins um 20 þúsund tonn eða um 1 milljón fiska. Af þessum dæmum má ráða, hve stórkostlegar sveiflur eru í stofnstærðinni og hve mis- stórir árgangarnir eru frá nátt- úrunnar hendi. Þetta veld- ur því, að stærð stofnsins er mjög breytileg frá ári til árs, eitt árið er hann stór annað ár mun minni. Þetta fyrirbæri gerir okkur erfitt um vik að meta hvað er ofveiði. Þegar stofninn er stór, þolir hann vitaskuld meira álag en þegar hann er lít- ill. Ef við ættum að veiða sam,- kvæmt stofnstærð eingöngu myndum við ákveða leyfilegan hámarksafla fyrirfram, en það er nú þegar reyndar að mestu gert við rækjuveiðar og humar- Ingvar Hallgrínisson. veiðar og veiðar á íslenzku síld- arstofnunum. Það er vitaskuld ekkert leynd armál — og hefur aldrei verið frá hendi Islendinga — að við núver- andi aðstæður, þegar erlendar veiðiþjóðir veiða tæpan helm- ing ails fisks, sem hér veiðist, þá hafa einhliða verndunarað- gerðir íslendinga takmarkað gildi, og liggur það raunar í augum uppi. Því aðeins, að aðr- ar þjóðir, sem í þessa fiskstofna sækja, taki þátt í slíkum vernd- araðgerðum, hafa þær al- hæft gildi. Reynslan hefur aft- ur á móti sýnt, að í reynd virð- ist ógerningur að ná slíku sam- komulagi, a.m.k. ekki fyrr en komið er í algjört öngþveiti, en eftir því getum við vitaskuld ekki beðið. Fyrir okkur er of mikið í húfi. — Ég hef áður minnzt á, hvernig Norð- menn hafa gengið í skrokk á smásíldinni, þrátt fyrir aðvar- anir, og þess má einnig minnast, að fyrir nokkrum árum óskuðu íslendingar eftir alþjóðlegum verndaraðgerðum vegna smá- fiskveiða undan Norðaustur- landi. Ég rek ekki gang þess máls hér, en niðurstaðan varð sú, að ekki var fallizt á neinar aðgerðir, í rauninni af þeim sök um, að ekki vör enn komið í al- gjört öngþveiti. Nýjasta dæmi um alþjóðleg viðbrögð í þessu efni, sem ég þekki til, er í sambandi við ýsu veiðarnar á Georgsbanka við austurströnd Bandarikjanna. Hér voru gjöful ýsumið, sem hafa veitt allgóðan afla undanfarin ár, eftir að nokkrir sterkir árgangar komu í gagnið. Þegar þessir árgangar komu i aflann og hann stóróx, flykkt- ust stórir togarar og móðurskip aðallega rússnesk — á miðin og ýsan var gjörsamlega uppur- in á skömmum tima. Nú er svo komið, að ekki svarar kostnaði að stunda ýsuveiðar á Georgs- banka, og hafa Rússar og Bandaríkjamenn nýlega gert með sér samkomulag um að fella niður veiðarnar næstu 3 árin. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að ekki var gert neitt samkomulag milli þessara þjóða á meðan stofninn var enn veiði- bær, það náðist fyrst er stofn- inn hafði verið urinn upp og arð bærar veiðar lagzt niður. Fyrir okkur fslendinga hlýt- ur spurningin að vera sú, hvort mögulegt sé fyrir okkur að halda okkar aflamagni eða jafn vel auka það eins og þörf er á. Það er persónuleg skoðun mín, að afli úr helztu fiskstofnunum verði tæpast aukinn frá því sem nú er, miðað við ríkjandi ástand. Og ríkjandi ástand á sýnilega eftir að versna, ef ekki verður að gert. Ástæðan er sú, að fyrir- sjáanleg er talsverð aukning í ásókn útlendinga á íslenzk fiski mið. Fáum við hins vegar yfir- ráð yfir íslenzkum fiskimiðum, þá getum við haldið okkar hlut og smátt og smátt aukið hann og vel það, jafnframt því sem létta myndi á fisksfofnunum, er veiðar erlendra fiskiskipa yrðu úr sögunni. Aukning íslenzkra fiskveiða er því að mínum dómi háð því, að ásókn erlendra veiði- skipa létti, þannig að við getum nýtt auðæfi íslenzkra fiskimiða á skynsamlegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.