Morgunblaðið - 08.10.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 08.10.1971, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 33 Waldheim veittan Vesturveldunum. Hamilton Shirley Amera- singrhe. — Hann er fulltrúi Ceylons og er einn helzti sam- kvœmismaðurinn i aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna. Samt er hann rökfastur rœðu- maður og snjall samninga- maður. Hann hefur verið for- maður hinnar mikilvœgu hafs botnsnefndar Sameinuðu þjóð anna. Stjórn Ceylons er svo mik- ið kappsmál að Amerasinghe verði valinn aðalframkvæmda stjóri, að forsætisráðherrann, frú Sirinavo Bandaranaike, hefur sent öllum aðildarlönd- um Sameinuðu þjóðanna bréf, þar sem sótzt er eftir stuðn- ingi þeirra. Framboð Amera- singhe er býsna sterkt, þar sem hann er bæði Asiumaður og búddisti eins og U Thant. En hann hefur stutt Araba í deilum þeirra við ísraels- menn og virðist hallast að Rússum, svo að ýmsir dipló- matar álykta, að hann geti ekki tryggt sér stuðning Bandaríkjanna. Kurt Waldheim. — Hann hefur verið kallaður nokkurs konar heiðursfulltrúi Norðurlanda — „nákvæmur, samvizkusamur og dálitið leið inlegur“, en er reyndar sendi- herra Austurríkis hjá Sam- einuðu þjóðunum. Diplómat- ar, sem hafa starfað með hon- um, bera honum vel söguna, segja hann leysa störf sín fagmannlega af hendi og störf hans einkennast af trú á hlutverki Sameinuðu þjóð- Makonnen Amerasinghe anna. Einn samstarfsmanna hans segir líka að hann sé stjórnmálamaður fram í fing urgóma, hafi það sem á þýzku er kallað „Fingerspitzenge- fúhl“. Waldheim hefur haft sig lítið í frammi í baráttunni um stöðu aðalframkvæmdastjór- ans. En fari framboð Jakobs- sons út um þúfur, er austur- ríski fulitrúinn tilbúinn að hirða molana og verða aðal- frambjóðandi Evrópuland- anna. Veigamikil hindrun í vegi fyrir framboði Wald- heims er, að Rússum finnst hann hallast helzt til mikið að Vesturveldunum, þótt Aust urríki sé „hlutlaust" land tæknilega séð. Ritstjórar starfs- mannablaða flug- félaga á fundi hér RITSTJÓRAR starfsmannablaða bandarískra flugfélaga munu halda árlegan fund sinn hér nú í þessum mánuði. Á fundi þessum hlýða ritstjóramir á fyrirlestra um helztu nýjungar í flugtækni, en ennfremur gegna flestir rit- stjóranna ábyrgðarmiklum störf- um innan síns félags. Þeir gera sér og einkum far um að kynnast því félagi, sem staðsett er næst þeim stað, sem fundurinn er hald inn á. Á fundi i Washington í haust var ákveðið að Loftleiðir og ísland yrðu fyrir valinu. í hópnum verða ritstjórar starfs- mannablaða Air France, BEA, KLM, Lufthansa og Sabena, en bandarísku fulltrúamir eru full- trúar eftirtalinna flugfélaga: Air Canada, Hughes Air West, Ameri can Airlines, Braniff Internation al, Eastern Air Lines, Frontier Airlines, National Airlines, Ozark Air Lines, Pan American, Pied- mont Airlines, Texas Internation al Airlines, Trans World Airlines og United Air Lines. Handtökur Napoli, 4. október. NTB. LÖGREGLAN á Suður-ítalíu og Sikiley stóð að nokkrum skyndi- aðgerðum um helgina með l>eim árangri að 400 voru handteknir. Reitti hún meðal annars í aðgerð- unum þyrlum, vélbátum og hund- um. Lögregluaðgerðirnar eru í samræmi við yfirlýsta stefnu Emilo Colombos forsætisráðherra að binda enda á öldu ofbeldis- glæpa og listaverkaþjófnaða sem hafa valdið miklu uppnámi. ftalska ríkislögreglan, Cara- binieri, var efld >um 3.000 menn í síðasta mánuði. í aðgerðunum um heiginia gerði lögreglan upp- tæka 369 riffla, 242 skammbyss- ur, 90 kíló af sprengiefni og 268 stolna bíla. 28.235 voru ákærðir fyrir umferðarbrot og gáleysi. Víðtækar lögregluaðgerðir á Norð u-ítalíu í síðustu viku leiddu til þess að 327 vou handteknir. Skoöiö teppin á stórum gólffleti innréttinga búðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.