Morgunblaðið - 07.10.1971, Page 6

Morgunblaðið - 07.10.1971, Page 6
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971 F------------------------------ f j---------------------------- STÝRIMANN vantar á 200 rúmlesta bát frá '* Qrindavík. Uppl. í slma 92- 8261 eftlr kl. 5. STÚLKUR ÓSKAST í frystrhús. Uppl. í slma 34736. VIL KAUPA notað mótatimfbur. Aðallega 1x6". Uppl. I síma 30833 eft- ir kl. 19. KÓPAVOGUR — AUSTUflBÆR Við erum að teita að góðri korni til að gæta 10 mánaða drervgs eftir hádegi mánu- daga til föstudagis. Sími 41221. HERBERGI ÓSKAST í Hafnarfirði, helzt með að- gang að baði. Uppl. í síma 50910. KÓPAVOGUfl — AUSTURBÆR Ósika eftir gæzlu fyrir þriggja ára telpu eftir hádegi mánu- daga, miðvikudaga og fimmtu daga. Jóhanna A. Friðriks- dóttir, simi 41155 eftir kl. 6. RÓLEG STÚLKA óskar eftir herbergi, æskilegt ef hálft fæði gæti fylgt. Uppl. í síma 15733 eftir kl. 8,30 í kvöid. HJÓN R/IEÐ 1 BARN óska eftir 2ja—3ja herb. ít>úð strax. Húshjálp kæmi til grema. Uppl. í sima 36499. RÓSKUR UNGUR MAÐUR vanur útkeyrslu og lagerstörf um og með réttindi á þunga- vinmivéiar, óskar eftir vinnu strax. Margt kemur til greina. Oppl. í síma 40862. TIL SÖLU er skermkerra, barnarúm og hjólgrmd undir burðarrúm, eirmig ýmiss fatnaður, selst ódýrt. Uppl. í síma 82079. (BÚÐ ÓSKAST Kona með tvö börn óskar eftir 2ja—3ja herb. íbúð í Reykjav'ik. Uppl. í síma 52020, teÚÐ ÓSKAST UiNG barnlaus hjón óska eft- ir Ktltli íbúð sem alira fyrst, I Reykjavfk, Kópavogi eða Haifnarfirði. Sími 41125 eftir kl. 13. AFGREIÐSLUSTÚLKA óskast nú þegar. Uppl. í sima 2630. — Valgeirsbakari, Ytri- Njarðvík. SKRIFTVÉLAMEISTARI óskar eftir starfi. Margt kem- ur til greina. Liisthafendur vin samlegast teggi nafn og síma nr. imn á augl.d. Mtol. merkt „Skriftvélameistari 3209. TIL SÖLU sérstaklega fallegur brúðar- kjóB, stærð um 38. — Sími 32184. ÁHNAÍ) ÍIKILLA VÍSUKORN Aðalhlutverkið í „Coogan lögrregliunanni", sem Laugarásbíó hef- ur sýnt að undanförnu við gróða aðsókn, er Ieikið af þeini manni, sem nú er hvað vinsælastur meðal ungpi kynslóðarinnar jafnt hér sem erlendis — Clint Eastwood. Varð hann fyrst þekkt- ur fyrir leik sinn í hinum svonefndu „dolIaramyndum“, sem hér hafa verið sýndar. — I myndinni i Laugrarásbíói leikur Eastwood sveitalögp-egrlumann i Arizona, sem þekktur er fyrir að starfa jafnan einn við að elta bófa ogr að gefast aldrei upp við eftirför. Er honum því falið að fara til New York og sækja þar grlæpa- mann, sem yfirvöld í Arizona eigra sitthvað vantalað við. Eyðist von um okkar jörð öldu í svörtu róti. Meðan blinduð brosir hjörð blekkingunum móti. Gunnlaugur Gimnlaugsson. SORG Litla stúikan látin var hún lá á dánarbeð. Sárar voru sorgimar og sárt og hryggt var geð. Sorg var þung á syrgðri brá er sorgin hrelldi sprund. Það lifir eilíf ástarþrá, á örlaganna stund. Trúarvissan veitir styrk, og von um betri tíð. Ævin sýnist ávallt myrk, þá að fer sorg og stríð. En himinsædu hugsunin er huggun þjáðri sál. Hön hugsar þá um himininn sú hugsun er ei tál. Eysteinn Eymtindsson. 80 ára verður í dag frú Jóna Ó. Jónsdóttir Týsgötu 4. Hún verður stödd á heimili dóttur sinnar og tengdasonar Hraun- bæ 78. Þann 5. ágúst s.l. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Brenda Bar lene Pretlov frá Akureyri og (Töinar Kristbjörnsson, Hverfis- götu 98 A, Reykjavik. 60 ára er í dag Ólafur S. Ól- afsson, Efstasundi 93. DAGBÓK Mundu eftir skapara þinum á unglingsárum þínum, áður eh vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um, mér Iíka þau ekki. (Predik. 12.1). I dag er fimmtudagurinn 7. október og er það 280. dagnr árs- ins 1971. 25. v. sumars. Árdegisháflæði er í Reykjavík kl. 07.52. Eftir lifa 85 dagar. Næturlæknir i Keflavík 5. 10. Jón K. Jóhannsson. 6. 10; Kjartan Ólafsson. 7.10. Ambjörn Ólafsson. 8., 9., 10. 10. Guðjón Klemenzson 11.10. Jón K. Jóhannsson. Asgrímssafn, Bcrgstaðastræti 74 er opdð suininudaga, þriðjudaiga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar (gengið inn frá Eiríksgötu) er opið £rá ki. 13.30—16. Á sunnu- dögum frá 15.9.—15.12. Á virk- uim dögum eftir samkomulagi. . Náttúrugripasafnið Hvertisgötu 116, Opið þrið.iud., fimmtud., Jaugard. og sunnud. kl. 13.30-—16.00. Uáðgjafarþjönusta Geðverndarfélags- ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30 siðdegis að Veltusundi 3, simi 12139. pjðnusta er ókeypis og öllum heimil. Sýning Handritastofunar fslands 1971, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, er opin á sunnudögum Kl. 1.30—4 e.h. í Árnagarði við Suður götu. Aðgangur og sýninearskrá ókeypis. Fyrstu póstferðirnar Opinber póstþjónusta hér í álfu hófst í Þýzkalandi 1504, í Frakklandi 1576, í Englandi 1590 , í Rússiandi 1630, í Dan- mörku 1624, í Svíþjóð 1636. Hér á Islandi hófst hún ekki fyrr en 1782. Var þá farin ein póstferð á Vestfjörðum milli sýslumanns setranna Reykjaness við Djúp og Haga á Barðaströnd. Fyrsti pósturinn hét Ari Guðmunds- son og hafði hann 19 bréf með- ferðis og bar þau í tösku um öxl sér. Þótti yfirvöldum þessi ferð verða svo dýr, að ekki var efnt til annarrar fyrr en eftir tvö ár. En árið 1783 hófust póstferð- ir frá Norðurlandi til Bessa- staða. Var þá farin ein ferð um haustið, en þrjár næsta ár og síðan um mörg ár. Fyrsti póstur inn á þessari leið var Gunnar Rafnsson, sem þá bjó i Flögu- seli. Hann fékk þá þegar nafnið Gunnar Eyfirðingapóstur og gengur undir því enn. Er auð- séð á því, sem um hann er sagt, að hann hefir verið valinn til þessa starfa með tilliti til harð- fengis og dugnaðar, en þó sér- staklega fyrir það að hann var rómaður sem hinn röskasti göngumaður þar um sveitir. Honum er svo lýst, að hann hafi verið mjög áræðinn, fáskiptinn og fámáill, svipmikill nokkuð og svipdimmur. Hann gegndi póst- ferðunum um 20 ára skeið og fór alltaí fótgangandi með tösku sina um öxl. Segir Jón sýslumaður Jakobsson á Espihóli, sem var yfirmaður hans, að hann hafi rækt póstferðimar með sérstakri árvekni og ráð- vendni, enda fék hann 5 rd. aftirlaun á ári þegar hann hætti póstferðum og nægir það til að sýna hve mikils starf hans var rnetið. Gunnar lenti í mörgum svaðil förum á vetrarferðum sínum og vegna þess að maðurinn var bæði skapharður og dulur, þá komu upp ýmsar þjóðsögur um hann og sagt að hann hefði hvað eftir annað komizt í kast við úti iegumenn, en jafnan borið sigur af hólmi i viðureign við þá. Ein skemmltileg saga er sögð af póstferðum Gunnars og getur vel verið að hún sé sönn. Að minnsta kosti er ekki neinn hjátrúaarkeimur af henni og á hún aðeins að sýna, að „engi er einna hvatastur". Söguna skráði séra Benedikt Þórðarson, afi Ólafs prófessors Lárussonar. Benedikt var fæddur að Sörla stöðum í Fnjóskadal aldamöta- árið 1800 og hefir því verið þre vetur um þær mundir er Gunn- ar lét af póstferðum. Gat Bene- dikt hafa heyrt söguna sagða á uppvaxtarárum sínum nyrðra. En sagan er þannig. — Eitt sinn þegar Gunnar var á ferð, gisti hann á Melum í Hrútafirði og ætlaði að morgni suður HóLtavörðuheiði; var hann einn á ferð, því að enginn treysti sér að fylgja honum. Um kvöldið á Melum kemur kven- maður til hans; hún var borg- firzk og hét Þuríður. Engin deili þekkir Gunnar á henni. Biður hún hann að lofa sér að fylgjast með honum yfir heið- ina, en Gunnar afsegir það með öllu, því að ekki vilji hann, segir hann, hafa tafir af henni. Hún kveðst ekki ætlast til þess, að hann bíði sín, en með honum kveðst hún fara, hvað sem hann segi. Gunnar fer á fætur fyrir dag, tekur tösku sina og hleypur út. Þegar hann kemur fram í bæjar dyrnar, er stúlkan þar, búin tii ferðar, og kveðst bíða hans. Gunnar svarar henni engu, en snarast út hjá henni og hleyp- ur suður túnið og upp til heið- arinnar; sér hann að stúlkan kemur á eftir; fer hann nú sem hraðast og ætlar að stúlkan muni sjá sitt óvænna og snúa aftur. Heldur hann nú áfram þar til hann kemur að Hæðar- steini. Þar sezt hann niður, þvi hann var mjög móður. En þeg ar hann hefur setið litla stund, kemur stúlka hans. Þegar hann sér hana stendur hann upp og hleypur af stað og stekkur Íengi svo að hvorki dregur sundur né saman með þeim. Gunnar var orðinn mjög móður og settist því niður að hvíla sig. Kemur þá stúlkan til hans og spyr hann, hvort hann ætli ekki að halda áfram. Síðan fylgjast þau lengi að og eru nú bráðum komin nið- ur í byggð; býður hún honum þá að bera fyrir hann tösk- una, en hann vill það ekki. En þegar þau eru því nær komin niður að byggð, fer hún að ganga á undan honum, og nær bæ fyrr en hann, og getur þess þar, að hún hafi orðið póstin- um samferða yfir heiðina og sé hann skammt á eftir sér. Þegar Gunnar nær bæ þessum, beiðist hann þar gistingar, því að hann treysti sér ekki til að halda lengra. Stúlkan stóð litla stund við á þessum bæ og fór svo til gistingar á annan bæ. Aldrei kvaðst Gunnar hafa komizt í slíka gagnraun. Frá horfnum tíma FRÉTTIR Kvennadeild Slysavarnafélagsins Af óviðráðanlegum ástæðum verður hlutaveltunni, sem haida átti þann 10. október frestað til 7. nóvember n.k. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, kvennadeild Föndurfundur verður í kvölci að Háaleitisbraut 13 kl. 20.30. Kvenfélagið Bylgjan Fundur í kvöld að Bárugötu 11 kl. 20.30. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.