Morgunblaðið - 08.10.1971, Page 10

Morgunblaðið - 08.10.1971, Page 10
38 MORGUNBL.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8, OKTÓBER 1971 Öll byggð við sunnanverðan Flóann hætt að fleygja sorpi í sjóinn Ástandið í fjörum hefur batnað Menn virðast stefna að því að en mikið verkefni er framundan Snn Lstnað’. Ind t MENGUN eða óhreinkun umhverfisins er mál, sem all- ir tala nú um. Og það er vissulega vandamál þar sem þéttbýli er með öllum sínum úrgangi frá hverju heimili og liverjum vinnustað. Margt smátt gerir eitt stórt og margar öskutunnur og marg- ar skolpútrásir valda miklu magni af óhreinindum, þegar saman kemur í sjónum, eins og það hefur gert lengst af. Ef við lítum á mesta þéttbýl- ið á íslandi, þ.e. við Faxafló- ann sunnanverðan, þar sem býr liðlega helmingur lands- manna, þá má sjá í sjónhend- ingu að óþrifin vegna mann- vistar eru komin langt fram yfir það, sem viðunandi er. Þó er þetta heldur að lagast, eins og rætt verður nánar um hér á eftir. Og hugurinn til þessara mála hjá sveitar- stjórnum og þeim öðrum, sem um þessi mál fjalla, er mjög jákvæður gagnvart úrbótum. Til skamms tíma var sorpi frá stórum byggðarlögum dembt í sjóinn fram af Stap- anum fræga eða út í Straums vík og barst svo með straum- uin á allar fjörur á þéttbýlis- svæðinu inn með ströndinni, allt út á Seltjarnarnes. Og út- Iagnir fyrir skolp liggja á allri strandlengjunni við inn- anverðan Flóann rétt út í stórstraumsfjöruborð, og víð- ast ekki einu sinni það. Við skulum nú líta á ströndina frá Garðskaga og upp á Akranes, þessa strönd við innanverðan flóa með vogum sínum, víkum og fjörðum, þar sem ekki verður eins mikil þynning og hreinsun, eins og fyrir opnu hafi. En á þessari strönd er saman kominn yfir helmingur þjóð- arinnar. Það mun hafa verið á stríðs- árunum að byrjað var að demba ölium úrgangi, sem þurfti að losna við á stóru svæði, fram af Stapanum og i sjóinn. Þangað fóru matarleifar og drasl, allt upp í ónýtar flugvélar. Allt sem fokið gat, kom svo strax til baka. Loftstraumurinn bar það með sér upp með berginu, og brimið hjálpaði til. Það sem komst í sjóinn, barst fram og aft ur með öldunni og með straum- um inn með ströndinni. Allar fjörur voru þaktar mjólkur- hyrnum, matarúrgöngum í plast- pokum, og hvers kyns drasli, allt út á Seltjarnarnes. Þannig var þetta fram á sl. ár, en þá mun síðasti aðilinn hafa hætt að aka sorpi sínu á Stap- ann, og er það víst hvergi gert lengur á strandlengjunni, eftir því sem við bezt vitum. Þó vilja ekki allir sætta sig við þetta og einstaklingar laumast enn með bílhlöss af drasli og henda í sjó- inn, eins og til dæmis á Eiðs- granda. Eiga yfirvöld á Seltjarn arnesi í mesta basli við að hafa hendur í hári þeirra og hreinsa upp eftir þá. En hvað verður þá um sorpið á þessum stöðum, sem áður losn uðu við það í hafið? Við höfum leitað okkur upplýsinga um það á hinum ýmsu stöðum á þessu umrædda svæði. Fyrir eitthvað tveimur árum hættu Keflvíking- ar að aka sorpi fram af Stap- anum og fara nú með það í gryf j ur á Sandgerðisheiði, þar sem því er þjappað niður í rásir og mokað yfir aftur. Keflvíkingar nota plastpoka og vörður er dag langt að störfum við gryfjurnar. Njarðvíkingar hafa um þetta samvinnu við Keflvikinga og aka sinu sorpi á haugana í Sand gerðisheiði. Sömuleiðis íbúar Sandgerðis og nú Grindvikingar einnig. Þá munu Vogamenn vera farnir að grafa sorp nálægt Stapanum. Flugvöllurinn losar sitt sorp aftur á móti skammt frá Hafnaveginum og er kveikt i því þar. Slíku fylgir að sjálf- sögðu að bæði getur flokið úr gryfjunum og reykurinn berst yfir. En vegurinn á flugvöllinn er þarna skammt frá. Hafnfirðingar létu lengi vel allt sitt sorp í sjó við Straums- vik, en 1966 var þvi hætt og næstu tvö árin var sorpinu ekið út í hraun, sem auðvitað var engan veginn gott. En nú er bú- ið að koma upp sorphaugum í Hamranesi, þar sem vaktmenn eru og grafa það. Þó fýkur allt- af eitthvað úr haugunum. En nýlega var sett upp há girðing fyrir verstu vindáttinni, svo það virðist sæmilegt í bili. Með Hafnarfirði um þessa sorpstaði eru Garðahreppur og Kópavog- ur, og greiða hluta af rekstrin- um. Báðir sjá þó um hreinsun- ina sjálfir, Garðahreppur með útboði á verkinu. Og Kópavogs búar hyggjast vera komnir með poka og grindur undir allt sorp um áramót. 1 Reykjavík er farið með sorp upp í Gufunes, þar sem það er grafið og þjappað með jarðvegs- lögum á milli. En þar er gerð ný uppfylling með þessu. Og hafa Seltirningar aðgang að sama stað fyrir sitt sorp. Sömu- leiðis Mosfellshreppur. Ef litið er á kortið sést, að Akranes hlýtur að koma inn í þessa mynd af sorplosun við Faxaflóann sunnanverðan. Akur nesingar setja heldur ekki leng- ur sitt sorp í sjóinn, heldur grafa það í 4 m djúpar gryfj- ur og kveikja í því. Þetta er bráðabirgðalausn, enda hvergi nærri góð, því bæði eru gryfj- urnar of nærri þjóðveginum og reykur og lykt vill berast það- an. Á öllum þessum stöðum koma menn sér saman um, að þó ástandið hafi mikið batnað, þá sé margt handtakið enn eftir til úrbóta. Það hefur þó áunnizt á síðustu árum, að ekkert þéttbýli á þessum stöðum losar sorp sitt fram af bökkum í sjóinn. Virðist þvi kominn tími til að þrífa f jör urnar, sem ekki þýddi meðan alltaf bættist á þær. Sumir hafa þegar gert það. Til dæmis tók Kiwanisklúbbur á Seltjam- arnesi sig til i sumar og hreins- aði f jörurnar þar og virðast þær ætla að halda áfram að vera til- tölulega hreinar af rusli. Ættu fleiri klúbbar eða félög að fara að þvi fordæmi og hreinsa til dæmis fjörurnar á Bessastaða nesinu og raunar viðar, svo hægt sé að fara í gönguferðir eftir þessum skemmtilegu fjör- um og leyfa börnum að leika sér þar. Þó bót sé að þvi að losna við sorpið af fjörum, þá dugar það ekki eitt til að halda ströndun- um hreinum. Með allri þessart standlengju, sem hér er talað um, liggja skolpræsin út í fjör- urnar og gubbast þar óþverrinn ýmist í f jörurnar sjálfar eða rétt út fyrir þær. Hingað til hefur þótt gott ef ræsin ná út fyrir stórstraumsfjöruborð og eiga þau að gera það samkvæmt gildandi reglugerðum. En þar er víða pottur brotinn og má oft sjá stútana á þurru um fjöru og jafnvel krakka að leika sér þar. Þarna er sama sagan og með sorpið. Öllum er orðið ljóst, að þar þarf úrbóta við. En Reykja- vík og nágrannabyggðarlögin hafa beðið eftir niðurstöðum af vísindalegri rannsókn, sem þau létu danska sérfræðinga gera um mengun í sjónum frá Álfta nesi í Geldinganes. Nú er sú nið urstaða fengin og staðfestir það sem vitað var, að sjórinn er mengaður umfram það sem hægt er að umbera, eins og t.d. í Skerjafirði og út af Skúlagötu í Reykjavík, og á þetta eftir að versna og breiðast út yfir svæð- ið allt nema vandinn sé tekinn föstum tökum og gerbreytt um stefnu. En dýrt er það. Lausn- irnar, sem Danirnir benda á, kosta frá 557 til 872 milljónir bara fyrir Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes, og fara eftir þvi hve miklar kröfur eru gerð- ar til að hafa hreinan sjó alls staðar. En þá eiga öll hin byggð arlögin eftir að leysa sinn vanda, hvað þetta snertir. Allir virðast þó hafa hug á að gera eitthvað I málinu. Til dæmis stefna Hafnfirðingar að þvi að koma öllu skolpi a.m.k. út fyrir hafnargarða. Garða- hreppur hefur beðið eftir fyrr- nefndri rannsökn og hyggst a.m.k. lengja sínar útrásir, en ein þeirra , útrásin við Kópavogs- lækinn nær til dæmis engan veg inn út fyrir stórstraumsfjöru. Kópavogsmenn hafa að undan- förnu beint byggingum í norður hverfi bæjarins, þar sem þau geta tengzt Fossvogsræsinu, en sett bann á nýbyggð sunnan við þarsem holræsin renna út í vog inn, meðan beðið var fyrrnefndr ar rannsóknar, þvi Kópavogur- inn er orðinn mjög slæmur. Sel tirningar segja að þessi mál séu ekki komin í það horf sem þeir vildu, þó þeir séu tiltölulega heppnir að hafa mikla strauma frá landinu og sæmilega góða blöndun 15—20 m frá landi. Og á Akranesi gera menn sér ljóst Atvinna Verkamenn óskast, mötuneyti á staðnum Upplýsingar gefur yfirverkstjórinn. Slippfélagið í Reykjavík hf., Mýrargötu, sími 10123 ÖSKAR EFTIR STARFSFÓLKI 1 EFTIRTALIN STÖRF: Blaðburðarfólk óskast Laugavegur, frá 34-80 Laugavegur frá 114-171 — Úfhlíð Höfðahverfi — Efstasund Afgreiðslan. Sími 10100. Blaðburðarfólk óskast til að bera út bfaðið í Ytri-Njarðvík. Sími 2698. Frá 1. október vantar fólk til að bera út Morgunbfaðið í Hveragerði. Blaðburðariólk óskast við Hlíðarveg í Kópavogi - Sími 40748 Telpa óskast til sendiferða fyrir hádegi á skrifstofunni. Sími 10100. Atvinna Lagtæka menn vantar okkur nú þegar i trésmiðju okkar, Sigurður Elíasson hf., Auðbrekku 52, sími 41380. (Heimasími 41601).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.