Morgunblaðið - 27.10.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 27. OKTÓBER 1971
17
í RÆÐU sinni á háskóla-
hátíð þakkaði háskólarektor
sérstaklega Eggerti Vilhjálmi
Briem, sem dvalizt hefur í
Bandaríkjunum lengi, stór-
lyndi hans og höfðingsskap,
en hann hefur undanfarinn
áratug beint mörgum góðum
gjöfum til Eðlisfræðistofnun-
ar og Raunvísindastofnunar
Háskóla Islands, og nú hefur
Raunvísindastofnun í frétta-
tilkynningu talið upp fjölda
af tækjum, sem Eggert hef-
ur gefið stofnuninni. Egg-
ert er staddur hér á landi og
Prófessor Þorbjörn Sigurgeirsso n og Eggert Briem við nýjustu tækin, sem Eggert liefur gefið
Raunvísindastofnun Háskólans, pulsagreini. Mösbaiuermæli og reiknivél.
Situr yfir bókum og gruflar
Með ýmsar nýstárlegar kenningar
Rætt við Eggert V. Briem
færði Eggert stofnuninni einu
hann hittum við í bókasafn-
inu í Raunvísindastofnuninni,
þar sem hann situr jafnan við
lestur og rannsóknir á dag-
inn, meðan hann dvelur hér.
— Ég er bara aö leika mér,
sagði Eggert, þegar við fórum
að spyrja hann nánar hvað
hann væri að fást við. Allt, sem
manni þykir gaman að, er leik-
ur, bætti hann við.
En við vildum fá að vita meira
um hann sjálfan og tildrög þess
að hann fór að hafa samband
við þessar íslenzku vísindastofn
anir og leggja þeim til dýr tæki.
—• Ég er fæddur og uppalmn á
Islamdi og mikið af minni mennt
un var kostað frá Islandi. Og
þar sem ég átti annars staðar
heima, þótti mér sanngjarnt að
einihver verðmæti færu til Is-
lands, til að vega á móti því sem
ég hefði tekið út, sagði Eggert
til skýringar. — Ég hafði alltaf
haft mætur á eðlisfræði og varð
þess áskynja að við Háskóla ís-
lands hafði verið stofnuð eðlis-
fræðideild. Ég þóttist þá vita,
að þar væri nokkur fátækt. Svo
ég lagði leið mína þangað, þeg-
ar ég var hér á ferð og gerði
boð fyrir forstöðumanninn, sem
var Uorbjörn Sigurgeirsson próf
essor. Og að hitta hann var einn
af stærstu viðburðunum í mínu
ákýrði að þessi samstœða gæti
komið að fjölbreytiJegum notum,
t.d. við að rannsaka uppbygg-
ingu efna. Hefði hún komið að
góðum notum, svo sem við próf-
un i sambandi við afstæðiskenn-
inguna.
— Eggert hefur verið með
ýmsar kenningar, sem ekki fara
troðnar slóðir, segir Þorbjörn
tii skýringar. Hann hefur tii
dæmis verið með kenningu um
útbreiðslu ljóssins og við höf-
um rætt fram og aftur um það,
hvaða leiðir mætti fara til að
kanna hvort Ijósið fari jafn-
hratt fram og aftur. 1 af-
stæðiskenningunni er því slegið
fram að svo sé, en við höfum
verið að kanna hvort hægt sé
að mæla þetta. Alveg nýlega
höfum við fengið staðfest að
þetta sé rétt. Mælingar hafa ver
ið gerðar frá loranstöðvum hér,
á Grænlandi og í Færeyjum.
Þessar hugmyndir Eggerts hafa
hleypt miklu fjöri í umræður
um þessi mál hér.
Áður en við sleppum Þorbirni
frá okkur, sýnir hann frétta-
manni sum af þeim tækjum, sem
Eggert hefur gefið stofnuninni.
Þar er sveiflusjáin, sem hefur
verið í stöðugri notkun sl. 11 ár.
Myndavéi til að taka það, sem
myndast á sveiflusjánni. Bifreið
sinni, þegar vantaði farar-
tæki til að bera segulmælinga-
tæki það, sem Þorbjörn bjó til.
Frá Eggert hefur komið segul-
mælingatæki, sem götunartæki
skrifar frá og tæki til að lesa úr
götunarböndunum. Ennfremur
fjarskiptatæki og lititl sendir,
sem notaður var tll að
senda jarðskjálftamælingar frá
Surtsey, á sínum tima, en
er núna notað til að senda upp
lýsingar um segulsviðið frá seg-
ulmælingastöðinni við Leir-
voginn. Þannig má sjá í húsi
Raunvísindastofnunar hvernig
segulsviðið er á hverjum
tíma. — Þessar gjafir
hafa orðið þessari stofn-
un mikil lyftistöng, sagði Þor-
björn, áður en hann yfirgaf okk
ur, og við héldum áfram
að spyrja Eggert í bókasafninu.
Nú leikur okkur forvitni á
að vita meira um Eggert sjálf-
an. Hann er fæddur fyrir 76 ár-
um í Goðdölum en ólst ‘ upp
á Staðarstað á Snæfellsnesi,
sonur sr. Vilhjálms Briem og
Steinunnar Pétursdóttur Briem.
Þegar við spyrjum Eggert um
námsferil hans, segir hann kím-
inn: — Ég fór ekki í skóla fyrr
en ég var 15 ára gamall, var
aldrei í barnaskóla, lærði bara
heima. En þá fór ég í Mennta-
skólann í Reykjavik. Þaðan fór
ég svo eftir 3 ár til náms
í Þýzkalandi. Þetta var 1913 og
mamma hafði tekið af mér það
loforð, að ef ófriður hæfist, þá
skyldi ég koma heim. Það varð,
og samkvæmt loforðinu fór ég
heim. Ég var þá búinn að vera
eitt ár í tækniskóla í Mittweide,
sem er mitt á milli Dresden og
Leipzig.
— Vorið 1915 fór ég svo vest-
ur til Bandaríkjanna til náms,
með fyrstu ferð elzta Gullfoss,
heldur Eggert áfram. Fyrst tók
það mig eitt ár að komast niður í
málinu, því ég var ónýtur í
ensku. En þegar ég var svo við
nám í vélaverkfræði fékk ég
flensuna, þessa sem kölluð var
spánska veikin hér. Það var
1918, rétt áður en ég iauk prófi.
Ég var mörg ár að ná mér eftir
það og fór heim, kom hér nokkr
um mánuðum eftir að spánska
veikin var liðin hjá í Reykja-
vík.
— Hvað gerðirðu hér heima?
— Fyrst lá ég i rúminu. Svo
rölti ég utn landið, fór m.a. aust
ur á Hérað, þar sem ég lenti 1
vöruflutningum um Fagradal.
Við það var ég í tvö ár mér tii
heilsubótar, og útivistin var
betri en allar sjúkralegur.
— Varstu þá hættur við nám?
— Nei, ég var alltaf að speku
lera eitthvað. Vöruflutningarnir
voru bara mér til heilsubótar.
Upp úr því fór ég í flugnám til
Þýzkalands og svo til Bandaríkj
anna þar sem ég fékk flugmanns
skírteini. En við skulum ekki
fara út i það, sú saga verður
sögð i bók um gamla flugmenn,
sem kemur út innan skamms. í
Bandaríkjunum var kreppan í
algleymingi og ég missti starf
mitt, sem var kennslu- og
skemmtiflug. Svo ég fór í ann-
að. Það var ágætt, því þá rétt
vann ég fyrir mér og eyddi tim-
anum í að grufla.
— Ein höfuðástæðan til þess að
ég ílentist í Bandarikjunum, hélt
Eggert áfram, var sú, að þar eru
bókasöfn, þar sem hægt er að fá
hvers 'konar lesningu. Fyrst fer
maður x staðarbókasafnið. Sé
bókin ekki þar, þá er leitað til
bókasafns ríkisins, sem í þessu
tilviki var bókasafn Pensyl-
vaniu-rikis. Sé hún ekki þar,
þá má fá hana í Library of Con
gress í Washington, þar sem allt
er til. Maður hefur bókina að
Visu ekki lengi, en nægi-
lega lengi til að vita hvort mað-
ur viH kaupa hana. Þetta var
höíuðástæðan til þess að ég varð
kyrr i Bandaríkjunum. Og ég
var ósköp ánægður með litla at-
vinnu I kreppunni, sem gerði
mér fært að grufla og lesa.
— En hvar varstu við þínar
uppfinningar, sem heyrzt hefur
um?
•— Það kallast ekki uppfinn-
ingar, svarar Eggert um hæl. Ég
var bara að leysa verkefni, sem
komu upp og þurfti að leysa.
Seinast var ég í sömu verksmiðj
unni, MK að nafni við að búa
til tæki til að setja á saumavél-
ar fyrir sérstök verkefni.
— Komstu oft heim?
— Ég kom tvisvar heim, með-
an konan min Catharine
Hall lifði, um jólin 1947
og haustið 1954, en þá fór-
um við vestur til Islands, kring-
um hnöttinn. Ég fór ekki að
venja hingað komur mínar fyrr
en eftir að hún dó 1958. Síðan
hefi ég að visu ekki komið á
hverju ári, en verið hér
á hverju ári. Það er að segja, að
stundum hefi ég verið yfir ára-
mótin og dvölin því náð til
tveggja ára.
— Og nú þegar loranmælingam
ar fná Grænlandi og Færeyj um
hafa reynzt jafnar hvenær sem
er á sólarhringnum og þið bún-
ir að sanna jafna ferð ljóssins
Framhald á bls. 20
llfi.
— Af hverju?
— Hann er svo ákaflega opinn
og fljótur að átta sig á nýstár-
legum hugmyndum. Og auk þess
framúrskarandi kennari. í stað
þess að fara strax að telja upp
þá galla, sem séu á nýstárleg-
um hugmyndum, segir hann til
um hvar svipaðar hugmyndiir sé
að finna. Og er tll í að ræða mál-
in. Upp úr þessu fyrsta samtali
mínu við hann, spratt samband
mitt við stofnunina. Það var fyr-
ir 11 árum. Mikil breyting hef-
ur orðið á síðan. Þá var Eðlis-
fræðistofnunin í tveimur her-
bergjum í kjallara háskólabygg-
ingarinnar, og nóttina áður en
ég kom þar, hafði aðaltæk-
ið brunnið. Það fyrsta, sem Þor-
björn vantaði, var osellascope.
En hann hefur ávall.t getað sagt
mér til um hvaða tæki vantaði
mest i framtíðinni. Hann er sér-
lega naskur á að sjá fyrir hvað
það verður.
Áður en lengra var hald
ið samtalinu, brugðum við okk-
ur niður á neðri hæðina i Raun
vlsindastofnuninni, til að iíta á
eitthvað af þessum tækjum, sem
Eggert hafði gefið stofnuninni.
Þorbjörn Sigurgeirsson kom þar
að, meðan við vorum að mynda
nýjustu tækin, sem nefnast
pulsagreinir, Mösbauermælir og
sérstök reiknivél. Hanrn út-
Tækjagjafir til Raunvísinda-
stofnunar Háskólans
MBL. hefur borizt eftirfar-
andi fréttatilkynining frá
Raunvísindastofniun Háskól-
ans:
Eggert V. Briem, sem bú-
settur er í Bandaríkjunum,
hefur á undaniförnum árum
gefið Eðlisfræðistofnun Há-
skólans og síðar Raunvísiinda-
stofnun Háskólans margs
konar tækjabúnað til eðlis-
fræðilegra og jarðeðlisfræði-
legra rannsókna: 1) Sveiflu-
sjá, sem verið hefur í stöðugri
noktun í rúman áratug. 2)
Bifreið, sem notuð var af
Eðlisfræðistofnun Háskólans
í 5 ár meðal aninans til segul-
mælinga. 3) Polaroid-mynda-
vél, sem notuð er til að taka
myndir af sveiflusjárskermi.
4) Gatara fyrir pappírsræm-
ur, sem er í stöðugri notkun
sem sjálfritandi aflestrartæki
í Segulmiælingastöð Háskól-
ans. 5) Fj arskiptaritvél, sem
aðallega er notuð til að lesa
gataræmur og vélrita það,
sem á þeim stendur. 6) Sendi-
og móttökutæki. Upphaflega
voru tæki þessi notuð tii að
senda merfci frá jarðskjálfta-
mæli frá Surtsey til Vest-
mannaeyja, en þau eru n/ú
notuð til sjálfvirkra send-
inga á styrkleika segulsviðs
jarðar frá Segulmælingastöð
Háskólans í Leiirvogi til Raun
vísindastofnunar Háskólans.
7) Elektróníska reilknivél til
afnota á skrifstofu Raunvís-
indastofnunar.
Á þessu ári hefur Eggert
gefið Raunvísindastofnuninni
tvær tækj aisamstæður að
verðmæti um 1,2 milljónir
króna án aðflutningsgjalda
og söluskatts, en slikar gjafir
eru undanþegnar þeirn gjöld-
um.
Tæki þau, sem hér um ræð-
ir, eru fjölrásagreinir og
tæfci til mælinga á svoköll-
uðu „Mössbauerfyrirbæri“.
Fjölrásagreinir er tæki, sem
tekur við merkjum t. d. frá
geislateljara og greinir þau
eftir stærð, þ.e.a.s. orku
þeirra. Tækið getur greint
100.000 merki á sekúndu og
raðað þeim í minni, sem því
fylgir, á allt að 1024 orkustig.
Unmt er að bæta við minnis-
einingu þannig, að tækið geti
raðað á 8192 orkustig. Á
hverju orkustigi er unnt að
safna um milljón merkjum.
Tækið hefur mjög fullkom-
inn stjórnibúnað og getur
xxninið að mifclu leyti sjálf-
virkt, stjómað ferlarita eða
ritvél, þegar skila skal niður-
stöðum.
Mössbauertækin eru notuð
við mjög náikvasmar orku-
mælingar og má með þeim
fá ýmsar mikilvægar upplýs-
iingar um rafeindaskiLpan í
nágrenni við frumeindakjam
ann. Fjrrirbæri það, sem þessi
mælitækmi byggist á var upp-
götvað fyrir 13 árum af Þj'óð-
verjanum Rudolf Mössbauer,
en nú eru slíkar mælingar
notaðar við rannsóknir í
ýmsum greinum eðlisfræði,
efnafræði og líffræði. I
fyrstu er ætlunin að kanna
notkun þessara aðferða við
athugun á stöðu járnfrum-
einda í bergkristöllum. Fjöl-
rásagreinirinn er þá tengd-
ur við Mössbauertækin.
Einnig má nota fjölrásagrein-
inn við ýmsar geislamæling-
ar sem framkvæmdar eru. í
Raunvísindastofnun Háskól-
ans.
Síðasta áratuginn má heita,
að Eggert hafi haft anman
fótinn á Islandi. Samband
hanis við Eðlisfræðistofnun
og síðan Raunvísindastofmun
Háskólans hefur orðið æ
nánara með hverju árlnu.
Stofnanir þesisair hafa ekki
aðeinis notið góðra gjafa hana,
heldur hafa þær einnig notið
góðs af frábærri hugmynda-
auðgi hana.