Morgunblaðið - 08.10.1971, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.10.1971, Qupperneq 18
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971 Hjónin á Hamarsheiði I»orb,jörg: Erlendsdóttir. Fædd 7. nóvember 1879. Dáin 10. desember 1969. Jóhann Kolbeinsson. Fæddur 26. september 1883. Dáinn 26. júU 1971. Um síSustu aldamót var gamli tíminn ennþá hér á landi. Bænd umir voni máttarstólpar þjóðfé- lag-sins, allir samtaka í því að nýta til hins ýtrasta gæði lands ins, eftir því, sem þeir höfðu að- stöðu til. Aldagömul sambúð þeirra við húsdýr landsins laut sér sérstökum lögmálum, sem öll hnigu í þá átt, að maður og skepna ynnu sameiginlegan sigur í hinni hörðu og oft tvísýnu lífs- baráttu. — Á þessu tímabili bjuggu í einni af fegurstu sveit- um landsins, Gnúpverjahreppi, bændumir Kolbeinn Eiríksson í Stóru-Mástungu og Erlendur Loftsson að Hamarsheiði. Þeir voru báðir góðir bændur og mikl ir fjallleitarmenn. Kolbeinn var með stóran barnahóp, en Erlend ur átti eina dóttur. Örstutt leið var á milli bæja þeirra og mátti heita greiðfær og sér milli bæj- anna. Gamlir götuslóðar, sem enn þá sjást, gefa til kynna, að oft hefur verið farið bæja á milli, og mörg sporin hafa börnin átt þessa leið. Hvenær þau tókust fyrst í hendur sem elskendur dóttirin frá Hamarsheiði og einn sonanna frá Stóru-Mástungu veit ég ekki, enda helg minning, sem dó með þeim. Árið 1909 gengu þau í heilagt hjónaband Þorbjörg Erlendsdótt ir og Jóhann Kolbeinsson og sett ust að á Hamarsheiði, þar sem Jóhann tók við búsforráðum. Hann keypti skömmu síðar jörð ina af eiganda hennar, Kristínu í Nesi á Seltjarnarnesi og byggði fljótlega hús það, sem ennþá er búið í. f»au kunnu þá þegar bæði vel til búverka, auk þess hafði Þorbjörg 2 árum áður lært ljósmóðurfræði, og stundaði hún það starf í sveit sinni um 35 ára skeið. Heimili þeirra varð fljótt stórt, þar eð faðir og fósturmóð- ir Þorbjargar settust að hjá þeim, og einnig síðar foreldrar Jóhanns, og voru þau öll í skjóli þeirra til dauðadags. Börn eign- uðust þau 6, sem öll eru á lífi og búsett í sveitinni. Fljótt kom i ljós, að Jóhann var mjög dug- andi bóndi og til forustu fallinn. Hann var á bezta skeiði ævi sinnar mjög mikill heyskapar- maður, fjármaður góður og mik- ill ferðamaður, enda átti hann ætíð góða hesta. Hann var til margra ára fylgdarmaður séra Ólafs á Stóra-Núpi, auk þess sem hann þurfti ætíð að vera við því búinn að fylgja konu sinni, þegar hennar var vitjað, og oit var hann fylgdarmaður ferða- fólks um óbyggðir. Þá eru eftir ótaldar þær ferðir, sem hann var þekktastur fyrir og sem senni- Afgreiðslustarf Piltur eða stúlka óskast í Ijósmyndavöruverzlun. Einhver reynsla í meðhöndlun Ijósmyndavéla æskileg. Tilboð, merkt: „Reglusemi — 3223" óskast sent afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 11. þessa mánaðar. Tilboð óskast í fótksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudag- inn 13. október klukkan 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri klukkan 5. Sölunefnd vamarliðseigna. Keilavík - Byggingnlóðir til sölu þrjár byggingalóðir á góðum stað í Keflavík. Lóðunum fylgir 130 fm verkstæðishús, sem ekki þarf að rífa þótt byggt sé. FASTEIGNASALA VILHJALMS OG GUÐFINNS. Vatnsnesvegi 20. — Símar 1263 og 2376. lega veittu horaum mesta gleði, en það voru leitir um afrétt Gnúpverja. Þar var hann um ára tuga skeið allra manna kunnast- ur, enda hrifist af sögunum um slíkar ferðir ailt frá bamæsku. Á þeim afrétti var hann fjall- kóngur um 35 ára skeið. Sjá'lfur segir hann meðal annars í „Göng ur og réttir“, 1948. „Mér finnst afrétturinn eins og góður vinur, þvi betur sem ég þekki hann, því meiri unað og fegurð hefur hann mér að bjóða.“ Hann vann einnig mikið að fé lagsmálum, var lengi í hrepps- nefnd og sóknarnefnd og hafði mikinn áhuga á skóla- og stjóm málum. Ég og min fjölskyida kynnt- umst ekki þessum mætu hjónum, fyrr en þau voru komin yfir sjö- tugt og höfðu lokið sínu aðal dagsverki, en þau voru þó bæði vel hress. Síðan voru börn okk- ar hjá þeim samfellt í 14 sumur. Sóiveig í 5 sumur, og síðan Sig- valdi í 9 sumur, og margoft höf- um við gist þeirra heimili, svo að við eigum þeim margt að þakka. Ekkert ytra skrauit, hvorki mikil húsakynni né dýr húsgögn, gerði heimili þeirra áberandi, en hlýtt viðmót mætti manni í bæj- ardyrunum og þegar inn var komið ríkti glaðværð, þar sem allt var mettað af þjóðlegum fróð leik, enda bðk í hverju homi. Gest fann maður sig þar aldrei, heldur sem einn af heimamðnn- um, þegar var setzt að borði með þeim og teknar upp umræður um bækur eða búskap í sveitinni. Þorbjörg var þá fyrir nokkuð mörgum árucm hætt ljósmóður- störfum, sem hún hafði leyst far sællega af hendi, og sást nú lítið utandyra, en hún var alltaf glöð, oftast rauiandi, enda vel músík ölsk og oftast með bók eða prjóna miili handanna. Hún kenndi bömum, sem á heimilið komu sögur, kvæði og lög. Henni fylgdi ætíð friður og öryggi, sem gaif heimili þeirra þá kjölfestu, er öll heimili þyrftu að eiga, en sem því miður vantar svo víða. Jóhann var hressi'legur, gam- ansamur og barngóður, enda oft böm á heimili þeirra, og sum langtímum. Hann var sílesandi, hafði brennandi áihuga á lands- málum og fylgdist vel með, manna bezt að sér um sauðfjár- rækt, mjög veðurglöggur og rat vls, og þótt hann næði 87 ára aldri var hann alltaf ungur í anda. Þannig voru þau bæði sam sti'llt í því að gera heimili sitt hlýlegt og aðlaðandi, gestrisin í beztu merkingu þess orðs, og þennan eiginleika hafa börn þeirra eignazt í ríkum mæli. Síð ast ræddi ég við Jóhann hálfum mánuði áður en hann dó, þá var hann sæmilega hress og sagði mér þá, að til 80 ára ald- urs hefði hann gengið til allra verka. Við ræddum um heyskap Sigríður Halldórs- dóttir Mannskaðahóli — Minning Miðvikudaginn 8. sept. s.l. var jarðsett að Hofi á Höfða- strönd húsfrú Sigríður Halldórs dóttir, Mannskaðahóli, að við- stöddu fjölmenni. Hún andaðist á héraðssjúkrahúsinu á Sauðár- króki 2. sept. s.l., eftir stutta legu þar. Sigríður fæddist að Grófargili í Seyluhreppi 8. sept. 1877. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Einarsson bónda í Krossanesi Magnússonar prests í Glaumbæ og Sigriður Jónasdóttir frá Holtskoti í sama hreppi. Sigriður ólst upp með foreldr um við mikla fátækt, en i glöð- um og góðum systkinahóp, við barnaleiki og léttan söng, en vinnu, þegar henni óx ald- ur, eins og þá var títt. Heimilis bragurinn var léttur og hlýr, guðstrúin örugg og einlæg. Áhrif uppeldisins mótuðu ungu stúlkuna og urðu henni drjúgt vegarnesti, sem entist henni langa lífdaga. Milli fermingar og tvítugs dvaldist Sigríðyr all- lengi á Marbæli í Langholti lijá frænku sinni Sigurlinu Magnús dóttur, var það myndar- og efnaheimili, reglusemi í hví- vetna, góður skóli fyrir ungar stúlkur. Þegar Sigríður var 27 ára göm ul batt hún tryggðir við ungan sveitunga sinn, myndarlegan valinn dreng og hraustmenni mikið, Jón Jónsson frá Skin- þúfu — nú Vallanes. — Þau hófu búskap á Vatni á Höfða- strönd árið 1905, en fluttust það an að næsta bæ, Mannskaða- hóli, árið 1910 og bjuggu þar samfleytt til ársins 1952 að Jón andaðist 16. marz það ár. Bú- stofn þeirra var ekki stór i fyrstu, en þau voru auðug af at orku, viljafestu og bjartsýni. Höfðaströndin var talin harð býl í þá daga, en Vatn og Mann skaðahóll eiga land að Höfða- vatni, þar hefir jafnan verið góð silungsveiði og einnig skammt að fara til sjávar og fiskveiða. Jón var ötull að draga björg í búið, svo að jafnan var gnótt í búri og kjöllurum. Jón hirti vel um fénað sinn og hafði gott gagn af honum, sérstaklega áttu þau góðar og fallegar kýr og lagði húsmóðir- in mikla rækt við þær. Sigrið- ur var hyggin og nýtin búkona, starfsöm og hagvirk. Lærði hún fatasaum hjá Eufemíu systur sinni á unga aldri, kom það henni vel síðar. Húsakynni voru léleg á Hóli, eins og víðar á þeim árum, en umgengni húsmóðurinnar var þannig, að maður fann aldrei til þess, að gamli torfbærinn væri erfiður bústaður barnmargri fjölskyldu. Þannig mótaði hún umhverfi sitt, voru þau hjónin samvalin í þvi sem öðru. Sigríður var vel meðalkona á hæð, grönn og beinvaxin, mynd arleg, fastlynd og trygg, en vandaði val vina sinna og var traustvekjandi við kynningu. Hún helgaði sig fjölskyldu sinni í einu og öllu, hún skildi það vel að mótun æskunnar verður svo bezt af hendi leyst, að móð- irin sé hinn trausti leiðtogi og líknandi hönd, hjá henni var ör yggið, friðurinn og skjólið. Hinn fórnandi móðurfaðmur hennar var alltaf opinn bömun- um hennar, hún rækti sitt móð urhlutverk samkvæmt dýpsta og göfugasta eðli góðrar konu. Gestrisni var mikil á Hóli, bóndinn viðlesinn og fróður, bæði voru þau hjón veitul og höfðu yndi af gestakomu, var oft glatt á hjalla í baðstofunni á Hóli, og fann þá enginn að þröngt væri setið. Sigríður var heilsulítil lengi frameftir ævi, þjáðist af maga- sári, en komst yfir þau veik- indi. Jón maður hennar varð að Húsnœði óskast fyrir skrifstofur og vörugeymslur. Æskileg stærð 300 fermetrar. Upplýsingar í síma 17374 á skrifstofutíma. inn, nýju stjómina og það sem var efst á baugi. Bjami bróðir íhans, sem nú er einn á Lífi sinna systkina, kom þann dag í heim- sókn, stytztu leið á milli bæjanna, eins og hann hatfði gert frá barn æsku. Þeir voru hressir og kátir bræður. Sólin hellti geislum sínum yfir kirkjuna og Jdrkjugarðinn á Stóra-Núpi, þegar vinir hans, bændumir í sveitinni, létu kistu hans síga djúpt í þá frjóu mold, sem haHn hafði helgað l'íf sitt. Nú var hann lagður tii hinztu hvíldar við hlið konu sinnar, sem hann unni svo mjög. Við gis.tum á Hamarsheiði nótt ina eftir, eins og svo oft áður, þar sem allt var bundið minning um um 60 ára starf þessara góðu hjóna. Sólveig dóttir okkar svaf í baðstofunni, eins og ætíð áður. Um nóttina fannst henni amma koma og breiða ofan á sig, en það var hún vön að gera. Við þöktoum þeim báðum af al hug afa- og ömmuhlutverk við börn okkar og órofa vináttu. Við vottum öllum börnum þeirra, tengdafólki, Bjama bróð ur Jóhanns og öðrum skyldmenn um einlæga samúð, Fækkar þeim, sem áttu að, er aflraun skyldu glíma, götuslóða, vörðu, vað, Visa fyrri tíma. Jón Gunnlaugsson. líða mikil veikindi um 2ja ára bil siðari hluta ævinnar. Eldri börnin voru þá komin í burtu, en þau hjón áttu góða nágranna og er á engan hallað þótt Birni í Bæ sé sérstaklega þökkuð hjálpin, sem veitt var af mikl- um drengskap. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, eru þau: Eufemía, gift Sig mundi Baldvinssyni, búsett á Hofsósi. Halldór, veiktist 2ja ára af lömunarveiki, varð ósjálf- bjarga, dó 21 árs. Björn, fv. hús- vörður Miðbæjarskólans í Reykjavik, kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur, dáinn 1970. Garð- ar, skólastjóri Hofsósi kvæntur Guðrúnu Sigfúsdóttur. Anna ekkja búsett í Reykjavík, var gift dönskum húsasmíðameist- ara. Ragnheiður, gift Jóni Þor- steinssyni bónda í Mýrarkoti, Hofshreppi. Sólveig, gift Agli Jóhannessyni, búsett í Kefla- vík. Halldór, bóndi Mannskaða- hóli, kvæntur Lilju Egilsdóttur. Á yngri árum hafði Sigríður góða söngrödd og hafði alla tíð yndi af söng, var mjög næm á lög og meðferð þeirra. Hún bjó allan sinn búskap í nánd við sjó inn, hún heyrði báruniðinn heim til sín, hún fann skyld- leikann með bárunni og mann- lífinu og lagið „Bára blá“ var hennar hugþekkasta lag. Fram- vinda tímans er eilíf, ævi mannsins rís og hnígur eins og báran bláa við sandinn, sem verður til og deyr. Nú er ævi Sigriðar hérna meg in hnigin í tímans eiiífa haf. Ég flyt þér, systir mín, hjartans þakkir fyrir ættræknina og syst urkærleikann, fyrir tryggð og ástúð við fjölskyldu mína. Við fögnum því að þú nýtur nú leiðsagnar vinanna þinna á nýj- um áfanga lífsins. Bjarni Halldórsson, Uppsölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.