Morgunblaðið - 08.10.1971, Blaðsíða 14
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971
Framtíð fiskveiða í hættu:
íslendingar hafa vit
fyrir stærri þjóðum
Viðtal í Grimsby-blaði við
öflugan málsvara íslands,
Huntley Woodcock
FISKIMÁLAFULLTRtJI
íslands í Grimsby, Hunt-
ley Woodcock, hugsar til
þess með jafnaðargeði að
nýtt „þorskastríð“ kann
að vera í vændum, segir í
viðtali við hann í blaðinu
Grimsby News. Ofveiði á
fiskimiðum um allan heim
er svo mikil að gera verð-
ur mjög róttækar vernd-
unarráðstafanir, ef fisk-
stofnamir eiga ekki að
þurrkast út, segir hann.
Woodcock er sjötugur að
aldri, matvælasérfræðingur
að mennt og kenndi við skól
ann, sem hann lærði
við. Hann varð svo mikill
sérfræðingur 4 sínu sviði, að
hann var fenginn til þess að
starfa undir stjóm Wooltons
lávarðar í matvælaráðuneyt-
inu á stríðsárunum. Niður-
suðufyrirtæki, sem hann
stofnaði fyrir stríðið í Nor-
egi, varð að hætta starfsemi
sinni vegna hemáms f>jóð-
verja.
Hann var sendur til
Grimsby 1942 til þess að
skipuleggja fiskiðnaðinn þar
vegna mikillar þýðingar
hans fyrir stríðsrekstur-
inn. Á þessum árum voru
flestir togararnir frá Grims-
by tundurduflaslæðarar og
aðeins landað úr örfáum
gömlum togurum. Hann gekk
á fund formanns togaraeig-
enda, Sir John Croft-Baker,
sem spurði hann hvort hann
héldi, að nokkuð væri hægt
að gera.
Woodcock kvaðst halda
það, en segir í viðtalinu, að
algert öngþveiti hafi verið
ríkjandi og lítill fiskur á
markaðnum. Woodcock átti
að sjá til þess, að nægur fisk
ur bærist til neytenda. Hann
kom því til leiðar, að fisk-
kaupmenn fengu einn kassa
fyrir hverja þúsund, sem var
landað og gátu allir vel við
unað, jafnt þeir sem störf-
uðu við útveginn í Grimsby
og kaupendur lengra inni í
iandi. Öllum fisk, sem var
skipað á land var skipt jafnt
niður og skömmtun eins
sanngjörn og auðið var. Fisk
ur varð mikilvæg fæðuteg-
und i Bretlandi á striðsárun-
um.
Á þessum árum kynntist
Woodcock Islendingum í
fyrsta skipti. Á hverjum
morgni hitti hann Þórarinn
heitinn Olgeirsson ræðis-
mann á fiskmarkaðnum. Mest
allur fiskur Breta á striðsár-
unum kom frá íslenzkum tog
urum. Þeir tóku upp nýtt
kerfi við greiðslur á hrogn-
kelsum, og samkvæmt því
var sett upp sérstakt gjald
fyrir hverja þúsund kassa,
sem var landað. Við það tvö-
földuðust tekjur þeirra sem
stunduðu hrognkelsaveiðar.
íslenzkir togarasjómenn
lögðu sig i mikla hættu á
stríðsárunum, segir Grimsby
News, því að þýzkir kafbát-
ar töldu sig í fullum rétti að
skjóta á þá, enda sáu þeir
óvinum þeirra fyrir matvæl-
inn. Margir íslendingar biðu
bana. Skæðar tungur segja
að mannslíf hafi tapazt við
það að Islendingar voru að
vinna sér inn peninga, segir
blaðið, en meira liggur á bak
við. Islendingar hefðu til
dæmis hæglega getað selt
íiskinn Þjóðverjum. Það
gerðu þeir ekki, því að mark
aðir þeirra höfðu frá gamalli
tíð verið í Bretlandi, segir
Grimsby News.
Skipulagsmálin voru erfið
og flókin, að sögn Wood-
cocks, en starfið bar árang-
ur, þótt óskiljanlegt sé, seg-
ir hann. „Fjármálin voru
hvað erfiðust viðureignar. Ég
sagði kaupendum inni í landi,
að ef þeir borguðu ekki
reikningana, fengju þeir eng
an fisk, og þeir borguðu.
Þeir urðu að hafa bókhald-
ið í lagi, því að annars
íengu þeir engan fisk.“
„Ég hafði ekkert vit á
fiski, ég hafði fengizt við nið
ursuðutækni í ráðuneytinu
og bar raunar ábyrgð á fisk-
niðursuðu í 13 löndum. En
ég komst fljótt að raun um,
að ég hafði iitlar frístundir
og rabbaði um helgar við
gamla skipstjóra. Ég var
oft niður við höfn — oft með
Olgeirssyni ræðismanni —
stundum heilu næturnar."
Meðal annarra viðfangsefna
Woodcocks voru loftárás-
ir, mál týndra skipa og
áhafna og margt fleira.
1 striðslokin varð hanri að
byrja upp á nýtt. í átta ár
hafði hann unnið það þrek-
virki að koma á röð og reglu
í einhverri stjórnlausustu
iðngrein, sem hugsazt getur.
Á þessum árum var 75% þess
fisks, sem var landað ís-
lenzkur. Kerfi það sem hann
setti á laggirnar var
tekið upp í hafnarbæjum
hvarvetna í Bretlandi. „AU-
ir gömlu kunningjarnir og **
vinirnir í London voru farn-
ir. Fyrirtæki mitt í Noregi
var dautt. En þá sagði
Olgeirsson ræðismaður við
mig: Ertu tilbúinn að gera
fyrir Islendinga það sem þú að togaraeigendur hugsi
hefur gert fyrir Breta? Ég skammt fram í tím-
samsinnti því og varð íiski- ann, en þetta er óum-
málafulltrúi íslenzku sendi- flýjanlegt nema því að-
nefndarinnar. Þá var ekkert eins að róttækar ráðstafanir
sendiráð." verði gerðar. Ef menn horf-
ast kaldir og rólegir í augu
við ástandið lítur það svona
út. Það er ekki álitið rétt að
smáriki taki þannig foryst-
una. Stóru strákarnir segja:
Þetta getur verið rétt hjá
þér, en hafðu þig hægan, og
við gerum okkar ráðstafanir
þegar þar að kemur."
„Raunar hafa íiskveiði-
þjóðirnar ekkert gert nema
minnkað möskvastærð,“ seg-
ir Woodcock ennfremur.
Hefðu Islendingar ekki fært
landhelgina út í 12 milur, þá
mundu Grimsby-togaramir
ekki landa þeim afia, sem
þeir koma með á land
um þessar mundir, og þá væri
gróðinn ekki eins mikill og
hann er nú. Island heíur á
mjög sanngjarnan hátt var-
að heiminn við því sem það
ætlast fyrir, en langt er
þangað til september 1972.“
Woodeock heldur áfram:
„Að mínum dómi ættu Sam-
einuðu þjóðirnar að hafa um
sjón með fiskveiðum í heim-
inum. Banna ætti veiðar um
ákveðinn tíma á öllum fiski-
miðum og fylgja banninu eft
ir með hæfilegu eftirliti. Ut-
anríkisráðherra Islands kom
ekki til London til þess að
hóta eða þrefa heldur til við
Huntley Woodcock.
Þrátt fyrir „þorskastrið-
in“ glötuðu Woodcock og Ol-
geirsson ekki persónulegum
vinsældum í brezkum fisk-
iðnaði. Hvernig tókst þeim
það: „Ég býst við, að það
hafi verið dálitið erfitt, en
ég hef alltaf sagt það sem
mér býr í brjósti og sagt það
sem ég hef haldið vera satt.
Ég hef stundum átt í erfið-
leikum gagnvart mínum eig-
in sendiherra, en ég hef sagt
það sem mér hefur fundizt
vera rétt, jafnvel þótt það
hafi ef til vill ekki verið það
sem hann hefur viljað. Ég
held að það sé eina leið-
in. Þrátt fyrir það hef ég
eignazt marga vini bæði í
Bretlandi og á Islandi."
„Ég vona einlæglega, að
ekki komi til nýs fiski-
stríðs,“ heldur Woodcock
áfram. Miðin við Bjarnarey,
Grænland og Nýfundnaland
hafa verið þurrausin. Allar
þjóðir eru að beina fiski-
skipum sínum á Islandsmið.
Meira að segja Japanir hafa
sézt þar. Fiskveiðar eru
grundvöllur efnahagslífs Is-
lendinga. Taki enginn foryst
una í verndim fiskimiða
verða þau þurrausin á örfá-
um árum. Það er afsakanlegt
ræðna og til þess að reyna
að sýna rikisstjórninni fram
á aðstöðu Islands. Það er
ekki aðeins afkoma Islend-
inga, sem er í húfi, heldur af-
koma allra fiskveiðiþjóða
hvað fisk snertir."
„Brezkir togaraeigendur
eyddu miklum fjárhæðum á
erfiðleikaárunum — 400.000
sterlingspundum að eigin
sögn á einu ári — þegar þeir
beittu Island fantabrögðum.
Peningunum hefði verið bet-
ur varið í eitthvað nytsam-
legra,“ segir Woodcock.
Að lokum segir Woodcock
í viðtalinu við Grimsby
News: „Að þvi getur komið,
að ekkert verði eftir í sjón-
um til að veiða. Aliur heim-
urinn stefnir nú til Islands:
Rússar, Þjóðverjar og allir
hinir. 50 mílna landhelgi er
lífsnauðsynleg svo að fisk-
stofninn i sjónum umhverfis
Isiand haldi lífi, ekki aðeins
Islendingum til góðs, heldur
allri Evrópu. Mér finnst, að
allt geti gerzt, en í megin-
atriðum er sú stefna Islend-
inga að tryggja verndun fisk
stofnanna rétt stefna fyr-
ir alla sem eiga I hlut. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft,
veiddi Pétur postuli ekki
fisk með laxveiðistöng. Fisk-
veiðar eru atvinnuvegur og
kaupsýsla. Enginn hefur
nokkurn tíma sagt hvað
ÞEIR mundu gera i Islands
sporum. Fróðlegt væri að
vita það.“
MS. SKAFTAFELL kemur til Haf nar í Hornafirði
M.S. SKAFTAFELL kom til
heimahafnar sinnar á sunnu-
dagsmorgun kl. 11, en skipið
er nýtt, smíðað í Biismer
Werft, Busum, Þýzkalandi.
Stærð skipsins er 1740 DW
tonn, 1417 brúttórúmlestir. Vél
er af gerðinni Deutsch og er
hún 2000 hestöfl. Skipið er út
búið með bógskrúfu og styrkt
til siglinga í ís. Ganghraði
skipsins var í reynsluferð
15,1 sjómíla á klukkustund.
Skipstjóri er Barði Jónsson,
yfirvélstjóri Gunnar Þorsteins
son, yfirstýrimaður Georg
Seheving og loftskeytamaður
Oddgeir Karlsson. Myndin er
tekin við komu skipsins til
Hafnar i Hornafirði.
ÞRETTÁN DÓU
í BÍLSLYSI
Höfðaborg, 30. sept., NTB.
Þrettán Afríkunmenin biðu
bana og fimimÆíu slösuðust,
þegar flutninigiabíll á leið frá
Hanrismith til landamæianina
að Lesotho ók á olíubíl. Sa»n-
kvæmt fréttum er óttazt um
líf fjölmargra þeirra sem slöe-
uðust.
FYRSTA GEIMFAR
JAPANA
Uchiruoura, Japan, 28. sept.,
— AP—NTB —
JAPANIR sendu í dag á loft
sitt fyrsta geimfar og fór þa®
á braut umhverfis jörðit. Því
er ætlað að senda til jarðar
vísindalegar upplýsingar um
himingeiminn. — Geimfarinu
var skotið á loft með fjögurra
þrepa eldflaug.