Morgunblaðið - 08.10.1971, Side 8

Morgunblaðið - 08.10.1971, Side 8
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 Hvers vegna erfitt með að sumir læra að lesa? Rætt um lestrarörðugleika og „orðblindu46 og lesverið í Melaskóla heimsótt „Greyið, hann var svo heirnsk ur, að tiann gat ekki lært að lesa og fermdist því upp á Fað- irvorið.“ Þetta hefur verið sagt mn margan fslrndinginn og þótt nú nrðið sé hætt að tala um að hörn fermist upp á Faðirvorið, þá eru lestrarerfiðleikar enn í hug-um margra tengdir orðinu heimska. Því hvað annað get- ur valdið því að barni gengur illa í skóla eða að fullorðinn maður er ekki almennilega læs? Og það hér í þessu mikia bókmenntalandi, sem státar af því í opinberum skýrslum að allir séu læsir og færir um að lesa þær fjölmörgu bækur, sem árlega eru gefnar út. Það er reyndar ekkert und- arlegt að heimska skuli um ald ir hafa verið talin sjálfsögð ástæða fyrir þvi að einhver gat ekki lært að lesa. Það lá eng- in önnur skýring fyrir — fyrr en undir síðustu aldamót er bre25kur augnlæknir, Pringle Morgan skrifaði grein í brezkt læknatímarit um dreng, sem hann hafði fengið til rann- sóknar. Drengurinn, sem hét Percy, virtist langt ofan við meðallag að greind, en haunn átti í miklum erfiðleikum með lestur og stafsetningu. Til dæm is hafði hann alltaf stafavíxl í nafni sinu og skrifaði það Precy og þegar hann átti að skrifa orðið „song“ (söngur) skrifaði hann „scone". í grein- inni lýsir Morgan þessu fyrir- bæri og kallar það meðfædda orðblindu. Eftir að læknirinn hafði skrifað grein sina fóru augu liækna og kennara að opnast fyrir því að í tilvikum, svipuð- um Percy litla, væri liklega einhver önnur orsök fyrir ftestregðunni en heimska. Og á þeim 70 árum, sem liðin eru frá því Morgan skrifaði þessa merku grein, hefur mikið ver- ið um þessi mál skrifað og margt gert til þess að hjálpa því fólki, sem á við þennan vanda að stríða. Hér á landi fer þeim kennurum stöðugt fjölgandi, sem hafa sérmennt- un í að hjálpa lestregum nem- endurn, og í sumar útskrifuð- ust 46 kennarar úr framhalds deild Kennaraskólans, eftir þriggja missera nám í því, sem að gagni má koma við að hjálpa þeim nemendum, sem af einhverjum ástæðum geta ekki fyílgzt með í skólanum. Var þetta í annað skipti, sem fram- haldsdeildin starfaði. HVAÐ ER I.ESTREGBA? En hvað er nú lesblinda og lestregða, eða dyslexia, eins og þetta fyrirbæri er nú orðið kallað á flestum málum, því í rauninni á svokölluð lesblinda ekkert skylt við bMndu. Hversu algeng er dyslexia, hvað veldur henni, hvernig lýs ir hún sér og hvemig má hjálpa þeim, sem henni eru haldnir? Með þessar spurningar för- um við fyrst til Þorsteins Sig- urðssonar sérkennslufulltrúa á Fræðslu skrifstof u Rey k j a vík- ilr, en hann er þessum málum hvað kunnugastur hér. — Því hefur enn ekki verið svarað með neinni vissu, hvað dyslexía er, segir Þorsteinn. Margar kenningar hafa verið uppi um höfuðorsök hennar og greinast þær aðallega í tvo flokka, annars vegar sjón- armið læknanna og hins vegar sjónarmið uppeldisfræðing- anna. Læknar, einkum tauga- læ'snar, sem hafa miðtaugakerf ið að sérgrein, vilja rekja þetta til skemmda á ákveðnum stöðv um heilans. Danski læfcnirinn Knud Hermann, sem er yfir- læknir • „Ordblinde-institutet" í Danmörku, hefur skrifað merki legt rit um þessi mál, þar sem hann segist hafa fundið greini legan skyldleika milli dyslexíu og vissrar tegundar táknferlis- galla (afasi). Segir hann að fólk, sem orðið hefur fyrir heilaáverka, sem staðsetja má í máistöðvum heilans, sýni sömu einkenni og hinir, sem ekki er vitað til að hafi orðið fyrir skaða, en eiga þó' erfitt með lestur. Eitt af einkennun- um er að viðkomandi á mjög erfitt með að átta sig á hvað er hægri og hvað vinstri, hvað snýr upp og hvað niður á sum- um hlutum og þegar hann les eða skrifar hættir honum við að víxla stöfum. Hann á t.d. í erfiðleikum með að greina mun á stöfunum d, b og p, sem eru í raun og veru sama táknið, sem snúið hefur verið á mis- munandi hátt. Niðurstaða Knud Hermanns er sú, að sam- kvæmt skilgreiningu Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar sé dyslexia sjúkdómur, sem ýmist er meðfæddur og þá líklega arfgengur, eða þá staf- ar af skemmdum, sem orðið hafa á heilanum af einhverjum or- sökum, fyrir, í eða skömmu eftir fæðingu. — Uppeldisfræðingar líta á dyslexíu frá öðru sjónarhorni. Þeir haída þvi fram að lestregð an sé ekki annað en viss skort- ur á verkhæfni, eðlilegt frá- vik frá meðallaginu, hliðstætt Þessi ungi maður er að leysa smá þraut. Ilann á að setja réltu orðin á réttu myndirnar og hér er hann þegar búinn að finna tvö og er að setja spjaldið með orðinu mús á myndina af Htln músinni. því, sem finna má í flestum greinum. Á hverju sviði séu einstaklingar, sem spjari sig mjög vel, aðrir mjög illa, en langflestir einhvers staðar mitt á milli. Þeir leggja ekki dóm á orsakir dyslexíu, þar sem þeir segja ekkert hafa verið sannað í málinu, en benda á að ýmis- legt geti valdið henni, sumt meðfætt, annað vegna slysa en flest stafi af umhverfisáhrifum í víðri merkingu. FIMM ORSAKIR? — Norski uppeldisfræðingur inn dr. Gjessing, sem stendur raunar mitt á miUi framan- greindra sjónarmiða, heldur því fram að dyslexía eigi sér einkum 5 orsakir, sem greina megi sem sjúkdóma með þvi að láta fóUcið glíma við ákveðin greinandi úrlausnarverkefni og flokka siðan eftir viMunum. Telur hann heyrnar- og hreyfi treglæsi einn aðalflokkinn, þvi að lesturinn er mikið undir snj Orðaforða er oft ábótavant og ýmsum ráðum beitt til að anka hann. Ilér er t.d. hjálparlisti yf ir nokktir orð, sem öll eru tengd vetrinum. heyrnar- og hreyfiskyni kom- inn. Næsta flokk telur Gjess- img sjóntreglæsi, svipaðs eðlis og það, sem Iæknarnir kalla orðblindu. í þriðja flokki kem- ur uppeldistreglæsi, þar sem m. a. er um kennt óheppilegum kennsluaðferðum og í fjórða flokknum er geðrænt treglæsi, sem orsakast af skapgerðar- og tilfinningaveilum og í fimmta flokk setur hann blandað form heyrnar- og sjóntreglæsis og telur það erfiðast viðureignar. — Hve algeng er dyslexia talin ? — Hún er mismunandi frá einu landi til annars og byggist þar fyrst og fremst á því hve hljóð rétt málin eru. í Finnlandi er hlutfail fólks með dyslexiu ekki hátt enda er finnskan mjög hljóðrétt mál. 1 enskumæl andi löndum er hlutfallið aftur á móti mjög hátt — ég gæti trúað allt að 20% — því fram- burður er mjög ólíkur rithætti og gerir fólki erfiðara fyrir. í Danmörku er talið að um 10% barna þurfi einhvern tíma á skólaferlinum á hjálp að halda vegna dyslexíu. Stuðningurinn getuo- varað allt frá fáum stundum upp í mörg ár. Hér á landi er ekki vitað hve algeng dyslexía er, en ætia má að tiðn in sé svipuð og í Danmörku. En við stöndum þó engan veg- in eins vel og Danir í því að hjálpa þessu fólki. ER HÆGT A» LÆKNA LESTREGÐU? - Hverjir eru möguleikarn- ir á að ,,lækna“ dyslexíu? -— Möguleikarnir á bót eru góðir, en meðferðin getur tek- ið langan tíma. Það þarf að taka þessa einstaklinga í kennslu einn eða fáa saman og því er þetta dýr kennsla. En nú eru stöðugt að koma betri kennslu'gögn og tæki og því þróaðri sem kennslutækn- in er, þvi fleirum er hægt að hjálpa samtímis. — Hvernig er ástandið i þessu hér? Fram til þessa hefur þró- un í hjálp við lestregðu verið hæg, en nú hefur verið gert talsvert átak til að sérmennta fólk tii þessara starfa. Það er varla hægt að tala um neina sérkennslu á þessu sviði hér, fyrr en 1957, en þá var gerð fyrsta tilraunin til þess að sér þjálfa fölk og alimargir kenn- arar sendir til Svíþjóðar. Áð- ur hafði það eingöngu verið undir þekkingu og lagni hvers kennara komið hvaða árangur náðist. — Nú er svo komið að í öllum barnaskólum i Reykja- vík er kennari, sem sinnir les- tregum börnum og utan Reykjavikur fer sérmennt- uðum kennurum á þessu sviði fjöligandi. Til dæmis veit ég að það eru fimm slikir starfandi á Akureyri. í sumum barnaskól- unum í Reykjavik hefur verið komið upp sérstöku lesveri, en með orðinu lesver höfum við reynt að þýða orðið skólaklin- ik, sem aðrar þjóðir nota um svona staði. í lesverinu starfar kennari, sem hjálpar nemend- um, sem eru með eðlilega greind en hafa af einhverjum ástæðum ekki náð, með venju- legum kennsluaðferðum, vaidi á lestri eða stafsetningu eða hvoru tveggja. Þar kennir hann nemendunum einum sér eða fáum saman í hóp, og þeir fá þessa kennslu samhliða því, sem þeir stunda nám í venju- legum bekk. Sums staðár er- lendis eru treglæs börn einnig látin i sér bekki, en stefnan hér hefur verið sú að taka þau ek'ki úr venjuiegum bekk held ur veita þeim sérhjálpina sam- hliða. f LESVERINU I Melaskólanum í Reyikja- vík hefur verið komið upp les- veri, þar sem smám saman er verið að bæta við kennslu- gögnum og tæfcjum. Rannveig Löve kennari, sem hjálpað hef ur lestregum nemendum, jafn- framt venjulegri kennslu, verð ur nú í vetur í fullu starfi í lesverinu. Þangað heimsóttum við hana til þess að fá að heyra hvernig hún vinnur. Lesverið er ósköp venjuleg kennslustofa, sem breytt hefur verið þannig, að í stað þess að hafa stóla og borð í venjuleg- um röðum hefur við einn vegg- inn verið komið upp þremur Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufulltrúi litlum „básum“, líkt og í bóka- safni. Lítil skilrúm eru á milli básanna, svo að vinnan í ein- um trufli ekki vinnuna i öðr- um. Fleiri borð eru í stofunni, skápar og hillur undir kennslu gögn og á veggjum eru stafir og myndir, sem margt má af læra. Á borðum getur að líta tæki eins og lesvél, sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir unga fólkið og einnig talvél. A»> IJTRÝMA TORTRYGGNI OG ÁHUGALEYSI — Hér fer allt mjög rólega fram, segir Rannveig. Við reyn um að flýta okkur ekki, held- ur láta lesturinn verða að skemmtiilegum leik. Hér er aðal atriðið að gera námið skemmti- legt svo það vefci áhuga hjá nemandanum og útrými um leið tortryggninni og áhugaleys- inu, sem jafnan helzt i hendur við lestrarörðugleikana. Þegar barnið finnur, að það get- ur ekki fylgzt með í skólan- um og veldur ekki viðfangsefn inu fyllist það oft leiða og miss ir kjarkinn. Þess vegna þurf- um við hér að byrja á því að breyta viðhorfinu til námsins með þvi að gera það skemmti- legt og gæta þess að hafa við- fangsefnin aldrei svo erfið, að barnið geti ekki leyst þau. Við byrjum á því að nota myndir, myndasögur, látum þau hafa þrautir o.s.frv. — Er ekki misjafnt hve mikla hjálp þessir nemendur þurfa? - Jú, það er mjög misjafnt og það hæfir enigum tveimur nákvæm'lega sama hjálpin. Ef nemandinn þarf ekki nema nokkra tirna til þess að komast á réttan kjöl er ekfci um neitt vandamál að ræða — þá hefur þarna aðeins verið einhver smá hindrun, sem að Mkindum hefði farið af sj'álfu sér með tíman- um. b — d — p f — t Til þess að skýra ganginn í þessu frekar nefnir Rannveig dæmi um tvo jafnaldra drengi, A og B. A var í venjulegum befcfc þegar hann var 7 ára, en árangurinn eftir veturinn var enginn, hann var neikvæð- ur og áhugalaus. Við greindar po — óoc/c/a dol/á — Hér eru nokkur dæmi um hvernig nemendur ruglast á d. b, p, t. Dæmin eru t ekin af prófblöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.