Morgunblaðið - 08.10.1971, Qupperneq 19
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1971
47
— Ást okkar...
Framhald af bls. 43
Reykjavik og hélt aftur í Eyj-
ólfsstaði, þar sem hún bjó
næstu ellefu árin.
Áratugurinn 1870 til 1880 hef
ur eflaust verið að mörgu leyti
erfiður fyrir elskendurna. Þór-
unn, kona Páls, var orðin nokk
uð við aldur, og samband hans
og Ragnhildar var umtalað og
hafa margir fyllzt vandlætíngu
yfir þvi. Aldrei kom til greina,
að Páll skildi við konu sina,
sem hafði reynzt honum vel, og
ekki kom heldur til mála, að
hann sliti sambandinu við Ragn
hildi, konuna, sem hann unni.
Páll var kjörinn á þing fyrir
Norður-Múlasýslu árið 1874 og
sýnir það, að hann naut trausts
og virðingar sveitunga sinna,
þrátt fyrir umtalað einkalíf sitt.
Ef til vill hafa sum kvæða Páls
orðið til þess að auka skilning
fólks á högum hans, skilning
þess á þeirri ást, sem hann fékk
ekki að njóta nema í meinum,
þvi að hver getur ekki sett sig
í spor skáldsins, sem kvað:
Gott átt þú, hrísla, á grænum
bala,
glöðum að hlýða lækjarnið.
Þið megið saman aldur ala,
unnast og sjást og talast við.
Þar slítur aldrei ykkar fundi.
indæl þig svæfa ljóðin hans.
Vekja þig æ af blíðum blundi
brennandi kossar unnustans.
Þannig Iiðu árin, að elskend
unum var meinað að „unnast og
sjást og talast við“. En hinn
sextánda marz árið 1880 and-
aðist Þórunn, kona Páls, og
fimmta nóvember sama ár
gengu þau Páll og Ragnhildur
í hjónaband á afmælisdegi
Ragnhildar. Þá var Páll 53 ára,
en Ragnhildur 36 ára.
Eftir lát Þórunnar, er búið á
Hallfreðarstöðum var tekið til
arfskiptingar, kom á daginn, að
ríkidæmið var ekki mikið. Eig-
urnar voru metnar á um tiu
þúsund krónur, en að frádregn
um skuldum voru aðeins eftir
á þriðja þúsund krónur. Við
þetta bættist, að Páll hafði
aldrei mikill búhöldur verið, og
Þórunn hafði að líkindum ver-
ið hið drifandi afl bak við bú-
reksturinn, en nú var komin ný
húsfreyja i Hallfreðarstaði, sem
lét sér meira annt um að snú-
ast kringum skáldið, eiginmann
sinn, heldur en sinna daglegu
amstri.
Raunar er líklegt að farið
hafi verið að halla undan fæti
fjárhagslega þegar fyrir lát
Þórunnar. Páll hafði sagt af
sér þingmennsku, ef til vill
vegna þess kostnaðar, sem hún
hafði í för með sér, þvi í þann
tíma nægði þingfararkaup eng-
an veginn fyrir útgjöldum
þeirra þingmanna, sem lengst
áttu að sækja.
Sagt er að hjúahald á Hall-
freðarstöðum hafi á stund-
um gengið illa, vegna bráðlynd
is Páls. Kátleg saga er til af
viðskiptum þeirra Páls og
vinnumanns eins, sem Steinn
hét. Það kom fyrir að Páll
lagði hendur á þennan vinnu-
mann sinn og barði hann. Loks
hafði Steinn vistaskipti og
flutti til annars bónda, sem
sðmuleiðis tók til við að berja
hann, eftir að hann var kominn
í vistina. Brást Steinn þá hinn
versti við, og sagði eitthvað á
þá leið, að hann kærði sig ekki
um að láta ótínda búandkalla
berja sig, þótt skáldinu Páli
Ólafssyni hefði liðizt það.
Haustið 1892 bregður Páll
búi sínu á Hallfreðarstöðum, sel
ur jörðina og flytur í Nes í
Loðmundarfirði. Ekki mun Páli
hafa líkað vistin þar, þvi að
hvorki samdi honum við Loðm
firðinga né þeim við
hann, eins og málaferli og erj-
ur gefa til kynna.
Frá Loðmundarfirði flytja
þau Páll og Ragnhildur að Sig-
urðarstöðum á Sléttu, þar sem
þau dvelja til ársins 1903, er þau
fara að Prestshólum til sira
Halldórs.
Vorið 1905 fóru þau til
Reykjavíkur til að Páll gætl
leitað sér lækninga, en hann
var þá gamall og hrumur orð-
inn. Og í Reykjavík andaðist
Páll Ólafsson, tuttugasta og
þriðja desember árið 1905, sjö-
tiu og átta ára að aldri.
III
„Dýrgripir," segir Benedikt.
„Gersimar."
Og Benedikt Gislason frá
Hofteigi veit hvað hann syng-
ur, þegar Pál Ólafsson ber á
góma. Hann hefur skrifað ævi-
sögu Páls og þekkir sennilega
flestum betur ljóð hans og
sögu.
„Hér er efni í doktors-
ritgerð," segir Benedikt og á
við „Fundin ljóð", ástarljóð
Páls til Ragnhildar. „Hér kem-
ur Páll heilsteyptur fram. Hér
rikir ástin og hlýjan. Annars
leikur orðspor á því, að Páll
hafi viljað brenna þessi kvæði,
en Ragnhildur hafi beðið hann
um að geyma ljóðin — sin
vegna.“
Benedikt talar um Pál eins
og gamlan vin:
„Hann var auðtryggur,
hjartahlýr og vinfastur. En aft
ur á móti þurfti Mtið til, að
hann hvekkti vini sína. Tung-
an var skæð. Einu sinni mislík-
aði Páli við sinn dýrasta vin,
Jón á Sleðbrjóti, og tilefnið var
lítið. Þá kvað hann:
Þú hefur oft á móti mér
rnálin sótt af kappi.
En ég hef staðið undir þér,
eins og Þráinn Hrappi.
Ég geri ráð fyrir, að Pálil
hafi borizt mjög á milli þeirra
tveggja ástriðna, ástar og hat-
urs. Og á slikum öldum skaps-
muna hefur honum ekki getað
liðið vel. Fram i rauðan dauð-
ann orti hann níð um óvini
sína, eins og til dæmis sira
Bjöm á Dvergasteini.“
Og Benedikt fer með langan
skammabrag, sem er með öllu
óprenthæfur, jafnvel á þessum
frjálslyndu tímum.
„Páll naut þess á vissan hátt,
að hann var hefðarmaður," seg-
ir Benedikt. „Aldrei var hægt
að naga af Páli, að hann var
prestssonur, átti sýslumanns-
dóttur, og var umboðsmaður
konungsjarða og alþingismaður.
Ef þessu hefði ekki verið þann
ig farið, er ekki víst, að tungan
í honum hefði þótt neinn dýr-
gripur.
Páll lifði á timum stéttaskipt
ingar. Hjúin þéruðu húsbænd-
ur sína, og börnin þéruðu for-
eldra sína. Páll hélt sig i efstu
röðum yfirstéttarinnar.
Lífsaðstaða Páls var oft erf-
ið í seinna hjónabandinu. Hann
var orðinn 53 ára, þegar hann
kvæntist Ragnhildi, semþávar
36 ára, og hann var slitinn mað
ur, hafði aldrei verið líkamlega
þrekmikill og litt gengið í hin
erfiðari störf um dagana.
Þegar hann kvæntist átti
hann eftir fá ár i sextugt, og
sextugir menn á þeim tíma töld
ust kallar.
Ekki veit ég, hvort Páll hef-
ur verið hégómlegur maður, en
hann var svo var um sjálfan
sig, að hvergi mátti sjá fis á föt
um hans. Hitt veit maður, að
skapofsi stafar aldrei af öðru
en minnimáttarkennd, og hún
hefurþjakað Pál."
Um drykkjuskap Páls segir
Benedikt:
„Drykkjuskapur Páls er mjög
orðum aukinn. Á þessum tím-
um var það tízka að dýrka
Bakkus. Meðal heldri manna
var vin notað eftir vissum regl
um. Þeim hef ég heyrt lýst á
þennan hátt:
Þegar maður kom á bæ var
honum borið viskístaup, sem
kallað var velkomendaminni.
Því næst var borinn fram mat-
ur, og síðan rommpúns. Sæti
gestur áfram, var setið yfir
toddíi, og loks var drukkin
hestaskál, og alltaf í brenni-
vini.
Þeir, sem ekki fóru eftir þess
um reglum, voru dónar og
drykkjusvin. Fyrir utan þetta
var ferðaiælinn brúkaður, en
mjög í hófi.
Ef einhvern tímann hefur ver
ið um að ræða verulegan
drykkjuskap hjá Páli, hefur
það verið eftir að hann fluttist
frá Hallfreðarstöðum að Nesi."
Að lokum beinir Benedikt
tali að uppruna skáldgáfu
Páls:
Margir álíta, að Páll hafi
haft skáldgáfuna frá sira
Ólafi föður sinum, sem einnig
var skáldmæltur. Þetta held ég,
að sé ekki rétt, þvi að skáld-
skapur sira Ólaís var stirður
og þunglamalegur. Aftur á móti
var móðir Páls af Ásunnar-
staðaætt i Breiðdal, en í þeirri
ætt eru margir hagmæltir, og
yrkja létt og slétt eins og Páll.
Þessi ætt hygg ég, að sé komin
frá Guðrúnu, systur Stefáns
Ólafssonar."
Annar maður, sem einnig er
fróður um Pál Ólafsson, er Jón
G. Nikuiásson læknir, en hann
er frá Hrafnabjörgum í Jökuls-
árhlíð í Norður-Múlasýslu, og
barn að aldri lærði hann flest-
öll ljóðmæli Páls, og kann þau
enn.
„Þvi hef ég oft velt fyrir
mér,“ segir Jón, „hvað það var
í fari Ragnhildar, sem kveikti
þessa miklu ást hjá Páli. Þessa
ást, sem-entist alla tíð. Af þeim
fáu myndum, sem til eru af
Ragnhildi, að dæma, virðist hún
ekki vera sérstaldega fríð sýn-
um. Hún hlýtur að hafa haft
einhvem mikinn kynþokka.
Verið getnaðarleg, eins og ungl
ingarnir segja nú til dags.
Þessa konu elskaði Páll til
dauðadags, og hún tilbað hann
svo mjög, að sagt er, að hún
hafi beinlínis setið og starað
hann.
Blíðlynd hefur Ragnhildur
verið, og á þvi hefur Páll þurft
að háida. Hún reyridist honum
í aila staði vel, þótt ekki sé
sagt, að hún hafi verið mikil
bústýra.
Aldursmunurinn var líka mik
ill, og Páli hefur fundizt til um
að eiga svo unga konu. Þau
þurftu líka að bíða lengi eftir
þvf að fá að njótast, og ef til
vill er það ætíð ljú'fast, sem
mest er haft fyrir."
IV
Margt er óljóst varðandi ævl
Páls, enda hefur tiltölulega lít
ið verið um hana skrifað. Hvað
olli þeirri ást, sem batt þau
Ragnhildi svo sterkum bönd-
um? Ef til vill verður þeirri
spurningu seint svarað, en þess
ari ást hefur skáldið reist veg-
legan minnisvarða. Um margar
konur íslenzkar hafa verið
kveðin Ijóð, en engin hefur
fengið fleiri eða innilegri ástar
ljóð en Ragrihildur Björnsdótt-
ir.
Páll Ólafsson var gott skáld,
ef til vill ekki stórskáld, en
nógu mikið skáld til að finna
vanmátt sinn til að tjá með orð
um, það sem hann vildi segja:
Mitt litla ástar ljóða kver
nú liggur í kjöltu þinni.
Fæst af þvi líkast líkar þér
og líður þvi fljótt úr minni.
Með bleki og penna er svo bágt
að ná
því bezta, sem mannlegt
hjarta á,
það held ég flestir finni.
Sú ást, sem Páll yrkir um, er
ekki eingöngu andleg, plat-
ónsk, en þó hrein og fölskva-
laus:
Lof sé guði fyrir þennan fund.
Varir mínar brenna á þínum
barmi,
bundinn er ég þínum mjúka
armi.
Þetta er sæl og saklaus
ástarstund.
Þrátt fyrir að sambúð Páls og
fyrri konu hans hafi verið að
mörgu leyti farsæl, þykir hon-
um sem hann hafi farið mikils
á mis þau ár, sem þeim Ragn-
hildi var meinað að njótast:
Hata ég sumar, hata ég vor,
hata ég pennaförin mín
og öll mín gengin ævispor,
sem ekki liggja beint til þín.
Engu að síður hefur hin
langa bið gleymzt á sælustund-
um þeirra Páls og 'Ragnhildar:
Á litla brjóstið ljúft er mér að
leggja eyra
til að mega heyra, heyra
hjartað segja: meira, meira.
1 ástarljóðum Páls kemur
fram, að hann kvíðir mjög dauð
anum, vegna þess að hon-
um fylgir aðskilnaður frá Ragn
hildi. Hún var honum allt:
Nú er dagur dáinn
döpur leita þin
augun út í bláinn,
ástarstjarnan min.
1 vöku og værum svefni
verður nafnið þitt
draums og yrkis efni
ævinlega mitt.
1 sama dúr er þetta ljóð:
Vertu nú sæl. Við sjáumst ekki
lengi,
ég sakna og græt þig blessuð
ástin min.
Vertu nú sæl. Á sára hjartans
strengi,
saknaðar skal ég kveða ljóð til
þín.
Æ þú mitt ljós og
leiðarstjarnan bjarta,
langmæddu hjarta sendu nýjan
þrótt.
Æ, vertu sæl. Þú veizt í mínu
hjarta
ég vef þig að mér bæði dag og
nótt.
En Páll lærir að sætta sig við
tilhugsunina um dauðann og að-
skilnaðinn, og kveður:
Senn líður að
seinasta degi, en hvað gerir
það?
Aftur koma ástrikir fundir
og unaðarstundir.
Dauðans þó ský
dragi yfir okkur, þá mundu
eftir því,
að ást okkar logar og lifir
leiðunum ytfir.
V
„Dýrgripir. Gersimar," sagði
Benedikt frá Hofteigi um ljóð
Páls Ólafssonar. Tilgangurinn
með þessu greinarkorni hér að
framan er sá einn að vekja at-
hygli á þessum gersimum, og
manninum, sem lét þær eftir
sig.
Upplýsingamar um ævi Páls
eru fengnar úr ævisögu hans,
sem Benedikt Gíslason frá Hof-
teigi skráði, en ástarljóðin, sem
eru tilefni greinarinnar og uppi
staða, eru úr bókinni „Fundin
Ijóð“, sem er nýútkomin. Sú
bók hefur sérstöðu meðal ís-
lenzkra bóka. Höfundur henn-
ar hefur nú lengi hvilt undir
grænni torfu, en innihald bók-
arinnar, ljóðin, eru fersk, eins
og þau hefðu verið ort fyrir
einum áratug en ekki fyrir
einni öld.
Möðruvöllum i Hörgárdal,
21. september 1971.
Þráinn Bertelsson.
— Hvað verður
Framhald af bls. 32
dagskrá þingsins. Japanir eru
ein stórþjóðin, sem hefur gerzt
meðflutningsaðili, og gerðu
það seint og um síðir, með
semingi og að því er lausa-
fregnir herma gegn loforði
Bandaríkjanna að setja ekki
inmflutningstoll á japanskar
vefnaðarvörur á þessu ári.
Úrslitaumræður Allsherj ar-
þingsins um Kína-málið hefj
ast 18. okt. Lítið verður gert
til þess að ná samkomulagi um
eftirmann U Thants, sem hef
ur tekið þá óafturkallanlegu
ákvörðun að láta af störfum
31. desember, fyrr en Kína-
málið er leyst.
Margir kunnugir menn í að
alstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna eru þeirrar skoðunar, að
það sem fyrir Bandaríkjunum
vaki sé síður að berjast fyrir
áframhaldandi setu Formósu
en að reyna að tefja fyrir inn
göngu Pekingstjórnarinnar i
Sameinuðu þjóðimar þangað
til nýr aðalframkvæmdastjóri
hefur tekið við embætti og
þangað til Nixon forseti hefur
komið á sambandi við kín-
verska kommúnista eftir dipló
matiskum leiðum, sem hann
reynir að opnia. Þangað til
munu Bandaríkin berjast fyr
ir aðild tveggja kinverskra
ríkisstjórna, en ekki mjög ske-
legglega.
Skrifstofuvinna
Óskum að ráða stúlku í bókhald til lengri
tíma. — Reynsla æskileg.
Garðar Gíslason hf.,
Hverfisgötu 4—6.
Tilkynning til sknttgrciðendn
í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfirði.
Skorað er á þá, er enn skulda þinggjöld árs-
ins 1971 og eldri ára, að greiða skuld sína til
hreppstjóra eða til skrifstofu embættisins að
Strandgötu 31, Hafnarfirði, nú þegar.
Lögtök eru nú hafin fyrir ógreiddum þing-
gjöldum og skal gjaldendum bent á, að tafar-
laust verður krafizt fullnustu lögtaksgerð-
anna með uppboði, ef nauðsyn krefur.
Sýslumaðurinn
í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.