Morgunblaðið - 27.10.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUTNPBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971 Útgafandí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaamdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilttjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulitrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augiýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritaíjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti S, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. HVAÐ GERA ÞESSIR 67? egar ríkisstjóm Bretlands vísaði úr landi 105 sov- ézkum borgurum, sem þar höfðu starfað í sovézka sendi- ráðinu, verzlunarnefndinni eða öðrum stofnunum á veg- um Sovétríkjanna í Bret- landi, vakti sá atburður heimsathygli, vegna þess, að ástæða brottvísunarinnar var sú, að allir þessir menn hefðu stundað njósnir í Bretlandi. Beðið var með eftirvæntingu eftir viðbrögðum Sovétstjórn- arinnar og eftir alllanga bið var frá því skýrt, að 18 brezk- um borgurum hefði verið vís- að frá Sovétríkjunum eða ferðaleyfi þeirra til landsins afturkallað. í raun voru að- eins örfáir þessara 18 í Moskvu, þegar tilkynningin var birt. Þessi vægu viðbrögð Sovétmanna voru í rauninni viðurkenning á því, að þeir 105, sem Bretar vísuðu úr landi, hefðu stundað njósnir. Brezka ríkisstjórnin greip til þessara harkalegu aðgerða, sem munu nánast einsdæmi í diplómatískum samskiptum þjóða, eftir að allar tilraunir til þess að leysa málið á bak við tjöldin höfðu reynzt ár- angurslausar. Sir Alec Dougl- as-Home hafði rætt þetta mál hvað eftir annað við Gromy- ko, utanríkisráðherra Sovét- rikjanna, og fylgt þeim sam- tölum eftir með bréfum, en allt kom fyrir ekki. Þessir atburðir eru rifjaðir hér upp í tilefni af því, að utanríkisráðuneytið hér hef- ur nú staðfest þá frétt, sem Morgunblaðið birti fyrir all- mörgum vikum, að fleiri sov- ézkir borgarar væru starfandi í sovézka sendiráðinu í Reykjavík en erlendir full- trúar í nokkru öðru sendi- ráði hér á íslandi. í sovézka sendiráðinu hér og á skrif- stofu sovézku áróðursstofn- unarinnar Novosti eru sam- tals 67 sovézkir borgarar, þegar fjölskyldumeðlimir eru meðtaldir, en á allra vitorði er, að fjölmargir þeirra sinna margvíslegum störfum. í sendiráði Bandaríkjanna og upplýsingaþjónustu þeirra eru samtals 36 Bandaríkja- menn, þegar fjölskyldumeð- limir eru meðtaldir eða nær helmingi færri Bandaríkja- menn en Sovétmenn, þrátt fyrir þá staðreynd, að sam- skipti íslands og Bandaríkj- anna eru mun fjölþættari og umfangsmeiri en samskipti íslands og Sovétríkjanna. Óhjákvæmilega vaknar því sú spuming, að hvaða verk- efnum hinir sovézku borgar- ar vinna hér á landi. Vissu- lega er ekki óeðlilegt, að hér sé sovézkt sendiráð með frambærilegum starfsmanna- fjölda, en sá fjöldi, sem þar er nú starfandi, gefur tilefni til margvíslegra grunsemda um raunverulegar athafnir þessa fólks. í því sambandi er rétt að minnast þess, að fyrir nokkrum árum var tveimur sovézkum sendiráðs- starfsmönnum vísað úr landi vegna njósna og tilrauna til þess að fá íslenzkan borgara til þess að stunda njósnastarf- semi fyrir Sovétríkin hér á landi. Ástæða er til að fagna því, að utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman ítar- legt yfirlit um starfsmanna- fjölda og fasteignir erlendra sendiráða hér á landi, en einnig í fasteignum bera Sov- étmenn höfuð og herðar yfir önnur erlend sendiráð hér í borg. Væntanlega er þetta framtak utanríkisráðuneytis- ins til marks um, að starfs- mannafjöldinn í sovézka sendiráðinu hafi vakið at- hygli þess og að ráðstafanir verði gerðar til þess að tak- marka hann. Verstu mistökin l/'issulega er það einstakur ’ atburður, eins og Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæð- isrflokksins, sagði í ræðu utan dagskrár á Alþingi í fyrradag, er tveimur fyrrverandi rit- stjórum Þjóðviljans og yfir- lýstum andstæðingum At- lantshafsbandalagsins og varnarliðsins er falið að fjalla um öryggismál þjóðarinnar ásamt utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra hefur haldið því fram, að hér sé ein- ungis um vinnutilhögun að ræða og málgagn hans, Tím- inn, telur, að umræður um þetta mál hér innanlands geti einungis skaðað þjóðina út á við. Það er mikill misskiln- ingur. Umræður um þetta mál valda þjóðinni ekki tjóni, en öðru máli gegnir um nefndarskipunina sjálfa. Ekki þarf að efast um, að hún dregur stórlega úr því trausti, sem aðrar þjóðir hafa borið til íslands. Ráðherranefndin verður einnig til þess, að lýð- ræðissinnar í stjórnarand- stöðuflokkunum verða fram- vegis mun tortryggnari en áður gagnvart fagurgala ákveðins hóps Framsóknar- manna, sem allt frá því að ríkisstjórnin var mynduð, hafa haldið því fram, að ekki stæði til að standa við ákvæði Síðasta greinin, sem Dean Acheson skrifaði: Bandarískir hagsmunir Eftirfarandi grein skrifaði Dean Aoheson fyrir The New York Times nokkrum dögum fyrir andlát sitt 12. október. Þessi grein byrjar á texta eins og stólræðurnar þegar ég var ungur. Hann er sóttur í vitnisburð tveggja frábærra sér fræðinga. Þeir báru hann á fundi í undirnefnd þjóðarörygg is- og alþjóðamála, í marz og apríl síðastliðnum. Sá fyrri er eftir Bernard Lewis og fjallar um Miðausturlönd; sá siðari er eftir Robert Conquest og fjall- ar um Sovétríkin: „Nærtækaisti veruleikinn er hagsmunaárekstur stórveld- anna um allan heirn, meðal ann ars í Miðausturlöndum — árekstrar tveggja kerfa og and stæðrar menningar — og vera má að þriðja stórveldið bætist í hópinn áður en langt um líður. Allt annað er óæðra þessu; allt annað skiptir minna máli.“ „. . . Stefnumarkmiðið í þess um heimshluta ætti að vera það að finna öruggustu ráðin til þess að veita andstæðingn- um mótspymu — ekki að safna undirskriftum.“ „. . . Lokuð hugmyndafræði og takmörkuð kynni af hugs- unum annarra, sem hefur verið ríkjandi í Sovétríkjunum frá upphafi leiddi sjálfkrafa til stigvaxandi úrkynjunar póli- tískrar hugsunar. Valdaforysta Sovétríkjanna er skipuð hópi einkar þröngsýnna bókstafstrú armanna með uggvænlega lága greindarvísitölu — almennt séð þriðja flokks mönnum. . . og þar sem dómgreind þeirra er ekki á háu stigi, geri ég ráð fyrir að þeir muni oftar en einu sinni valda ástandi, sem stofnar heimsfriðnum i mikla hættu.“ Meðalmennska rússnesku for ystumannanna er ekkert eins- dæmi. Hún er svo almenn að kalla mætti okkar tíma upp- hafningu meðalmennskunnar. Það sem gerir þá stórhættulega heimsfriðnum, er, að þriðja flókks dómgreind þeirra er knúin áfram af einkar herská- um stefnumarkmiðum, og hún er vopnuð hernaðarkerfi, sem ekkert stenzt samjöfnuð við. Miðausturlönd eru hættu- svæði, því að þar stöndum við andspænis ötulum og markviss- um aðgerðum mótherja, sem ekki verður hægt-að telja hug- hvarf, nema hann horfist í augu við óviðunandi áhættu, eins og á Kúbu 1962. Deila Araba og Israels- manna er þessum deiluaðiljum mikilvæg, en hún er óæðri og skiptir minna máli. Hún verð- ur því aðeins stórkostlegt vandamál, að bein hernaðar ihlutun stórveldanna verði möguleiki. Bf utanaðkomandi hlutdeild einskorðaðist við það að sjá helztu mótherjunum fyrir full- komnari og fullkomnari vopn- um, gætu þeir valdið hver öðr- um meira tjóni en hingað til, en alger sigur væri ekki mögu- legur. ANDSTÆÐ MARKMIÐ Þótt áframhaldandi bardag- ar væru að öllu leyti hugsan- legir, yrði árangurinn senni- lega sá, að tap beggja aðila yrði meiri en ávinningurinn. Slíkt ástand fæli í sér mögu- leika á jafnvægisástandi og opnaði leið til friðsamlegrar sambúðar. Sovétríkin keppa um þessar mundir að tveimur markmiðum i Miðausturlöndum, en þau sam rýmast ekki algerlega. Það fyrra er að tryggja að Arabar verði þeim áfram háðir með þvi að viðhalda spennuástandi, sem nálgast algert stríð, en leiðir ekki til þess. Hitt markmiðið .er að opna Súez-skurð á nýjan leik. Þar með fengju valdamennirnir í Moskvu flotayfirráð á Persa- flóa og Indlandshafi og vald til þess að hafa eftirlit með olíu flutningum frá Persaflóa til Evrópu, Austur-Asíu og Norð- ur-Ameríku. Þessi markmið geta rekizt á, þvi að friður þarf að ríkja, ef unnt á að vera að opna skurð- inn á ný, en ef ástandið verður þrungið spennu í langan tíma, væri markmiðinu stofnað í hættu. Ráðamennirnir í Kreml hljóta því að vera býsna for- viða á þeim ákafa Rogers utan rikisráðherra að koma þvi tiil leiðar að skurðurinn verði aft- ur opnaður á þeirri forsendu að það verði undanfari — ein- hvers. Mennirnir í Kreml hafa allt- af verið sammála Ibn Hazm frá Cordova í því, að „hámark heimsku og veikleika er að þekkja ekki í sundur óvini og vini.“ Moðhausar gátu ekki gert þennan greinarmun á dög- um Súez-deilunnar 1956, og þeim hefur bersýnilega ekki mikið farið fram siðan. Fyrsta stefnumarkmið Banda rikjanna ætti að vera að sann færa sovézka forystumenn um að bein Mutun herliðs þeirra hafi í för með sér óviðunandi áhættu. Dean Acheson. Áþreifanleg nærvera þeirra i Egyptalandi er orðin stað- reynd. Rogers utanríkisráð- herra leggur til, að sá gaili verði leiðréttur með nærveru sameiginlegs herliðs Rússa og Bandar'íkjamanna, sem skuli „gæta friðarins". Raunverulegir hagsmunir Bandai’íkjamanna felast í því, að báðum sé haldið utan við. Það eru lika raunverulegir hagsmunir Israelsmanna og Ar- aba. Við erum byrjaðir að efla flugvélakost Sjötta flotans og ættum að halda því áfram. Bandaríkjamenn ættu með stefnu sinni að gera mönnunum í Mosfcvu ljóst á eins 'hljóðlát- an og leynilegan hátt og hægt er, að eina þróunin, sem gæti fengið ofckur ofan af þeirn ásetningi að flækjast ekki bein línis inn í deilumálin 1 Miðaust urlöndum, væri éifram- hald áþreifanlegrar hlutdeildar þeirra. Svipuð festa Banda- ríkjamanna leiddi til undan- halds Rússa frá norðurhluta Persíu 1946, þeirrar ákvörðun- ar þeirra að hætta samgöngu- banninu á Berlín 1949 og þeirr ar ákvörðunar þeirra að hætta íhlutuninni á Kúbu 1962. Ef til vill finnst lesendum til vitnanirnar í greinarbyrjun fullharður dómur í sovézku valdamennina. Leyfið mér að vitna í Jesse Jones frá Texas: í honum spegl ast hinn sami bandariski andi David Harums. Aðspurður hvort hann teldi að vissum manni mætti treysta, sagði Jesse: „Ég mundi að minnsta kosti ekki sofna með puttann uppi í honum.“ málefnasamningsins um brott för varnarliðsins. Skipun ráðherranefndar- innar um vamarmálin eru verstu mistök, sem lýðræðis- sinnar í núverandi ríkisstjórn hafa gert sig seka um fram til þessa, mistök, sem verða til þess, að menn vantreysta Einari Ágústssyni í varnar- málum. Þeir einu, sem fagna þessa dagana, eru kommún- istar. Það er staðreynd, sem mætti verða utanríkisráð- herranum nokkurt íhugunar- efni á síðkvöldum, ef hann hefur þá yfirleitt nokkurn skilning á því að hætta sé á ferðum, þegar kommúnistum er falin meðferð öryggismála. Því miður fer þeim fjölgandi, sem draga þann skilning ráð- herrans stórlega í efa. PóLitískt morð? BOSTON: Aðstoðarmaður borgarstjórans í Boston í Massachusetts fannst skotinn til bana í bil þöktum kosn- ingaslagorðupi- Leitað er þriggja manna sem talið er að hafi flúið frá morðstaðn- um. Þrennt í kaf i FREEPORT: Tveir líffræðing ar og hjúkrunarkona eru komin upp á yfirborðið eftir sex daga dvöl neðansjávar I rannsóknarstöð á hafsbotni skammt frá Freeport á Ba- hama-eyjum. Annar vtsinda- maðurinn var eiginmaður hjúkrunarfconunnar. Gandhi í Brussel Brússel, 25. október — NTB, AP. — FRÚ Indira Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, er komin til Brússel í opinbera heimsókn og er þar með hafið þriggja vikn» ferðalag hennar til ýmissa V- Evrópulanda, sem hún neitaði að hætta við þrátt fyrir auknar við sjár á landaniærum Indlands og Pakistans. Búizt er við að frú Gandhi biðji stjónnmálaleiðtoga þeirra landa sem hún heknsækir uim aukna aðstoð við niíu milljóiniir austur-pakistanskra flóttamamna á Indlandi. Hún hefur látið ó- tvírætt í Ijós að Indverjar ráði ekki einir við vandamál flótba- mianinanina og beðið um alþjóða aðstoð í því Skyni að hægt verðí að senda flóttameniniina aftur heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.