Morgunblaðið - 08.10.1971, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8: OKTÓBER 1971
Osr veiðimaðurinn setur enda- Múkkinn tekinn lir netinu.
punktinn á eftir ameninu með
fýlakeppnum.
Trillan sigrlir á fuilri ferð, liáfurinn er á Iofti og þeg-ar fýls-
unginn er undir netinu feilur gildran og veiðin er innbyrt.
I.eifi í I.aufási svíður og gerir fuglinn kláran í saltið og
Ragnar frá Bræðratungu reytir. Svona standa þeir í þessu
kvöld eftir kvöld og draga ek ki af sér á meðan þeir vita að
hækkar í tunnunni. Að eiga tvær til þrjár tunnur af sölt-
uðum fýl til vetrarlns er eng in smávegis búbót og ekkert
smálítið sælgæti eins og sagt er. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir í
Eyjum.
Rásað með
fýlaveiðimönnum
kringum Eyjar
Tunnan frá í fyrra er fyllt
af vatni, hreinsuð og siðan er
látið standa í henni í nokkra
daga til þess að þétta
hana. Viðurinn dregur í sig
vatn, bólgnar og tunnan verð-
ur eins og góðar tunnur eiga
að vera, pottþétt. Enda veitir
ekki af, því mikið liggur við.
Fýlatíminn er að hefjast og
þeir sem hafa vanizt söltuðum
og reyktum fýl taka engan
annan mat fram yfir hann og
varla er að marka árið fyrr en
búið er að halda fýla-
veizlu.
Við brugðum okkur í fýl fyr
ir skömrnu með nokkrum Eyja-
peyjum, þegar fýlavertíðin var
í algleymingi og menn sóttu
grimmt í kringum Eyjar til
þess að elta uppi unga fýlinn,
sem var nýlega floginn úr
hreiðrunum I björgunum. Þeg-
ar unginn er kominn á sjóinn
þarf hann um 3 daga til þess
að losa sig við mestu fituna og
þegar því er lokið er hann orð
inn flugfær, en áður þurfa fýla
veiðimenn að vera komnir á
kreik og því meir, sem fitan
er, þvi betri er fýllinn í verk-
un.
Það voru 12 trillur inni á Á1
daginn þann. Það hafði verið
bræla daginn áður og gjólan
gefið unganum byr undir báða
vængi, svo veiðiútlitið var gott.
Annars sækja fýlaveiðimenn í
Eyjum grimmt þó að bræli, því
ekkert hefst nema hjá þeim
sem róa og fýllinn er of góður
til þess að láta gjólupus eða
Stórhöfðaþembu aftra sér.
Allir um borð eru með aug-
un á sjónum og þegar einhver
sér fýlsunga er stefnan tekin
og fýlaháfurinn gerður klár.
Þegar trillan nálgast tekur
fýllinn á rás með miklum
bægslagangi, en nær sér þó
ekki á loft, nema þá stutt í
senn. Þannig getur orðið nokk-
ur eltingarleikur, en endirinn
fer yfirleitt aðeins á einn veg.
Fýllinn lendir í háfnum og fýla
keppurinn gengur frá honum í
þjálfaðri hendi veiðimannsins.
Eitt högg og síðan er farið að
kíkja eftir þeim næsta. Þannig
er veiðiskapurinn, eitt handtak
við fiskinn, lundann, súluna og
fýlinn, Engin skot eða mistök
í viðfangsefninu. Allt unnið
eins fljótt og ákveðið og unnt
er.
Ef gjóla er og unginn farinn
að venjast sjónum og læra
vængjatakið getur verið erfitt
að elta. Sumir sleppa reyndar
og þá er bölvað um borð í trill
unni eftir langan eltingarleik.
Þó er brosað út í
annað þrátt fyrir allt þvi að
réttur þess, sem hefur betur í
baráttunni er virtur hjá þeim
sem eru aldir upp í baráttunni
við náttúruöflin.
140 fýlar voru innanborðs
þegar degi tók að halla og þá
var búið að rása fram og aft-
ur á fullri ferð allan daginn.
Stefnan tekin heim til Heima-
eyjar og fram haldið hjali um
jarðlifið, Eyjarnar og veraldar
málin.
Góður dagsafli, en þó ekki
allt búið enn. Þegar komið er
í land á eftir að reyta fýlinn
og sviða og koma honum í salt.
Þeir sem ekki hafa vanizt fýl
eru ekki beint blíðir ef reyting
in fer fram í námunda við þá,
því ekki kunna allir að meta
lyktina. En hvað um það, veiði
mennirnir hjálpast að við að
reyta, höggva, fara innan í,
svíða og salta með tilheyrandi
kryddi og bezt er ef fillan er
vel feit.
Tunnan er orðin full af lost-
ætinu, en nú er að bíða i viku
til þess að hægt sé að fara að
smakka. Víst er að fýllinn fær
ekki að biða of lengi í saltinu
og slegið er upp fýlaveizlu. Bút
aðir fýlar settir i pott, nýjar
rófur og kartöflur og allt soð-
ið í einu. Að lokinni veizlu er
árið orðið fuUgilt og ekki er
það lakara ef berjasúpa með
rjóma er í eftirmat, eða rabba-
barasúpa.
Ekki kemur það fyrir að fý]l
sé seldur, því hann er ekki met
inn til fjár og þeir sem eiga
tunnu luma gjarnan á henni
eins og góðum búmönnum sæm
ir. Áður fyrr, þegar fýllinn var
mikið nýttur bæði í björgum og
á sjó höfðu sumir það ráð að
rota hann ekki í einu hand-
taki, heldur bíta hann i haus-
inn og ráða þar með örlög
hans. Þótti þetta fljótvirkara
þegar nota varð tímann til hins
ýtrasta og hver fugl var mik-
ilvæg búbót. Þá var líka slegið
upp fýla-, lunda- og súluveizl-
um á haustin og dansað á eftir.
Oft stóðu slíkar veizlur í Eyj-
um næturlangt eða alveg eins
lengi og nokkur hélt sig á dans
gólfinu og fýlakríkur var til á
fatinu. Dugðu menn vel í slík
ar veizlur og þótti lítil veizla
nema hún stæði fram undir
mjaltatíma. Nú orðið er þetta
öliu „kristilegra", og þó, það
eru teknar lotur. — á.j.